Fréttablaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 85
LAUGARDAGUR 20. maí 2006 53
BÆJARL IND 12 - S : 544 4420
WWW.EGODEKOR. IS
GLÆSILEG GARÐHÚSGÖGN
ÚR GEGNHEILU TEKKI
Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00
Marlborosett
Bekkur, borð og 2 stólar
Allt settið án sessu -10%
Tilboðsverð: 76.950,-
Washington sett
Bekkur, borð og 2 stólar
Allt settið án sessu -10%
Tilboðsverð: 76.950,-
Stækkanlegt borð 120(+60)x120 og 6 stk. klappstólar m/arm
*Borð einnig fáanlegt í 180(+60)x120
Allt settið án sessu -10%
Tilboðsverð: 62.100,-
Átthyrnt borð 120cm
Staflanlegur stóll Hjólaborð -10%
Tilboðsverð: 13.950,-
Franska leikkonan Charlotte Gains-
bourg er dóttir söngvarans Serge
Gainsbourg og ensku leikkonunnar
Jane Birkin. Hún hefur leikið í
mörgum frönskum kvikmyndum en
einnig einhverjum bandarískum og
þar á meðal myndinni 21 Grams.
Hún er hávaxin, örlítið slánaleg,
með sérstaka andlitsdrætti, örlítið
stórt nef og skúffu. Einhvern veg-
inn verður hún bara fallegri fyrir
vikið og er ein af þeim sem eru
fallegar á sérstakan hátt.
Hún hefur vakið mikla athygli í
tískuheiminum og er gyðjan hans
Nicolas Ghesquiére sem hannar
fyrir Balenciaga. Charlotte er með
frekar afslappaðan stíl. Hún er
aldrei mikið máluð, sjaldan með
uppsett hár og klæðist oftast klass-
ískum fötum eins og rykfrökkum,
svörtum kjólum og slíku en ein-
hvern veginn nær hún þó alltaf að
vera mjög töff á afar afslappaðan
hátt.
Dóttir hans Serge
CANNES Hér er Charlotte á Cannes-kvik-
myndahátíðinni árið 2001 en þá sat hún í
dómnefndinni.
GLÆSILEG Hér er hún á forsýningu
myndarinnar Lemming sem var einnig sýnd
hérlendis á franskri kvikmyndahátíð.
Jeremy Scott hefur þrátt fyrir
ungan aldur náð að stimpla sig
ærlega inn í tískuheiminn sem einn
sá frumlegasti í bransanum… lín-
urnar hans hafa ávallt verið með
ákveðnu þema á borð við S&M leð-
urmenninguna, hafmeyjur og sjós-
krímsli og jafnvel Gillette-rakvél-
ar! Hann er fæddur í Kansas og er
einmitt hönnun hans með skemmti-
legu töfrayfirbragði sem hægt er
að tengja beint við Galdrakarlinn í
Oz. Núna býr hann í LA og er að
koma með húmor og jaðarhönnun
inn í bandarískan hönnunarheim.
Aðdáendur hans úr röðum fræga
fólksins eru til dæmis okkar eigin
Björk og stórstjarnan Madonna.
Þemað í línu hans fyrir haust/vetur
06-07 er rosalega skemmtilegt og
fær hann mikið hrós fyrir frjóa
hugsun: skymdibitamatur. Látum
myndirnar tala sínu máli. - áp
Skyndibiti
að tísku
GIRNILEG SAM-
SETNING Franskar
kartöflur í formi
buxna og ham-
borgarapeysa.
PIZZADROTTNING
Kjóllinn sem lokaði
sýningunni var
með pepperoni.
SÚKKULAÐISÆLA
Það er alveg greini-
legt hvaðan þessi
hugmynd var
sprottin, Jeremy
í staðinn fyrir
Snickers.
JEREMY SCOTT
Hönnun hans
er hressandi
og á engan
sinn líka.
AFSLÖPPUÐ
Charlotte
hefur vakið
athygli fyrir
afslappaðan
og tilgerðar-
lausan stíl.
KLASSÍSK-
UR STÍLL Á
forsýningu
myndar-
innar 21
Grams í
Feneyjum.