Fréttablaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 65
LAUGARDAGUR 20. maí 2006 33
Túmorsjúkdómur er ekki nafn á
sjúkdómi en læknirinn í Mýrinni
eftir Arnald Indriðason notar
þetta orð – og höfundur leggur
honum í munn hálfgerða lækna-
latínu – yfir sjúkdóm sem einkenn-
ist af æxlisvexti, en „tumor“ á lat-
ínu merkir æxli. Á sömu blaðsíðu
er líka getið um „kaffibletti“ og
það gefur vísbendingu um að hér
sé á ferðinni sjúkdómurinn
neurofibromatosis, eins og síðar
kemur í ljós í bókinni. Höfundur-
inn hefur greinilega kynnt sér
efnið vel og fer rétt með, þó má
skilja á umfjöllun á bls. 248 að
sjúkdómurinn komi frekar fram í
konum en körlum, en sú er ekki
raunin.
Frumufjölgun
Neurofibromatosis 1 (einnig er til
neurofibromatosis 2, sem er annar
sjúkdómur) er einnig nefndur von
Recklinghausen-sjúkdómur eftir
manninum sem fyrstur lýsti
honum. Orsökin er stökkbreyting í
NF1-geninu sem skráir fyrir prót-
íninu neurofibramin. Þar sem
neurofibramin temprar virkni inn-
anfrumuboðferla sem hvetja til
frumuskiptinga veldur vanstarf
þess frumufjölgun.
Æxli og kaffiblettir
Sjúkdómurinn erfist ríkjandi, það
er einkenni koma fram í öllum sem
bera stökkbreytt eintak frá öðru
foreldri þótt eintak gensins frá
hinu foreldrinu sé eðlilegt. Ein-
kennin geta þó verið mjög mismik-
il og nokkuð breytileg milli ein-
staklinga. Helstu einkenni eru
hinir svokölluðu „kaffiblettir“,
café-au-lait-blettir, ljósbrúnir (eins
og mjólkurkaffi) blettir fáeinir cm
á stærð sem birtast yfirleitt á
barnsaldri, og síðan fjöldi æxla
sem myndast í taugaslíðrum húð-
tauga. Þessi æxli eru góðkynja en
eru oft útlitslýti. Í hluta sjúkling-
anna koma fram æxli út frá sjón-
taug. Fremur sjaldgæft er að æxlin
verði illkynja. Í æxlunum hefur
það gerst, að heilbrigða eintakið af
geninu hefur tapast og þannig er
því yfirleitt háttað þegar um er að
ræða arfgenga tilhneigingu til
æxlisvaxtar.
Helga Ögmundsdóttir,
prófessor í læknisfræði við HÍ
Hvers vegna fær maður niður-
gang af sveskjum?
Sveskjur eru þurrkaðar plómur
sem eru ávextir plöntunnar Prun-
us domestica L. Sveskjur koma
aðallega frá Bandaríkjunum,
nánar tiltekið Kaliforníu, og
Frakklandi. Um hægðalosandi
áhrif af sveskjum hefur lengi
verið vitað og er neysla þeirra
talin meðal þeirra úrræða sem
hægt er að grípa til við harðlífi.
Ekki er fullkomlega ljóst hvernig
þessi áhrif til hægðalosunar eru
til komin, en talið er að hátt sorbit-
ólinnihald í sveskjum (15 g í 100 g)
geti skýrt þessi áhrif að hluta að
minnsta kosti.
Sykuralkóhól geta haft hægðalos-
andi áhrif
Sorbitól er eitt sykuralkóhólanna
sem flest eiga það sammerkt að
gefa sætt bragð en frásogast ekki
að fullu úr fæðu og geta haft
hægðalosandi áhrif. Töluvert
mikla neyslu af sveskjum ætti að
þurfa til að framkalla niðurgang.
Til dæmis hafa Bandarísku nær-
ingarráðgjafasamtökin bent á að
neysla sorbitóls geti leitt til niður-
gangs fari hún yfir 50 g/dag. Það
samsvarar vel yfir 300 g af sveskj-
um á dag eða tæplega því magni
sem er að finna í dæmigerðum
sveskjupakka. Hafa ber þó í huga
að þessi mörk eru vafalaust nokk-
uð breytileg eftir einstaklingum
og að aðrir þættir í sveskjum geta
lagt lóð á vogarskálarnar til
hægðalosunar. Er þá fyrst og
fremst litið til fenólsambandanna
klórógensýru og neóklórógensýru.
Þessi efnasambönd virðast einnig
taka þátt í að hægja á upptöku
glúkósa úr fæðu og þar með blóð-
sykursvari, ásamt reyndar sorbit-
óli og trefjum sem er að finna í
sveskjum.
Björn Sigurður Gunnarsson,
matvæla- og næringarfræðingur
Hvernig á að beygja
sérnafnið Nótt?
Samheitið nótt beygist ævinlega:
Nf.et. nótt Nf.ft. nætur
Þf. nótt Þf. nætur
Þgf. nótt Þgf. nóttum
Ef. nætur Ef. nótta
Þegar orðið er notað sem sérnafn
er bæði notað eignarfallið Nætur
og Nóttar. Bændur og hestamenn
víða um land hafa sagt mér að
svartar ær og merar fái gjarnan
heitið Nótt og þá sé nánast alltaf
notað eignarfallið Nóttar. Sama
virðist gilda um kvenmannsnafnið
Nótt, það fylgir oftar ánum og
merunum en hinni upphaflegu
eignarfallsmynd. Þó eru margir
sem kjósa fremur að nota eignar-
fallið Nætur og virðist flest benda
til að þessar tvímyndir muni lifa
áfram hlið við hlið.
Mismunandi beyging eiginnafna
og samnafna
Eiginnöfn fara oft aðra leið í beyg-
ingu en samnöfnin. Sem dæmi
mætti nefna björg sem í þolfalli
og þágufalli er björg þegar um
samheiti er að ræða en Björgu
þegar talað er um konu. Tvímynd-
ir eru einnig vel þekktar, eins og
Þorkatli/Þorkeli í þágufalli og
Höskulds/Höskuldar í eignarfalli.
Guðrún Kvaran, prófessor,
forstöðumaður Orðabókar
Háskólans
Er túmorsjúkdómurinn í
Mýrinni eftir Arnald Ind-
riðason til í alvörunni?
�������������
���������������
Kannt þú að beygja Silvíu Nótt?
Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Að
jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem glímt hefur verið
við að undanförnu eru: Hvað merkir orðið Glitnir og hvaðan er það upprunnið, hve-
nær komu handritin aftur til Íslands og var það sjálfsagt mál að fá þau hingað, hvaða
klaustur voru á Íslandi á miðöldum, finnast gull, silfur og kopar í einhverju magni hér
á landi, hvaða lög gilda um meiðyrði á Íslandi og hvernig er mönnum refsað fyrir þau,
getur þú sagt mér allt um trúðfiska og hvenær er dagur tónlistardýrlingsins heilagrar
Sesselju? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóð-
inni www.visindavefur.hi.is.
LAGERSALA ESSO
- Komdu og gerðu frábær kaup -
Við höfum tekið til á lagernum okkar að ESSO Gelgjutanga við Kleppsmýrarveg og við
bjóðum þér að njóta góðs af. Mikið úrval af skemmtilegum vörum sem henta í garðinn,
útivistina, útileguna, sumarbústaðinn osfrv.
20%-80%
afsláttur
��Grill og grilláhöld
��Heimabíó
��Útvörp
��Lautarkörfur og pokar
��Heilsukoddar
��Stafrænar myndavélar
��Golfvörur
��Kæliskápar 12V
��Handryksugur
��Handfrjáls GSM búnaður - bluetooth
��Geisladiskar
��Bakpokar
...og margt fleira
Opnunartími:
Laugardaginn 20. maí kl. 11.00-17.00 - Sunnudaginn 21. maí kl. 12.00-17.00
Allir velkomnir!
Nýtt greiðslukortatímabil
ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT
n‡ vöru- & fljónustu-
skrá á visir.is