Fréttablaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 69
sem úthlutað var í upphafi. Það er
tekið af okkur til að færa öðrum,“
segir hann og á til dæmis við
byggðakvóta og tilfærslur til smá-
báta. Hans skoðun er að með þessu
sé eignarréttarákvæði stjórnar-
skrárinnar gert marklaust. „Áður
fiskuðum við fyrir um 120-130
milljónir en á síðustu vertíð veidd-
um við fyrir 50 milljónir. Þetta er
auðvitað gríðarleg kjaraskerðing
fyrir útgerðina og sjómennina.“
Sverrir sér breyttu ástandi stað í
ásókn sjómanna í að fá pláss á Súl-
unni. „Þessu fylgdu miklar tekjur
en það hefur gjörbreyst. Við höfum
reyndar verið heppnir og ég er
stundum alveg hissa á því. Við
höfum verið með sömu mennina
allt upp í 25-30 ár og margir hafa
verið hjá okkur í 10-15 ár.“
Oftsinnis hefur Sverrir verið
spurður hvers vegna hann kaupi
ekki meiri aflaheimildir svo að
Súlan þurfi ekki að vera bundin við
bryggju í sex mánuði á ári. „Það
væri sú mesta firra sem ég myndi
gera. Kvótinn er svo dýr að fram-
legðin yrði mínus. Þessir stóru geta
keypt sér kvóta því það skiptir þá
ekki öllu hvað þeir fá fyrir tonnið
þegar það er vigtað heldur hvað
það gefur í framlegð á endanum.“
Sest ekki í helgan stein
Þegar Súlan fær nýja heimahöfn
situr Sverrir eftir í Innbænum á
Akureyri. Hann segir að erfitt verði
að kveðja skipið en gerir það þó
sáttur. Þeir Bjarni hafa líka verið
lánsamir í sínum rekstri. „Þetta
hefur gengið mjög vel, ég kvarta
ekki,“ svarar hann þegar hann er
spurður hvort hann sé ekki milljón-
er. „Mesta lánið er þó að maður
hefur alltaf verið við góða heilsu.“
Sverrir vill ekki gefa upp hve mikið
Síldarvinnslan greiðir fyrir Súluna,
það er viðskiptaleyndarmál, eins og
það er kallað. „En það skiptir mig
miklu máli að selja traustum aðila
og það má taka það með í reikning-
inn.“
Þó að Súlan fari er ekki þar með
sagt að við taki iðjuleysi hjá Sverri.
„Ég ætla nú að gera eitthvað enda
þekki ég ekki annað en að vinna,“
segir hann. Ómögulegt er hins vegar
að toga nokkuð upp úr honum um
þau mál en þó er á hreinu að Sverrir
Leósson verður ekki undirmaður
eins né neins. „Ég hef verið minn
eigin herra mestan hluta starfs-
ævinnar og þekki mig nógu vel til
að vita að ég get ekki orðið undir-
maður. Ætli ég myndi ekki segja
þeim manni að halda kjafti sem
reyndi að segja mér fyrir verkum,“
segir hann og hlær.
Sverrir á sér fá áhugamál önnur
en útgerðina en lætur þó þjóðmálin
til sín taka og skrifar annað slagið
um hugðarefni sín í Moggann. Hann
hefur enga sérstaka ánægju af að
spila golf og vill helst ekki ferðast.
Hann hefur þó gaman af að horfa á
James Bond myndir og geymir
safnið á skrifstofunni.
Sverrir sjálfur ætlar ekki að
verða eini minnisvarðinn um Súl-
una þegar hún hverfur úr bænum.
Hann veit sem er að sjónarsviptir
verður af henni úr miðbænum og
einhverju sinni sagðist hann ætla
að reisa um hana minnisvarða við
bryggjuna. „Ég verð að standa við
það, enda reyni ég að standa við
orð mín.“
Í GARÐINUM HEIMA Skrifstofur Súlunnar
eru á jarðhæð íbúðarhúss Sverris í Inn-
bænum á Akureyri. Þaðan er útsýni yfir
Pollinn sem var svartur af síld á árum áður.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS
LAGERSALA
OPIÐ 11-19
Í FELLSMÚLA 28
(GAMLA WORLD CLASS HÚSINU)
AÐEINS 2 DA
GAR EFTIR !
60%AFSLÁTT
UR AF ÖLLU !
LAUGARDAGUR 20. maí 2006