Fréttablaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 38
[ ] Ferðaskrifstofan Heimsferð- ir flýgur vikulega í sumar til tveggja ítalskra borga, Bologna og Trieste. Þaðan liggja leiðir til allra átta. „Land veit ég langt og mjótt“ er upphaf þekkts dægurlags og er þar vísað til Ítalíu. Þar má finna fjöl- breytt landslag, fallegar strendur, margbrotna sögu og gróskuríka menningu, spennandi fornminjar, listir, söfn og tónleika á heimsmæli- kvarða. Einnig rómantíska miðalda- bæi og nýtískulegar borgir, hönnun og tísku, fótbolta og fleira sport og ekki má gleyma einni helstu ástríðu Ítala, matargerðinni. Ferðaskrifstofan Heimsferðir hefur sérhæft sig í ferðum til Ítalíu undanfarin ár. Í sumar er hún með vikulegar ferðir til Bologna og Trieste. Þaðan liggja leiðir hvort sem er til strandanna Rimini eða Lignano, til Gardavatns eða Alpanna í norðri og á ítölsku rivíeruna í vestri. Þá er hægt að fara á flakk um frjósöm og fögur héruð eða til menningarborga eins og Flórens, Feneyja og Rómar svo eitthvað sé nefnt. Auk hefðbundinna sólarferða bjóða Heimsferðir upp á nokkrar sérferðir og gönguferðir í sumar um hin ýmsu héruð Ítalíu. „Perlur Ítalíu“ er spennandi fjórtán daga ferð um suðurhluta landsins undir leiðsögn eins fremsta Ítalíusér- fræðings Íslands, Ólafs Gíslasonar listfræðings. Flogið verður til Bologna þann 9. ágúst og heim frá sama stað 22. ágúst. Eftir eina nótt í Bologna verður ekið suður til hins fallega bæjar Sorrento sem kúrir innan um vínekrur og ávaxtatré í hlíðunum ofan við safírbláan Napolíflóann. Þaðan er stórkostlegt útsýni til Capri og annarra eyja og til fjalls- ins Vesúvíusar. Í þessu umhverfi er dvalið í fimm daga og farið í kynn- isferðir um nágrennið, m.a. til Napolí, Pompei, um Amalfi-strönd- ina og siglt út í eyjar. Eftir dvölina í Sorrento er siglt yfir til Sikileyjar, sem er stærsta og fjölmennasta eyja Miðjarðarhafsins og hefur að geyma náttúrufegurð, fornminjar, listir og sögu auk matarmenningar og mannlífs. Nánari upplýsingar um þessa ferð og aðrar Ítalíuferðir er að fá hjá söluaðilum Heimsferða í síma 595 1000 eða á www.heimsferdir.is Ítalía hefur allt að bjóða Ítalía er perla fyrir ferðamenn. Hér er strandlengjan við Sorrento. Símakostnaður á ferðalögum vill rjúka upp úr öllu valdi. Gott er að kaupa erlend símakort svo hafa megi hemil á kostnaðinum. 60 feta skúta, sem nýta á fyrir alls kyns ferðaþjónustu, kom til Ísafjarðar í síðustu viku. Skútan bíður nú eftir að sigla af stað með ævintýraþyrsta ferðamenn. Skútunni er ætlað að sigla með ferðalanga um Vestfirði og austur- strönd Grænlands. Fyrirtækið Bora Adventures sér um skipulagningu ferðanna. Boðið verður upp á allt frá þriggja daga ferð til lengri ferða sem vara í allt að þrjár vikur. Enn er verið að útfæra starfsem- ina en til að byrja með verður farið í nokkrar reynsluferðir. Vonast er til að geta boðið upp á náttúruskoð- un, skíðaferðir á vorin, ævintýra- ferðir þar sem blandað er saman kajaksiglingum í Jökulfjörðum og við Hornstrandir ásamt því að reynt verður að bjóða upp á snorkköfun á Reykjanesi. Á haustin er gert ráð fyrir að færa skútuna í Breiðafjörð- inn og bjóða upp á styttri siglingar allt að Látrabjargi. Um er að ræða nýja tegund ferðaþjónustu á Íslandi og ljóst að aðstandendur hafa ógrynni mögu- leika fyrir starfsemi sína. Ísafjörð- ur hentar vel sem dvalarstaður skútunnar enda eru mörg falleg svæði í nágrenninu og stutt að sigla til Grænlands. Frétt fengin af www.bb.is. Fljótandi ferðaþjónusta Skútan siglir inn í höfn Ísafjarðabæjar. MYND HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON TEKNAR HAFA VERIÐ Í NOTKUN SJÁLFSAFGREIÐSLUSTÖÐVAR Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI. FERÐAMENN EIGA NÚ KOST Á AÐ INNRITA SIG INN SJÁLFIR. Icelandair hefur tekið í notkun sex sjálfsafgreiðslustöðvar fyrir innritun í brottfararsalnum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Viðskiptavinir Icelandair eru þeir einu sem geta nýtt sér þessar stöðvar. Farþegar innrita sig sjálfir, sleppa við langar biðraðir og geta valið sér sitt eigið sæti. Eftir innritun tekur starfsmaður við farangri hans á sérstakri hraðleið en þeir sem hafa engan farangur geta haldið beint upp á brottfararsvæðið á annari hæð. Fyrstu dagana verða starfsmenn Icelandair farþegum innanhandar. Innrita sig sjálfir í flug nýjung } Þann 1. júní verður nýtt 25 herbergja hótel opnað á Dalvík. - Hótel Sóley - Rými fyrir 50 manns í 2ja manna herbergjum, með baðherbergi og sturtu - fal legt útsýni t i l sjávar og sveita. Dalvík sem er í um 30 mínútna akstusfjarlægð frá Akureyri, er m.a. þekkt er fyrir Fiskidaginn mikla. Kjörinn staður ti l að stunda hvers kyns útvist, svo sem; hva laskoðun, gönguferð i r, h jó l re iða ferð i r, kajaksig l ingar á Svarfaðardalsá, gol f, f iskveiðar, hestamennsku o.f l. Sundlaug og hei lsurækt er við hliðina á hótelinu. Láttu sjá þig fyrir norðan! Verið velkomin til Dalvíkurbyggðar! Kynningarverð í júní Nánari upplýsingar í síma:4663395 með tölvupósti á info@hotel-soley.com eða á heimasíðu www.hotel-soley.com 31. ágúst - 14. september Leiðin liggur um fimm fylki „villta vestursins” þar sem náttúran er stórbrotin og enn er hægt að finna indíána og kúreka. Farið um slétturnar miklu, Lakota indíánar heimsóttir, gist í ekta kúrekabæ, farið um Black Hills þar sem margar orustur milli hvítra og indíána voru háðar og minjar um söguna eru víða til staðar. Hægt að ganga á Bear Butte hið helga fjall Lakota og Cheyenne indíána. Náttúruperlur eins og Badlands og Devil’s Tower heimsóttar. Farið að Little Big Horn þar sem hin fræga orrusta sem felldi Custer var háð. Ferðast með Missouri fljóti sem var aðalleið landkönnuðanna Lewis og Clark. Stórkostleg Pow-Wow (danshátíð indíána) í Bismarck. Á þessu svæði var hin þekkta kvikmynd Dansað við úlfa kvikmynduð. Einn dagur í lokin í Minneapolis/St. Paul. Fararstjóri: Guðrún Bergmann s: 570 2790 www.baendaferdir.is K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A Verð: 175.500 kr. Nánari upplýsingar í síma 570 2790 eða á www.baendaferdir.is Á sléttunum miklu í Ameríku Sp ör - R ag nh ei ðu r In gu nn Á gú st sd ót tir kúrekar Indíánar o KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.