Fréttablaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 72
Í Borgarskjalasafni Reykjavíkur gefur nú að líta sýnishorn af ýmsum áróðursvopn- um sem stjórnmála- flokkarnir hafa beitt í sveitarstjórnarkosn- ingum í gegnum árin. Undir handleiðslu Guð- mundar Odds Magn- ússonar, prófessors í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, og Svanhildar Bogadóttur borgarskjalavarðar leit Jón Sigurður Eyjólfsson á áróðurinn sem kjósend- ur hafa fundið fyrir hér á árum áður. „Þessi áróðursplögg draga dám af tíðarandanum, bæði hvað varðar hönnun, útlit frambjóðenda og svo þeirri framtíðarsýn sem kynnt er,“ segir Guðmundur Oddur. „Og þau eldast misvel eins og sést til dæmis á áróðursplöggum Sjálf- stæðisflokksins frá 6. áratugnum en þar er mynd af ungum dreng og á plagginu stendur: „Mamma og pabbi kjósa fyrir mig.“ Þetta myndi ekki gera sig í dag. En stílbrögðin eru nokkuð lík alls staðar. Til dæmis hafa Banda- ríkjamenn, Rússar, Þjóðverjar, Bretar og fleiri notað bendandi fingur til að eggja áhorfandann til leiks. Það eru ekki nema fjögur ár síðan Framsóknarflokkurinn beitti þessu bragði en þá reyndar með kind sem beindi klauf sinni að kjósandanum og undir stóð „Við viljum þig í Framsóknarflokkinn.“ Þarna er eflaust verið að spauga með auglýsingu sem bandarísk yfirvöld notuðu á sínum tíma til að hvetja fólk til að ganga í herinn.“ Ælupokar, hurðaspjöld og eyrnatappar Menn hafa beitt ýmsum brögðum til að vekja athygli á málstað sínum eða til að koma höggi á and- stæðinginn. Til dæmis létu Alþýðu- bandalagsmenn gera ælupoka fyrir kosningar 1986 með sérstök- um leiðbeiningum en þær voru: „Settu í pokann öll afdönkuð íhaldssjónarmið sem þú verður var/vör við í umhverfi þínu. Lok- aðu pokanum vandlega og hent´on- um í ruslið!“ Og fleiri vildu sporna við þeirri mengun sem þeir töldu stafa af íhaldinu. Til dæmis má finna eyrnatappa með eftirfarandi leið- beiningum: „D-tappinn. Lausn frá leiðindum. Varúð: Hávaðamengun Sjálfstæðisflokksins getur skaðað heilsu þína.“ Sjálfstæðisflokkur- inn hefur einnig beitt brögðum til að koma höggi á andstæðinga sína. Til dæmis létu Sjálfstæðismenn í Reykjavík gera hurðaspjöld, líkt og notuð eru á hótelum, fyrir kosn- ingarnar 1982. Öðru megin var það rautt og þar stendur: „Vinsam- legast ónáðið ekki. Þar voru einnig tíundaðar ástæður fyrir því af hverju Reykvíkingar ættu ekki að kjósa vinstri stjórn.“ Formið og sannfæringar- krafturinn En umfang kosningaáróðursins er ávallt háð þeirri tækni sem til er á hverjum tíma. „Á fyrrihluta 9. ára- tugarins eru komin til skjalanna fyrirtæki sem prenta á alla skap- aða hluti og menn eru fljótir að nýta sér þetta. Þá fóru menn að þrykkja áróðurinn á penna, spil og í raun allt mögulegt. Eflaust hafa margir gætt sér á sælgæti nú síð- ustu daga sem verið hefur í kyrfi- lega flokksmerktum umbúðum.“ En hvað finnst Guðmundi Oddi um grafíkvinnuna við þessi áróðurs- plögg? „Sumt af þessu er ágætlega unnið og það sést þá hverjir höfðu efni á því að láta fagmenn um vinn- una. En svo er einnig hægt að sjá plögg sem bera vitni um lélega grafíkvinnu en mikinn sannfær- ingarkraft. Þá finnur lesandinn fyrir því að sá sem vann verkið trúir virkilega á það sem þar er sagt meðan á öðrum plöggum getur því verið öfugt farið; að formið er flott en andinn af skornum skammti. Annars sýnist mér áber- andi í dag að þeir reyni að segja sem minnst því fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Þeir vilja helst aðeins minna á sig án þess að gefa of mikið færi á sér.“ Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður segir að stundum leiti fulltrúar flokkanna til sín og vilji fá að kíkja á gömul áróðursplögg til að minna sjálfa sig á það hverju þeir og and- stæðingarnir voru búnir að lofa. Bylting eða pulsupartí Það virðist heldur ekki þurfa dýran pappír og litríkar myndir til að boða til byltingar. Sennilega verður áróðursplagg Húmanista- flokksins sennilega seint lofað fyrir hönnun en andann skortir ekki. Þar er boðað til byltingar, svart á app- elsínugulu; völdin til fólksins, ókeypis heilbrigðisþjónusta, menntun og leikskólavistun fyrir alla. Reyndar er það plagg ekki svo ólíkt kosningaplaggi B-listans frá því um miðja síðustu öld. Þar er minnt á frambjóðendur sem eru allir af alþýðustétt og almenningur beðinn um að láta ekki glepjast af í pólitískum flokkadráttum. Þar er því atvinnu frambjóðenda getið eins og oft viðgengst en fulltrúar Kvennalistans brutu blað þegar þær kynntu sína frambjóðendur, en þá var tekið fram hversu mörg börn hver þeirra ætti. En ekki er alltaf reynt að höfða til kjósandans með jafn alvarlegum hætti og gamli B-listinn gerði eða Húmanistaflokkurinn. Stundum virðist lausnin felast í því að bregða upp skemmtilegri stemningu og boða frekar til veislu heldur en byltingar. Auglýsing R-listans fyrir síðustu kosningar er gott dæmi um þetta en þar eru frambjóðendur saman í heitum potti og bjóða í pylsuveislu. 20. maí 2006 LAUGARDAGUR40 Öllum kosningabrögðum beitt SVANHILDUR BOGADÓTTIR Borgarskjala- vörður stendur hér við áróðursplöggin sem gerð hafa verið handa kjósendum, en þar hefur ýmsum brögðum verið beitt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GUÐMUNDUR ODDUR MAGNÚSSON Að sögn Guðmundar Odds sést greinilega hvaða flokkar hafa haft efni á að láta fagmenn gera áróðursplöggin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.