Fréttablaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 8
 20. maí 2006 LAUGARDAGUR STJÓRNSÝSLA Framleiðsla nýrrar gerðar vegabréfa hefst 23. maí. Í nýju vegabréfunum verður raf- rænt lífkenni á örflögu sem hefur að geyma mynd af handhafanum. Að sögn Jóhanns Jóhannssonar, sérfræðings hjá dómsmálaráðu- neytinu, er ekki þörf á því að hlaupa til og endurnýja vegabréfið þá þegar, þar sem núgildandi vegabréf haldi gildi sínu að fullu og verði ekki innkölluð. Þrátt fyrir að kostnaður við framleiðslu nýju vegabréfanna sé mun meiri en þeirra gömlu er ekki ráðgert að hækka verð þeirra til handhafa. Til lengri tíma litið verða vegabréf fullorðinna þó í reynd tvöfalt dýrari þar sem gildistími þeirra verður einungis fimm ár í stað tíu áður. Með tilkomu nýju vegabréf- anna verður ekki hægt að sækja um vegabréf erlendis nema í fimm sendiráðum; í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Englandi og Banda- ríkjunum. Jóhann vill því benda á að skynsamlegt gæti verið fyrir fólk búsett erlendis, í öðrum löndum en þessum fimm, að endur- nýja vegabréf sitt eigi það leið til Íslands og stutt sé eftir af gildis- tíma bréfsins. - sh Framleiðsla vegabréfa með lífkennum hefst 23. maí: Gömlu vegabréfin halda gildi sínu FARÞEGAR VIÐ LEIFSSTÖÐ Gömlu vegabréf- in verða ekki innkölluð. ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ ������� ���������������� ����������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� � ��� ��� �� �������������� ��� �������������� ����� E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 15 LYFJAMÁL Íslensk erfðagreining hefur nú hafið lokaprófanir á nýju hjartalyfi sem nefnist DG031 og er fyrsti sjúklingurinn byrjaður að taka lyfið. Prófanir verða gerðar á um 3.400 hjartasjúklingum í Bandaríkjunum en óvíst er hvenær þeim líkur. Sérstaða Íslenskrar erfðagrein- ingar felst í erfðarannsóknum við þróun lyfja. „Þetta er mikilvægt skref, bæði fyrir okkur og fyrir lyfjaiðnaðinn almennt, því þetta er í fyrsta sinn sem þekking á líf- fræðilegum orsökum algengs sjúk- dóms sem fengist hefur með erfða- rannsóknum skilar nýju lyfi í síðasta fasa lyfjaprófana,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísindamenn Íslenskrar erfða- greiningar hafa fundið erfða- breytileika sem eykur hættu á hjartaáföllum en prófanir verða einkum á svörtum hjartasjúkling- um sem hafa þennan breytileika. Um 400 Íslendingar fá hjarta- áfall á hverju ári en það er svipað hlutfall og á öðrum Vesturlöndum. Í iðnvæddum ríkjum eru hjarta- áföll algengasta dánarorsökin en um helmingur karlmanna fær hjartaáfall áður en yfir lýkur. - gþg Íslensk erfðagreining hefur lokaprófanir á hjartalyfi: Prófanir gerðar á hjartasjúklingum HÖFUÐSTÖÐVAR ÍSLENSKRAR ERFÐAGREININGAR Í VATNSMÝRINNI. Um 400 Íslendingar fá hjartaáfall á hverju ári en það er svipað og á öðrum Vesturlöndum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÁRI STEFÁNSSON Þetta er mikilvægt skref fyrir lyfjaiðnaðinn almennt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KÖNNUN Meirihluti vinstrimanna á Húsavík mun falla í komandi sveitarstjórnarkosningum sam- kvæmt skoðanakönnun Þekkingar- seturs Þingeyinga og héraðs- fréttablaðsins Skarps á Húsavík. Minnihluti Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks fær samkvæmt könnuninni sex af níu bæjarfull- trúum en núverandi meirihluti einungis þrjá. Könnunin var gerð með póst- kosningu í síðustu viku. Úrtakið var liðlega 400 manns og svar- hlutfallið 46 prósent. Tæplega þriðjungur kjósenda gaf ekki upp afstöðu sína. - kk Fylgi flokkanna á Húsavík: Meirihlutinn kolfallinn Húsavík B 35,0% D 26,6% S 23,7% V 14,7% 23 3 1 Skipting atkvæða og fjöldi bæjarfulltrúa Könnun Þekkingarseturs Þingeyinga og héraðsfréttablaðsins Skarps á Húsavík ATVINNA Daníel Ólafsson ehf. og Sensa ehf. eru fyrirtæki ársins og Skattrannsóknarstjóri ríkis- ins stofnun ársins. Þetta er niður- staða könnunar VR og SFR sem kynnt var á Nordica hóteli í gær. Rúmlega tíu þúsund starfs- menn hjá 1900 fyrirtækjum tóku þátt í könnun VR á Fyrirtæki árs- ins 2006, sem er metþátttaka. Danól varð hlutskarpast í flokki stærri fyrirtækja og Sensa í flokki þeirra minni. Félagsmenn SFR tóku í fyrsta sinn þátt í könnuninni og endaði Skattrannsóknarstjóri í efsta sæti. Um 3000 starfsmenn nærri 300 stofnana tóku þátt. - sh Fyrirtæki og stofnun ársins: Danól og Sensa fyrirtæki ársins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.