Fréttablaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 34
[ ]
Vannýtt auðlind sem hvaða
ökumaður sem er getur sótt í.
Ef hægt væri að lækka eldsneytis-
verð um 10 prósent á einu bretti
með því að fórna tveimur klukku-
tímum af tíma þínum, myndirðu
gera það?
Vistaksturskennsla tekur tvo
klukkutíma eða minna og algengur
árangur er 10-15 prósenta minni
eldsneytisnotkun og alveg up í 25
prósent í einstaka tilfellum. Það
jafngilti því að bensínlítrinn kostaði
um 95 krónur. Þrátt fyrir þetta segir
Pétur Friðrik Þórðarson ökukenn-
ari að sárafáir einstaklingar sæki í
kennsluna.
„Við höfum kennt mörgum í
gegnum samninga við fyrirtæki.
Einstaklingar sækja hins vegar
ekki í námið. Það er ríkt í okkur að
líta svo á að við kunnum að keyra
bílana okkar og þurfum ekki
kennslu. Við erum heldur ekki mjög
sparsöm og viljum einfaldlega ekki
temja okkur þær aðferðir sem þarf
til að spara bensín. Það er helst að
fyrirtæki með stóran bílaflota kaupi
svona nám fyrir sína ökumenn,“
segir Pétur.
Umræða um vistakstur er þó
alltaf að aukast og telur Pétur að
sóknarfærin liggi í nýjum öku-
mönnum, „Kennaraháskólinn er að
útskrifa stóran hóp af ökukennur-
um núna sem munu allir læra að
kenna vistakstur. Ég á von á því að
þetta fari beint inn í kennsluna hjá
ungum ökumönnum. Það er hins
vegar öllu erfiðara að kenna gömlu
hundunum að sitja.“
Vistakstur er upprunninn í Finn-
landi og gengur út á lítillega breytta
aksturshegðun. Með henni sparast
eldsneyti, slit á bílum og meira að
segja tími. „Bremsubúnaður og
hjólbarðar endast betur og ef allir
tækju upp vistakstur myndi
aftanákeyrslum fækka mikið,“
segir Pétur. „Kennslan kostar um
10-13 þúsund krónur en það borgar
sig margfalt til baka á fyrsta árinu.
Hún fer þannig fram að viðkomandi
keyrir ákveðna vegalengd með sínu
aksturslagi. Eftir það lesum við af
fullkomnum mælitækjum hvað bíll-
inn eyddi miklu, ferðin tók langan
tíma og þar fram eftir götunum.
Síðan förum við sömu vegalengd
með vistaksturslagi og lesum aftur
af mælunum. Svo er það undir nem-
andanum komið að viðhalda þessu
aksturslagi,“ segir Pétur að lokum.
Lista yfir ökukennara sem kenna
vistakstur má finna á vefslóðinni
www.aka.is.
einareli@frettabladid.is
Pétur Friðrik Þórðarson ökukennari segir fáa Íslendinga sækja í vistakstur.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Vistakstur minnkar elds-
neytisnotkun og slit á bíl
Frumherji hf. í Njarðvík heldur sinn árlega mótor-
hjóladag í dag. Eigendur geta þá komið með hjólin sín
og fengið skoðun á afsláttarkjörum.
Á morgun, sunnudaginn 21.
maí, kynnir Bovin Ísland ehf.
nýjung í ferðamáta á snjó. Um
er að ræða svokallað snjóhjól.
Tækið er blanda af mótorhjóli og
snjósleða. Um kanadíska uppfinn-
ingu er að ræða sem framleiðend-
ur kjósa að kalla Snowhawk. „Þetta
er stórskemmtilegt tæki með
mikla hreyfigetu og kraft,“ segir
Adam Bjarki Ægisson innflutn-
ingsaðili. „Það er auðvelt að stýra
tækinu og ég fór upp á topp á Snæ-
fellsjökli án nokkurra vandræða.“
Kynningin fer fram á Snæfells-
jökli við Arnarstapa 21. maí kl
13.00. Boðið verður upp á léttar
veitingar en í aðalhlutverki verð-
ur að sjálfsögðu snjóhjólið sjálft.
Við fyrstu sýn virðist hjólið mjög
óstöðugt en um leið og sest er á
það og lagt af stað kemur annað í
ljós. Það tekur yfirleitt um fimm
tíma að ná fullkominni stjórn á
hjólinu en þeir sem eru með bak-
grunn á mótórhjóli geta á einni
klukkustund náð miklu öryggi.
Þess má geta að hjólið er 115
hestöfl og aðeins 170 kíló. Stefnt
er að því að halda keppni í snjó-
krossi í sér snjóhjólaflokki.
Snjóhjólin hafa verið reynd við íslenskar
aðstæður með góðum árangri.
Snjóhjól á Snæfellsjökli
Snjóhjól verða kynnt í fyrsta sinn á Íslandi um helgina.
Gabriel höggdeyfar, AISIN kúplingssett, TRISCAN spindilkúlur,
stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir.
Tímareimar, ökuljós, stefnuljós ofl. Sætaáklæði,
sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn,
hestamenn o.fl. Kerruljós, bretti og nef-
hjól á kerrur. Bílamottur.
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Opið virka daga 8-18
dekkar allt
Hjólkó Smiðjuvegi 26, Hjólbarðaviðgerðin Akranesi, Gúmmívinnustofan Skipholti.
530 5700
Hjólbarðahöllin
Fellsmúla 24 Réttarhálsi 2
Gúmmívinnustofan
587 5588
Ægisíðu 102
HjólVest
552 3470
www.hollin.iswww.gvs.is
Söluaðilar
23
64
/
TA
K
TÍ
K