Fréttablaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 20.05.2006, Blaðsíða 76
 20. maí 2006 LAUGARDAGUR44 � � � �� � � Ofbeldisaldan sem riðið hefur yfir Sao Paulo undanfarið hefur orðið hátt í 200 manns að bana og hafa íbúar þessarar stærstu borgar Brasilíu aldrei áður séð ofbeldi þessu líkt. Sigrún María Kristinsdóttir kynnti sér málið frekar. Um síðustu helgi réðust grímuklæddir menn að lög-reglustöðvum með hand- sprengjum og vélbyssum og kveiktu í fjölda strætisvagna. Á sama tíma risu þúsundir fanga gegn vörðum í yfir sjötíu fangels- um og tóku hundruð þeirra gísla. Lögregla brást við með miklu ofbeldi, sem mætt hefur misjöfn- um viðbrögðum og segja sumir spillt dómskerfi kynda undir óeirðunum. Gagnrýnendur lögregl- unnar segja meðlimi hennar hafa brugðist við uppreisninni með því að skjóta fyrst og spyrja spurninga síðar. Mikill ótti ríkir nú meðal íbúa Sao Paulo vegna ástandsins. PCC-glæpagengið Að baki ólgunni stendur eitt stærsta glæpagengi fangelsa Brasilíu, en það er svo víðtækt að margir telja meðlimi þess nánast stjórna fangelsisyfirvöldum í Sao Paulo-fylki. Gengið kallast Prim- eiro Comando da Capital, sem útleggja má sem Aðalstjórn höfuð- borgarinnar, en gengur undir upp- hafsstöfunum PCC. PCC er talið vera sérlega hættu- legt gengi, því leiðtogar þess eru ungir, ofbeldisfullir glæpamenn sem eru mun gáfaðri en venjulegir stigamenn, að sögn Walter Fang- aniello Maierovitch, brasilísks sér- fræðings um skipulagða glæpa- starfsemi. „Marcos Willians Herbas Camacho, leiðtogi PCC, er afar gáf- aður maður,“ sagði Maierovitch. „Hann hefur jafnvel lesið Vítisljóð eftir Dante, svo hann veit vel hvernig hann getur gert líf okkar að sönnu helvíti.“ PCC var stofnað í byrjun tíunda áratugarins af föngum sem lifðu af blóðbað þegar lögregla brást við uppreisn fanga með því að drepa 111 þeirra. Í upphafi var um eins konar verkalýðsfélag fanga að ræða, sem barðist fyrir bættum aðstæðum í yfirfullum fangelsum Brasilíu, en fljótlega fóru meðlimir þess að standa fyrir skipulagðri glæpa- starfsemi, svo sem eiturlyfja- og vopnasölu, mannránum og þjófn- aði, auk fangauppreisna. Veldi PCC hefur aukist til muna með fjölgun farsíma, sem óprúttn- ir fangaverðir eru sagðir smygla inn í fangelsin, því með aðstoð sím- anna geta leiðtogarnir stjórnað hinum 10.000 meðlimum gengisins bæði innan og utan fangelsismúr- anna. Nýliðar ganga í PCC í fangels- unum og þeir meðlimir sem ekki hafa efni á mánaðargjaldi félags- ins (1.650 krónur fyrir fanga og 16.500 fyrir þá sem ganga lausir) greiða með því að taka þátt í hættu- legum glæpum eða árásum á lög- reglu, samkvæmt frétt dagblaðs- ins Fohla de Sao Paulo. Viðbrögð lögreglu Lögregluyfirvöld segja ofbeldið sem nú ríkir í Sao Paulo stafa af reiði meðlima PCC yfir því að átta leiðtogar þeirra voru færðir í sér- stakt öryggisfangelsi fyrir síðustu helgi, og að gengið sé jafnframt að minna á völd sín. En margir telja fleira búa undir. „Hluti lögreglunnar virðist halda að þetta sé stríð og það sé í lagi að útrýma óvininum. Það er ekki í lagi,“ sagði Sergio Adorno, prófess- or við háskólann í Sao Paulo. „Líklega er lögreglan að not- færa sér reiði almennings vegna svívirðilegra glæpa PCC með þessum harkalegu aðgerðum,“ sagði James Cavallaro, prófessor við lagadeild Harvard-háskólans, í samtali við AP-fréttastofuna. Flestir þeirra sem látist hafa í átökunum undanfarna viku í Sao Paulo eru annað hvort fangar eða lögreglumenn, en talsmenn ýmissa mannréttindasamtaka óttast að saklausir óbreyttir borgarar séu meðal hinna særðu og látnu. Þó telur Guaracy Mingardi, fyrrum rannsóknarlögreglumaður í Sao Paulo sem starfar sem glæpa- ráðgjafi Sameinuðu þjóðanna, að óbreyttir borgarar hafi ekkert að óttast. „Ég held að meðlimir PCC hugsi sig tvisvar um áður en þeir ráðast á óbreytta borgara. Þeir vilja ekki hætta á að reita íbúa fátækrahverfa Sao Paulo til reiði, því þaðan fá þeir flesta nýliðana, unga drengi og stúlkur með engar framtíðarhorf- ur,“ sagði Mingardi. Jafnframt sagði hann lögregl- una eiga erfitt starf fyrir höndum, því PCC er þannig byggt upp að ef leiðtogarnir eru allir settir í ein- angrun eða drepnir taka undirmenn þeirra undir eins við völdum. Menntun, ekki glæpir Brasilíska þingið íhugar nú hvort herða beri löggjöf gegn stiga- mönnunum, svo hægt verði að einangra leiðtoga glæpagengja í allt að tvö ár og útiloka notkun farsíma innan veggja fangel- sanna. Luiz Inacio Lula da Silva, for- seti Brasilíu, hvatti hins vegar til stillingar og bað þingmenn um að hægja á sér. Mikilvægara væri að bæta menntakerfið en að ausa frekara fé í fangelsi landsins. Hann minnti á að á sjöunda til tíunda ára- tugnum hefði Brasilía ekki nógu fé í menntun barna og unglinga, og það hefði leitt til þess að ungir menn leiddust út í glæpi. „Annað hvort gefum við ungl- ingunum von eða skipulögð glæpa- starfsemi gerir það fyrir okkur,“ sagði Silva og bætti við að hann sjálfur kysi frekar að útvega unga fólkinu von um heiðarlega fram- tíð. smk@frettabladid.is Glæpagengið ræður fangelsunum MARCOS WILLIANS HERBAS CAMACHO Talinn vera höfuðpaur brasilíska glæpa- gengisins PCC. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í GÍSLINGU Fangi heldur fangaverði í gíslingu í Campo Mourao-fangelsinu í Parana í Brasilíu í síðustu viku. Gríðar- leg ofbeldisalda reið yfir Sao Paulo og nágrenni í vikunni og voru hátt í 200 manns drepnir í þeim átökum, en að baki þeim stóð glæpagengið PCC. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.