Tíminn - 18.09.1977, Qupperneq 4

Tíminn - 18.09.1977, Qupperneq 4
4 Sunnudagur 18. september 1977 Fór í söölasmíði ásamt plægingunum Nú ert þú fæddur og uppalinn á Háafelli i Hvitársiðu i Borgar- firði. Var það eitthvað sérstakt, sem olli þvi, að þú fórst að nema söðlasmiði? — Já, ég fæddist i þessari fallegu sveit, en hvað leiddi til þess að ég fór að læra söðla- ...gerðið var óbreytt ætlaði ég á öriygsstööum, þar sem Sturla Iá undir garöi. A björtum sumardegi ekki alls fyrir löngu lögðum við Timamenn leiö okkar austur i Hveragerði, nánar tiltekið að Breiðumörk 11, og heimsóttum húsráðanda þar, Steinbjörn Jónsson, sem er einn fárra manna sem enn stunda sööla- smiði aö einhverju ráði, þessa fornu iðngrein, sem muna má sinn fifil fegri. Til samfylgdar höfðum við fengið Þórö Snæ- björnsson, fréttaritara okkar á staönum, sem dyggilega hafði undirbúið komu okkar þangað. — Steinbjörn, hve lengi hefur þú stundaö söðlasmiöi? — Ég hef nú' stundaö þetta eitthvað á milli 50 og 60 ár að meira eða minna leyti, og alfar- iö siðan ég flutti hingað til Hveragerðis fyrir 15 árum. — Veiztu til þess að margir stundi þessa iðju enn hér á landi? — Þeir eru ekki margir. En þeim fjölgar. A timabili, fyrir nokkrum árum, þegar jeppar og traktorar komu til sögunnar og mjög fáir notuðu hesta, lagðist þetta nær niður. En það var mikið um þetta i byrjun aldar- innar. Þegar margt fólk var á hverju heimili og mikill hluti þjóðar- innar bjó i sveitum, var allt flutt á hestum. Mér dettur i hug kon- ungskoman árið 1907. Þá komu menn viðsvegar af landinu til Reykjavikur, allir á hestum. Meistarinn sem ég var hjá, Samúel ólafsson, sá mikli heiðursmabur og þekkti borgari, sem rak verkstæði frá 1880 til 1933, og ég vann hjá i sjö vetur, hann var að segja mér frá kon- ungskomunni árið 1907, þegar hann heföi leigt 80 hnakka og beizli og annað slikt, svo og þverbakstöskur, þvi þá fóru ailir riðandi. Konungi og fylgdarliði var skellt upp á hesta, en siöan var riðið austur aö Gullfossi og Geysi. 1 þá daga var allt sem fara þurfti farið á hestum. t vinnustofu Steinbjarnar i Hverageröi. Þau eru mörg vandasöm lenzkur hnakkur endist miklu betur en ódýr innfluttur. handtökin við smiöi eins hnakks, en vel aö merkja vei geröur Is- smiði, þvi er nú ekki gott að svara. — Ég fór ungur út i þaö að halda úti hestaflokki við plæg- ingar, og þá þurfti ég að gera sem mest af þvi að smiða sjálfur á mina hesta. Plægingar voru sumarvinna, hún stóð yfir frá þvi að jörð varð þiö á vorin þar til fraus á hausti, en á veturna var litiö að gera, og þá var það að ég greip til söðla smíðinnar. En ég stundaði plægingarnar I tólf sumur, og þá voru veturnir vitanlega jafn margir, sem ég þurfti að hafa eitthvert verkefni. //Strákar, þið ættuð að koma upp hestaflokki" — Nú hefur þetta verið heil- mikil útgerð. Hvað varstu með marga hesta á þessum ferða- lögum þinum? — Ég hafði sex hesta til vinnu. — Attir þú þá sjálfur? — Já, ég átti alla hestana sjálfur. — Lágu leiðir þinar ekki vitt úm landið við þessa vinnu þina? — Ja, ég fór um Skaga- fjarðarsýslu, Húnavatnssýslu, nokkuð um Strandasýslu og svo var ég eitt sumar i Norður-Isa- fjarðarsýslu. — Ég var i skóla á Hólum i Hjaltadal á árunum 1917 og 1918 og tók þar bakteriuna. Það var eitt sinn við máltið að Sigurður Sigurðsson skólastjóri, sá n^ikli áhrifamaöur, sagði: „Strákar, þið ættuð að koma upp hesta- flokki og fara til plæginga, þvi þetta gengur svo sáralitið með þeim tækjum sem nú tiðkast”, þ.e. með ofanafristuaðferðinni. Nú, maður fór aö velta þessu fyrir sér, og árið eftir minnir mig að það hafi veriö, sem ég fór af staö með þetta, en ekki varð nú lag á þessu fyrr en á þriðja ári, þ.e. þannig að mér likaði. — Þegar þú svo hættir þessum plægingum, eftir að hafa starfað við þetta I tólf sumur, fórstu að stunda búskap i Húnavatns- sýslu. Eða byrjaðirðu ef til vill annars staðar? — Nei, ég byrjaði i Húna- vatnssýslu. Fyrst á Ytri- Reykjum i tvö ár, og flutti svo að Syðri-Völlum og bjó þar i 28 ár. Dagkaupið 18 krónur fyr- ir útgerðina í byrjun, en hækkaði smám saman í 25 krónur — Eitt er forvitnilegt fyrir nútimaþjóðfélagið i sambandi við plægingastörf þin. Hvernig var kaupið þitt reiknað? Tókstu ákveðið fyrir landstærðina, eða tókstu timakaup? — Það var alltaf dagkaup. A þessum tólf sumrum sem ég vann við plægingar . var dag- kaupið 18 krónur i byrjun, en hækkaði smám saman i 25 krón- ur. — Fyrir þig, eða fyrir alla út- gerðina? — Fyrir útgerðina. — Þú segir timakaup. Voru það nákvæmlega út mældir 8 timar? — Nei, 10 timar, þ.e. fimm timar hvor gangur. Hestarnir voru þrir fyrir og unnu fimm tima i senn. — Þótti þetta vel borgað? — Það þætti vist ekki mikið nú. — Svo fórst þú að búa á Syðri- Völlum. Er ekkert atvik öðru fremur frá þessum ferðalögum þinum, sem þér er minnisstætt? — Þetta var skemmtilegt starf. Ég hafði gaman af jarð- rækt, og ég hef alltaf verið náttúruunnandi. T.d. þótti mér oft gaman um helgar aö ganga á fjöll og skoða sveitirnar i kring. Myndir: Gunnar Texti: Kás ,,Heimurinn er eins spegilmynd af sjálfum þér 9 9 — viðtal við Steinbjörn Jónsson söðlasmið í Hveragerði

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.