Tíminn - 18.09.1977, Qupperneq 5

Tíminn - 18.09.1977, Qupperneq 5
Sunnudagur 18. september 1977 5 HMÍSSÍÍÍ Ég var einu sinni að plægja á Orlygsstööum þar sem þeir háðu forðum orustuna Sighvats- synirog fjendur þeirra, og gerð- ið var óbreytt ætlaði ég, þar sem Sturla lá undir garði. Það er ýmislegt sem veitir manni ánægju. ,/Æðstiprestur braga" Þú hefur ekki flikað þvi, en mér er nú samt kunnugt um að þú átt mjög létt með að setja saman visur, ef þvi er að skipta. Vafalaust hefur þetta starf oröiö til þess að mörg visan hefur orð- ið til, þegar þú varst að tæta nið- ur illgresi i hinum ýmsu sýslum landsins, og ekki er mér grun- laust um að Borgfirðingurinn hafi stundum komið upp i þér, þegar þú varst að plægja hjá Húnvetningum og Skagfiröing- um. Manstu ekki einhverja visu frá þessum árum? — Jú, jú. Þær hafa nú komið nokkrar i visnakveri Sigurðar frá Haukagili, og ýmsir fleiri menn hafa skrifað um þær. Mér finnst þetta nú tæpast svo merkilegt, að það megi ekki gleymast. En viðvikjandi þessu, að ég hafi verið að gera visur, þá detta mér i hug þær nýjustu. A þessu súmri fór ég með fjöl- skyldu minni hringveginr og hafði mjög gaman af. Ég hafði ekki búizt við að ég fengi aö sjá Austurland, og þótti þ.aJ. mjög gaman. Nú, ég er þannig gerð- ur, að þegar ég er á ferðalagi, þá vil ég helzt sjá nöfn þeirra bæja, sem ég ek fram hjá, ef þess er nokkur kostur, þvi þá kemur sagan oft til móts við mann. Ég man það t.d., er við fórum fram hjá bæ Páls Ólafssonar skálds, þá datt mér i hug þessi visa: Orti beztum sólarsýn, sumargesti i haga. Einnig hesta, ást og vin, æðstiprestur braga. Er ég fór framhjá Hofteigi á Jökuldal, þá kom mér i hug ris- mikill bóndi sem þar bjó. Visan er þannig: Góðum málum lagði lið, lengi verka hraður. Hofteig var hann kenndur við, virtur fræðimaður. Skessunni gekk betur — Hvað fannst þér athyglis- verðast i ferð þinni um Austur- land? — Þaö var nú margt. Ég sá til dæmis að viða var vel búið á Austurlandi, góð umhirða og allgóður húsakostur. Austfirðingarþurfa aöklifra i mikla hæð til að komast yfir sumar heiðarnar. í Oddsskarði sá ég framkvæmdirnar sem verið er að vinna að þar, en mikið gengur þeim seinlegar heldur en skessunni að bora sig i gegnum fjallið. Hversvegna Hveragerði? — Þú sagðir áðan að þú heföir búið að Syðri-Völlum i 28 ár, en þá tókst þú þig upp og fluttir til Hveragerðis. Var það eitthvaö sérstakt sem olli þvi að Hvera- gerði varö fyrir valinu, en ekki einhver annar staður? — Það var ef til vill svolitiö sérstakt sem olli þvi. Það var eitt sinn, 16 árum áður en ég flutti hingað, að við fórum tveir fyrir Búnaðarsamband Vestur- Húnvetninga að skoða dráttar- vél, sem var við vinnu austur ,við Markarfljót. Þegar við kom- um til baka, þetta var i nóvem- ber i mikilli haustkyrrð, ókum viö i gegnum Hveragerði, sem þá var ósköp litið þorp. Það var alveg logn og allir reykjarstrók- ar stóöu beint upp i loftið. Þá fór ég að hugsa: Þegar ég get ekki starfað lengur sem bóndi, flyt ég hingað. Þetta er svo óvenju- lega hlýlegur staður. Ég veit það ekki, en kannski hefur þetta Steinbjörn Jónsson söðlasmiður og kona hans Elinborg Jónasdóttir i garðinum að Breiðumörk 11. ráöíö einhverju um, að ég settist hér að. íslenzku hnakkarnir bera af þeim erlendu — Nú hefur þetta breyzt mikið eins og þú sagðir áðan i sam- bandi við söðlasmiöi. Aður var markaðurinn fyrst og fremst bundinn viö dreifbýlið en nú hef- ur dæmið snúizt við með siauk- inni hestaeign bæjarbúa. — Jú, þetta er á vissan hátt rétt, en það kemur lftið við söðlasmiðinni hér á landi. Við erum svo fáir sem stundum þetta nú orðið og framleiöslan þvi fremur lítil. Hins vegar er mikið flutt inn af erlendum hnökkum sem eru lika miklu ódýrari. — Er verðmunur á innlendum og erlendum hnökkum mikill? — Já, islenzku hnakkarnir eru miklu dýrari. Verð þeirra mun vera i ár nálægt 70 þús. króna en innfluttu hnakkarnir eru miklu ódýrari. Hins ber að gæta að vel gerður Islenzkur hnakkur endist miklu betur en þessir ódýru innfluttu hnakkar. Ég tel mig geta fullyrt það. — Það mun ekkí ofmælt. Ekki vænti ég þess, Steinbjörn, að þú munir hvað fyrsti hnakkurinn sem þú smiðaðir og seldir, kostaði? — Jú, þegar ég byrjaöi að smiða hnakka, kostuðu spaða- lausir hnakkar 75 krónur en spaðaðir hnakkar 100 krónur. Ég man eftir þvi að fermingarhnakkurinn minn kostaöi t.d. þrjátiu og tvær krónur. En vel að merkja ætli það hafi ekki tekiö verkamann þrjá mánuði að vinna fyrir hon- um i þá daga. Þvi er öðruvisi farið nú. T.d. seldi ég hnakk i fyrra manni, sem vann við Sig- öldu, og sagðist hann vinna fyrir honum á einni viku. Heimurinn er eins og spegilmynd af sjálfum þér. — Hvað ert þú gamall Stein- björn? Er þér nokkuð illa við þessa spurningu? — Nei, ég er karlmaður. Ég er á fyrsta árinu um áttrætt. — Og þú hefur kunnað vel við þig i Hveragerði siðan þú komst hingað? — Ég hef kunnað vel við mig alls staðar, þar sem ég hef dvalizt. Mér hefur alltaf verið minnisstætt gamalt máltæki sem segir: „Heimurinn er eins og spegilmynd af sjálfum þér. Ef þú grettir þig framan i' hann, þá ygglir hann sig aftur á móti, en ef þú hlærö aö honum og meö honum, þá reynist hann þér kát- ur og góður félagi”. Sárt aö vita til þess aö milljónir þeirra skuli myrtir. — Er ekkert sérstakt ofarlega i huga þér þessa stundina? — Það er eitt sem mér er efst i huga, og það er frétt sem ég heyrði i gærmorgun i útvarpinu. Ég hef alltaf verið náttúruunn- andi og þegar ég var aö alast upp I Borgarfirðinum, þá var eitt af þvi skemmtilegasta sem ég gerði, að athuga fuglana og lifriki þeirra. Ég man þetta mjög vel. Þarna var hópur far- fugla, urmull af spóum og lóum I mýrarjaðrinum. Þarna var stelkurinn utar i mýrinni, gelt- andi eins og hans er vani. A lygnri ánni synti óðinshaninn með sinar fallegu höfuðhneig- ingar. Það vakti sérstaka at- hygli mina hvað samvinna var góð á milli þessara fugla. Þegar kjóinn kom var kominn heill herskari af spóum á loft til að reka hann i burtu. En nú heyri ég i fréttum og haföi reyndar heyrt áður, að leyft sé að myröa milljónir af þessum sumargestum okkar suður á Italiu. Þetta hefur þær afleiöingar að fuglunum hefur fækkað mikiö hér hjá okkur. Nú heyrast aðeins stakar raddir lóu og spóa, þar sem áður var f jöldi þeirra. Þaö er sárt að vita til þessa. Kás. PETTA EIGA BÍLAR AÐKOSTA Skoda Amigo er mjög falleg og stilhrein bifreió. Hun er búin fjölda tæknilegra nýjunga og öryggió hefur verió aukió til muna. Komió og skoóió þessa einstöku bifreió

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.