Tíminn - 18.09.1977, Qupperneq 10

Tíminn - 18.09.1977, Qupperneq 10
10 Sunnudagur 18. september 1977 Tíminn heimsækir Blönduós 1 haust verður fokheld á Blönduósi 350 fermetra bygging með Ibúðum handa öldruðum. Þar er ráðgert að verði rúm fyrir 20 manns. Byggingin stendur á lóð Héraðshælisins. Á Blönduósi er bullandi atvinna og skortur á fólki Meginhlutinn af þvl fólki, sem vinnur við hitaveituframkvæmdir er ungt fólk, sagði Jón tsberg oddviti. Hér eru tveir ungir menn að brjóta gat fyrir hitavatnsæð inn I eitt húsið á Blönduósi. — Timamyndir MÓ, Mö-Sveinsstöðum — Þaö eru mikil umsvif á Blönduósi á þessu sumri eins og oft áður. Þar er nú unniö af kappi að lagningu hitaveitu og áætlaö er að hiin verði komin I gagnið fyr- ir veturinn. Þá eru miklar bygg- ingarframkvæmdir I gangi og þar er stærst bygging dvalar- heimilis fyrir aldraöa. Sú bygg- ing er 350 fm. að grunnfleti og veröur tvær hæðir og kjallari. A ætlað er að lokiö verði að gera húsið fokhelti haust og er kostn- aður áætlaður 35 millj. kr. Ekki er enn neitt ljóst hvenær unnt verðuraö taka þessa byggingu I notkun, en það fer aðallega eftir þvi hve mikiö fjármagn verður unnt aö útvega til framkvæmd- anna. I húsinu er ráðgert að verði 10 tveggja manna fbúðir. Heimilið er byggt á lóö Héraös- hælisins á Blönduósi. Það eru trésmiðaverkstæðin Fróði hf. og Stigandi hf., sem annast byggingarframkvæmdir sameiginlega. Einar Evenssen byggingameistari hjá Fróða sagöi i viötali við Tímann, að samvinna þessara tveggja fyr- irtækja hefði hafizt þegar þau tóku að sér byggingu fjölbýlis- húss á Blönduósi i fyrra. Reynslan af samvinnunnni væri mjög góö og allt útlit á að hún haldi áfram, þegar um stærri verkefni væri að ræöa. Verk- efni, sem hvorugt fyrirtækið treysti sér til að standa eitt aö. Einar sagði, að i sumar heföi verið heldur minna um ibilöar- húsbyggingar á Blönduósi en undanfarin sumur, en að undan- förnu hafa þar átt sér stað mjög miklar húsbyggingar. En verk- efnin i byggingariðnaðinum eru þó geysilega mikil á Blönduósi og vantar tilfinnanlega fleira fólk til að vinna við fram- kvæmdirnar. Sérstaklega sagði Einar að vantaöi smiöi. Svipaö hljóð var i öðrum at- vinnurekendum, sem blaða- maður hitti á Blönduósi. Atvinn- an væri nóg, en vantaði fólk. T.d. var ekki gott útlit með að fá nægjanlega margt fólk til aö vinna I sláturhúsinu i haust og margt fleira mætti nefna. Nú er unnið að þvl að leggja hitaveitu á Blönduósi. Verkinu miöar vel áfram og að sögn Jóns tsbergs oddvita verður fram- kvæmdakostnaöur aðeins 10% meiri en áætlað var I fyrrahaust. Alls verður unnið fyrir 265 milljónir kr. I ár og verður þá búiö að leggja vatn i öll hús á Blönduósi. Myndin sýnir palla, sem nú hanga neöan i brúnni yfir Blöndu, en verið er að leggja hita- vatnsrörin þar undir. Hætta ve starfsemi segir Eyþór Elísson húsvörður Okkar stærsta vandamál er aö hafa nægjanleg fjárráð til þess að halda félagsheimilinu við, og staðreynd er þaö, að þeim hlutum höfum við alls ekki getað sinnt sem skyldi undan- farin ár, sagði Eyþór Elisson húsvörður i félagsheimilinu á Blönduósi i samtali við Ti'mann. Þótt mikil starfsemi fari fram I húsinu eru tekjurnar ekki meiri en svo aö þær rétt duga fyrir beinum reksturskostnaði. Þetta kemur fyrst og fremst til vegna þess hve starfsemin er skattlögð gífurlega mikið, og sem dæmi má nefna að það fé, sem við höf- um orðið að greiða i söluskatt undanfarin þrjú ár, hefði nægt mjög vel til þess að sinna öllu viðhaldi. — Þvi tel ég að opinberir aðil- ar verði hér að hlaupa undir bagga og létta þessari skatt- lagningu af starfsemi félags- heimilanna. Að öðrum kosti verða opinberir aðilar, sveitar- félög eða riki, að leggja fram beinar fjárhæðirtilþess að end- ar nái saman. Er félagsheimiliö mikið notað og væri hægt að auka notkun- ina? — 1 félagsheimilinu fer fram mjög margháttuö starfsemi. Við erum með sérbiósal, og eru þar kvikmyndasýningar tvisvar til þrisvar I viku, auk þess, sem þar eru oft leiksýningar o.fl. Þá er stór samkomusalur og þar eru bæði haldnir dansleikir, stórir fundir, samsæti og sitt-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.