Tíminn - 18.09.1977, Side 18
18
Sunnudagur 18. september 1977
menn og málefni
Atvinnuleysið er mesta
og hættulegasta bölið
* • ’*' •* I ?
•» ** * •* te‘ f
ii v ' ÍIl
III
sf. V íp * y Jt •lt» j
0* *M««
Sr<*« »*»
IÐNKynning
í REYKJA VÍK
19. sept. - 2. okt. 1977
Tvennt þykir
sögulegt
á íslandi
Sá sem þetta ritar, var nýlega á
fundi.þarsem saman voru komn-
ir þingmenn frá ýmsum löndum,
t.d. löndum Efnahagsbandalags
Evrópu, Friverzlunarbandalags
Evrópu, Kanada og Astraliu. 1
viöraeöum utanfundar bar islenzk
málefni stundum á góma og virt-
ist tvennt hafa vakiö mesta
athygli útlendinga isambandi viö
tsland og lslendinga á siöari ár-
um. Annaö er Vestmannaeyja-
gosiö, en hitt er veröbólgan, sem
hefur veriö meiri hér en i flestum
vestrænum löndum öörum. Yfir-
leitt viröist þaö hafa vakiö aödá-
un, hvernig litil þjóö hefur brugö-
izt vasklega viö jafn miklum
náttúruhamförum og Vest-
mannaeyjagosiö var. Uppbygg-
ingin i Vestmannaeyjum og þátt-
taka þjóöarinnar i henni viröist
vekja litlu minni athygli en gosiö
sjálft og bera dugnaöi íslendinga
gott vitni vitt um heim. Hins veg-
ar veröur ekki hiö sama sagt um
veröbólguna. Hún þykir ekki góö-
ur vitnisburöur um fjármála-
stjórn Islendinga er sú spurning
ekki ótiö, hvernig unnt sé aö búa
viö 30-40% veröbólgu um lengra
skeiö. Viö þessu er ekki annaö
svar en aö einhvern veginn hafi
þetta tekizt, án þess aöhægtséaö
segja aö þjóöin hafi oröiö fyrir
stórum áföllum. Hitt sé rétt, aö
vandinn vaxi meö hverju ári og
þaö sé þjóöinni áreiöanlega ljóst,
ogþvf megi gera sér vonir um, aö
snúizt veröi gegn honum af meiri
festu en hingaö til. A þaö megi
lika benda, aö tslendingar séu
ekki þeir einu, sem hafa fariö
halloka i glimunni viö veröbólg-
una. I flestum vestrænum löndum
sé veröbólgan enn mun meiri en
sérfræöingar heföu spáö aö hún
myndi veröa og rikisstjórnir
heföu gert áætlanir um fyrir t.d.
einu og hálfu ári. Hvorki spárnar
eöa áætlanirnar hafi staöizt frek-
ar en hjá Islendingum.
Mesta bölið
Iframhaldiaf þeirri spurningu,
hvernig sé aö búa viö mikla verö-
bólgu, er þaö ekki óeölilegt af
hálfu Islendinga aö spyrja,
hvernig sé aö búa viö mikiö at-
vinnuleysi. Hvernig er t.d. hægt
aðbúavið þaö tillengdar, að 5-7%
af vinnufæru fólki gangi atvinnu-
laust og lifi á atvinnuleysisstyrkj-
um? Og er þetta ekki enn alvar-
legra, þegar meirihluti atvinnu-
leysingja er ungt fólk? Við þessar
spurningar getur tslendingurinn
bætt þvi, að siöan 1970 hefur ekki
þekkzt atvinnuleysi á tslandi svo
teljandi sé, og gallinn sé meira
sá, aö atvinna sé of mikil en of
litil. Þaö er sama hvort rætt er
um þetta við Dana, Vestur-Þjóö-
verja, Kanadamann eöa Astraliu-
mann, þá er svariö jafnan hiö
sama: Atvinnuleysi er mesta og
hættulegasta bölið, sem viö glim-
um viö I dag, einkum þó ef viö
litum á þaö frá menningarlegu,
félagslegs og siöferöilegu sjónar-
miöi. Og oft er þessu bætt viö:
Meöan viö höfum ekki útrýmt at-
vinnuleysinu, getum viö síöur en
svo státaö af þvi, aö efnahagsmál
okkar séu í lagi né sett okkur á
háan hest i samanburöi við
Islendinga.
Ekki lofað
kjarabótum
Hvort, sem kosningarnar i
Noregileiöa til stjórnarskipta eöa
ekki, veröur þaö hlutverk rikis
stjórnar Verkamannaflokksins
að undirbúa fjárlagaáætlanir
fyrir næsta ár, þvi aö þær
eiga aö vera til I þingbyrjun
en hiö nýkjörna þing kemur
saman I byrjun október. Raun-
ar var stjórnin búin aö gera
þetta’ I stórum dráttum fyrir
kosningarnar og skýra frá helztu
niðurstööum. Aðalniöurstaöan
varsú.aömenn mættu eáiki búast
viö auknum kaupmætti launa á
næsta ári og yrði öll fjárlagaáætl-
un miðuö viö þaö, aö kaupmáttur-
inn héldist óbreyttur. Horfur I
efnahagsmálunum væru þannig,
aöþaö almesta, sem hægt væri aö
gera, væri aö halda kaupmættin-
um óbreyttum. Aö öðrum kosti
yröi hallinn á rlkisrekstrinum og
viöskiptajöfnuöinum óviöráöan-
legur, þrátt fyrir vaxandi oliu-
tekjur.
Stjórnarandstæöingar reyndu
slöur en svo aö gera sér mat úr
þessari yfirlýsingu rikisstjómar-
innar, heldur viöurkenndu þeir
hana sem góða og gilda vöru. Þeir
bættu þvi að vlsu viö, aö rikis-
stjórn Verkamannaflokksins
heföi hagaö siglingunni svo ógæti-
lega slöustu misserin, aö óhjá-
kvæmilegt væri oröiö aö draga
saman seglin.
Þannig lofuöu stjórnmálaflokk-
amir I Noregi ekki almeimum
kjarabótum eöa kaupmáttar-
aukningu fyrir kosningarnar,
heldur aöeins aö reyna aö halda i
horfinu.
Vont fordæmi
Þaö er ekki úr vegi aö minnast
þess, þegar þingkosningar fara I
hönd, aö þaö er háttur óábyrgra
rlkisstjórna fyrir kosningar aö
reyna aö mála ástandiö sem allra
glæsilegustum litum. Af fyrri
islenzkum rlkisstjórnum gekk
viðreisnarstjórnin lengst I þess-
um efnum. Hún greip jafnan til
veröstöövunar nokkru fyrir kosn-
ingar og þóttist þannig sanna, að
búiö væri aö ráða viö dýrtiöina,
og stundum létu ýmsir blekkjast
af þvi. Þá voru fjárveitingar
auknar til ýmissa framkvæmda
og átti þannig að sýna, að mikill
umbótatími væri framundan, ef
stjórnin sæti áfram. Eftir kosn-
ingarnar var svo veröstöövunin
numin úr gildi og dýrtiðin tók þá
enn meira stökk en áöur. A sama
hátt varö litið úr mörgum fram-
kvæmdum sem búiö var aö veita
fé til á papplrnum. Þaö tók þjóö-
ina nokkurn tima aö átta sig á
þessum vinnubrögöum. Þau báru
tilætlaöan árangur i þingkosning-
unum 1963 og 1967. Fyrir kosn-
ingarnar 1971 var þjóöin hins veg-
ar búin að átta sig og þá dugöu
þau ekki lengur.
Rétt þykir aö rifja þetta upp til
viövörunar, þótt ekki þyki hætta
á, aö núverandi rikisstjórn láti sig
henda slik vinnubrögð.
Erlendu lán-
tökurnar
Aö vanda vinnur fjármálaráö-
herra nú aö undirbúningi næstu
fjárlaga i samráöi viö rlkisstjórn-
ina og fjárveitinganefnd. Jafn-
framt er svo unniö aö gerö nýrr-
ar lánsfjáráætlunar. A undan-
förnum árum hafa verið tekin
mikil lán til ýmissa stórfram-
kvæmda, m.a. stór erlend lán, og
I langflestum tilfellum má segja,
aöþvl fé hafi verið vel variö. Lán,
sem hafa farið til eflingar útgerö-
inni og hraöfrystihúsunum, munu
t.d. skila sérfljóttafturí auknum
gjaldeyristekjum. Stórfelldum
erlendum lántökum er samt ekki
unnt aö halda takmarkalitið
áfram, jafnvel þótt til gagnlegra
hluta sé. Bæöi skapar þaö vissa
fjárhagslega áhættu og getur
orsakaö ofþenslu á vinnumark-
aönum. Þaö væri rétt ráöiö af
rlkisstjórninni, jafnframt þvl,
sem stefnt er aö hallalausum
fjárlögum, aö fara varlega I sak-
irnarl þessum efnum, og láta þaö
ekki hafa nein áhrif á sig, þótt
kosningar séu i nánd og kröfur
uppi um ýmsar framkvæmdir.
Það veröur aö setja þvi hófleg
mörk, sem ráðizt er I á hverjum
tima.
Röðun fram-
kvæmda
Þaö er staöreynd, sem Fram-
sóknarflokkurinn hefur iðulega
bent, á, aö ekki er hægt aö gera
allt I einu. Bæöi fjármagn og
vinnuafl þjóöarinnar er takmark-
aö. Þess vegna verður aö reyna
aö raöa framkvæmdum, ef svo
mætti segja til aö tryggja for
gangsrétt þess, sem er mest
aökallandi. Þegar búiö er viö
svokallaö frjálst efnahagskerfi,
vill oft fara svo, að ofvöxtur
hleypur I þá atvinnugrein, sem
bezt ber sig hverju sinni. Þess
vegna er fiskiskipastóll þjóöar-
innar I dag sennilega talsvert
stærri en hann þyrfti aö vera.
Sama gildir um vissar greinar
iönaöar og landbúnaðar. Þess
vegna þarf hiö opinbera iöulega
aökoma tilsögunnar og reyna að
sporna gegn ofþenslu 1 vissum
greinum, en rétta hlut hinna, sem
höllum fæti standa á vissum tlm-
um, en geta rétt sig við og átt
blómlega framtið. Þetta hefur oft
veriö gert meö góöum árangri, en
lika misheppnazt stundum. Enn
hefur ekki veriö fundiö upp neitt
þaö kerfi, sem tryggir hér hinn
rétta meöalveg, en eigi aö síöur
veröur aö leitast viö að stefna aö
þvi.
Það er áreiðanlega mikilsvert i
þessum efnum aö vera ekki aö
lofa meiru en hægt er aö standa
viö Annað ýtir undir óskhyggju
sem getur komiö mönnum i
koll. Ef til vill er þaö vænlegt til
lýöhylli, aö setja upp óskalista
um alls konar framkvæmdir. En
það getur hefnt sin, þegar ekki er
staðiö viö fyrirheitin. Betra er að
fara þá leiö aö segja mönnum
hreinlega að ekki sé hægt að gera
allt ieinu og þvi veröi aö reyna aö
raöa framkvæmdum þannigr aö
að gangi fyrir sem er mest áð
allandi.
Mikilsverð
kynning
A þessu ári hefur fariö fram
kynning á islenzkum iönfyrir-
tækjum viöa um land. Sú stærsta
og síöasta þessara sýninga hefst I
Reykjavik á morgun. íslenzkur
iðnaður stendur nú á vissan hátt á
tímamótum, og þvi er gagnlegt aö
fá umrædda kynningu. Slöustu
árin hefur talsvert aukizt
innflutningur á útlendum
iðnaðarvörum. Gagnkvæmir
friverzlunarsamningar, sem viö
höfum gert viö erlend iðnaöar-
riki, eiga sinn þáttl þvi. Þaö hef-
ur komið I ljós, eins og Framsókn
armenn færðu rök aö á sínum
tima, aö ekki var I upphafi sýnd
nægileg aögætni viö þá samnings-
gerö. Innflutningur erlendra
iðnaðarvara hefur þvi farið vax-
andi, og er á ýmsum sviöum aö
eyöileggja rekstrargrundvöll iön-
fyrirtækja. Hættan af sllkum
innflutningi erjafnanmikilf lönd-
um, þarsem markaöurinn erlltill
eins og hér. Islenzk iönfyrirtæki
þurfa ekki aö missa nema lltinn
hluta af sölu sinni til þess aö stoö-
um sé kippt undan rekstrinum.
Þótterlendu iönaöarvörurnar nái
ekki nema 10-15% markaöarins,
getur þaö nægt til þess aö stööva
innlendu iönfyrirtækin.
Hin auknu kaup á erlendum
iönáöarvörum stafa oftast ekki af
þvi, aö þaö sé um betri vöru eöa
ódýrari aö ræöa. íslenzkur iðnað-
ur hefur náö þeim þroska á mörg-
um sviöum aö framleiösla hans
stendur alveg jafnfætis erlendri
framleiðslu aö gæöum og verö-
lagi. Þaö sem ræöur þvi, aö $ólk
kaupir oft heldur erlendar iönaðar
vörur, er hrein nýjungagirni. En
hún getur oft ráöið miklu I þess-
um efnum. Sú skoöun er llka
nokkuö landlæg hér, aö erlend
vara sé betri og finni en hin
innlenda. Þetta kann aö hafa átt
viö rök að styöjast áöur fyrr, en
nu eru ástæöur tvlmælalaust
mjög breyttar I þessum efnum.
Tvíþættur
ávinningur
Þess ber svo að gæta, aö meö
þvi aö kaupa heldur innlendar -
iönaöarvöruren útlendar, eru
menn ekki aöeins aö spara
islenzkan gjaldeyri. Menn eru
jafnframt aö tryggja og treysta
atvinnuna I landinu. Iðnaðurinn
veitir nú þúsundum manna at-
vinnu. Ef iðnfyrirtækin standast
ekki samkeppnina við hina
erlendu aöila, missir þetta fólk
atvinnuna og i kjölfar þess myndi
fylgja samdrátturog atvinnuleysi
á mörgum sviðum.
Með þvf aö kaupa Islenzkar
iönaöarvörur gera menn tvennt I
senn, spara gjaldeyri og treysta
atvinnugrundvöllinn. Hvort
tveggja er mikiö sjálfstæöismál.
Þess vegna þurfa íslendingar aö
sameinast um aö halda vel vöku
sinni á þessu sviöi, eigi slöur en
öörum. Viöhald og efling iðnaöar-
ins er einn mikilvægast þáttur
þess, aö þjóðin geti sigrazt á efna-
hagserfiðleikunum, sem nú er
gllmt viö.
Þ.Þ.