Tíminn - 18.09.1977, Blaðsíða 23

Tíminn - 18.09.1977, Blaðsíða 23
Sunnudagur 18. september 1977. „Valsetriste” eftir Sibelius. Hljómsveitin Filharmonia leikur: Herbert von Karajan stjórnar. b. Pianókonsert nr. 21 i C-dúr (K467) eftir Mazart. Ilana Vered og Filharmoniusveit- in i London leika: Uri Segal stjórnar. 23.25 Fréttir. Dagskrdrlok. sjónvarp Sunnudagur 18. september 1977 18.00 Simon og kritarmynd- irnar Breskur myndaflokkur. Þýðandi Ingi Karl Jóhannesson. Sögumaöur Þórhallur Sig- urösson. 18.10 Svalt er á selaslóö. Sumar hjá heimskauta- eskimóum. Myndir þessar voru áöur á dagskrá I febrú- armánuöi slöastliönum og vöktu mikla athygli þá. 1 þessari fyrri mynd er fylgst meö eskimóunum að sum- arlagi, en sumrinu er variö til undirbúnings löngum og köldum vetri. Siöari myndin veröur sýnd sunnudaginn 25. september. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Skóladagar(L) Sænskur myndaflokkur. 3. þáttur. Efni annars þáttar: Nem- endum niúnda bekkjar hefur veriö lofaö aö fá aö halda skóladansleik, en ekkert orðið úr. Nú gengst nýiforfallakennarinn, Jan, i aö hrinda málinu i fram- kvæmd og fær Katrínu yfir- kennara i lið meö sér. Þaö fer vel á meö þeim, og hún býöur honum heim.. Dans- leikurinn er haldinn, og sumir unglinganna fá sér fullmikiö neöan I þvi. Þeir fáu, sem koma I skólann daginn eftir, eru heldur framlágir. Þýöandi Óskar Ingimarsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpiö). 21.30 Frá Listahátiö 1976WÍ11- iam Walker syngur ariu úr óperunni La Traviata og lög eftir Richard Cumming. Viö hljóöfæriö Joan Dorne- mann. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.50 Þrir þjóöarleiötogar Breskur heimildamynda- flokkur. 2. þáttur. Franklin D. Roosevelt. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22.45 Aö kvöldi dags Séra Jón Dalbú Hróbjartsson, sókn- arprestur I Laugarnes- prestakalli, flytur hug- vekju. 22.55 Dagskrárlok. Mánudagur 19. september 1977 20.00 Fréttir og veöur 20.15 Auglýsingar og dagskrá 20.20 íþróttirUmsjónarmaður Bjarni Felixson. 21.00 Næturvinna. Leikrit frá þýska sjónvarpinu eftir pól- verjann Krzystof Zanussi og Edvard Zebrowski, og eru þeir jafnframt leikstjórar. Aðalhlutverk Elisabet Bergner og Jadwiga Cieslac. Heilsuveil, roskin kona ákveð- ur að liggja i rúmi sinu til æviloka. Hún er vellauðug og ræöur fólk til a ð vaka yfir sér á næturnar. Kvöld nokk- urt ræöst til hennar ung, jú- góslavnesk stúlka. Leiði og aðgeröaleysi hafa gert gömlu konuna duttlunga- fulla, og hún reynir aö gera ungu stúlkunni starfið svo óbærilegt sem hún framast má. Þýðandi Jóhanna Þrú- insdóttir. 22.00 SahalinSovésk heimilda- mynd um Sahalin-eyju i Kyrrahafi. Þýðandi Hallveig Thorlacius. 22.30 Dagskrárlok. llUiÍIlili 23 r David Graham Phillips: j 20 SUSANNA LENOX (^Jón Hejgason V „Tíminn verður f Ijótur að líða," sagði hún annars hug- ar. „Tíminn? Þú ætlar þá að koma heim aftur?" „Tíminn þangað til þú ert búinn að Ijúka háskólanám- inu og við f áum að lif a saman í f riði, á ég við." Hún talaði um þetta eins og fólk er vant að ala um þá drauma sína, sem það þykist vita með vissu, að muni rætast um síðir. Hún var svoósanngjörn, þessi hugmynd, að gera ráð f yrir, að hann gengi að eiga hana, og það eft- irað hún væri búin að vera árum saman þjónustustúlka eða hver veit hvað — hún var svo f ráleit, að það f ór kald- ur hrollur um hann allan. Og hann færði sig skyndilega enn f jær henni. Hún varð vör við geðbrigði hans, því að hún var gædd næmri skynjun. En hún var allt of ung og óreynd til þess að skilja, hvað gerzt hafði. „Hvað mislíkar þér við mig?" spurði hún feimnislega. „Æ-i — ekkert, ekkert", stamaði hann. „Ég — ég var svo hugsi. Frestaðu ferðinni í einn eða tvo daga. Það er engin þörf á að hraða þessu svona". En henni fannst, að hún hefði með því að óhlýðnast frænku sinni fyrirgert rétti sínum til þess að búa lengur i húsi hennar. „Ég get ekki snúið við", sagði hún. Hún vildi ekki segja honum ástæðuna, því að þá gat verið, að honum fyndist sökin sín. „Ég sendi þér línu, þegar ég er búin að koma mér niður í Cincinnati". „Ekki hingað", flýtti hann sér að segja. „Það getur alls ekki gengið. Nei, skrifaðu utan á til mín í Gibson-höll í Cincinnnati og láttu mig vita, hvar þú býrð". „Gibson-höll", endurtók hún . „Ég skal muna það. Gibson-höll". „Skrifaðu mér undir eins og þú ert búin að fá þér ein- hver samastað. Það getur verið, að ég komi bráðum til Cicinnati. En annars er þetta allt vitleysa. Þú ert ekki að fara. Þú yrðir frávita f hræðslu". Hún hló lágt. „Þú þekkir mig ekki. Ég er fegin að komast héðan brott". Og hann sá, að hún mundi ekki aðeins vera að reyna að telja kjark í sjálfa sig, heldur bjó full alvara á bak við hvert orð, sem hún sagði. Hann gat ekki annað en dáðst að henni — og óttazt hana líka. Það var eitthvað villt og ókvenlegt í eðli hennar. „Hún hefur sjálfsagt erft það f rá móður sinni —og kannski föður sínum líka, hver sem hann hef ur nú verið", hugsaði hann. Kannski steypti hún sér bara út í þetta seinna, ef það færist fyrir núna, og það var svo sem sama, hvenær það bar að höndum. Þeg- ar á allt var litið, var það ef til vill eins heppilegt, að hún færí. „Ég get farið með hana austur með mér i haust. Hún hættir að ætlast til þess, að ég eigi sig, þegar hún öðlast dálítla lífsreynslu. Það verður hægt að útvega henni þar atvinnu. Ég hjálpa henni." Hann byrjaði aftur að blekkja sjálfan sig — gerði sér í hugarlund, að hann myndi reynast henni góður og göfugur vinur. „Ef til vill veitist þér þetta léttara en ætla mætti að óreyndu — þegar út í það er komið", sagði hann. „Það verður að minnsta kosti ekki verra en vera hér. Hvað bíður mín svo sem hér?" Hann furðaði sig á því, hve hún, svona bráðung, var gædd heilbrigðri skynsemi. Það var harla ólíkt, að nokk- ur maður af þeim stigum, sem hún var raunar af, myndi taka hana sér fyrir konu, og var hægt að ætlast til þess, að hún gæti sættsig við mann af því tagi,sem trúlegt var, að hún kynni að eiga kost á? Hvað álit hennar snerti... Hún , lausaleikskrakkinn, gat aldrei vænzt þess að njóta neins álits — að minnsta kosti ekki á meðan hún var svona ung og falleg. Hann hafði að loknum kvöldverði reikað inn í Willetts-lyfjabúð, þar sem ungir menn hímdu oft hópum saman á kvöldin. Meðan hann var þar inni höfðu dulbúnar glósur og slettur um stefnumót í kirkjugarðinum dunið á honum, og í hvert skipti, sem einhverju tvíræðu var slett til hans, höfðu hlátrasköllin glumið við. — Já, hún hafði á réttu að standa. Hún gat ekki „átt neina framtíð" f Sutherland. Hann kenndi sannarlega í brjósti um hana. „Vesalings barnið! Hvílík háðung!" hugsaði hann. Það hlaut eiginlega að vera eitt- hvað athugavert við þá veröld þar sem svona ranglæti leyf ðist. Klukkan sló tólf. „Þú verður að fara", sagði hún. „Báturinn kemur stundum klukkan hálf-eitt". Og hún stóð upp. Hún tók utan um hálsinn á honum. „Ó, hjartans yndið mitt!" hvíslaði hún. „Ég gæti gert allt fyrir þig. Ég veit, að þú elskar mig eins heitt og ég elska þig". „Já — já". OQ hann þrýsti kossi á varir hennar. Andartaksnautn — svo hörfaði hún undan, titrandi og greip andann á lofti. Hann ætlaði að taka utan um hana aftur, en hún vildi það ekki. „Ég get ekki lifað án þín" stundi hann. „Ég verðaðfara meðþér — ég verð!" „Nei", svaraði hún. „Þaðer ekki hægtnema við látum gifta okkur fyrst". Og svo bætti hún við, munarblíðri röddu: „Og það getum við ekki núna — líklega. Eru nokkur tök á því?" Ástríður hans sefuðust á svipstundu. „Það eru víst engin tök á því", svaraði hann, eins og honum þætti það miður. „Ég þyrði ekki að tala um það við pabba". „Já, við verðum að bíða þangað til þú ert orðinn f ull- veðja og hefur lokið háskólanáminu og ert sjálfráður gerða þinna. Þá..." Hún dró andann djúpt og leit bros- andi framan í hann. Fullt tunglið skein á þau gegnum skýjarof. „Við skulum hugga okkur við það og reyna að lifa sæl í voninni". „ Já," svaraði hann.,, En nú verð ég að fara". ,, Ég var alveg búinn að gleyma mér. Vertu sæll, vinur minn". Hú teygði fram munninn. Hann kyssti hana, en astríðulaust í þetta sinn. „Þú gætir fylgt mér niður á bryggjuna," sagði hún. „Nei, það gæti einhver séð okkur, og þá væri úti um allt. — Ég vildi — mig langaði til..." „Það kemur þá ekki til greina", sagði hún. „Ég vil ekki, að þú fylgir mér." Skyndilega vék hún sér að honum og kyssti hann. Hann fann, að varir hennar voru ískaldar. Hann þrýsti hendur hennar. Þær voru líka kaldar. „Vertu sæl, ástin mín", tautaði hann sveiflaði sér léttilega yfir brjóstriðið og hvarf inn í skuggana á milli runnanna. Þegar hann var kominn út úr garðinum, nam hann staðar og kveikti i sígarettu. Hendur hans titruðu, og hann var hér um bil búinn að missa eldspýtuna. ,Bölvaður asni er ég", sagði hann hálfhátt, „bölvaður asni. Ég verð að taka fyrir þetta giftingarkjaftæði — eða láta hana sigla sinn sjó. En það get eg ekki. Ég verð að hafa hana. Hvernig í and- skotanum víkur því við, að hún skuli ekki skilja, að maður í minni stöðu getur alls ekki farið að eiga hana? Ég skyldi gera hana hamingjusama, ef hún væri ekki sífellt að þessu giftingarstagli. Ég verð bókstaflega að taka fyrir þetta giftingarstagl. Það er orðið gersamlega óþolandi". Súsanna hafði skilið hatt sinn og fataböggul eftir bak við útidyrahurðina. Hún setti hattinn á sig í myrkrinu í anddyrinu, tók síðan böggulinn og lét hann í axlarpoka, skundaði út og lokaði dyrunum á eftir sér. Þau yrðu þess Þú heyrðir hvað ég sagði, upp með bossann! Þegar þú nærð honum, gefðu honum tvær af þessum i staðinn! sÐENNI ■ .1 < ®DÆMALAUS1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.