Tíminn - 18.09.1977, Side 29

Tíminn - 18.09.1977, Side 29
Sunnudagur 18. september 1977 • 29 einnig miöað við vinnutima. Til dæmis um það var siðasta sending okkar 27-28 tn., sem skorin voru á riímri viku. — tJt frá þessari reynslu sýn- ist mér að einn maður sem kann að þessum verkum að standa, geti hæglega skorið 20 tonn á viku, en þá er aðeins nýtt önnur fjaran á degi hverjum. Þetta þýðir 80 tn. hjá f jórum mönnum, sem er sami fjöldiog er i vinnu- flokkunum. Það þætti dágóð út- koma hjá vinnuflokkunum, og henni er hægt að ná án tækja. — Skurðarprammarnir eru reyndar þannig tæki, að þá er ekki hægt að nota nema i góðu veðri. í sumar var þangið eink- um skorið með orfi og ljá þegar það var slegið á floti, en með sigð þegar farið var um f jörur og skorið. — Net er i kringum skerið þar sem skorið er, og vinnuflokk- arnir sekkjuðu þangið á prömmunum i netpoka' jafn- óðum, en síðan var allt saman dregið á leguból þangað til skip verksmiðjunnar Karlsey sótti það. Við hjónin drógum hins- vegar netið upp i fjöru og hand- mokuðum i pokana. Það reyndist ekki ýkjamikið sein- legra, en auðvitað erfiðara. — Það er mitt álit, að hanna þurfi og framleiða færibands- búnað á flotholtum sem sé ein- göngu miðaður við pokunina. Prammarnir eru alltof erfiðir til þessara hluta og þá er ekki hægt að hreyfa þegar eitthvað er að veðri. Konurnar stóðu sig sízt verr — Þangskuröur er ekki erfið vinna, þvi það er ekki hægt að beita átökum við þetta. Hins- vegar er bakraun þegar skorið er með sigðum i fjörum. — Það voru að mestu leyti kárlar i vinnuflokkunum i sum- ar, þó var ein og ein kona stöku sinnum um tima og stóðu þær sig ekki siður en við hinir við» þetta starf. — Megnið af fólkinu, sem vann við þangskurðinn i sumar og i verksmiðjunni er búsett i nágrenni Reykhóla. Segja má að byggðarlagið standi og falli með Þörungaverksmiðjunni. Nokkrar fjölskyldur hafa flutzt að vegna þessarar starfsemi. Reykhólasveit hefur byggt nokkur einbýlishús, sem eru leigð út til starfsfólks og það yrði þvf reiðarslag fyrir sveitar- félagið ef þessi rekstur leggðist niður. Viðskiptin við landeigendur hafa verið nokkrum erfiðleikum bundin. Verksmiðjan borgar landeig endum ákveðið gjald fyrir hvert tonn af þangi sem tekið er i landi þeirra, eða 200 kr. á tonn- ið. Bændum þykir þetta litil greiðsla. Það hefur því frá byrj- un staðið i stappi aö fá þang- tökuréttindi. Menn eru hræddir við ágang I sambandi við hlunn- indi: sel og æðarfugl. Það er eðlilegt, þetta er ekki það gjald að það hvetjibændur tilað leyfa vinnuflokkum að æða um við- kvæm hlunnindalönd sin. Þangtekja verði eins og hver önnur hlunnindi, sem bændur annist sjálfir — Égtel að framtiðin hljóti að verða sú að bændur nytji sjálf- ir þanglönd sin og þangtekja verði föst og trygg hlunnindi, en málum ekki skipað svo að óvið- komandi aðilar geri út vinnu- flokka á lönd þeirra. — Þörungaverksmiðjan þyrfti að þróast upp í full afköst, sem eru 150 tn. á dag. Nú er aðeins um þriðjungsafköst að ræða vegna skorts á heitu vatni. En þótt nægilegt vatn yröi fyrir hendi, tel ég ófæra leið að svipta verksmið junni upp i full afköst á fáum árum. $ SAMBANDIÐ BYGGINGAVQRUR SUÐURLANDSBRAUT 32- EINNIGINNAKSTUR FRÁ ARMÚLA29 SlalalsIslálálalÉiSlsIaláBlálalalalálalalalálslsIsIalalalslálalsIalslslalslalsIálaB — Það má segja að verk- smiðjan hafi verið alltof stór i fyrstunni og það verði að beita mikilli lipurð í stjórnun og sam- skiptum við fólkið og þá aðal- lega landeigendur ef hún á að ná aðþróastsvo sem æskilegt væri. Þarna þarf að verða veruleg breyting á frá því sem var i fyrstu, ef losna á um þá hnúta sem þá mynduðust. Það er að- eins hægt að hugsa sér hægfara þróun á Þörungaverksmiöjunni og þangvinnslunni i nágrenni Reykhóla, öll stökk i þessu efni hljóta að misheppnast. — Um áframhaldandi rekstur er ekki gott að segja að svo komnu máli. Mér þykir trúlegt aðfélag heimamanna muni eiga kost á að halda áfram rekstrin- um. Starfið i sumar hefur verið - mjög góö reynsla og tekizt hefur að sýna fram á hvað hægt er að gera ef málin eru tekin réttum tökum. — Atvinnan við Þörunga- vinnsluna er lifsspursmál fyrir byggðarlagið. Og þegar má sjá dæmi um jákvæöa þróun. Það voru ekkiaðeins ég og kona mín sem unnum sjálfstætt að þang- skurðinum í Múlanesi i Múla sveit sem komin er I eyði að mestu en eigendurnir hafa not- að til sumardvalar, störfuðu nokkrir menn i sumar við þang- skurð með góðum árangri og eru þvi þannig setztir að aftur i sveitinni að hálfu leyti. Ef menn geta náð verulegum hluta árs- tekna sinna i þessari vinnu á nokkrum mánuðum breytir það mjög afstööu þeirra gagnvart þvi hvort þeir eigi að vera um kyrrt eða flytjast á brott. SJ glóðarkerti fyrir f lesta dieselbila f lestar dráttarvélar og aðrar vinnuvélar og dieselvélar til sjós og lands. Póstsendum hvert ó iand sem er ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.