Tíminn - 18.09.1977, Síða 35

Tíminn - 18.09.1977, Síða 35
Sunnudagur 18. september 1977 35 -f-A ■’gfxtrJHPtj <f>M lesendur segja ,,Á reiðskapnum kennist, hvar heldri menn fara” ,,A reiöskapnum kennist, hvar heidri menn fara”. (Ibsen/E. Ben.) A sjálfan þjóöhátiöardaginn gat aö lesa i blööum orösend- ingu, þar sem lýst er yfir hneykslan og fordæmingu á þvi, aö ónefnt ráöuneyti skuli hafa varpaö blessun sinni yfir bá- biljur og loddaraskap viö Kröflu. Aö þessari ályktun stóöur 12 kennarar i jaröfræöi viö háskólann. Skemmtileg tala og sögufræg, og sem stórum drýgist viö mismunandi langt komna lærlinga i faginu. Var þaö furöa, þótt svo mörgum mönnum og sérfræöíléga numdum ofbyði! Okkur almúgamönnum er tamt aö lita upp til háskólans og föllum vel aö þeirri trú, aö þaðan sé nýtra manna að vænta og höfum enda góöa reynslu fyrir því. Samt erum viö ekki bljúgari gagnvart öllum heldri manna ráöum en svo, aö okkur rann I skap þegar sjónvarpið titlaöi Mann og konu alþýöuleik- rit. Þaö er þó mála sannast, aö alþýöan er stolt af Jóni Thoroddsen og verkum hans. Hins vegar læöist aö sá grunur, að fyrst almenningur kunni ekki að meta Blóörautt sólarlag og Lé konung þá stæði Maöur og kona nógu langt aö baki þessum djásnúm til þess að passa þeim, sem ekki kunna aö busla I aur- skvompum snobbsins. I málaralistinni voru finu mennirnirfyrr á ferö. Þeir sóttu inn I latinuna kennimark fyrir þá listamenn, sem máluöu eftir ólæröum innblæstri og kölluöu þeirra aðfarir naivisma, þ.e. barnaskap, einfeldni e.þ.h. Ég á eitt slikt verk eftir þýzkan ferða mann, sem listilega haföi teiknað skininn hrosshaus, sem varð á vegi feröafólks inni á ör- æfum. Ég lét i ljósi, aö mér væri sem ég sjálfur sæi beinin á auðninni. Hann sagöist ekki vera listmálari heldur naivisti. Þaö er undarlegt á aö minnast hvernig atvikin festast i hug skotinu. Ég ætla að spyrja hvort það væri ekki eins konar flónska en flónaöist til aö nota orðið Dummdreistigkeit, sem þó kom ekki aö sök. Viö mis- mælinu kom gott svar. Hann taldi að á timabili hefði þetta sjálfsagt veriö fifldirfska en amk i Þýzkalandi væri kominn mildariblærá hugtakið, einkum eftir aö stofnanir fóru aö sækj- ast eftir svona verkum. Það mætti raunar segja að þeir sem þóttusteiga náöargáfuna alla og höfðu getað sett sig til bærilegra mennta hafi hjálpað til viö aö minnka hið umtalsverða bil. Þegar fáránleikinn var oröinn slikur, aö menn fóru aö mála fyrirsætur sinar meö annaö augaö upp i hársrótum en hitt milli hnjánna eða ámóta dellu, fengu þeir ofanigjöf frá hugs- andi fólki, sem þeir espuðu upp. Svo keyröi um þverbak þegar þátttakandi, sem hann minnti aö kallaöist Kongo, varö hlut- skarpastur i keppni en við opn- un gagna reyndist vera api. En naivisminn fékk sinn sess, ekki sizt fyrir hógværö og umburöar- lyndi ágætra listamanna. Dr. Steingrimur J. Þorsteins- son telur Mann og konu klass- iskt verk. Þaö var þvi nýlunda að heyra þegar þetta skáldrit yfirstéttarmannsins Jóns Thor- oddsens, eftir að hafa verið eftirlætisbók þjóöarinnar óskiptrar i heila öld, var fyrir skömmu skammtaö vissum parti þjóöarinnar— liklega taliö nógu naivt aö það hentaði bar- asta alþýðunni. Við dokum eftir stafrófskveri fyrir minni manna börn. NU erekkiþvi að leyna aö mér fannst yfirlýsing 12-menning- anna, eins og hún birtist I les- rháli, nokkuð oröháksleg og minna á dómsýki áðumefndra aðila. Auk þess leiðir þetta allt hugann að derringi danskra ein- valda sem ólust upp i þeim stell ingum aö „Vi alene vide”. Lik- lega er þaö svo, aö Gunnar Thoroddsen, iönaöarráöherra, hefir á flestu meiri þekkingu en brölti og eldum jarðar. Þaö er ogkunnugt Ur pólitikinni aö ráö- herrar eru eigi aðeins slæmir menn og skammsýnir heldur litiisigldir jarðvöðlar, en aö isl. ráðherra hafi verið bendlaöur við fordæðuskap áöur kannast ég ekki viö aö hafa heyrt. Að visu vildi ráöuneytiö ekki una þessu álasi og taldi, aö visindamennirnir heföu mis- skilið málavexti vitlaust eins og sagt var, um aöra tilburöi. Og kannski sé enn eitthvaö hæft i þvi, sem sagt var viö skáldspek- ing nokkrum árum fyrir Krists burö, aö þaö væri fleira á jöröu hér, Hóraz, en heimspekina okkar dreymir um. Þannig lætur sjálfur Goethe lærdóms- hetju sina, doktor og magister lýsa yfir: — ,,und sehe, dass wir nichts wissen können. Das will mir schier das Herz verbrennen." Þetta þýðir Yngvi Jóhannesson svo: — „og sé aö ekkert er unnt aö vita. Þaö æsir i loga minn gremju- hita”. Þótt þessi orð skáldmærings- ins flygjurnéríhug þegar ég las hina hvössu ályktun, var mér ljóst, að i þeim voru ofmiklir skáldskaparöfgar, til þess aö réttlætanlegt væri aö beita þeim bókstaflega. Visindamenn um jarðhræringar hafa samt vafa- laust eins og dr. Faust fundiö beizklega fyrir vanmætti sinum, og hve lærdómur og gáfur mega sin litils þegar óbeizlanleg fimbulorka fer ööru fram en fagleg þekking bjóst við og raunar þvert á hugarburöi manna. I Kina er talið, aö jarö- skjálftafræöi sé a' rhjög háu stigi. Við hörmuleg afdrif þar urðu samt frábærir jarðfræð- ingar eftirámenn, þrátt fyrir skjöl og tól. Er nýorönar hörm- ungar skullu yfir alræmd jaröskjálftasvæöi kom i beztar þarfir undratæki, sem voru svo hljóöglögg, að þau numdu veikan hjartslátt i rUstum. Þau voru fyrstnotuö I Agadir 1960 og þrem árum síðar I Skolpje. En hvaöan komu þau? Ja, þaö er nU þaö. Þau voru fundin upp i Frakklandi — landi, þar sem jarðhræringar voru á Tertiera timabilinu og slöan ekki á hinni jarösögulegu tið. Ég ætla ekki aö vera meö neitt skjall og heldur ekki tæpitungu. Okkar jarövisindamönnum finnst sárt aö Krafla veröi gerð að athlægi. Þess skal þó minnzt hér, að þar hefir vinna veriö með afreksbrag og er verkfræö- ingum og ööru starfsliði til sóma. Þar meö vaknar sU spurning hverjir myndu nU rista niðiö, ef jarörask hefði ekki truflaö framkvæmdir svo sem raun er á. En hvar voru jarðvis- indamennirnir og þeirra orö i upphafi og fram á þennan dag? Sjálfsagt er þaö rétt, aö þeir hafa litt veriö haföir meö I ráö- um, en þeirhöfðuþó málfrelsi — þá eins oj- nU. Og ekki skorti tækif æri til aö láta I sér heyrast. Sjón- og Utvarp var iöið viö aö hella yfir þjóöina næsta mark- lausu efahjali, sem minnti óþægilega á hina 200 ára gömlu ljóölinu: „dass wir nichts wissen können”. Þaö sýndi sig sem sé hve at- burðirnir voru ofvaxnir gáf- uöum menntamönnum. Þaö var ekki þeirrasök.Þeireru aö leita fangs viö höfuöskepnu og lausnin svo afslepp, aö hUn smýgur afburðamönnum um greipar meöan aörir, sem eiga minnimanni aö má taka hlutina höndum. Svo langt er komið aö nú á heimurinn landslagsarki- tekta. Guö hjálpi sér! Vera má, að ýmsir telji aö ég sé áö reyna aö niöurlægja vis- indamenn og þá, sem eru orönir matsmenn á listir. Þaö er mér fjarri. Meöan ég og minir likar kyrrumst frammi fyrir lista- verki svo sem sá er nýtur ilms af blómum án þess að fjasa um hvert ilmi bezt, nota ýmsir dómarar orð, mörg viðhafnar- leg orö, oft furöulega tilfengin. Og þaö eru einmitt kostir hins frjálsa orös. En jafnvel þar þarf að gæta hófsemi, ekki sizt um hið fagurfræöilega. Enn er I minni þaö spé, sem hljóöbært varö þegar Jón Kári gaf Ut Þokur. Sænskir grallarar munu hafa náö svipuðum árangri meö þvi aö prenta ljóðasafn, sem ort varuppúr oröabókum. Opinská umræöa t.d. um bækur er samt góö tilbreytni þótt margir rit- höf. geti af sjálfu sér rætt hver annars verk meö slikri innlifun og ,,anti”aðdáun, aö enzt getur til fáleika um langa hriö En til að sýna hvernig menn- ingunni, blessaöri, eru mis- lagöar hendur er,margt gert til aö aflaga og torkenna kærar erföavenjur, en jafnframt er fordæmt ef raskað er lifnaöar- háttum frumstæðra þjóöflokka, aö ekki sé talaö um ef villi- mannahópar finnast, þó mann- ætur séu. Um jarðvisindamennina eru álitamálin færri. Allir ættu aö unna þeim sem beztra mennta, hver jum á sinu sviði. Þaö er vist aö i seriuna vantar eina grein ef framkvæma á tillögu skáldsins á Gljúfrasteini um aö breyta vallgrónum túnum og garö- löndum imýrar. Auövitaö hefur votlendið sinn lifheim og lika sinn dauöa. En meöan fenin eru ekki færrien raun ber vitni, sbr. ferðalok söguhetju Laxness á Snæfellsnesi, þar sem dollara- grinið sat kafhleypt i einum illa flóa, en gesturinn göslaöi efj- una lausskóaður, finnstmér þaö vanstilling að andhyggna þjóö- inni fyrir þau spor, þó smá séu, sem hún er aö stiga til hjálpar við aö uppræta hungrið I heim- inum. En kannski hið dáöa skáld, þegar þaö kvaö upp sinn reiginslega dómmm Einar Ben. ogMatthias, hafi veriö ofþurrt i lappirnar. Loks skal vikiö aö þeirri ádeilu, sem til var vitnaö i upp- hafi. Þegar Binni i Gröf reis úr fleti sinu, eftir að hafa sagt til um stefnu á miðin og þver- beygöi af leiö unz hann stöövaði skip sitt þar sem menn hans mokuðu upp fiski, þá er ljóst aö aflann þann tók hann ekki frá öðrum. Eins myndi faraþótthin Utl. kona næöi einhverjum árangri, þvi enginn á þarna vissan hlut. Við sem eigum óskýranlega reynslu um fyrir- bæri höfum engu minni trú á priki kerlingar en skotthúfu dr. Sigurðar Þorarinssonar, ef til væri nú. Um þekkingu og hug- hrif varöandi gufuleit viö Kröflu er trúlegast, aö þar buldri allir Jónar jafnir. En það er fleira f heimi hér, Hóraz, — Sagnfræðingar full- yröa, aö Nostradamus hafi séð fyrir heimsstyrjöldina 1914-1918 og spá um hana sé aö finna i ritum hans, þótt bannsettur væri af páfanum. Friðrik Þorvaldsson. HMV Sjónvarpstæki HIS MASTER’S VOICE sjónvarpstæki eru heimsþekkt gæðavara með áratugs reynslu á íslenskum markaði. . • w.is.00® FÁLKIN N* SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 ötboi9un

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.