Fréttablaðið - 10.06.2006, Side 39

Fréttablaðið - 10.06.2006, Side 39
LAUGARDAGUR 10. júní 2006 3 C-Buggy á að komast hvert sem er og henta við öll tæki- færi, nema auðvitað ef það rignir. Ef árshátíð Citroën væri haldin á Íslandi á næsta ári mundi sennilega kveða við annan tón í hönnunar- deildinni. Citroën C-Buggy hug- myndabíllinn, sem frumsýndur var í Madrid fyrir skemmstu, er í það minnsta ekki beinlínis sérsniðinn fyrir Íslandsmarkað. Sögur herma að tilgangurinn hafi verið að smíða flottan og reffi- legan bíl sem kæmist hvert sem er en endurspeglaði um leið þá hönn- un og þau gildi sem Citroën stendur fyrir. Hætt er við að Íslendingum þætti lítið til koma ef bíllinn kæmi í sölu hérlendis nema honum yxi ein- hvers konar veðravörn á leiðinni. Það verður ekki frá Frökkum tekið að þeir búa til fallega bíla og ef marka má meðfylgjandi auglýs- ingamynd hentar hann býsna vel til aksturs á tunglinu, ekki síður en sólríkum lendum Suður-Evrópu. Fer hvert sem er... C-Buggy er enn á hugmyndastiginu og því ekki öll von úti. Kannski man einhver eftir þakinu í næstu umferð, þó ekki væri nema lítilli blæju. ÁRALÖNG HEFÐ LÖGÐ NIÐUR VEGNA KVARTANA. Nemendur í Freedon Area-skólanum í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum mega ekki lengur koma á dráttarvél- um í skólann. Í kjölfar kvartana annarra vegfarenda hafa staðaryfirvöld ákveðið að fram- fylgja, í fyrsta sinn í manna minnum, löggjöf sem kveður á um að dráttar- vélar megi aðeins nota á bújörðum en ekki venjulegum vegum. Málið er allt hið undarlegasta, ekki síst ef tekið er tillit til þess að dráttavélaaksturinn á sér aðeins stað einu sinni ári. Það er gömul hefð við skólann að nemendur úr dreifbýli aki slíkum farartækjum til skóla síðasta dag skólaársins. Ekki á traktor í skólann Það verður að teljast hæpið að þessi sé á leiðinni í skólann. Frá klukkan 10 til 17 í dag verður vélasvið Heklu með opið hús í Klettagörðum 8-10. Meðal annars verður boðið upp á ökuleikni á vörubílum, lyftarakeppni og kranakeppni. Auk þess gefst gest- um kostur á að reynsluaka nýjum gerðum af Caterpillar-beltagröf- um og hjólaskóflum og Scania- dráttarbíl með Närko City Trailer. Keppnin hefst klukkan 13 og stendur til 15.30. Verðlaun verða veitt fyrir besta árangur í öllum greinum og að sjálfsögðu verður gestum boðið upp á léttar veiting- ar. Nánari upplýsingar á www. hekla.is/opidhus Opið hús hjá Vélasviði Reynsluakstur og keppni af ýmsum toga. Meðal þess sem gestum opins húss gefst kostur á er að reynsluaka Caterpillar-tækj- um.Ef það er eitthvað sem borgar sig ekki að gera þegar maður fer í bíltúr þá er það að búast við því að hann gangi áfallalaust fyrir sig. Svo mikið hef ég lært. Mér þótti samt sérlega biturt að gata tvö ný jeppadekk í sama túrnum fyrir ári og annað svo illa að því þurfti að henda. Eða hvernig þætti þér að kaupa tvö stór sjón- vörp, henda öðru þeirra daginn eftir og rispa skjáinn á hinu með garðhrífu? Götuð dekk eru því miður öllu algengari en garðhrífur í sjónvarpsherbergjum. Þegar jeppafólk gatar dekk uppi á fjöllum er sjaldgæft að vara- dekk í fullri stærð sé með í för, til þess eru þau of þung og fyr- irferðarmikil. Næsta dekkja- verkstæði er ekki endilega hentug lausn heldur og því þarf önnur ráð, eins og til dæmis að tappa dekkið. Viðgerðartappa er hægt að nota jafnt í stóra sem litla hjól- barða og á sumum bensínstöðv- um fást einföld tappasett sem sniðugt væri að bæta í verk- færatösku bílsins (sem mætti útvega í sama bíltúr, sé hún ekki til nú þegar). Tappasett sam- anstendur vanalega af töppum (og þá er skýringin á nafninu komin), nál og lími. Viðgerðin fer þannig fram að tappi er þræddur í nálaraugað og lím borið á hann. Nálinni er síðan stungið í gatið þangað til fjórðungur tappans stendur út úr því. Þá er nálinni kippt snöggt út og tappinn situr eftir. Yfir- leitt þarf fleiri en einn tappa en það fer eftir stærð gatsins. Einnig eru til sjálflímandi tapp- ar og þá er límið óþarft. Þegar viðgerð er lokið og límið hefur þornað er dekkið pumpað til fulls, hlustað og vatni hellt yfir. Standist við- gerðin skoðun eru tappaendarn- ir skornir af, nánast upp við dekk. Útstæðir endar geta nefnilega hegðað sér óæskilega þegar á ferð er komið, til dæmis ákveðið að taka ekki þátt í ferða- laginu. Rétt er að taka fram að stórar rifur og göt sem eru á vondum stað eða í vondri stefnu geta lekið áfram þrátt fyrir alla heimsins tappa. Í flestum tilfell- um duga þeir þó vel til, í það minnsta að næsta dekkjaverk- stæði, þó svo að það sé í tveggja dagleiða fjarlægð. Vart þarf að minna fólk á að fylgjast reglu- lega með viðgerða dekkinu á leiðinni. Töppun dekkja er einföld aðgerð og á allra færi. Engu að síður getur verið gott að fórna nokkrum töppum í að æfa sig á ónýtu dekki áður en haldið er út í hinn stóra heim. Með reynsl- una og nálina að vopni ertu klár í hvaða ferð sem er. Mundu svo bara að heilla vinnufélagana reglulega með ferðasögum á borð við „...þá sprakk hjá okkur eitt dekk. Alveg í tætlur. En ég tappaði það bara...“ Tappaðu það bara... Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.