Fréttablaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 10. júní 2006 3 C-Buggy á að komast hvert sem er og henta við öll tæki- færi, nema auðvitað ef það rignir. Ef árshátíð Citroën væri haldin á Íslandi á næsta ári mundi sennilega kveða við annan tón í hönnunar- deildinni. Citroën C-Buggy hug- myndabíllinn, sem frumsýndur var í Madrid fyrir skemmstu, er í það minnsta ekki beinlínis sérsniðinn fyrir Íslandsmarkað. Sögur herma að tilgangurinn hafi verið að smíða flottan og reffi- legan bíl sem kæmist hvert sem er en endurspeglaði um leið þá hönn- un og þau gildi sem Citroën stendur fyrir. Hætt er við að Íslendingum þætti lítið til koma ef bíllinn kæmi í sölu hérlendis nema honum yxi ein- hvers konar veðravörn á leiðinni. Það verður ekki frá Frökkum tekið að þeir búa til fallega bíla og ef marka má meðfylgjandi auglýs- ingamynd hentar hann býsna vel til aksturs á tunglinu, ekki síður en sólríkum lendum Suður-Evrópu. Fer hvert sem er... C-Buggy er enn á hugmyndastiginu og því ekki öll von úti. Kannski man einhver eftir þakinu í næstu umferð, þó ekki væri nema lítilli blæju. ÁRALÖNG HEFÐ LÖGÐ NIÐUR VEGNA KVARTANA. Nemendur í Freedon Area-skólanum í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum mega ekki lengur koma á dráttarvél- um í skólann. Í kjölfar kvartana annarra vegfarenda hafa staðaryfirvöld ákveðið að fram- fylgja, í fyrsta sinn í manna minnum, löggjöf sem kveður á um að dráttar- vélar megi aðeins nota á bújörðum en ekki venjulegum vegum. Málið er allt hið undarlegasta, ekki síst ef tekið er tillit til þess að dráttavélaaksturinn á sér aðeins stað einu sinni ári. Það er gömul hefð við skólann að nemendur úr dreifbýli aki slíkum farartækjum til skóla síðasta dag skólaársins. Ekki á traktor í skólann Það verður að teljast hæpið að þessi sé á leiðinni í skólann. Frá klukkan 10 til 17 í dag verður vélasvið Heklu með opið hús í Klettagörðum 8-10. Meðal annars verður boðið upp á ökuleikni á vörubílum, lyftarakeppni og kranakeppni. Auk þess gefst gest- um kostur á að reynsluaka nýjum gerðum af Caterpillar-beltagröf- um og hjólaskóflum og Scania- dráttarbíl með Närko City Trailer. Keppnin hefst klukkan 13 og stendur til 15.30. Verðlaun verða veitt fyrir besta árangur í öllum greinum og að sjálfsögðu verður gestum boðið upp á léttar veiting- ar. Nánari upplýsingar á www. hekla.is/opidhus Opið hús hjá Vélasviði Reynsluakstur og keppni af ýmsum toga. Meðal þess sem gestum opins húss gefst kostur á er að reynsluaka Caterpillar-tækj- um.Ef það er eitthvað sem borgar sig ekki að gera þegar maður fer í bíltúr þá er það að búast við því að hann gangi áfallalaust fyrir sig. Svo mikið hef ég lært. Mér þótti samt sérlega biturt að gata tvö ný jeppadekk í sama túrnum fyrir ári og annað svo illa að því þurfti að henda. Eða hvernig þætti þér að kaupa tvö stór sjón- vörp, henda öðru þeirra daginn eftir og rispa skjáinn á hinu með garðhrífu? Götuð dekk eru því miður öllu algengari en garðhrífur í sjónvarpsherbergjum. Þegar jeppafólk gatar dekk uppi á fjöllum er sjaldgæft að vara- dekk í fullri stærð sé með í för, til þess eru þau of þung og fyr- irferðarmikil. Næsta dekkja- verkstæði er ekki endilega hentug lausn heldur og því þarf önnur ráð, eins og til dæmis að tappa dekkið. Viðgerðartappa er hægt að nota jafnt í stóra sem litla hjól- barða og á sumum bensínstöðv- um fást einföld tappasett sem sniðugt væri að bæta í verk- færatösku bílsins (sem mætti útvega í sama bíltúr, sé hún ekki til nú þegar). Tappasett sam- anstendur vanalega af töppum (og þá er skýringin á nafninu komin), nál og lími. Viðgerðin fer þannig fram að tappi er þræddur í nálaraugað og lím borið á hann. Nálinni er síðan stungið í gatið þangað til fjórðungur tappans stendur út úr því. Þá er nálinni kippt snöggt út og tappinn situr eftir. Yfir- leitt þarf fleiri en einn tappa en það fer eftir stærð gatsins. Einnig eru til sjálflímandi tapp- ar og þá er límið óþarft. Þegar viðgerð er lokið og límið hefur þornað er dekkið pumpað til fulls, hlustað og vatni hellt yfir. Standist við- gerðin skoðun eru tappaendarn- ir skornir af, nánast upp við dekk. Útstæðir endar geta nefnilega hegðað sér óæskilega þegar á ferð er komið, til dæmis ákveðið að taka ekki þátt í ferða- laginu. Rétt er að taka fram að stórar rifur og göt sem eru á vondum stað eða í vondri stefnu geta lekið áfram þrátt fyrir alla heimsins tappa. Í flestum tilfell- um duga þeir þó vel til, í það minnsta að næsta dekkjaverk- stæði, þó svo að það sé í tveggja dagleiða fjarlægð. Vart þarf að minna fólk á að fylgjast reglu- lega með viðgerða dekkinu á leiðinni. Töppun dekkja er einföld aðgerð og á allra færi. Engu að síður getur verið gott að fórna nokkrum töppum í að æfa sig á ónýtu dekki áður en haldið er út í hinn stóra heim. Með reynsl- una og nálina að vopni ertu klár í hvaða ferð sem er. Mundu svo bara að heilla vinnufélagana reglulega með ferðasögum á borð við „...þá sprakk hjá okkur eitt dekk. Alveg í tætlur. En ég tappaði það bara...“ Tappaðu það bara... Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.