Fréttablaðið - 17.06.2006, Side 29

Fréttablaðið - 17.06.2006, Side 29
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 2.55 13.29 24.03 Akureyri 1.34 13.13 24.56 GÓÐAN DAG! Í dag er laugardagurinn 17. júní, 168. dagur ársins 2006. Eitt af því sem einkennir þjóðhátíðardaginn okkar eru heilmiklar skrúðgöngur sem gengnar eru um borg og bý með skyrtuklædda skáta í fararbroddi. „Skrúðgöngur og fánaborgir eru bara pínulítill hluti af skátastarfinu. Við stundum mikið útilíf, eins og klettaklifur, útilegur og svoleiðis,“ segir Diljá Rut Guðmundudóttir, 15 ára dróttskáti í skátafélaginu Ægisbúum. Diljá verður í fánaborg Skátasambands Reykjavíkur á Austurvelli í dag. Þetta er önnur fánaborgin hennar en það þykir ákveðið stöðutákn að vera boðið að taka þátt. „Fána- borgin er eiginlega virðingartákn. Núna eru í henni um tuttugu skátar úr fjórum eða fimm félögum í Reykjavík. Við stöndum heiðursvörð í kirkjugarðinum í Suðurgötu þegar kransinn sem fer á leiði Jóns Sigurðssonar er borinn inn og göngum svo niður á Austurvöll. Þar stöndum við heiðursvörð til að votta forseta, forsætisráðherra og fjall- konu virðingu,“ segir Diljá. Í fánaborg er einn fánaberi og einn fánavörður um hvern fána. Hlutverk fánavarðar er að grípa fánann ef eitthvað kemur fyrir, eins og ef líður yfir fánaberann. „Ég hef ekki lent í því persónulega en ég hef séð fólk hníga niður. Þetta gerist af því að við erum ekki á hreyfingu og stöndum graf- kyrr. Göngustjórarnir reyna samt að passa vel upp á okkur. Ef einhverjum líður illa er hann fluttur og færður í skugga. Fáninn er númer eitt, tvö og þrjú, enda tákn íslensku þjóð- arinnar og okkur finnst verðugt að vernda fánann.“ Fáninn númer eitt, tvö og þrjú Diljá Rut er ein af tuttugu skátum sem standa heiðursvörð á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn. Ný bílasala á Selfossi í eigu B&L opnaði í vikunni þegar fyrirtækið festi kaup á Betri bílasölunni sem hefur verið starfrækt þar í bæ í 15 ár. Fyrirtækið verður til húsa í nýlegum 300 fermetra sýningarsal í Hrísmýri 2a. Öll merki B&L, bæði á nýjum bílum og notuðum eru til sölu á nýju bílasölunni. Á morgun verður gengið á milli nokkurra þekktra hella í nágrenni Reykjavíkur undir fararstjórn Ragnars Jóhannessonar. Brottför frá BSÍ klukkan 10.30. Gengið verður meðal annars um Skáta- hella nyrðri og syðri, Fosshelli og Selgjár- hella nyrðri og syðri. Áætlað er að gangan muni taka um 4-5 klukkustundir og gengnir verða 11 kílómetrar. ALLT HITT BÍLAR FERÐIR RÓMARVEFURINN.IS Hreinasta gullnáma fyrir þá sem vilja fræðast um Ítalíu. FERÐIR 5 ÖFLUGRI OG FAL- LEGRI SANTA FE B&L hefur kynnt til sögunnar nýja útgáfu hins vinsæla borgarjeppa Hyundai Santa Fe. BÍLAR 2 Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Bestu kaupin!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.