Fréttablaðið - 19.06.2006, Side 2
2 19. júní 2006 MÁNUDAGUR
���������������������������������������������������������������������
�������������
������������
���������������������������
������������������������������������������������������������������
����
�����
�����
�
��� ��� ��
�������������� ���
��������������
�����
Hraðakstur og fíkniefnabrot
Lögreglan í Borgarnesi handtók þrjá
ökumenn á þrítugsaldri á laugardag.
Tveir þeirra voru teknir fyrir hraðakstur,
annar á 134 kílómetra hraða og hinn á
129 kílómetra hraða. Hjá þriðja mann-
inum fannst lítilræði af kannabisefnum.
Maðurinn játaði á staðnum og var
sleppt að því loknu.
Tveir stútar Tveir karlmenn á Blöndu-
ósi, annar á fertugsaldri og hinn á sex-
tugsaldri, voru teknir fyrir ölvunarakstur
á laugardag. Sá eldri var gripinn þar sem
hann ók of hratt en hinn var tekinn við
hefðbundið eftirlit.
LÖGREGLUFRÉTTIR
LÍFRÍKIÐ Kríuvarp, sem stundum
hefur hafist um miðjan maí eða
að minnsta kosti í júníbyrjun, er
enn varla hafið á Suður- og Vest-
urlandi að sögn Kristins Hauks
Skarphéðinssonar fuglafræð-
ings. Undir þetta tekur Magnús
Jónsson íbúi í Flatey. „Í fyrra
komust örfáir kríuungar upp en
svo drápust þeir flestir úr ætis-
leysi,“ segir Magnús. „Útlitið er
mjög svipað nú. Fuglafræðingur
sem er hérna á ferðinni hefur
aðeins séð örfá kríuegg en þetta
ætti allt að vera komið á fullt á
þessum tíma. Einnig hefur krí-
unni stórfækkað. Fyrir nokkrum
árum hélt ég að kríuvarpið kæmi
upp að húsi hjá okkur en nú er
það varla að maður heyri í
henni.“
Kristinn Haukur segir að hugs-
anlega sé um að kenna skorti á síli
sem gerir það að verkum að fugl-
inn hafi ekki æti nálægt varp-
stöðvum. Auk kríunnar hefur
þetta ástand alvarlegar afleiðing-
ar fyrir ritu, lunda og fjölda ann-
arra fuglategunda. Hann segir þó
að þessir fuglar hverfi varla af
landinu en vissulega sé útlit fyrir
verulega fækkun ef þetta ástand
haldi áfram. „Það er þó enn mögu-
leiki að krían nái að verpa þó
vissulega sé þetta orðið nokkuð
seint,“ segir hann.
Magnús segir að í fyrstu eggja-
tökum hafi hann oft tekið um 1500
rituegg en að þessu sinni aðeins
um 100 þar sem svo lítið hafi verið
af þeim. „Svo erum við alveg
hættir að sjá fuglinn stinga sér í
torfur líkt og við sáum svo oft
fyrir nokkrum árum,“ segir
hann.
Síðasta sumar lýstu hrefnu-
veiðimenn áhyggjum sínum vegna
þess að holdafar hrefnunnar benti
til þess að ekki væri nóg æti fyrir
hana á miðum og kenna þeir sílis-
skorti um. - jse
Sílisskortur við strendur landsins hefur víðtæk áhrif á dýralíf við Íslandsstrendur:
Kríuvarp misferst annað árið í röð
MAGNÚS JÓNSSON FRÁ FLATEY Magnús
hafði áður áhyggjur af því að kríuvarpið
yrði senn komið upp að húsi hjá sér en
nú hefur henni fækkað svo að hann heyrir
varla í henni. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
DANMÖRK Kofi Annan, aðalritari
Sameinuðu þjóðanna, hitti Anders
Fogh Rasmussen, forsætisráð-
herra Dana, á fundi í Danmörku í
gær en þar var Annan í dagsheim-
sókn. Ekki er vitað hvað þeim fór
á milli en líklegt er að málefni í
Írak og Súdan hafi borið á góma
ásamt hlutverki SÞ í Írak. Frá
þessu greinir skrifstofa danska
forsætisráðherrans.
Einnig ætluðu þeir að ræða um
endurbætur á starfsemi Samein-
uðu þjóðanna, en á ráðstefnu í
New York árið 2005 samþykktu
þjóðarleiðtogar fjölmargra landa
tillögu um grundvallarendurbæt-
ur á starfsemi samtakanna. - sþs
Kofi Annan í Danmörku:
Hitti forsætis-
ráðherra Dana
SPURNING DAGSINS
Sigurður, hefurðu hjúkrað
svona mörgum fálkum?
„Ég hef ekki hjúkrað mörgum fálkum
en ég hef vissulega haft nokkra á milli
handanna.“
Sigurður Sigurðarson dýralæknir hlaut fálka-
orðuna við hátíðlega athöfn á Bessastöðum
í fyrradag.
AÐ LOKNUM FUNDI Líklegt þykir að Rasm-
ussen og Annan hafi rætt málefni Íraks.
LÖGREGLA Lögreglan í Reykjavík
hafði í nægu að snúast um helgina.
Aðfararnótt laugardags var maður
á fimmtugsaldri stunginn í kviðinn
á veitingastað við Laugaveg og
aðfararnótt sunnudags voru sex
manns fluttir á slysadeild í Reykja-
vík með minniháttar meiðsl eftir
pústra í miðbænum. Sá sem stung-
inn var liggur enn á gjörgæsludeild
en stungumaðurinn situr enn í haldi
lögreglu.
Þá var maður handtekinn á þjóð-
hátíðardag fyrir að hafa borið hníf
upp að hálsi manns í miðbænum.
Honum var sleppt að lokinni yfir-
heyrslu. - sh
Lögreglan í Reykjavík:
Talsverður erill
um helgina
BANDARÍKIN Yfirvöldum í Banda-
ríkjunum bárust upplýsingar um
að hryðjuverkasamtökin al-Kaída
hefðu í hyggju að sleppa banvænu
gasi í neðanjarðarlestakerfi New
York árið 2003, en hætt hafi verið
við árásina 45 dögum áður en láta
átti til skarar skríða. Þetta kemur
fram í bókarútdrætti sem tímarit-
ið Time birti nýlega á vef sínum.
Uppljóstrari, sem var í nánu
sambandi við leiðtoga hryðju-
verkasamtakanna, sagði að
útsendarar þeirra hefðu ætlað að
nota lítið tæki til að losa vetnisblá-
sýru í mörgum jarðlestavögnum.
Það var aðstoðarmaður Osama
Bin Laden, Ayman al-Zawahri,
sem lét hætta við árásina í janúar
árið 2003 þrátt fyrir að líkur segðu
að dauðsföll í árásinni yrðu að
minnsta kosti jafn mörg og í
árásinni 11. september 2001. Yfir-
völd í Bandaríkjunum höfðu fund-
ið gögn um tækið sem átti að nota
á tölvu manns sem handtekinn var
í febrúar 2003, og hafi það líkleg-
ast orðið til þess að hætt var við
allt saman.
Talsmaður lögreglunnar í New
York segir að þeir hafi vitað af
þessari yfirvofandi árás og verið
búnir að gera viðeigandi ráðstaf-
anir. Bandaríska alríkislögreglan,
FBI, vildi ekki staðfesta þessar
upplýsingar í gær. - sþs
Hryðjuverkamenn ætluðu að sleppa eiturgasi í neðanjarðarlestakerfi New York:
Hættu við 45 dögum áður
NEW YORK Talsmaður lögreglunnar í New York segir yfirvöld hafa vitað af yfirvofandi árás
og menn hafi verið búnir að gera viðeigandi ráðstafanir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL „Ekki liggur fyrir hvort
og þá hvaða framkvæmdum yrði
frestað hjá Reykjavíkurborg,“
segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
borgarstjóri. Í ávarpi Geirs H.
Haarde þann 17. júní vék forsætis-
ráðherra að nauðsyn þess að
tryggja stöðugleika í efnahagslífi á
næstu árum. Geir sagði að ríkis-
stjórnin myndi gera sitt í því efni,
þó það gæti kostað tímabundna
frestun á opinberum framkvæmd-
um meðal annars. Einnig kallaði
hann eftir ábyrgð aðila vinnumark-
aðarins, bankanna og sveitarfélag-
anna.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
tekur undir orð forsætisráðherra
um nauðsyn stöðugleika í efna-
hagslífinu. Aðspurður um hvort til
standi að draga úr einhverjum fyr-
irhuguðum framkvæmdum hjá
borginni segist hann eiga eftir að
fara yfir það nánar.
„Ég hef ekki haft tíma til að fara
yfir það nákvæmlega hvaða fram-
kvæmdir það gætu orðið ef af því
verður hjá okkur.“ Vilhjálmur segir
undirritaðan samning liggja fyrir
um byggingu tónlistarhallar og
ráðstefnuhúss sem sé stærsta
framkvæmdin.
„Undirbúningur er þegar haf-
inn og því ekki hægt að bakka með
það miðað við það samkomulag
sem fráfarandi meirihluti undirrit-
aði.“ Hlutur borgarinnar er 46 pró-
sent á móti ríkinu af 600 milljónum
sem fara árlega í þá framkvæmd.
Vilhjálmur segir Sundabrautina
verkefni sem taki mörg ár. „Þegar
ákvörðun um hvar hún á að liggja
hefur verið tekin, sem verður von-
andi í haust, tekur hönnunarvinnan
eitt og hálft ár og henni verður ekki
frestað.“
Vilhjálmur segir að farið verði
betur yfir þessi mál hjá borginni.
„En það eiga allir að vinna að
því að auka stöðugleikann í samfé-
laginu og það er skylda okkar sveit-
arstjórnarmanna ekkert síður en
ríkisins.“
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri
í Kópavogi, segist sammála forsæt-
isráðherra en spurður um það hvort
framkvæmdum við óperuhúsið í
Kópavogi verði frestað segir hann
að það verði skoðað og ákvörðun
tekin um það síðar.
„Við höfum þurft að framkvæma
mikið í Kópavogi þar sem íbúum
hefur fjölgað mjög mikið en við
munum hugsa okkar gang til að
viðhalda stöðugleikanum. En það
er ýmislegt sem ríkið getur gert í
þessum tilgangi, til dæmis skil ég
ekki af hverju Siglufjarðargöngum
er ekki frestað. Einnig geta menn
frestað tónlistarhúsinu í Reykjavík
og hátæknisjúkrahúsinu, þetta eru
mun viðameiri framkvæmdir en
óperuhús í Kópavogi sem kosta
myndi um tvo milljarða.“
sdg@frettabladid.is/jse@frettabladid.is
Óvíst er með frestun
á framkvæmdum
Forsætisráðherra kallar eftir ábyrgð sveitarfélaga meðal annars til að tryggja
stöðugleika í efnahagslífinu. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um frestun á
framkvæmdum í tveimur stærstu sveitarfélögum landsins.
SÓMALÍA, AP Leiðtogi íslömsku
skæruliðahreyfingarinnar sem
lagði undir sig Mogadishu, höfuð-
borg Sómalíu, í seinustu viku
hefur heitið því að samtök hans
muni ekki steypa Abdullah Yusuf,
forseta Sómalíu, af stóli. Fréttir
hafa borist af innrás eþíópísks
herliðs sem koma átti bráða-
birgðastjórn Yusuf til aðstoðar en
því neita Eþíópíumenn.
Yusuf hefur lýst því yfir að
hann sé reiðubúinn að hefja samn-
ingaviðræður við skæruliðana lofi
þeir því að hætta sókn sinni.
Skæruliðarnir segjast einnig vera
tilbúnir til viðræðna, en án nokk-
urra skilyrða. - sþs
Árásir skæruliða í Sómalíu:
Steypa forseta
ekki af stóli
KOMNIR AÐ LANDAMÆRUM Fréttir hafa
borist af því að undanförnu að eþíópíski
herinn sé kominn að sómölsku landamær-
unum.
TÓNLISTARHÖLLIN Bygging á tónlistarhöll og ráðstefnuhúsi verður stærsta framkvæmd borgarinnar að sögn borgarstjóra.