Fréttablaðið - 19.06.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.06.2006, Blaðsíða 10
10 19. júní 2006 MÁNUDAGUR JAPÖNSK LIST Þessi kabúkí-leikari og taiko-trommuleikarar komu saman í Tókíó í vikunni til að æfa einstakt verk sem sýnt verður í Japan síðar í þessum mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Bandarískur maður í giftingarhugleiðingum hljóp nak- inn út á götu nýverið til að sýna hikandi kærustu sinni að áhætta er nauðsynleg. Það fór þó ekki betur en svo að hann var eltur og skotinn. Hjónaleysin voru að ræða um giftingu þegar maðurinn ákvað að sannfæra kærustuna með þessum hætti, en hoppaði inn í runna þegar hann sá par á göngu. Þau tóku eftir honum og gripu til vopna, svo sá berrassaði hlaut minniháttar áverka. Byssumaðurinn var hand- tekinn fyrir árás og fyrir að leyna skotvopni. Nakti maðurinn var ekki handtekinn. - sgj Reyndi að hvetja kærustuna: Nakinn maður eltur og skotinn KÍNA, AP Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti hvatti Kínverja, Rússa og aðrar Asíuþjóðir til að sameina efnahagslega og pólitíska krafta sína til mótstöðu við áhrif Banda- ríkjanna. Hann ávarpaði á fimmtudag fund SCO-sambandsins, sem inni- heldur ellefu Asíuþjóðir, og sagði þessi stórveldi á sviðum efnahags- og orkumála geta unnið vel saman. „Það getur gert SCO að sterku og áhrifamiklu efnahags-, stjórn- mála- og viðskiptasambandi á svæðisbundinn og alþjóðlegan hátt, sem getur varist ógnunum ráðandi afla og ofbeldisfullum afskiptum þeirra í heimsmálum.“ Forseti Rússlands var harðorð- ur í garð Bandaríkjanna og hvatti til aukinna hernaðartengsla Asíu- ríkjanna til að berjast gegn hryðju- verkum. Hann tók það einnig fram að allt stefndi í viðræður við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra. „Rússland hefur alltaf verið áreiðanlegur félagi Írans,“ sagði forsetinn, sem telur Írana eiga full- an rétt á að nýta kjarnorku á frið- samlegan hátt. Ahmadinejad bætti við að vinátta Írans og Rússlands væri náin. - sgj Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti hvetur leiðtoga Austurlanda til samstöðu: Mótvægi við Bandaríkin FORSETAR ÍRANS OG RÚSSLANDS Mahmoud Ahmadinejad og Vladimír Pútín var vel til vina á fundi Asíuríkjanna. MENNTUN Nemendaverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar voru afhent í fjórða sinn í Ráðhús- inu í gær. Liðlega fjörutíu nemend- ur úr grunnskólum Reykjavíkur voru verðlaunaðir, meðal annars fyrir góðan námsárangur, fram- farir í námi, félagsstörf, sam- skiptahæfni, frumkvæði, leiðtoga- hæfileika og frammistöðu í íþróttum og listum. Mikið var um dýrðir í Ráðhúsinu þar sem saman voru komnir stoltir nemendur, for- eldrar og aðrir aðstandendur sem glöddust saman af þessu hátíðlega tilefni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri og Júlíus Vífill Ingv- arsson, formaður menntaráðs, afhentu verðlaunahöfunum bóka- gjöf og viðurkenningarskjal. „Þessir nemendur sem hér voru heiðraðir fá verðlaun af mjög ólík- um ástæðum,“ segir Júlíus Vífill. „Hér voru veitt verðlaun til þeirra sem skarað hafa fram úr, til dæmis í félagsfærni eða í námi en líka þeim sem hafa skarað fram úr af persónulegum ástæðum. Í hópnum eru til dæmis nemendur sem eiga við fötlun að stríða.“ Hver grunnskóli tilnefndi einn nemanda en jafnan er hvatt til þess að starfsmenn skóla, for- eldrafélög og foreldra- og nem- endaráð tilnefni fulltrúa síns skóla til verðlaunanna. „Þessi verðlaun eru mjög mikilvæg fyrir þá sem þau hljóta og líka mikilvæg fyrir samnemendur þeirra því við erum að benda á fyrirmyndir. Þetta er hvatning fyrir alla skólafélaga til þess að standa sig vel á ýmsum sviðum. Hér er ekki verið að taka út þá sem hljóta hæstu einkunnirn- ar heldur leitað að þeim sem hafa skarað fram úr, jafnvel af mjög mannlegum ástæðum,“ útskýrir Júlíus Vífill sem nýtekinn er við formennsku í menntaráði borgar- innar. „Það er mjög skemmtileg byrjun á starfinu, þessi verðlaun eru mjög jákvæður hlutur og ég er sjálfur mjög ánægður með að fá að starfa að þessum mikilvæga mála- flokki.“ - khh Liðlega fjörutíu nemar fengu verðlaun menntaráðs: Framúrskarandi og til fyrirmyndar MENNTARÁÐ REYKJAVÍKURBORGAR VERÐLAUNAÐI GRUNNSKÓLANEMENDUR Hátíðleg stemning ríkti í ráðhúsinu á þjóðhátíðardaginn. Fjölþjóðlegur kór Austurbæjarskóla tróð upp á verðlaunaafhendingunni undir stjórn Péturs Hafþórs Jónssonar tónmenntakennara. BLÓÐBANKINN Fjölskylduskokk Blóðbankans fór fram á miðvikudaginn. 70 manns tóku þátt, en hlaupið var haldið í annað sinn. Markmiðið með hlaupinu er að vekja athygli á Alþjóða blóðgjafar- deginum (World Blood Donor Day) sem var haldinn á miðvikudaginn. Dagurinn er sameiginlegt verkefni Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO), Alþjóða Rauða krossins, Alþjóðasamtaka blóðgjafarfélaga og Alþjóðasamtaka blóðgjafar. - sgj Fjölskylduskokk Blóðbankans: Athygli vakin á blóðgjöfum FJÖLSKYLDUSKOKK Um 70 manns hlupu til að minna á mikilvægi blóðgjafar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.