Fréttablaðið - 19.06.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 19.06.2006, Blaðsíða 80
32 19. júní 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is ������� ���������������� ����������������������������� �� ��������������������������� ������ ��������� Ármúla 11 - sími 568-1500 Lónsbakka - sími 461-1070 Verð frá 19.900,- Garðsláttuvélar 3,5 hö - 6 hö Undankeppni HM: ÍSLAND-PORTÚGAL 3-0 1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (40.), 2-0 Greta Mjöll Samúelsdóttir (86.), 3-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (90.). LIÐ ÍSLANDS: Þóra B. Helgadóttir 7 Dóra Stefánsdóttir 5 (89., Guðný Björk Óðinsdóttir -) Ásta Árnadóttir 6 Guðrún Sóley Gunnarsdóttir 6 Málfríður Erna Sigurðardóttir 6 Hólmfríður Magnúsdóttir 8 (73. Dóra María Lárusdóttir -) Edda Garðarsdóttir 6 Katrín Jónsdóttir 5 Greta Mjöll Samúelsdóttir 7 Erna B. Sigurðardóttir 5 (61., Erla Steina Arnardóttir 6) *Margrét Lára Viðarsdóttir 8 * maður leiksins TÖLFRÆÐIN Áhorfendur: 1.429 Skot (á mark): Ísl-Por 19-4 (7-1) Horn: Ísl-Por 10-2 Rangstöður: Ísl-Por 3-5 Aukaspyrnur fengnar: Ísl-Por 11-10 ÚRSLIT GÆRDAGSINS > Birgir á ferð og flugi Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er á ferð og flugi um Evrópu þessa dagana en hann tekur þátt á mótum erlendis nánast í hverri viku. Hann keppti á móti í Noregi um helgina og hafnaði þar í 41. sæti en hann lék hringina fjóra á fjórum höggum undir pari. Ekki varð Birgir auðkýfingur með þátttöku sinni í mótinu en hann fékk rúmar 60 þúsund krónur í vasann fyrir árangurinn. FÓTBOLTI Greinilegt var á öllu að íslenska liðið saknaði fyrirliðans Ásthildar Helgadóttur í Laugar- dalnum í gær en hún tók út leikbann. Íslenska liðið tók þó fljótlega undirtökin í leiknum gegn slöku liði Portúgala sem sýndi litla sem enga takta í gær en bæði varnar- og sóknarleikur liðsins var í molum. Margrét Lára Viðarsdóttir sýndi strax og sannaði að hún bar höfuð og herðar yfir aðra leikmenn inni á vellinum en hún var mjög frísk og dugleg í sókninni en fékk þó of litla hjálp fram á við. Stelpurnar hefðu getað verið duglegri að finna Margréti sem gerði hvað hún gat til að búa sér til pláss en hún lét mikið að sér kveða í leiknum. Vörn Portúgala lá aftarlega og þær lentu í miklum vandræðum með að halda boltanum innan liðsins. Spyrnur þeirra frá markinu voru áberandi slakar en þær drifu varla yfir miðjan vallarhelming þeirra og það nýttu íslensku stelpurnar sér vel með fínni pressu. Það vantaði þó eitthvað upp á að íslenska liðið tæki frumkvæðið og valtaði yfir Portúgalana, eitthvað sem þær hefðu svo sannarlega getað gert því getumunurinn á liðunum var greinilegur, íslensku stelpurnar voru fremri í öllum stöðum vallarins. Sóknarleikur íslenska liðsins í fyrri hálfleik var ágætur, en þó vantaði ákveðið bit, nema þá kannski hjá Margréti Láru. Hún skoraði einmitt eina mark fyrri hálfleiks þegar hún nýtti sér slakan skalla eins varnarmanna Portúgala og skoraði með föstu skoti. Þrátt fyrir að vera einu marki yfir í hálfleik gerðu stelpurnar of mörg mistök og þær gátu í tvígang prísað sig sælar yfir því að þær portúgölsku jöfnuðu ekki. Þóra B. Helgadóttir varði vel eina skot gestanna sem rataði á rammann í leiknum auk þess sem þær fóru illa með annað færi þegar sóknarmaður Portúgala hitti ekki boltann. Leikur íslenska liðsins batnaði til muna í síðari hálfleik og boltinn gekk betur innan liðsins. Íslendingarnir stjórnuðu leiknum frá upphafi til enda en portúgalska liðið fór varla yfir miðju í síðari hálfleiknum á meðan íslensku stelpurnar gerðu hvað þær gátu til að auka forystu sína. Annað markið stóð á sér og vissa grimmd vantaði til að klára hið dapra portúgalska lið. Það kom þó loksins á 86. mínútu þegar Greta Mjöll skoraði glæsilegt mark beint úr hornspyrnu. Margrét Lára rak svo síðasta naglann í kistu Portúgala með marki í uppbótartíma þegar hún nýtti sér mistök markmanns Portúgala sem náði ekki að halda fyrirgjöf Guðný Bjarkar Óðinsdóttir, sem kom inn á í sínum fyrsta landsleik í gær. Öruggur 3-0 sigur á Portúgal varð því niðurstaðan en stelpurnar eiga að geta gert betur en í gær. Þær eru nú með tíu stig í riðli sínum, ásamt Tékkum sem þær leika gegn á Laugardalsvelli þann 19. ágúst. Svíar eru efstir í riðlinum með þrettán stig en ljóst er að möguleikar Íslands á að komast áfram á HM á næsta ári eru góðir. hjalti@frettabladid.is Öruggur sigur í Laugardal Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 3-0 sigur á andstæðingum sínum frá Portúgal í 100. kvennalandsleik frá upphafi á Laugardalsvelli í gær. Íslenska liðið er í góðri stöðu í riðlinum fyrir undankeppni HM árið 2007. MAGNAÐUR LEIKUR HJÁ MARGRÉTI LÁRU Margrét Lára Viðarsdóttir fór á kostum í Dalnum í gær og skoraði tvö mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL „Ég ætlaði alltaf að setja hann,“ sagði glaðbeitt Greta Mjöll Samúelsdóttir eftir sigurinn á Portúgal í gær en hún skoraði annað mark liðsins beint úr hornspyrnu. „Nei ég ætlaði reyndar að setja boltann á hættusvæðið nálægt markinu og þetta gekk bara svona ljómandi vel,“ sagði Greta sem fagnaði svo markinu með glæsilegu loftstökki. „Fagnið kemur úr fimleikunum. Við töluðum um það fyrir leikinn um að fagna almennilega ef við myndum skora og ég sá að ég hafði nóg pláss, því lét ég bara vaða en ég held að ég hafi ekki fagnað svona síðan í þriðja flokki, það koma mér eiginlega á óvart hversu hátt ég fór,“ sagði Greta sem æfði fimleika í fimm ár en hún byrjaði inn á í sínum fyrsta landsleik í gær. „Ég náði að nýta stressið á réttan hátt og náði mér alveg á strik, sérstaklega í seinni hálfleik. „Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður hjá liðinu en það var mun meiri barátta og hraði hjá okkur í seinni hálfleik. Við smituðumst aðeins af þeirra leik en þrjú stig og þrjú mörk er mjög gott. Við vissum að við vorum betri en þær en maður verður að gíra sig upp í alla leiki,“ sagði Greta Mjöll Samúelsdóttir að leik loknum. Margrét Lára Viðarsdóttir átti frábæran leik í gær og skoraði tvö góð mörk. „Leikur okkar var kannski ekki alveg nógu góður, sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Völlurinn var þungur og blautur og við vorum að spila gegn stelpum sem spila fótbolta sem við erum ekki vanar. Þær eru fljótar og teknískar en maður verður að klára þessa leiki eins og aðra. Þær komu mér á óvart og voru mun betri en ég bjóst við. Við skoruðum þrjú góð mörk og vonandi náðum við að skemmta áhorfendum sem voru alveg frábærir og það er gaman að sjá alla þessa áhorfendur á vellinum,“ sagði Margrét Lára í leikslok. GRETA MJÖLL SAMÚELSDÓTTIR: FAGNAÐI AÐ HÆTTI HÚSSINS EFTIR GLÆSIMARK GEGN PORTÚGAL Í GÆR Sýndi gömlu góðu fimleikataktana FH hættir við Kekic Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, sagði við Fréttablaðið í gær að klúbburinn myndi ekki fylgja eftir áhuga sínum á Sinisa Valdimar Kekic, sem er á förum frá Grindavík. „Eftir að hafa rætt við Grindvíkinga lærðum við að við vorum ekki að hugsa það sama,“ sagði Jón Rúnar. FÓTBOLTI Landsliðsþjálfarinn Jörundur Áki Sveinsson segir að íslenska liðið eigi mikið inni þrátt fyrir öruggan sigur gegn Portúgal í gær. „Ég er ekki mjög ánægður með leikinn sem slíkan en vissulega er ég ánægður með stigin og mörkin þrjú. Mér fannst við geta gert miklu betur í leiknum og það er ljóst að við eigum mikið inni. Fyrri hálfleikurinn var mjög slakur og það var óþarfa spenna í stelpunum, kannski vegna þessa 100. leikja afmælisleiks en óöryggið var of mikið,“ sagði Jörundur Áki. „Það vantaði jafnvægi í liðið, en það lagaðist þegar líða tók á leikinn þrátt fyrir að við höfum aðeins skorað tvö mörk í seinni hálfleiknum. Við hefðum vel getað skorað fleiri mörk, en núna erum við komin í þann stigafjölda sem við ætluðum okkur og Tékkarnir eru næstir. Við þurfum klárlega að laga leik okkar fyrir þann leik,“ sagði Jörundur en Tékkar koma í heimsókn í Laugardalinn þann 19. ágúst. Veðrið í gær var upp og ofan en Jörundur vildi ekki kenna aðstæðum um að íslenska liðið spilaði ekki betur en ella. „Aðstæður voru með betra móti það sem af er sumri. Völlurinn var góður og veðrið fínt og þetta var fyrst og fremst okkar leikur,“ sagði Jörundur Áki og játti því að íslenska liðið væri mun sterkara en það portúgalska. „Við erum klassanum fyrir ofan þetta portúgalska lið og við eigum að valta yfir þær. Þær komu mér ekkert á óvart.“ - hþh Jörundur Áki Sveinsson landsliðsþjálfari Íslands um sigurinn gegn Portúgal: Við erum klassanum ofar en Portúgalarnir SVONA GERUM VIÐ ÞETTA Jörundur gefur hér Dóru Maríu Lárusdóttur góð ráð. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Það var ekki hátt risið á Króötum eftir leik liðsins gegn Japönum en eftir fína frammi- stöðu gegn Brasilíu tókst Króötum ekki að bæta við sig og leggja Japan. Þeir fengu meðal annars víti í leiknum en markvörður Japana varði vel. „Við vorum miklu betri en okkur vantaði heppnina,“ sagði Zlatko Kranjcar, þjálfari Króata. „Hitinn var okkur erfiður en leikurinn var góður og ég vil hrósa leikmönnum beggja liða.“ - hbg Króatar svekktir: Japan náði jafntefli GLÆSILEG MARKVARSLA Kawaguchi ver hér víti Króata. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP FÓTBOLTI Marcelo Lippi, landsliðs- þjálfari Ítala, ætlar að ræða sér- staklega við Daniele De Rossi, sem var rekinn af velli fyrir ljótt olnbogaskot í leiknum gegn Banda- ríkjunum á laugardaginn. Brian McBride þurfti þrjú spor í auga- brúnina en hann var alblóðugur eftir viðskipti sín við miðjumann- inn sem á yfir höfði sér þunga refsingu frá FIFA. „Hann er frábær drengur en hann verður að breytast ef orð- spor hans á ekki að bíða hnekki eftir þetta atvik. Hann verður að hugsa sinn gang og síðan mun ég tala við hann. Því miður hefur hann væntanlega nægan tíma til að hugsa um gjörðir sínar,“ sagði Lippi sem var greinilega mjög ósáttur við De Rossi. „Ég er búinn að biðja Brian McBride persónulega afsökunar. Fyrir mér er málinu nú lokið,“ sagði De Rossi um atvikið. - hþh Marcelo Lippi: Mjög ósáttur við De Rossi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.