Fréttablaðið - 19.06.2006, Side 75

Fréttablaðið - 19.06.2006, Side 75
Kl. 20.00 ÚT AÐ HLAUPA Í BLEIKU H V ÍT A H Ú S Ið / S ÍAÞátturinn í kvöld er helgaður íslenskum konum með hamingjuóskum í tilefni dagsins. Við lýsum stuðningi við jafnrétti með því að taka upp bleika litinn og fara út að hlaupa. Setjum okkur í stellingar fyrir frábært kvöld. Nánari upplýsingar á www.glitnir.is. Á DAGSKRÁ Í KVÖLD MARAÞON REYKJAVÍKUR GLITNIS 19. ÁGÚST Íslandslag er nýútkomin bók sem inniheldur safn ljóða, smásagna og sögukafla úr bókmennt- um eftir vestur-íslenska höfunda allt frá Step- hani G. Stephanssyni til Kristjönu Gunnarsdóttur. Í fréttatilkynningu um bókina segir: „reynt er að gefa sannferðuga mynda af þessum bókmenntaarfi sem að mörgu leyti sker sig frá þeim íslensku bók- menntum sem skrifaðar hafa verið á Íslandi. Íslandslag gefur mynd af vestur-íslenskum bókmennt- um sem hafa verið skrifaðar bæði á íslensku og ensku, en sambærilegt rit er ekki til um þenn- an þátt í íslenskum bókmenntarfi.“ Bókin inniheldur skáldskap eftir nítján höfunda, samtals 86 texta, og er hver höfundur kynntur sérstaklega. Auk þess er að finna ítarlega bók- fræði um vestur-íslensk efni sem ritstjórinn hefur tekið saman. Ritstjóri bókarinnar er Garðar Baldvinsson bókmennta- fræðingur og ritar hann einnig formála bókarinnar. VESTUR-ÍSLENSKUR BÓKMENNTAARFUR MÁNUDAGUR 19. júní 2006 27 séu véfengd með hætti sem aldrei yrði tilfellið með karlmann. „Sennilega er þetta alls ekki með- vitað af hálfu karlanna og alveg áreiðanlega ekki ásetningur og því þeim mun erfiðara að breyta því.“ Guðrún undirstrikar að þetta sé afar misjafnt eftir deildum og að þetta eigi frekar við það sem hún þekki til hjá raunvísindadeild en verkfræðideild. Þegar Guðrún er spurð út í hvað sé til ráða, segir hún að sér- leg dómnefnd velji í stöður hjá Háskóla Íslands en hún sé mönnuð af starfsmönnum skólans sem fari yfir umsóknir og raði umsækj- endum eftir hæfni. „Sé markmið- ið að auka hlut kvenna í þessum greinum þá er fyrsta skrefið fólg- ið í því að þeir sem sitja í dóm- nefnd séu meðvitaðir og passi sig á því að horfa ekki á verk umsækj- enda gegnum kynjagleraugu. Hugsanlega þyrfti einnig að taka tillit til áhrifa barneigna með ein- hverjum hætti, því sama hvað hver segir hafa barneignir kven- kyns vísindamanna meiri tíma- bundin áhrif á rannsóknarafköst, en hjá karlkyns kollegum.“ Fyrirlestur Anja Andersen fer fram klukkan 15.30 í hátíðarsal Háskóla Íslands, aðalbyggingu. ANJA ANDERSEN STJARNEÐLISFRÆÐ- INGUR Heldur fyrirlestur um dularfullt hvarf kvenna úr vísindum í Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Vantar konur í vísindi Sumarhefti tímaritsins Þjóðmál í ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar er komið út en það kemur út fjórum sinnum á ári. Þetta er eina tímarit- ið sinnar tegundar sem fjallar um það helsta sem ber á góma í þjóð- lífi landsins en blaðið fær hina ýmsu sérfræðinga til að skrifa í ritið. „Ég er stoltur af þessu tíma- riti en frá því við hófum útgáfu þess haustið 2005 hefur bæði lausa- og áskriftarsala gengið vonum framar,“ segir Jakob. „Það hefur augljóslega lengi verið vönt- un á blaði sem þessu.“ Jakob segir tímaritið taka ýmislegt til umfjöll- unar og „stundum sé reynt að rýna með gagnrýnisgleraugum á margt sem má betur fara í íslensku sam- félagi eða þarf í það minnsta að yfirvega. Ragnheiður Kolka líf- eindafræðingur ritar til dæmis í sumarheftinu um þjóðnýtingu barnauppeldis en opinberar stofn- anir virðast nú taka yfir flest sem lýtur að uppeldi barna.“ Meðal efnis í sumarhefti Þjóð- mála er viðamikil umfjöllun um nýskipan varnar- og öryggismála. Þá skrifar Stefán Sigurðsson hag- fræðingur um íslensku útrásina og ásýnd íslensks efnahagslífs erlendis. Guðbjörg H. Kolbeins fjölmiðlafræðingur fjallar um samþjöppun á fjarskipta- og fjöl- miðlamarkaði, og Atli Harðarson heimspekingur skrifar grein sem ber yfirskriftina, Verðmæti, nátt- úruspjöll og flótti frá veruleikan- um. Bókafélagið Ugla og Sigurgeir Orri önnuðust umbrot og hönnun. Þjóðmál kosta 1000 krónur í lausa- sölu en ársáskrift kostar 3500 krónur. Skrifað um þjóðmál JAKOB F. ÁSGEIRSSON Ritstjórinn heldur tímaritinu Þjóðmál á lofti. FRÉTTABLADID/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.