Fréttablaðið - 19.06.2006, Side 4
4 19. júní 2006 MÁNUDAGUR
Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði -
Seyðisfirði - Neskaupsstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal -
Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási
Þú kaupir eitt glas af Vega Champignon og færð eitt glas af Vega
Acidophilus Bifidus Complex í kaupbæti. Champignon +FOS og
Spirulina inniheldur mikið af æskilegum vítamínum og næringarefnum,
léttir undir með hreinsunarferli líkamans, hefur jákvæð áhrif á þarma-
flóruna og dregur úr líkamslykt. Acidophilus Bifidus Complex + FOS
hjálpar til að viðhalda góðri meltingarflóru - tilvalinn ferðafélagi.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
YF
3
26
99
05
/2
00
6
Ð
GRÆNLAND Þorskurinn virðist vera
kominn aftur í hafið við Grænland
eftir 15 ára bið, að sögn vefútgáfu
norska blaðsins Fiskeribladet, og
hann lítur vel út sá sem veiðist.
„Ævintýraleg veiði,“ segir Leivur
á Rógvi skipstjóri.
Á einum mánuði á tímabilinu
apríl til maí veiddi grænlenska
skipið Polar Princess 1.000 tonn af
þorski, þar af eru 93 prósent
þorskur sem vegur yfir sjö til átta
kíló. Mikið hefur einnig veiðst af
stórum þorski við Bjarnarey í
Barentshafi. - ghs
Hafið við Grænland:
Ævintýraleg
þorskveiði
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 16.6.2006
Bandaríkjadalur 74,74 75,1
Sterlingspund 138,58 139,26
Evra 94,61 95,13
Dönsk króna 12,691 12,765
Norsk króna 12,048 12,118
Sænsk króna 10,213 10,273
Japanskt jen 0,6499 0,6537
SDR 110,46 111,12
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
131,2253
Gengisvísitala krónunnar
Sextíu óku of hratt Lögreglan á
Blönduósi stöðvaði um helgina rúmlega
60 manns fyrir hraðakstur. Þar af voru
tæplega tuttugu teknir á laugardag og
aðfaranótt sunnudags.
Braut lyfjalög Lögreglan á Húsavík
tók tvo ölvaða ökumenn á þrítugsaldri
á laugardag. Annar þeirra var jafnframt
uppvís um brot á lyfjalögum og grun-
aður um vörslu kannabisefna þar sem
í fórum hans fundust anabólískir sterar
og leifar kannabisefna ásamt hasspípu.
Ökumaðurinn játaði á staðnum og var
fluttur á lögreglustöð.
LÖGREGLUFRÉTTIR
NOREGUR, AP Norðmenn eru byrj-
aðir að byggja eins konar dóms-
dagsbyrgi, sem grafið verður inn í
frosnar fjallshlíðar Svalbarða, og
á að geyma plöntufræ hvaðanæva
að úr veröldinni til að hægt sé að
hefja ræktun á ný ef stórslys á
borð við miklar loftslagsbreyting-
ar eða kjarnorkustríð skyldi stefna
uppskeru á jörðinni í hættu. Þetta
hljómar kannski eins og eitthvað
úr vísindaskáldsögu en Norð-
mönnum er fúlasta alvara með
þessu byrgi sem hefur verið líkt
við örkina hans Nóa.
Byrgið á að geyma fræ úr allt
að þremur milljónum plöntuteg-
unda og eru þau geymd á þann
hátt að þau ættu að endast í hundr-
uð eða þúsundir ára. Áætlað er að
byrgið verði opnað í september
2007 og verður byrjað að taka við
fræjum til geymslu stuttu
seinna.
Þegar er búið að reisa um 1.400
svipuð byrgi víðs vegar um heim-
inn en flest þeirra geyma aðeins
sýni úr uppskerum þess lands sem
þau eru í. Telur landbúnaðarráð-
herra Noregs að það skapi aukið
öryggi að hafa aukaeintak af fræj-
um alls staðar úr heiminum í Sval-
barðabyrginu. Staðsetning byrgis-
ins og sífrerinn á Svalbarða henti
vel til þess að verja fræin og við-
halda uppbyggingu þeirra. - sþs
Norðmenn búa sig undir dómsdag með því að grafa plöntufræ á Svalbarða:
Líkt við örkina hans Nóa
JAFNRÉTTISMÁL Stúdentaráð
Háskóla Íslands harmar brot á
jafnréttislögum og jafnréttisáætl-
un skólans við
ráðningu í stöðu
dósents við tölvun-
arfræðiskor og
krefst úrbóta.
Í áliti kæru-
nefndar jafnréttis-
mála vegna ráðn-
ingarinnar segir að
brotið hafi verið
gegn ákvæðum laga um jafna
stöðu og rétt kvenna og karla.
Stúdentaráð kallar eftir því að
hafin verði vinna innan skólans
er miðar að því að endurskoða
ráðningarferli skólans og jafn-
réttissjónarmið verði í hávegum
höfð. - sdg
Stúdentaráð Háskóla Íslands:
Óánægja með
vinnubrögð
SIGURÐUR ÖRN
HILMARSSON
Óvinsæll forseti Jacques Chirac,
forseti Frakklands, nýtur ekki mikilla vin-
sælda ef marka má nýja skoðanakönn-
un. Alls kváðust 27 prósent aðspurðra
ánægðir með frammistöðu forsetans.
Dominique de Villepin, forsætisráðherra
fékk verri útreið en alls kváðust 73
prósent ósátt við hans störf.
FRAKKLAND
JERÚSALEM AP Samkomulag er í
nánd milli Hamas-samtakanna og
Fatah-hreyfingarinnar um skjal,
þar sem tilvist Ísraelsríkis er
viðurkennd, að sögn samninga-
manna sem telja það bera vitni
um að pólitískur og efnhagslegur
þrýstingur á hina nýju palest-
ínsku stjórn gæti verið að bera
árangur.
Hamas-samtökin hafa farið
með stjórn í Palestínu eftir sigur
í seinustu kosningum þar sem
endir var bundinn á valdasetu
Fatah-hreyfingarinnar.
Skjalið sem um ræðir myndi
þvinga hernaðararm Hamas-sam-
takanna til að breyta aðaláherslu-
atriði sínu sem er að hafna alfar-
ið tilvist ríki gyðinga í
Mið-Austurlöndum og berjast
gegn því með ofbeldi. Enn sem
komið er eru mikilvæg málefni
þó enn óleyst að sögn samninga-
manna og því ekki hægt að slá
því föstu að samkomulag muni
nást, þó að bjartsýni gæti hjá
þeim.
Vegna þess að viðræðurnar
eru í fullum gangi treysti enginn
samningamanna eða fulltrúa
fylkinganna sér til að tjá sig
undir nafni. Einn af samninga-
mönnum Hamas-samtakanna
sagði þó að samtökunum væri
mikið í mun að ná samkomulagi
við Fatah-hreyfinguna til þess að
aflétta alþjóðlegum viðskipta-
þvingunum sem hafa valdið því
að stjórnvöld hafa ekki getað
greitt starfsmönnum ríkisins
laun síðan í mars. Haft er eftir
einum Hamas-leiðtoga að sam-
komulag geti náðst á næstu
dögum.
Hugsanleg leið fyrir báða aðila
til að halda andliti gæti verið væg
skírskotun til áætlunar frá Araba-
bandalaginu þar sem Ísrael er
boðinn friður í skiptum fyrir að
hverfa alfarið frá Vesturbakkan-
um, Gaza-ströndinni og Austur-
Jerúsalem ásamt úrlausn í mál-
efnum flóttamanna.
Óvíst er hvort Bandaríkin og
Evrópuþjóðir myndu sættast á
þessa leið. Þau krefjast skýrrar
skuldbindingar frá stjórnvöldum
í Palestínu um að hafna ofbeldi,
viðurkenna tilvist Ísraelsríkis og
samþykkja friðarferlið.
Mahmoud Abbas, forseti Pal-
estínu og leiðtogi Fatah-hreyf-
ingarinnar, hefur boðað til þjóð-
aratkvæðagreiðslu um skjalið 26.
júlí næstkomandi. Ef samkomu-
lag næst fyrir þann tíma mun
hann afturkalla þjóðaratkvæða-
greiðsluna. Hamas-samtökin eru
mjög andvíg þjóðaratkvæða-
greiðslu og segja það bragð til að
fara framhjá lýðræðislega kjör-
inni stjórn landsins.
sdg@frettabladid.is
Sátt milli fylkinga í
Palestínu hugsanleg
Viðræður eru í gangi á milli Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar í
Palestínu um að tilvist Ísraelsríkis verði viðurkennd en Hamas-samtökin hafa
hingað til neitað að gera það. Samningamenn eru bjartsýnir á að sátt náist.
AÐALTORGIÐ Í RAMALLAH Palestínumenn safnast saman til að mótmæla þeirri spennu
sem ríkir milli Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar. Meira en 20 manns hafa látist
í átökum fylkinganna seinustu vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STÓRIÐJA Rannsóknir á háhitasvæð-
um eru hafnar vegna hugsanlegs
álvers á Bakka við Húsavík. Ætlun-
in er að kanna og rannsaka háhita-
svæðin á Norðurlandi nægjanlega
svo hægt verði að taka ákvörðun
um nýtingu þeirra vegna stór-
iðjunnar. Boraðar verða þrjár
rannsóknarholur í sumar. Sú fyrsta,
sem er í Bjarnarflagi í Mývatns-
sveit, er þegar tilbúin en hún er
2.130 metra djúp.
Í mars síðastliðnum undirrit-
uðu Alcoa og ríkisstjórnin viljayf-
irlýsingu um að kanna hagkvæmni
þess að reisa 250.000 tonna álver á
Bakka við Húsavík. -mþþ
Hugsanlegt álver á Bakka:
Rannsóknir
eru hafnar
BAKKI VIÐ HÚSAVÍK Í mars síðastliðnum
undirritaði ríkisstjórnin viljayfirlýsingu um
að reisa 250.000 tonna álver á Bakka.
SVALBARÐI Norska byrgið á að geyma fræ
úr allt að þremur milljónum plöntuteg-
unda. Þau endast í þúsundir ára.
BRETLAND Tveir ungir piltar eru í
gæsluvarðhaldi í Kent í Bretlandi
vegna morðs á sextán ára pilti sem
framið var þar á föstudagskvöld.
Piltarnir, sem eru sextán og átján
ára gamlir, voru handteknir í
fyrradag og voru þeir yfirheyrðir
í dag.
Fórnarlambið, Michael Chap-
man, var að leik á krikketvelli
nálægt heimili sínu þegar ráðist
var á hann og hann barinn til
dauða. Talsmaður bresku lögregl-
unnar segir hana enga hugmynd
hafa um ástæður að baki árásinni,
ef einhverjar hafi verið, en hvetur
alla þá sem vita eitthvað um málið
til þess að gefa sig fram. - sþs
Unglingur myrtur í Bretlandi:
Tveir drengir í
haldi lögreglu
Staða auglýst Nýtt embætti lögreglu-
stjóra höfuðborgarsvæðisins var auglýst
í fjölmiðlum um helgina. Dómsmálaráð-
herra skipar í stöðuna.
LÖGREGLAN