Fréttablaðið - 19.06.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.06.2006, Blaðsíða 20
 19. júní 2006 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871Su›urlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími 540 7000 • www.falkinn.is VIFTUR • Veggviftur • Loftviftur • Bor›viftur • I›na›arviftur • fiakviftur E in n t v e ir o g þ r ír 3 1. 29 4 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj öl m ið la kö nn un G al lu p ok tó be r 20 05 . Í dag, 19. júní, halda Íslendingar upp á þann áfanga sem konur náðu fyrir níutíu og einu ári þegar þær fengu kosningarétt. Þetta var vissulega stór áfangi á leið íslenskra kvenna til jafnréttis. Sá böggull fylgdi þó skammrifi árið 1915 að konur þurftu að vera orðnar 40 ára til þess að mega kjósa til þings og enn þann dag í dag virðist jafnrétti kvenna vera ýmsum skilyrð- um háð. Vissulega hefur löggjöfin að mestu verið löguð að þeirri sjálf- sögðu mannréttindakröfu að konur hafi sama rétt og karlar. Á margan hátt hafa aðstæður kvenna einnig tekið stakkaskiptum á þessu níutíu og eina ári. Menntun og atvinnuþátttaka er til dæmis með allt öðru sniði en var fyrir bara fáum áratugum. Á mörgum sviðum hefur þó furðulítið þokast í átt til jafnrétt- is. Oft er talað um hið svokallaða glerþak sem konur rekast í á leið sinni til áhrifa. Konur sitja í stjórnum og ná að verða vara- formenn en ekki formenn, þær sinna stjórnunarstörfum alls- kyns en staðnæmast þó iðulega í millistjórnendastöðum en verða sjaldan forstjórar eða æðstu yfirmenn, þær verða ráðherrar en ekki forsætisráðherra og þannig mætti áfram telja. Engin kona hefur gegnt stöðu bankastjóra á Íslandi og engin kona hefur verið biskup yfir Íslandi, þrátt fyrir gríðarlega fjölgun kvenna í prestastétt. „Sá böggull fylgdi þó skammrifi árið 1915 að konur þurftu að vera orðnar 40 ára til þess að mega kjósa til þings og enn þann dag í dag virðist jafnrétti kvenna vera ýmsum skilyrðum háð.“ Vitanlega hafa vígin fallið hvert af öðru. Konur hafa hér gegnt embættum sendiherra, borgarstjóra, ráðuneytisstjóra og for- seta Hæstaréttar og konur gegna embættum háskólarektora. Meira að segja hefur kona verið forseti Íslands. En þegar kynja- hlutföll í valdamestu embættum eru skoðuð eru þau konum alveg ótrúlega í óhag. Og ekki lagast það þegar litið er til fyrir- tækjanna í landinu. Þar eru konur í æðstu stjórnunarstörfum teljandi ekki bara á fingrum, heldur á fingrum annarrar handar. Sama gildir þegar litið er til stjórnarsetu í stærstu fyrirtækjum landsins. Þar er hlutfall kvenna ótrúlega lágt. Tekjur kvenna eru enn langt frá því að ná tekjum karla og ekki virðist breyting í augsýn í þeim málum. Löggjöf og reglur sem hafa að markmiði að jafna hlut kynja eru umdeildar. Hins vegar virðist ljóst að meðan svo langt er í land eins og raun ber vitni eiga slíkar reglur fullan rétt á sér, jafnvel mætti velta fyrir sér hvort þær ættu ekki heima víðar en í dag. Ef sveitarstjórnir í landinu hefðu sett sér reglur um að jafna hlut kynja í ráðum og nefndum væri staðan í Reykjavík ekki eins og hún er í dag með yfirgnæfandi fjölda karla í flestum nefndum og ráðum. Sömuleiðis kæmi til greina að fjölmiðlar settu sér reglur um að jafna hlut kynja, bæði varðandi val á þáttastjórnendum og viðmælendum. Karlar og konur búa yfir mismunandi reynslu. Í nútímasam- félagi er mikilvægt að reynsla beggja kynja endurspeglist sem allra víðast. Það gengur ekki lengur að karlar sitji nánast einir á toppnum, bæði í hinu opinbera kerfi og á hinum frjálsa markaði. Þessu verður að breyta hratt og örugglega. Það skilar sér í betra samfélagi fyrir alla, konur, karla og börn. SJÓNARMIÐ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR 19. júní er baráttudagur íslenskra kvenna: Níutíu og einu ári síðar Sat og horfði á Grímuna. Leikhús- fólk að fagna. Og nota tækifærið til að bauna á stjórnvöld. Í einu hléinu var því hvíslað að mér að ef sjálfstæðis- eða framsóknarmenn í hópi leikara hefðu nýtt sér kynn- ingarorð og þakkarræður til að punda á stjórnarandstöðuna myndi heyrast orð úr horni. Slíkt yrði ekki liðið. Þannig er eðli þjóðfélagsins. Sumir hafa völdin og aðrir hafa þau ekki. Og stundum hvarflar að manni að svona vilji menn einmitt hafa það. „Ekkert vesen og allt í góðu lagi.“ Andstöðufólkinu líður ekki síður vel í sinni andstöðu en ráðherrunum í stólunum. Kannski þess vegna sem ekkert breytist. Geir H. Haarde er orðinn for- sætisráðherra. Hann er vel að því kominn og við óskum honum vel- farnaðar í starfi. Úr utanríkis- ráðuneytinu heyrist að sjaldan hafi betri maður stjórnað því, vinnusamur fagmaður og tungu- málaséní að auki. Geir virðist til- tölulega óflekkaður af stjórnmála- starfi sínu og fer mun betur af stað í nýja starfinu en flokksbróð- ir hans í Ráðhúsinu sem er þegar sestur við gamlan keip og útdeilir nú titlum og bitlingum til kosn- ingasmala sinna. „Gamli góði Villi“ borgar mönnum í „gömlum og góðum“ gjaldmiðli: Stólum. Að lesa um biðröðina við Orkuveitu- stólinn minnti mann á leiktækin í Kringlunni: Á meðan eitt barn situr hlæjandi undir stýri bíða tvö önnur eftir að röðin komi að þeim. „Gulli Þór fyrst og svo mátt þú, Björn Ingi, og þú... Hvað heitir þú, vinur?“ Í tilefni lyklaskipta í Stjórnar- ráði rifjaði NFS upp að á stóli for- sætisráðherra hafa sjálfstæðis- menn setið í 39 ár af 52. Framsóknarmenn hafa átt forsæt- ið í 18 ár. Þá eru eftir 4 sem komu í hlut Alþýðuflokksins sáluga. Aðrir flokkar hafa aldrei sest í þann stól. Enginn vinstra megin við krata. Lögmálið blasir við. Þjóðin treystir ekki vinstri mönnum til að stjórna landinu. Eða treysta vinstri menn sér ekki til að stjórna landinu? Stundum hvarflar hið síðar- nefnda að manni; að vandinn sé ekki valdsins heldur hinumegin, í heitum hjörtum andstöðunnar; að innst inni vilji vinstrimenn ekki taka völdin því þá verði þeir svipt- ir réttinum til að mótmæla, þeirri grundvallar lífsafstöðu sinni; að vera á móti. Í einu af leikhléum vikunnar hvíslaði kunningi að mér: „Þetta er heilagt fólk sem vill halda hug- sjónum sínum jafn hreinum og ósnertum og hálendinu sem það elskar meira en maka sína. Enda vill það helst vera þar, eins langt frá valdastólunum og það getur komist. Þetta fólk vill í raun ekki völd. Vinstri-grænir eru valda- fælnir. Sjáðu bara hvað þeir fóru í margar sveitarstjórnir... Og nú er þetta fólk búið að fá sína Alþýðu- bók og líður orðið eins og sönnum kreppukommum, getur yljað sér við hugsjónaeldinn um ókomin ár. Á meðan þarf enginn að óttast áhrif þess.“ Undir orðum hans sá ég fyrir mér fundinn góða þar sem allir þekktustu sérvitringar borgarinn- ar komu saman fyrir tæpu ári til að samþykkja að leggja niður R-list- ann. Ályktunin hefði allt eins getað hljómað: „Við undirrituð sam- þykkjum að afhenda Sjálfstæðis- flokknum lyklavöld í Ráðhúsinu að loknum næstu kosningum. Við erum búin að fá alveg nóg af þessu viðbjóðslega valdabrölti.“ Síðar í vikunni hitti ég svo óvart einn af þessum sérvitring- um sem sat í eldhúsi í miðbænum og bölsótaðist út í ójafnréttis- stefnu nýja meirihlutans. Ég vissi ekki hvort ég átti að gráta eða hlæja en benti honum á að kannski hefði verið heppilegra að halda R- lista-samstarfinu áfram. Svar hans: „Já, nei, við vorum komin með alveg nóg af því. Sem sósíal- isti var ég alveg búinn að fá nóg af því að starfa með Samfylkingunni, flokki þar sem frjálshyggjuöflin fá að vaða uppi, allt þetta fólk úr gömlu Birtingu eins og Mörður Árnason og fleiri.“ Það kom aðeins á mig. Ekki bara vegna þess að Mörður væri kallaður frjálshyggjumaður, held- ur vegna þess að ég hafði ekki heyrt orðið „sósíalisti“ notað þannig í yfir fimmtán ár. Ég fyllt- ist svartsýni og sá fyrir mér stóla- flokkana B og D sitja til eilífðar að völdum á Íslandi. Seint mun stjórn- arandstaðan sigra kosningar og enn síður vinna saman að þeim loknum ef þannig er hugsað í ysta vinstrinu. Ef heilaga fólkið setur meydóminn samförum ofar og kýs heldur að pipra í eilífri stjórnar- andstöðu. Líklegast er það ekki tilviljun að vinstrimenn hafa aðeins setið 4 ár af 52 í forsætisráðuneyti. Kannski er þetta þjóðfélagslög- mál númer eitt. Einum er ætlað að stjórna og öðrum að mótmæla. Einir sitja penir og sælir í stólum valdsins á meðan aðrir híra st reið- ir í tjöldum sínum á hálendinu. Og þeir síðarnefndu eru jafnvel sátt- ari við þá fyrrnefndu en öfugt, því án vonda karlsins verður enginn góður. Þannig eru í raun allir sáttir þótt þeir geri sér kannski ekki grein fyrir því. Þannig er Ísland ein stór fjölskylda. Því samband ráðamanna og reiðra manna líkist sambandi foreldra og barna. Barna sem neita hinsvegar að verða fullorðin vegna þess að því fylgir „viðbjóðslegt valdabrölt“. Stólar og tjöld Í DAG MINNIHLUTAR OG MEIRIHLUTAR HALLGRÍMUR HELGASON Seint mun stjórnarandstaðan sigra kosningar og enn síður vinna saman að þeim lokn- um ef þannig er hugsað í ysta vinstrinu. Ef heilaga fólkið set- ur meydóminn samförum ofar og kýs heldur að pipra í eilífri stjórnarandstöðu. Innfluttir og séríslenskir ósiðir Það virðist vera óhjákvæmilegt að félagsleg fyrirbæri frá meginlandi Evrópu skolist hingað til lands, líkt og gerist með tískuna. Víða í Evrópu vildi það brenna við á afstöðnu keppnistíma- bili að áhangendur knattspyrnuliða sýndu af sér kynþáttafordóma. Til dæmis með því að hrópa líkt og apar þegar menn af afrísk- um uppruna fengu knöttinn. Kamerúnbúinn Samuel Eto´o og framherji Barcelona fékk að kenna á þessum dólgshætti og var nærri því farinn af leikvelli vegna þeirra. Nú hafa áhangendur FH innleitt þennan ósið en þeir sýndu leikmanni ÍBV, Andrew Mwesigwa, fádæma ókurteisi með hrópum og köllum í leik liðanna í síðustu viku. Jón Rúnar Hall- dórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, hefur beðið Andrew afsökunar og eins fulltrúi frá stuðningsmannaklúbbi félagsins. Á fótbolti.net segir „Þá hafa FH-ingar tekið upp á því að hafa lukkudýr á völlunum en lukkast svo illa til að velja mann í verkið sem nær undantekningarlaust er drukkinn og engin fyrirmynd barna...“ Þetta er til merkis um það að sumt getum við tekið upp hjá okkur sjálfum án þess að líta til meginlands Evrópu. Vínmenning á Patreks- firði En aðrir velja fallegri siði til að innleiða frá meg- inlandi Evrópu eins og framtak frá Patreksfirði sannar. Þar verður boðið upp á vínsmökkunarnámskeið. Domin- ique Plédel mun leiðbeina þátttakend- um um það hvaða vín henti með hvaða mat. Svo segja menn að það sé engin menning úti á landi! Hinir ríku vilja verða ríkari Mjög sérstök þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í Katalóníu í gær. Íbúarnir kusu um tillögu sem færir héraðinu aukið sjálfstæði. Katalóníubúar hafa löngum kvartað yfir því að borga mest allra Spánverja í skatt en njóta þeirra tekna síður en þeir sem búa í fátækari héruðum landsins. Nái þessi tillaga fram að ganga verður hins vegar mun meira af skatttekjum Katalóníubúa eftir í héraðinu. Búist er við að þeir samþykki tillögurnar. Lái þeim hver sem vill segja sumir en aðrir spyrja hvað orðið sé um náungakærleikann. jse@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.