Fréttablaðið - 19.06.2006, Page 31

Fréttablaðið - 19.06.2006, Page 31
MÁNUDAGUR 19. júní 2006 11 EYJÓLFUR BRAGASON ARKITEKT ER EINN EIGENDA ARKI- TEKTASTOFUNNAR ARKÍDEU Á INGÓLFSSTRÆTI. Arkitektastofan Arkídea varð til við samruna tveggja stofa, AN2 sem Eyjólfur átti sjálfur og AT4 sem var í eigu Ragnars Ólafssonar og Gísla Sæmundssonar. „Samstarf okkar hefur gengið mjög vel síðan það hófst og við erum núna að vinna að mörgum stórum og fjölbreyttum verkefnum,“ segir Eyjólfur. Verkefni stofunnar hafa verið margvísleg síðan hún hóf starfsemi sína. „Við höfum verið að hanna einbýlishús, atvinnuhúsnæði, fjölbýlishús og bara allar gerðir af hús- næði fyrir opinbera aðila og einkaaðila.“ Arkitektastofan Arkídea sá meðal annars um hönnun nýrrar viðbyggingar við Framheimilið sem nýlega var tekin í notkun. „Ragnar og Gísli voru reyndar byrjaðir á því verkefni og búnir að móta það þegar samstarf okkar hófst og ég kom inn í það,“ segir Eyjólfur en sú viðbygging þykir hafa heppnast vel. Arkídea hefur einnig hannað tölvert af sumarhúsum fyrir einstaklinga. „Í kjölfar þess að fólk er farið að hafa það betra en áður hafa kröfurnar aukist og sumarhúsin eru í raun orðin heilsárshús. Þetta eru frístundahús þar sem fjölskyldan sameinast og eyðir tíma saman, ólíkt því þegar hún er heima og hver er í sínu horni að sinna sínum málum,“ segir Eyjólfur. Hann segir að fólk sé líka farið að sýna því áhuga að byggja svona hús í borginni og búa í þeim þar allt árið. „Margir eru farnir að vilja minnka við sig, selja stóra einbýlishúsið og byggja minna hús. Við höfum verið að skoða þetta og finnst þetta mjög spennandi val- möguleiki, jafnvel fyrir eldri borgara en í nágrannalöndun- um hefur það víða gefist vel að raða svona litlum húsum í kringum þjónustukjarna þar sem eldri borgar fá alla þá þjónustu sem þeir þurfa.“ Arkitekt: Eyjólfur Bragason Líf og fjör við Framheimilið. Viðbyggingin við Framheimilið þykir vel heppnuð. Heilsárs sumarhúsin frá Arkídeu hafa verið vinsæl. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Margir gætu hugsað sér að búa í heilsárshúsunum í höfuð- borginni. Heilsárshús í höfuðborginni Lýsing: Komið er inn í flísalagða forstofu klædda marmaraflísum á veggjum. Þar er gott skápapláss og inn af herberginu er flísa- lögð gestasnyrting. Stofa og borðstofa eru parketlögð og í stofunni er arinn. Eldhúsið er fallegt með sérsmíðuðum innréttingum og korkflísum á gólfum. Inn af eldhúsi er þvottahús og búr með innréttingum og flísum á gólfi. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu og eru þau, ásamt herbergjaganginum, öll parketlögð. Gott skápapláss er í hjónaherbergi. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf með sturtu og baðkari. Út frá herbergjaganginum liggur hringstigi niður í stórt og mikið alrými sem bíður upp á mikla möguleika. Inn af rýminu er einnig geymsla. Úti: Bílskúrinn er 28 fermetrar og með hurðaopnara. Heitt og kalt vatn er í skúrnum og undir honum er stór og mikil geymsla sem ekki er inni í uppgefnum fermetrum. Hiti er í stéttum og er flísalagður pallur með skjólveggjum fyrir framan húsið. Garðurinn er fallegur og í góðri rækt. Í garðinum er flaggstöng. Annað: Stór og falleg eign sem búið er að halda vel við í gegnum árin. Aðkoman er góð og stutt er í alla þjónustu. Fermetrar: 183,6 fermetrar auk 28 fermetra bílskúrs Verð: 42,5 milljónir 109 Reykjavík: Stór og falleg eign Staðarsel 4: Höfði-fasteignasala er með til sölu 211,6 fermetra efri hæð í tvíbýli. Fr um Sigrún Gissurardóttir, lögg. fasteignasali Steinar S. Jónsson, sími 898 5254 Daníel Björnsson, lögg. leigumiðlari sími 897 2593 Þorsteinn Austir, sími 820 3466 OPIÐ mánud. - fimmtud. frá kl. 9-18 föstud. frá kl. 9-16. Svo er GSM-inn alltaf opinn NÝBYGGINGAR TILBÚIÐ TIL AFHENDINGAR ÁLFKONUHVARF - NÝBYGG- ING Til sölu 3ja herbergja íbúðir með eða án stæðis í bílageymslu. Íbúðirnar eru af- hentar fullbúnar án gólfefna nema baðher- bergi verður með flísalagt gólf og veggi upp í ca 2,10 m. hæð. Þvottahús verður með flísalögðu gólfi. Húsið verður fullbúið að utan, lóð frágengin og bílastæði malbik- uð. Stærð íbúða er 90,5 til 107,2 fm. Verð frá 21,0 m Allar nánari upplýsingar á skrif- stofu Lyngvík fasteignasölu sími. 588-9490 ENDURBYGGINGAR AMTMANNSSTÍGUR - TIL UPPGERÐAR Heil húseign á þessum frábæra stað fyrir verktaka/iðnaðarmenn til að gera upp. Í húsinu eru fimm íbúðir á bil- inu 50 til 110 fm að stærð. Húsið þarfnast verulegra endurbóta. Húsið selst í einu lagi, ásett verð 90,0 m. áhv. ca 68,0 m. LANDIÐ SIGLUFJÖRÐUR - EYRAR- GATA Um er að ræða tvær 66,7 fm 3ja herbergja íbúðir í tvíbýli á Siglufirði. Íbúð skiptist í forstofu, eldhús með eldri innrétt- ingu og borðkrók, tvö svefnherbergi, bað- herbergi með sturtu og stofu. Verð 2,9 m hvor íbúð. EINB - RAÐ- OG PARHÚS LANGAGERÐI MEÐ BÍLSKÚR OG ÚTSÝNI Einbýlishús 170,8 fm 42,5 fm bílskúr alls 213,3 fm. Húsið er á 2 hæð- um. Á neðri hæð er forstofa, hol, 2 herb., stofur með arinn og sólstofa með arinn, eld- hús og baðh. Á efri hæð er geymsla, gangur, þrjú herbergi og möguleiki að setja upp eld- hús í einu þeirra, dagstofa og baðherbergi. Bílskúrinn er sérstæður með hita, rafmagni, vatni og sjálfvirkum hurðaropnara. Innaf bíl- skúr er gott vinnuherbergi. húsinu hefur alltaf verið velviðhaldið. HÚSIÐ ER LAUST VIÐ KAUPSAMNING. TILBOÐ ÓSKAST. HOLTAGERÐI - VESTURBÆR KÓPAVOGS. Vorum að fá í sölu 3ja íbúða hús teiknað af Kjartani Sveinssyni. Allar íbúðirnar með sér inngangi. Húsið skiptist eftirfarandi, 1) aðalhæðin er 141 fm með 3 góð svefnherbergi, baðherbergi og gesta, stofa og borðstofa, eldhús og þvottahús inn af eldhúsi. 2) Samþ. 39 fm 3ja herbergja íbúð, allt sér. 3) Ósamþ. ca 75 fm 2-3ja herb. íbúð, allt sér. HÆÐIR MELABRAUT - SELTJARN- ARNES Vorum að fá í sölu vel stað- setta og mikið endurnýjaða 119 fm jarð- hæð með 3-4 svefnh. og sér inngangi. Góður suður garður. Möguleiki á stuttum afhendingartíma. BORGARHOLTSBRAUT - HÆÐ M/BÍLSKÚR. Mjög vel stað- setta 4ra herbergja sérhæð í 3ja íbúða húsi. Hæðinni fylgir sérstæður 34 fm bíl- skúr. V. 26,8 m. ÞINGHÓLSBRAUT - NEÐRI SÉRHÆÐ Vorum að fá í sölu mjög góða mikið endurnýjaða 112 fm neðri sér- hæð. Eldhús og baðherb. ný endurýjað. 3 svefnherb. Afgirt sérsuðurverönd. Sam- þykktar teikn. fyrir bílskúr. Verð. 26,9 m. 4RA HERB VALLARHÚS 4 - 5 HERBERGJA Um er að ræða mikið endurnýjaða 120 fm íbúð á tveimur hæðum með sér inngangi. Á neðri hæð er forstofa, þvottahús, stofa, eld- hús og snyrting. Á efri hæð eru þrjú herbergi og baðherbergi, yfir íbúðinni er risloft sem búið er að gera að herbergi. Eignin er mikið endurnýjuð þ.e. eldhús, gólfefni, snyrting og fleira. Tilboð óskast. HRÍSRIMI MEÐ SÉRINNGANG. Vorum að fá í sölu 4ra herbergja jarðhæð með sérinngang og sérverönd. Þrjú góð herbergi með parketi á gólfum og eitt með skápum. Flísalagt baðherbergi með innrétt- ingu, glugga og tengi fyrir þvottavél. Björt og rúmgóð stofa og borðstofa með parketi og gengið út á verönd. Eldhús með fallegri innréttingu og góðum borðkrók. PARHÚS Í SMÁRANUM Í KÓPA- VOGI. Vorum að fá í sölu mjög gott 180 fm parhús með innbyggðum bílskúr í Grófarsmára í Kópavogi. Fjögur til fimm svefnherbergi. Ar- inn í stofu. Fallegur garður, ásamt suður ver- önd. V. 48,9 m. BLÖNDUHLÍÐ - MIKIÐ ENDURNÝJUÐ Vorum að fá í sölu mikið endurnýjaða 113fm íbúð í kjallara. Tvö svefnherbergi og tvær stofur. Endurnýjað baðherbergi, eldhús, skólp, dren og ofnalagnir. Verð 22,9 millj. GULLSMÁRI - 4RA HERBERGJA Vorum að fá í sölu mjög flotta 95 fm íbúð á 2. hæð á þessum eft- irsótta stað. Parket og flísar á gólfum, baðherbergi ný uppgert. Íbúðin er laus. Verð 25,4 m KIRKJUVELLIR HAFNARFIRÐI FULLBÚNAR SÝNINGARÍBÚÐIR LYKLAR Á LYNGVÍK Höfum fengið til sölumeðferðar einstaklega vandaðar 2ja. 3ja og 4ra herbergja íbúðir frá 76 fm til 117 fm. í 6. hæða fjöl- býlishúsi. Íbúðunum verður öllum skilað fullbúnum án gólf- efna nema á baði og þvottahús verða flísalögð. Allar inn- réttingar frá Brúnási spónlagðar með eik, skápar ná upp í loft. Tæki í eldhúsi er frá AEG blásturofn, háfur og keramik- helluborð með snertitökkum. Baðherbergi er með flísalagt gólf og veggi upp í hurðarhæð með innréttingum og vönduðum tækjum. Í kjallara er bílageymsla sem er innangengt úr stigagangi og lyftu. Húsið verður til afhendingar í september nk. lóð verður tyrfð og bílastæði malbikuð. Verð frá kr. 16,1 m. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Lyngvík sími: 588-9490 3ja og 4ra herbergja íbúðir í sextán íbúða lyftuhúsi. Íbúðirnar eru frá 101 fm til 140 fm, öllum íbúðunum fylgir stæði í bílageymslu. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna en baðherbergi og þvottahúsgólf eru flísalögð. Innréttingar og skápar frá HTH. Í eldhúsi er keramik helluborð og blásturofn frá AEG. Veggháfur frá Airforce með viftu. Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar. Verð frá 24.500.000 GULLSMÁRI - GÓÐ STAÐ- SETNING Mjög góð 4ra herbergja íbúð á 2.hæð í fallegu litlu fjölbýlishúsi á einum besta stað í Smáranum. Stórar suður sval- ir. Hús og sameign nýlega máluð. Afhend- ing í júní-júlí n.k. V. 22,9 m VESTURGATA LYFTUHÚS Vor- um að fá til sölu 4ra herbergja 103,3 fm íbúð á þessum vinsæla stað vestast í vest- urbænum. Tvær samliggjandi stofur og er gengið út á suður svalir frá annarri. Hægt er að loka á milli þeirra með rennihurð. Tvö góð svefnherbergi annað með’ skáp. Eld- hús með góðri innréttingu og borðkrók. Baðherbergi með baðkari, flísum upp á miðja veggi og glugga. Góð sameign. Í kjallara er þvottahús og sérgeymsla. HOFTEIGUR - SÉR INNGANG- UR Rúmgóð og vel staðsetta 137 fm 4-5 herbergja íbúð í kjallara með sér inngangi. stór og góð herbergi. V. 24,9 m 3JA HERB. TORFUFELL Mjög falleg 3ja her- bergja 79 fm íbúð á þriðju hæð. Parket og flísar á gólfum, íbúðin er mjög snyrtileg og vel um gengin. Verð. 13,9 m KRISTNIBRAUT MEÐ STÆÐI Í BÍLSKÝLI Mjög góð 82,1 fm íbúð og geymsla 14,7 fm alls 96,8 fm. með stæði í bílageymslu. Í eldhúsi er glæsileg innrétt- ing með flísum á milli skápa og borðkrók. Borðstofa og stofa með parketi og suður svölum með góðu útsýni. Baðherbergi flí- salagt með innréttingu og baðkari. Þvotta- hús í íbúð. Tvö góð herbergi með parketi og skápum. í sameign í kjallara er góð geymsla hjóla og vanga geymsla. Stutt í alla þjónustu svo sem leikskóla og grunn- skóla. Verð. 22,9 m FELLSMÚLI Góð ca 74 fm íbúð í kjall- ara. Húsið er allt nýklætt að utan, nýir gluggar og gler. Íbúðin er stofa og tvö her- bergi með dúkflísum á gólfi. Eldhús m. dúkflísum á gólfi, innréttingu og borðkróki. Baðherbergi með flísum uppá miðja veggi og baðkari. Í sameign er þvottahús, hjóla- og vagnageymsla. ÞORLÁKSGEISLI - GRAFARHOLTI TILBÚIÐ TIL AFHENDINGAR FRÓÐENGI 3JA herbergja 103fm mjög fallega og rúmgóða íbúð á annarri hæð á þessum eftirsótta stað í Grafarvogi. Baðherbergi endurnýjað á mjög smekkleg- an hátt. V. 20,9 m ÆSUFELL - MEÐ ÚTSÝNI Mjög góð 99 fm 3 herbergja íbúð á fjórðu hæð í góðu lyftuhúsi, mikið útsýni, góð sameign. Húsið er allt nýklætt að utan og málað. Gengið verður frá lóð og bílastæð- um í sumar á kostnað seljanda. Verð kr. 16,9 M. íbúðin getur losnað fljótlega. Hús- vörður er í húsinu. (1689) 2JA HERB. DALSEL Vorum að fá í sölu 2ja herbergja íbúð á 3.hæð með góðu útsýni. Íbúðinni fylgir stæði í bílgeymslu. Verð. 14,9 m. ATVINNUHÚSNÆÐI TRÖNUHRAUN - LAUST STRAX Vorum að fá í sölu 140 fm iðn- aðarhúsnæði með góðum innkeyrsludyrum á einni hæð. Verð 19,8 m KRÓKHÁLS - ATVINNUHÚS- NÆÐI Gott atvinnuhúsnæði ca 690 fm sem samanstendur af tveimur einingum en er einn salur í dag. Auðvelt að breyta í margar litlar einingar eða skrifstofur. Getur orðið til afhendingar mjög fljótlega. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Lyngvík sími 588-9490 SUMARBÚSTAÐIR SUMARHÚS - VIÐ LAUGAR- VATN Um er að ræða mjög vel staðsett- an 46 fm sumarhús, ásamt 6 fm aukahúsi. Bústaðurinn stendur í fallega ræktuðu 11 þúsund fermetra eignarlandi rétt vestan- megin við Laugarvatn á skjólgóðum og ró- legum stað. V. 12,7 m VERSLUNARHÚSNÆÐI VESTURBERG VERSLUNAR- HÚSNÆÐI Gott 517 fm verslunarhús- næði á einni með góðum bílastæðum. Húsnæðið gefur mikla möguleika til breyt- inga. Í dag er rekin matvöruverslun í hús- næðinu. Allar nánari upplýsingar á skrif- stofu Lyngvík S: 588-9490 KÓPAVOGUR - VERSLUNAR- HÚSNÆÐI Vorum að fá í sölu 200 fm verslunarhúsnæði á mjög góðum stað í ný- byggingarhverfi í Kópavogi. Í húsinu verður einnig stór matvöruverslun. Húsnæðið verð- ur til afhendingar í ágúst/september n.k.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.