Fréttablaðið - 19.06.2006, Page 16

Fréttablaðið - 19.06.2006, Page 16
 19. júní 2006 MÁNUDAGUR16 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Meðalaldur karla við sambúðarslit Víbratorar og dælur Traustur tækjabúnaður Valtarar Malbikunarvélar Fræsarar Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogi Sími 535 3500 · Fax 535 3501 www.kraftvelar.is A RG U S / 06 -0 34 9 Það hefur vart farið fram hjá mörgum að um þessar mundir fer heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu fram í Þýskalandi. Mótshaldarar hverrar keppni sjá jafnan fram á mikinn hagnað og landkynningu af keppninni og yfirleitt er hörð samkeppni um að fá að halda mótið. Hvernig eru gestgjafarnir valdir? Áður fyrr voru gestgjafarnir valdir á fundi þings Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Þá var almenningsflug ekki í boði og staðarvalið afar umdeilt, enda tók þrjár vikur að sigla á milli Evrópu og Suður-Ameríku, tveggja helstu miðstöðva knattspyrnunnar á þeim tíma. Þetta varð til þess að aðeins fjórar Evrópuþjóðir kepptu í fyrstu keppninni í Úrúgvæ árið 1930. Í dag eru gestgjafar valdir af framkvæmdastjórn FIFA og tilkynnt um valið með sex ára fyrirvara. Þjóðir geta sótt um að fá að halda keppnina og börðust Brasilíumenn, Englendingar, Marokkó- ar og S-Afríkumenn við Þjóðverja um að fá að halda mótið sem nú stendur yfir. Kosningin fer þannig fram að kosið er á milli umsækjenda og verður einn að fá hreinan meirihluta. Ef það gerist ekki í fyrstu umferð fellur þjóðin með fæst atkvæðin úr leik og kosið er aftur. Þannig gengur það koll af kolli þar til niðurstaða fæst. Hvar verða næstu keppnir haldnar? Nú hefur verið tekin aftur upp regla sem áður var við lýði sem kvað á um að mótið skyldi í hvert skipti færast á milli heimsálfa. Þannig átti það árið 2010 að vera í Afríku. Kosið var um staðsetninguna árið 2004 og varð Suður-Afríka fyrir valinu. Suður-Afríka vann Marokkó frekar naumlega í kosningunni en einnig kepptu um titilinn Egyptaland, sem hlaut ekkert atkvæði, og Líbýa og Túnis sem drógu sig snemma úr kjörinu. Gestgjafar keppninnar árið 2014 verða frá S-Ameríku og þykja Brasilíumenn líklegastir til að hreppa hnossið, þótt þeir séu raunar eina þjóðin enn sem komið er sem lýst hefur yfir að hún muni sækjast eftir hlutverkinu. FBL-GREINING: STAÐSETNING HEIMSMEISTARAMÓTSINS Í KNATTSPYRNU Hörð samkeppni um að fá að halda mótið Í kjaraviðræðum ríkisins og aðila vinnumarkaðarins hefur mikið verið rætt um vaxtabótakerfið og breytingar á því. Sveinn Agnarsson, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Íslands, telur kerfið ekki alltaf þjóna sínum tilgangi. Hvað er vaxtabótakerfið? Þeir sem borga vaxtagjöld af lánum fyrir íbúðakaupum eða byggingu húsnæðis sem þeir hyggjast sjálfir búa í eiga rétt á vaxtabótum.Vaxta- bætur eru svokölluð skattaútgjöld, eða neikvæðir skattar, þar sem yfirvöld greiða þau til skattgreið- enda, en venjan er sú að þegnarnir gjalda keisaranum sitt. Einstaklingar færa þessi gjöld inn á skattframtöl sín og eiga rétt á endurgreiðslu hluta þeirra að því gefnu að tekjur þeirra og eignir séu ekki of miklar. Er hámark á vaxtabótum? Fyrir einhleyping er hámarkið 164 þúsund á ári, fyrir einstæð foreldri 211 þúsund og hjón rúmlega 270 þúsund. Það eru ákveðnar reglur sem gilda um bæturnar, hámörk og takmarkanir. Hvernig nýtist vaxtabótakerfið almenningi? Vaxtabætur geta haft áhrif á ákvarð- anatöku fólks varðandi fjárfest- ingar en vegna þess hve þær eru tiltölulega lágar skipta þær líklega ekki oft sköpum. Þær nýtast eðlilega best þeim sem hafa lágar tekjur og eru eignalitlir, því bæturnar eru tekjutengdar og eignatengdar. Þeir sem hafa lágar tekjur eiga hins vegar erfitt með að fjárfesta í húsnæði og fá því ekki alltaf notið þessara bóta. Heppilegra gæti því reynst að nota aðrar skattalegar aðferðir til að hífa upp ráðstöfunartekjur hinna tekjulægstu. SPURT & SVARAÐ VAXTABÆTUR Aðrar leiðir heppilegri SVEINN AGNARSSON „Ísraelar vilja ekki verða gíslar Palestínu. Ísraelar vilja fyrst og fremst ná samkomulagi við Palest- ínumenn, en við bíðum ekki endalaust og ef þeir eru ekki samvinnuþýðir, þá munum við einhliða draga landamærin og setja upp öryggisvegg,“ segir Mir- yam Shomrat, sendiherra Ísraels á Íslandi. Shomrat, sem tók við stöðunni í fyrra, situr í Noregi, en er stödd hér á landi í tilefni þjóðhátíðarinn- ar og hitti blaðamann Fréttablaðs- ins að máli. Shomrat er gyðingur líkt og 80 prósent landsmanna hennar, og hún bætir við að ómögulegt sé að segja til um hvort Palestínumenn, sem flestir eru múslimar, muni semja við þjóð hennar. Enda er málið afar flókið og ekki hefur það einfaldast eftir að meðlimir Hamas-hreyfing- arinnar, sem Evrópusambandið og fleiri telja til hryðjuverkasamtaka, unnu yfirburðasigur í þingkosning- um sem haldnar voru í Palestínu í vetur. „Palestínumenn sleppa aldrei nokkru tækifæri til að missa af þeim tækifærum sem þeir fá,“ segir hún, og er að umorða orð Abba Eban, fyrrverandi utanríkis- ráðherra Ísarels, sem á sínum tíma sagði hið sama um araba. Almennir borgarar Hún undirstrikar að Ísraelar vilja ekki að hinn almenni borgari Pal- estínu þjáist, en nauðsynlegt sé að kenna Hamas-stjórninni ábyrgð. „Það er Hamas-stjórnin sem ber ábyrgð gagnvart sínu fólki, en ekki löndin sem færa þeim penginga- gjafir,“ segir Shomrat, og bætir við að þessi lexía verði eingöngu lærð með því að alþjóðasamfélagið ein- angri Palestínu, svo lengi sem Hamas-liðar neita þeim grundvall- aratriðum sem þeim hefur verið gert að samþykkja, það er að afneita ofbeldi og viðurkenna til- verurétt Ísraels. Alþjóðasamkomulag Ísraelar hafa verið gagnrýndir fyrir að hlíta ekki alþjóðasamkomu- lagi um Palestínu, en til dæmis er vera Ísraela á hernámssvæðunum í Palestínu ólögleg samkvæmt alþjóðalögum. Shomrat segir málið þó vera flóknara en svo að hægt sé að skýra í stuttu máli. „Við verðum að líta á þetta í samhengi. Ísrael hlýðir öllum samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en þau lönd sem ekki hlíta þeim, það eru araba- lönd,“ segir Shomrat. Undanfarið hafa Ísraelar neitað að skila Palestínumönnum sköttum sem Ísrael safnar fyrir hönd Pal- estínu og á, samkvæmt Óslóar- samningnum, að afhenda mánaðar- lega yfir til Palestínu. Spurð um þetta mál, segir hún Hamas-leidda ríkisstjórnina hafa verið fyrri til að brjóta þessa samninga með því að viðurkenna ekki tilverurétt Ísraela og að Hamas-liðar hafi ekki hugsað langt fram í tímann varðandi skatt- ana. „Og ef Ísrael myndi fara eftir öllum alþjóðalögum, þá væri það einfaldlega sjálfsmorð og ríki fremja ekki sjálfsmorð,“ segir Shomrat. Auk þess segir hún Ísraela full- vissa um að Hamas-liðar myndu nota féð til vopnakaupa, en ekki til þess að greiða landsmönnum laun eða færa sjúkrahúsum þau lyf og birgðir sem þau þurfa. Vopnakaup Síðan í september hafa Palestínu- menn skotið yfir fimm þúsund sprengjum yfir landamærin, að sögn Shomrat. Spurð hversu marg- ar sprengjur hefðu flogið frá Ísrael á Palestínu, svarar hún, „Við skjót- um ekki á almenna borgara,“ og bætir við að Ísraelsher hafi sannað að árásin í byrjun júní sem slasaði tugi manna og banaði átta óbreytt- um borgurum í strandferð, þar af sex og átján mánaða gömlum syst- kinum, hefði ekki komið úr röðum Ísraela, því byssukúlurnar sem fundust í fórnarlömbunum væru ekki hinar sömu og þær sem Ísra- elsher notar. „Það sem við gerum, með afar litlum árangri, er að þegar við verð- um vör við að Palestínumenn eru að koma sér upp hernaðaraðstöðu, þá skjótum við á hana,“ segir hún og bætir við að fjöldi Ísraela lifi í stans- lausum ótta vegna árása Palestínu- manna, fólk sendi börn sín ekki í skóla og sofi jafnvel heilar fjöl- skyldur í sama rúmi í öryggisskyni. Spurð um vopnakaup Ísraela sem Bandaríkin fjármagna, segir hún það vera allt annað mál. „Þetta eru lán sem við fáum til varnar- mála okkar, því við verðum að hafa sterkan her til að verja okkur. Auk þess erum við eini áreiðanlegi bandamaður Bandaríkjanna og Evrópu í þessum hluta heims.“ Þó Hamas-hreyfingin hafi kom- ist í stjórn með lýðræðislegum kosningum, þýðir það ekki að alþjóðasamfélagið eigi að vera mildara í garð Palestínustjórnar, enda er hreyfingin síður en svo lýð- ræðisleg í skoðunum sínum, að sögn Shomrat. „Hitler var líka kosinn lýðræðis- lega,“ segir Shomrat, en neitar því aðspurð að hún beri Hamas-hreyf- inguna saman við Adolf Hitler. Mikil vinátta Fyrsti fastafulltrúi/sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum var skipaður árið 1947 og var það Thor Thors sem gegndi embættinu. Hann gekk mjög fram í stofnun Ísraelsríkis á sínum tíma, og hitti meðal annars Abba Eban að máli kvöldið fyrir fundinn þar sem SÞ kusu um stofnun Ísraelsríkis. Thor hélt auk þess framsöguræðuna á þeim fundi. Þó virðist sem fram- ganga hans í þessum málum hafi að miklu leyti gleymst með tímanum, bæði meðal Ísraela og Íslendinga. En Shomrat segist vonast til þess að samgangur og samskipti milli landanna aukist, því mikil vin- átta hefur alltaf ríkt milli Ísraels og Íslendinga. Og þó Ísraelar hafi enn ekki ákveðið sig varðandi kosningu Íslendinga í öryggisráð SÞ, þá eru Ísraelar í meginatriðum fylgjandi kosningu Íslendinga í þá stöðu, bætir Miryam Shomrat sendiherra við. Vilja ná samkomlagi við Palestínu MIRYAM SHOMRAT Frú Shomrat, sendi- herra Ísraels á Íslandi, var stödd hér á landi í tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRÉTTAVIÐTAL SIGRÚN MARÍA KRISTINSDÓTTIR smk@frettabladid.is Al du r 1997 1999 2001 2003* 2005 31 ,0 31 ,3 33 ,3 31 ,3 33 ,9 Heimild: Hagstofa Íslands JERÚSALEM Frú Shomrat kveðst vonast til að samgangur á milli Íslands og Ísrael munu aukast enda vinátta þjóðanna mikil. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.