Fréttablaðið - 19.06.2006, Side 23
MÁNUDAGUR 19. júní 2006
Guðmundur Óli Scheving
SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR
Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið
gudmunduroli@simnet.is.
Bananafluga (Drosophila
melanogaster)
Bananaflugan er sú flugutegund sem
einna mest hefur verið rannsökuð
og hefur síðastliðin 90 ár verið mikið
notuð í erfðarannsóknir. Bananaflug-
an er tvívængja. Hér á landi eru um
360 tegundir tvívængja þekktar en í
heiminum alls 85.000. Bananaflug-
an lifir í 14 daga við bestu skilyrði,
þ.e. 25 stiga hita og raka. Flugan
er fljót að koma í ljós þegar eitt-
hvað sætt hellist niður eða umbúðir
undan sykraðri vöru brotna á heimil-
um, í vöruhúsum og verslunum svo
dæmi séu tekin. Flugan finnur sér
stað til að verpa í þar sem næring fyrir
lirfur er til staðar, t.d. í mötuneytum
og á veitingastöðum þar sem flugan
getur verpt eggjum í stúta gos- og
djúsvéla. Þetta getur gerst um helgi
þegar ekki er verið að nota vélarnar.
Það er því mjög gott ráð að breiða
yfir slík tæki eftir notkun. Einnig er
mjög áríðandi að þrífa strax upp ef
ávaxtavökvi eða mauk hellist niður.
Þá er nauðsynlegt að hleypa niður af
stútunum í gos - og djúsvélum áður
en mönnum er boðið að drekka.
Bananaflugan makar sig á eins konar
mökunarstöðum þar sem karldýrin
hópast saman til að ná athygli kven-
flugunnar en einungis örfá karldýr
makast við kvendýrin. Karlflugan er
aðeins stærri en kvenflugan. Karl-
flugan dansar í kringum kvenfluguna
á mjög flókinn hátt og besti dansar-
inn uppsker sitt. Mjög sjaldgæft er
að karlflugan velji sér maka. Banana-
flugan berst hingað öðru hvoru með
ávöxtum og öðrum varningi.
Bananafluga (Drosophila fun-
ebris)
Hér á landi er vel þekkt það afbrigði
bananaflugu sem kallast gerfluga
(Drosophila funebris) og lifir inn-
anhúss. Gerflugur kallast svo vegna
þess að þær lifa fyrst og fremst á
gersveppum sem oftast myndast þar
sem niðurbrot lífrænna efna á
sér stað.
Oft er uppsprettuna
að finna í rotnandi ávöxtum
eða garðávöxtum, stundum í
tómum gos- og vínflöskum þar sem
gerjun hefur átt sér stað í dreggj-
um. Það verður að leita uppi allar
hugsanlegar uppsprettur og finna
þær áður en ráðist er í það að úða
fyrir flugunni. Gerflugur af þessari
tegund hafa fundist í heimahús-
um, verksmiðjum, vöruskemmum,
verslunum og ekki síst í gripahúsum
einkum fjósum. Talið er að banana-
flugan sofi allt að 7 klukkustundir á
sólarhring. Rannsóknir á banana-
fluguni hafa stuðlað að því að auka
skilning okkar á því hvernig Mitf
próteinið starfar og ýmsar bindingar
í DNA-rannsóknum og uppgötvanir
eru bananaflugunni að þakka. Menn
hafa unnið til Nóbelsverðlauna fyrir
rannsóknir á henni.
Þegar fólk þarf að fá til sín mein-
dýraeyði á það að biðja um að fá
að sjá starfsréttindaskírteini útgefið
af Umhverfisstofnun og eiturefna-
skírteini útgefið af lögreglustjóra/
sýslumanni en réttindin eru ekki
gild nema viðkomandi aðili geti sýnt
starfsleyfi frá viðkomandi sveitarfé-
lagi.
Bananafluga - Gerfluga
www.parketgolf.is
�������������������������
�������������������
����������������������������������������
Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
Opið virka daga frá kl. 10-18
Lokað á laugardögum í júní og júlí
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
06