Fréttablaðið - 19.06.2006, Side 8

Fréttablaðið - 19.06.2006, Side 8
8 19. júní 2006 MÁNUDAGUR ������������������������������������������������������� ��������������������� ������������������������������������������������������������������������������ ������������������������������������������������������������������������������ ���������������������������������������������������������������������� Nýr, fallegri og miklu betri Opel. ���������������� ����������������� Mánaðargreiðsla 23.061,-* ���������������������������������������������������������������� �������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������ �������� �������������������� ������������������������������� ������ �������������� Fjölskyldubíll. Kostar eins og smábíll. �������������������������������������������������������������������������������������������������� 1.890.000,- Beinskipt - 1.6 l. vél VEISTU SVARIÐ 1 Hvað heitir nýstofnað félag áhuga-fólks um framtíð Íslands? 2 Hver er forseti Austur-Tímor? 3 Hver skoraði flest mörk fyrir íslenska landsliðið í leiknum gegn Svíum? SVÖR Á BLS. 38 LYFJAVERÐ Mikill verðmunur reyndist á nikótínlyfjum í nýrri verðlagskönnun ASÍ á lausasölu- lyfjum. Munurinn á hæsta á lægsta verðinu var um 40 prósent á þeim fjórum nikótínlyfjum sem könnuð voru. Lyfjaval var með lægsta verðið í tveimur tilfellum af fjórum. Munurinn var mestur 48,4 prósent á Nicorette Classic tyggjógúmmí en það kostar 3.328 krónur í Lyfjavali og 4.938 krónur í Garðsapóteki þar sem verðið var hæst. Þorvaldur Árnason, eigandi Lyfjavals, segir apótekið ekki selja undir innkaupsverði en telur hugsanlega skýringu á verðmun- inum vera gengisbreytingar sem þeir lyfsalar sem nýlega hafa keypt inn hafa orðið fyrir. Notkun nikótínlyfja hefur auk- ist mikið undanfarin ár. Sam- kvæmt upplýsingum frá Heil- brigðisráðuneytinu voru tæplega 20 dagskammtar á hverja þúsund íbúa af lyfjunum Nicorette og Nicotinell á síðasta ári en aðeins 6 fyrir tíu árum síðan. Könnunin var gerð í ellefu apótekum og verð 32 lausasölulyfja kannað. Lyfjaver var oftast með lægsta verðið eða í 23 tilfellum en Lyf og heilsa var oftast með hæsta verðið eða 19 sinnum og Skipholtsapótek kom þar fast á eftir með hæsta verðið í 18 tilvikum. Verðmunur á milli apóteka var minnstur rúm 19 prósent en mestur 67 prósent. Henný Hinz, verkefnastjóri hjá ASÍ, segir það athyglisvert að stóru lyfsölukeðjurnar, Lyf og heilsa og Lyfja, séu í hærri endan- um í könnuninni. „Það eru tveir mjög stórir aðilar á markaðnum, þeir hafa auðvitað alveg yfirburða markaðshlutdeild og ég hugsa að minni aðilarnir séu nú svona frek- ar að reyna að skapa sér sérstöðu með að vera með litla álagningu á þessum lyfjum.“ Verðmunur á ofnæmislyfjum er einnig mikill, yfir 50 prósent á Clarityn en það er mikið notað á þessum árstíma. Niðurstöðurnar er að finna á heimasíðu ASÍ, www. asi.is. gudrun@frettabladid.is Mikill munur á verði lyfja Verðlagseftirlit ASÍ kannaði í vikunni sem leið verð lausasölulyfja í ellefu apótekum. Verðmunur var áberandi á nikótínlyfjum og ofnæmislyfjum. APÓTEK Lyfjaver var í flestum tilvikum með lægsta verðið en stóru lyfsölukeðjurnar komu illa út úr könnuninni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HAGSTOFAN Fyrstu þrjá mánuði ársins fluttust til landsins 2.574 manns á meðan 798 fluttust á brott. Landsmönnum fjölgaði af þessum orsökum um nær átján hundruð manns á tímabilinu. Þetta kemur fram í bráðabirgð- aupplýsingum um búferlaflutn- inga fyrsta ársfjórðungs, sem Hagstofan hefur unnið fyrir fjár- málaráðuneytið. Stærsti hópur aðfluttra frá útlöndum hefur sest að á höfuð- borgarsvæðnu. Þessi hópur telur um átta hundruð manns, en þess má og geta að tæplega sjö hundruð manns fluttu á sama tímabili til Austfjarða. Það vekur athygli þegar tölur um flutninga fólks innanlands eru skoðaðar að höfuðborgar- svæðið er á ný farið að taka á móti fleirum en þaðan flytja. Til samanburðar fluttust örlítið fleiri frá svæðinu innanlands en til þess á síðasta ári. Suðurland og Suðurnes fá einnig til sín fólk með þessum hætti en staðan er sú að í öðrum landshlutum fækkar fólki vegna flutninga innanlands. Fækkun af þeim orsökum á einnig við um Austurland. Var raunar einnig svo í fyrra í flest- um sveitarfélögum öðrum en á Fljótsdalshéraði. Hin mikla upp- bygging stóriðjunnar eystra er því enn ekki farin að hafa telj- andi áhrif á íbúaþróunina. -jss Búferlaflutningar fyrstu þrjá mánuði ársins: Sjö hundruð manns fluttu austur á land LANDSPÍTALI Undirbúningur og staða deilskipulags nýs sjúkra- húss við Hringbraut var kynnt á opnum fundi í Ráðhúsinu fyrir helgi. Ríflega fimmtíu manns mættu á fundinn og komu fram fjölmarg- ar spurningar og athugasemdir frá starfsfólki Landspítalans og íbúum nágrennisins. Alfreð Þorsteinsson, formaður framkvæmdanefndar, segir að helstu athugasemdirnar hafi komið frá íbúum Smáragötu og Laufásvegar um hæð og legu þeirra bygginga sem munu rísa á vesturhluta lóðarinnar. Einnig hafi starfsfólk komið með marg- ar gagnlegar ábendingar. „Ég lýsti því yfir í lok fundarins að allar þessar ábendingar yrðu skoðaðar og síðan verður bara vinnunni haldið áfram,“ segir Alfreð. Guðmundur Gunnarsson arki- tekt greindi frá þeim athuga- semdum sem þegar höfðu komið fram en þær voru meðal annars staðsetning bráðamóttökunnar og bætt tengsl barnaspítala og kvennadeildar við bráðamóttöku. Á fundinum var verkefnavef- ur um verkefnið opnaður þar sem almenningur getur fylgst með framvindunni, slóðin er: www. haskolasjukrahus.is. - gþg Opinn fundur um deiluskipulag nýs sjúkrahúss: Allar ábendingar skoðaðar ALFREÐ ÞORSTEINSSON, FORMAÐUR FRAMKVÆMDANEFNDAR Segir að mikill einhugur hafi ríkt á fundinum um byggingu nýs spítala. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VERÐMUNUR Á NIKÓTÍNLYFJUM Munur á Garðs- Laugarnes- Lyf og Skipholts- hæsta og apótek apótek heilsa Lyfja Lyfjaval Lyfjaver apótek lægsta verði Nicotinellmint – tyggigúmmí 2 mg, 84 stk 1.771 1.411 1.953 1.786 1.613 1.495 1.953 38,4% Nicorette Classic – tyggigúmmí 2 mg, 210 stk 4.938 4.060 4.860 3.746 3.328 3.490 4.816 48,4% Nicorette tungurótartöflur – 2 mg, 105 stk 3.112 2.977 2.756 2.923 2.953 2.250 2.756 38,3% Nicotinell mint – munnsogstafla 2 mg, 96 stk 2.800 – 3.134 2.837 2.250 2.615 3.134 39,3% REYKINGALYF Mikill verðmunur kemur fram á nikótínlyfjum samkvæmt könnun Neytendasamtakanna. FRÉTTABLAÐIÐ/EÓL RÚSSLAND Yfir tvö hundruð manns komu saman á torgi í Moskvu á sunnudaginn til að gagnrýna lög- gæslustofnanir landsins og krefj- ast þess að lögreglan geri meira til að verja Rússa. Samkoman var skipulögð af fylgjendum Garrys Kasparov, fyrrverandi heims- meistara í skák, sem hætti keppni á seinasta ári til að hefja pólitískt stríð gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta landsins, og vaxandi valdníðslu í Rússlandi. Talsmenn lögreglu vildu ekkert tjá sig um ásakanir gegn þeim um spillingu og valdníðslu, en fjöl- margar slíkar ásakanir hafa borist þeim á seinustu árum. - sþs Mótmæli í Rússlandi: Gagnrýna lög- gæslu landsins DÝRARÍKIÐ Lítil þerna, greind sem dvergþerna, fannst við Mikley á Höfn fyrir helgi að því er fram kemur á fréttavefnum Horn.is. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi fuglategund finnst hér á landi. Dvergþernur eru minnstu þern- ur Evrópu og getur reynst erfitt að greina þær í sundur frá amer- ískri og afrískri tegund. Lítil þerna sást í Hornafjarðar- ósi fyrir viku síðan sem einnig er talin vera dvergþerna. - mþþ Í fyrsta skipti á Íslandi: Dvergþerna finnst á Höfn Illa lyktandi Þjóðverji hefur höfðað mál á hendur flugfélagi en honum var vísað frá borði flugvélar. Maðurinn kom sveittur af sólarströnd um borð í vélina. Sessunautur mannsins kvartaði undan óþef og var maðurinn rekinn á dyr. Hin- um illa lyktandi þykir á sér brotið. ÞÝSKALAND

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.