Fréttablaðið - 19.06.2006, Qupperneq 24
19. júní 2006 MÁNUDAGUR4
Í einu skoti á Barnum á Lauga-
vegi má finna flottan vegg sem
segja má að sé afrakstur af
hálfkláruðu verki.
Á miðhæð skemmtistaðarins Bars-
ins á Laugaveginum blasir við
glæsilegur veggur sem fær fólk til
að staldra við og stara. Flestir
velta fyrir sér hvaða listamaður
eigi heiðurinn að verkinu en sagan
bak við vegginn er ekki svo ein-
föld.
Meðan framkvæmdir stóðu yfir
á Barnum og verið var að innrétta
staðinn hófust verkamenn handa
við að pússa upp þennan tiltekna
vegg til þess eins að mála hann
aftur. Þótti verkið æði drjúgt enda
var snemma ljóst að veggurinn
hafði ekki verið pússaður upp svo
áratugum skipti heldur sífellt
málað yfir hann aftur.
Í miðjum klíðum við erfiða
pússun kom einn af eigendum stað-
arins aðvífandi, leit á vegginn og
skipaði svo fyrir að hér skyldi látið
staðar numið. Veggurinn þótti fínn
eins og hann var. Á honum glytti í
málningu sem, að því er talið er,
hefur verið máluð í mörgum lögum
á mismunandi tímum allt frá upp-
hafi þessa góða veggs.
Allir litir rófsins koma þar fyrir
en það sem gerir hvað mest fyrir
vegginn er sagan sem í honum
liggur, sem dregin var fram með
ekki flóknara tóli en sandpappír.
Til að finna fyrir hversu langt
aftur sú saga hlýtur að ná þarf ekki
annað en að strjúka yfir vegginn
og finna hvernig höndin lyftist og
sveigist eftir þykkt eldgamallar
málningar.
johannas@frettabladid.is
Barveggurinn á Barnum
Undir splunkunýju lakki liggja nú máln-
ingarrendur sem segja áratuga langa sögu
veggsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Veggurinn við enda barsins á Barnum er hlýlegt listaverk sem varð til fyrir slysni. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Ljósbleiku Kitchen Aid-hræri-
vélarnar seldust hratt upp hjá
Einari Farestveit.
Heimilistæki í pastellitum eru
orðin vinsæl og taka
við af hinum sterku
litum svo sem eld-
rauðum og app-
elsínugulum. Nýj-
ustu Kitchen
Aid-hrærivélarn-
ar fást núna í
ljósbleiku, -bláu,
kremgulu og drapp og
eru þær ljósbleiku nú
þegar uppseldar í
versluninni Einar
Farestveit.
Kitchen Aid í
Bandaríkjunum
gefur hluta af hagnaði bleiku
hrærivélanna til styrktar brjósta-
krabbameinsrannsóknum og hefur
verslunin Einar Farestveit ákveð-
ið að gefa 3.500 krónur af hverri
seldri bleikri vél til Krabbameins-
félags Íslands.
Búast má við fleiri pastellitum
heimilistækjum frá
Kitchen Aid í Einari
Farestveit á
næstunni,
eins og
blöndurum,
brauðristum,
matvinnsluvélum
og kaffivélum.
Pastellitir vinsælir
Krabbameinsfélag Íslands fær 3.500 krónur
af hverri seldri, bleikri hrærivél í Einari
Farestveit.
Ekki er alls staðar
rúm fyrir spegil í fullri
lengd. Hægt er að
bæta úr þessu með
„fótaspegli“ innan á
skáphurð neðan til.
Þá er auðvelt að
athuga kjólfaldinn,
aðgæta hvort pilsið
stendur niður undan
kápunni eða bara
dást að nýju fínu
skónum.
Oft koma hamarsför
á málaða fleti þegar
neglt er í þá. Lítil
gúmmíkringla með
gati á miðju getur
leyst þennan vanda. Þegar naglinn
hefur fengið festu er kringlunni
smeygt niður á hann og þá er hægt
að reka naglann inn án þess að
missmíði sjáist í kring.
húsráð }
Fótaspegill og
hamarsför
SANYL
ÞAKRENNUR
• RYÐGA EKKI.
• PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN.
• STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR.
• AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU.
• ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4
1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4
F
í
t
o
n
/
S
Í
A