Fréttablaðið - 19.06.2006, Síða 12

Fréttablaðið - 19.06.2006, Síða 12
 19. júní 2006 MÁNUDAGUR12 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Jarðfræði í Elliðaárdal Frekari upplýsingar á www.or.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O R K 3 31 91 0 6/ 20 06 Þriðjudagskvöldið 20. júní verður farin göngu- og fræðsluferð í Elliðaárdal undir leiðsögn Einars Gunnlaugssonar jarðfræðings. Gangan hefst við Minjasafnið í Elliðaárdal kl. 19.30 og verður gengið um í tvo tíma. Jarðfræði Elliðaárdals er stórkostleg. Í dalnum má t.d. finna jökulrákaðar grágrýtisklappir, hraun frá nútíma, sjávarhjalla og merkileg setlög. 19. júní sem fengið hefur nafnið kvenréttindadagur- inn er haldinn hátíðlegur til að minnast þess að þenn- an dag árið 1915 öðluðust íslenskar konur yfir 40 ára aldri fyrst kosningarétt. Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræð- ingur og forstöðumaður Rann- sóknastofnunar í kvenna- og kynjafræðum við HÍ, segir að haldið hafi verið upp á daginn fyrstu árin eftir að konur öðluð- ust kosningarétt og tímaritið 19. júní var gefið út á árunum 1917- 1929 en dagurinn hafi síðan verið endurvakinn af Kvenréttinda- félaginu á sjötta áratug síðustu aldar. „Mér finnst vægi dagsins hafa aukist mjög á undanförum árum og voru hátíðarhöldin á Þingvöll- um í fyrra ákveðið hámark en þá var haldið var upp á 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna.“ Kristín segir að í seinni tíð hafi 19. júní verið notaður til að minna á ýmis málefni sem varða konur og að með hvatningarverðlaunum Femínistafélagsins, Bleiku stein- unum, sé minnt á það sem vel hefur verið gert í jafnréttismál- um. „Því ber að fagna hversu virk íslensk kvennahreyfing er og hefur hún skapað mikla umræðu í íslensku samfélagi undanfarin ár um baráttu kynjanna.“ Þegar Kristín er spurð að því hvar skóinn kreppi í dag varð- andi stöðu kvenna segir hún efst í huga sér ofbeldi gagnvart konum á Íslandi. „Við þurfum sterkari löggjöf og aðgerðir um ofbeldi gegn konum og klámvæðing og mannsal eru einnig mikið vanda- mál sem þarf að taka á. Þá vildi ég gjarnan sjá aukinn hlut kvenna í forystuhlutverkum bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði.“ Kristín tekur þátt í dagskrá 19. júní í ár og mun veita leiðsögn í göngunni frá Háskóla Íslands í Kvosina. „Gengið verður upp í Þingholtstræti í tilefni 150 ára fæðingarafmælis Bríetar Bjarn- héðinsdóttur baráttukonu en hún bjó lengi í Þingholtsstræti 18,“ segir Kristín og hvetur alla til að taka þátt í dagskránni í tilefni dagsins. hugrun@frettabladid.is Vil sjá fleiri konur í forystuhlutverki KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR Veitir leiðsögn um heimaslóðir Bríetar Bjarnhéðinsdóttur baráttukonu. SLÆÐUDANS Á ÞINGVÖLLUM Konur og karlar fjölmenntu á Þingvöll fyrir sléttu ári til að minnast þess að þá voru 90 ár liðin frá því konur á Íslandi fengu kosningarétt. BLEIKT Árni Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, var titlaður jafnréttisráðherra á Þingvöllum í fyrra. Hann tók sig vel út í bleikum bol. „Það getur vel verið að ég klæðist einhverri bleikri flík á morgun, kannski ég finni einhverja flotta bleika slæðu í fataskápnum,“ sagði Rósa Guðný Þórs- dóttir leikkona aðspurð um hvernig hún ætlaði að halda upp á daginn, en í dag er haldið upp 91 árs afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Venj- an er að konum sé sýndur stuðningur í verki með því að klæðast einhverju bleiku þann 19. júní. „Ég er ekki vön að halda sérstak- lega upp á daginn þó ég sé vissulega fylgjandi því sem hann stendur fyrir. Jafnréttindamál á Íslandi finnst mér að mættu ganga betur, sérstaklega launa- jafnréttið. Það er of mikið launamis- rétti í gangi í dag, þessar hefðbundnu kvennastéttir eru enn með töluvert lægri laun en karlastéttirnar. Kannanir benda kannski til þess að launamálin séu að skána, en það er að gerast allt of hægt og það verður bara að fjarlægja þennan mun. Í tilefni dagsins vil ég koma þeim skilaboðum til allra kvenna að halda áfram að berjast fyrir þessum málstað.“ SJÓNARHÓLL KVENRÉTTINDADAGURINN Finn kannski bleika slæðu RÓSA GUÐNÝ ÞÓRSDÓTTIR Hafi það farið fram hjá einhverjum „Það er hlutverk okkar stjórnmála- manna og ýmissa samtaka í þjóðfélag- inu að vaka yfir hag og velferð þeirra sem lakar eru settir en aðrir. Það mun mín ríkisstjórn gera.“ GEIR H. HAARDE FORSÆTISRÁÐ- HERRA Í RÆÐU SINNI Á AUST- URVELLI 17. JÚNÍ. FRÉTTABLAÐIÐ 18. JÚNÍ. Heppinn að heita ekki Skallagrímur „Hann kunni að skrifa nafnið sitt afturábak með skautunum.“ SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR HM-AÐDÁANDI OG AMMA ÓLAFS OG TEITS ÞÓRÐARSONA UM LANGAFA SINN, HELGA FRÁ NEÐRA-NESI, SEM KALLAÐUR VAR HELGI LIPRI VEGNA SKAUTAFÆRNI SINNAR. MORGUNBLAÐIÐ 18. JÚNÍ. ,,Ég var bara að koma til Ísafjarðar og hér er glampandi sól,“ sagði Tinna Þorsteinsdóttir þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar en hún er komin vestur til að stýra hátíðinni Við Djúpið. ,,Verkefni næstu viku verður að halda námskeið og tónlistahátíð þar sem öllu ægir saman af tónlistarstefnum, allt frá klassík til nútímatónlistar yfir í spuna hjá Flístríóinu,“ segir Tinna sem hefur skipulagt hátíðina við Djúpið frá grunni. ,,Ég tók við þessu fyrir hálfu ári síðan og þetta hefur verið voða gaman en mikið stress. Maður er hálf heiladauður í lokinn. Það er mjög gott að vera komin til Ísafjarðar núna, maður róast niður við það.“ Námskeiðið er ætlað langt komnum nem- endum sem koma alls staðar að af landinu. „Galdurinnn er að búa til andrúmsloft þar sem nemendurnir geta fylgst með listamönnunum og öfugt og kannski gerist eitthvað spennandi. Ég vona það,“ segir Tinna. „Tónlistarhátíð- in er síðan hugsuð fyrir Vestfirðingana og þar verða ýmsir góðir listamenn. Hingað kemur Peter Máté sem fulltrúi Listaháskólans, Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari sem stýrði hátíðinni áður, Diddú, Anna Guðný Guðmundsdóttir og svo ætla ég að spila íslenska tónlist og Grieg. Einnig heldur Flístríóið tónleika í Tjöruhúsinu og við ætlum að reyna að skapa svolitla stemningu og fjör í kringum þá.“ Aðspurð hvað taki við eftir þessa hátíð segist Tinna helst vilja leggjast einhverstaðar niður og stara upp í loftið. ,,En síðan eru ýmis verkefni framundan. Ég er til dæmis að fara að gefa út geilsadisk með íslenskri píanótónlist í haust,“ segir Tinna sem situr greinilega ekki auðum höndum. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? TINNA ÞORSTEINSDÓTTIR PÍANÓLEIKARI Vill leggjast niður og stara upp í loft TINNA ÞORSTEINS- DÓTTIR Píanóleikari og skipu- leggjandi hátíðarinnar Við Djúpið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.