Fréttablaðið - 19.06.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 19.06.2006, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 19. júní 2006 Guðmundur Óli Scheving SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið gudmunduroli@simnet.is. Bananafluga (Drosophila melanogaster) Bananaflugan er sú flugutegund sem einna mest hefur verið rannsökuð og hefur síðastliðin 90 ár verið mikið notuð í erfðarannsóknir. Bananaflug- an er tvívængja. Hér á landi eru um 360 tegundir tvívængja þekktar en í heiminum alls 85.000. Bananaflug- an lifir í 14 daga við bestu skilyrði, þ.e. 25 stiga hita og raka. Flugan er fljót að koma í ljós þegar eitt- hvað sætt hellist niður eða umbúðir undan sykraðri vöru brotna á heimil- um, í vöruhúsum og verslunum svo dæmi séu tekin. Flugan finnur sér stað til að verpa í þar sem næring fyrir lirfur er til staðar, t.d. í mötuneytum og á veitingastöðum þar sem flugan getur verpt eggjum í stúta gos- og djúsvéla. Þetta getur gerst um helgi þegar ekki er verið að nota vélarnar. Það er því mjög gott ráð að breiða yfir slík tæki eftir notkun. Einnig er mjög áríðandi að þrífa strax upp ef ávaxtavökvi eða mauk hellist niður. Þá er nauðsynlegt að hleypa niður af stútunum í gos - og djúsvélum áður en mönnum er boðið að drekka. Bananaflugan makar sig á eins konar mökunarstöðum þar sem karldýrin hópast saman til að ná athygli kven- flugunnar en einungis örfá karldýr makast við kvendýrin. Karlflugan er aðeins stærri en kvenflugan. Karl- flugan dansar í kringum kvenfluguna á mjög flókinn hátt og besti dansar- inn uppsker sitt. Mjög sjaldgæft er að karlflugan velji sér maka. Banana- flugan berst hingað öðru hvoru með ávöxtum og öðrum varningi. Bananafluga (Drosophila fun- ebris) Hér á landi er vel þekkt það afbrigði bananaflugu sem kallast gerfluga (Drosophila funebris) og lifir inn- anhúss. Gerflugur kallast svo vegna þess að þær lifa fyrst og fremst á gersveppum sem oftast myndast þar sem niðurbrot lífrænna efna á sér stað. Oft er uppsprettuna að finna í rotnandi ávöxtum eða garðávöxtum, stundum í tómum gos- og vínflöskum þar sem gerjun hefur átt sér stað í dreggj- um. Það verður að leita uppi allar hugsanlegar uppsprettur og finna þær áður en ráðist er í það að úða fyrir flugunni. Gerflugur af þessari tegund hafa fundist í heimahús- um, verksmiðjum, vöruskemmum, verslunum og ekki síst í gripahúsum einkum fjósum. Talið er að banana- flugan sofi allt að 7 klukkustundir á sólarhring. Rannsóknir á banana- fluguni hafa stuðlað að því að auka skilning okkar á því hvernig Mitf próteinið starfar og ýmsar bindingar í DNA-rannsóknum og uppgötvanir eru bananaflugunni að þakka. Menn hafa unnið til Nóbelsverðlauna fyrir rannsóknir á henni. Þegar fólk þarf að fá til sín mein- dýraeyði á það að biðja um að fá að sjá starfsréttindaskírteini útgefið af Umhverfisstofnun og eiturefna- skírteini útgefið af lögreglustjóra/ sýslumanni en réttindin eru ekki gild nema viðkomandi aðili geti sýnt starfsleyfi frá viðkomandi sveitarfé- lagi. Bananafluga - Gerfluga www.parketgolf.is ������������������������� ������������������� ���������������������������������������� Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opið virka daga frá kl. 10-18 Lokað á laugardögum í júní og júlí w w w .d es ig n. is © 20 06
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.