Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.06.2006, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 25.06.2006, Qupperneq 18
 25. júní 2006 SUNNUDAGUR18 „Ég ákvað að fara í sagnfræði á gamals aldri af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi af því að ég hef gaman af þessu. Í öðru lagi vildi ég nota sagnfræðina til að styrkja mig sem rithöfund. Ég hef bæði lært tækni við að safna heimildum og að vinna á söfnum sem gagnast mér mikið. En einnig vildi ég fá nýjar hug- myndir og stækka veröldina,“ segir Ingólfur og bætir við að aðalorsök þess að hann fór í sagnfræði hafi verið heilablóðfall sem hann fékk árið 2001. „Þegar ég kom heim af sjúkrahúsinu eftir að hafa lent í því áfalli hugsaði ég mikið um hvað tæki við. Ég taldi mig búinn með þann pakka að hlaupa uppi ráða- menn til að fá komment. Þá var spurning um að sitja heima og þiggja þær „svimandi upphæðir“ sem koma frá Tryggingastofnun en mér fannst ekki framtíð í því. Þá spurði konan mig loks hvað mig langaði til að gera. Ég svaraði að mig hefði alltaf langað í sagnfræði og það varð úr.“ Ingólfur segist hafa verið smeykur í upphafi yfir því að hefja nám á gamals aldri en svo hafi hann notið sín í sagnfræð- inni. „Þegar yngri samnemendur mínir hafa spurt mig af hverju ég sé að þessu núna hef ég svarað því við að ævin hjá mörgum hefst á námi og svo tekur vinnan við. En ég tók þetta í öfugri röð, vinnu fyrst og svo háskólanám sem er hreint ekkert verri röð. Nú hef ég þjálfun, reynslu og dómgreind til að byggja á.“ Ingólfur segir samnemendur sína hafa verið mjög jákvæða út í gamla manninn og aldrei hafi hann fundið fyrir aldursmuninum. „Einu sinni eftir tíma galaði ein stelpan á mig hvort ég kæmi ekki með hópn- um um kvöldið á Airwaves-tónleik- ana. Ég fór reyndar ekki en þeim fannst ekkert skrítið að bjóða mér með sem mér fannst dálítið sætt. Það er mikil samkennd í hópnum. Margir af mínum bestu vinum í sagnfræðinni eru krakkar á milli tvítugs og þrítugs og eru alveg eins og jafningjar enda klárt og skemmtilegt fólk.“ Söguleg sjónvarpsútsending Lokaritgerð Ingólfs fjallar um tengsl sagnfræði og fjölmiðla. „Hinn hefðbundni miðill sögunnar hefur verið bókin og prentmiðlar en á nítjándu og tuttugustu öld komu til sögunnar nýir miðlar á borð við ljósmyndir, kvikmyndir, sjónvarp og útvarp. Mig langaði til að skoða hvernig þessir nýju miðl- ar segja söguna en líka hvort þeir geti haft áhrif á söguna. Ég tek sjónvarpið sérstaklega fyrir þar sem ég tel að það sé langáhrifa- mest af þessum nýju miðlum.“ Ingólfur vildi finna einhvern íslenskan þátt til að sannreyna kenninguna á og snýst ritgerðin um sjónvarpsþátt frá 1988 sem er frægur fyrir það að oft hefur verið sagt að í honum hafi ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, þáverandi forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, sprungið í beinni útsendingu. „Ástæðan fyrir því að þessi viðburður varð fyrir valinu er að það var ekki um neina aðra sögulega sjónvarpsútsend- ingu að ræða sem hefur haft jafn mikil þjóðfélagsleg áhrif. Eftir að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, sem var samstarfs- stjórn Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks, sprakk myndaði Steingrímur Her- mannsson ríkisstjórn Framsókn- arflokks, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags en síðar bættist Borgaraflokkurinn við. Í kjölfarið gerðist það að Þor- steinn missti fótanna innan Sjálf- stæðisflokksins, Davíð bauð sig fram gegn honum og varð formað- ur. Þar með fékk flokkurinn alveg nýja ásýnd. Því má segja að fall Þorsteins hafi rutt Davíð braut og frjálshyggjunni sem honum fylgdi. Davíð myndaði síðar stjórn með Alþýðuflokknum árið 1991. En eftir kosningarnar 1995 voru Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur bara með einn mann í þingmeirihluta. Davíð þorði því ekki að halda áfram meirihuta- samstarfi með þeim eftir kosning- arnar 1995 og sneri sér til Fram- sóknarflokks. Það stjórnarform er enn í gangi. Vinstri flokkarnir fóru í stjórnarandstöðu og tóku að endurskilgreina sig sem svo leiddi til myndunar Samfylkingarinnar. Ég tel að Samfylkingin hafi orðið til vegna áhrifa þess að Þorsteinn hætti sem formaður Sjálfstæðis- flokksins og Jón Baldvin leiðir einnig líkum að því í viðtali sem ég tók við hann vegna ritgerðar- innar.“ Ingólfur tók viðtöl við helstu þátttakendur í atburðarásinni í ritgerðinni. Þeir eru Steingrímur Hermannsson, þáverandi utanrík- isráðherra, Jón Baldvin Hanni- balsson, þáverandi fjármálaráð- herra, spyrlarnir tveir í sjónvarpsþættinum sem voru Helgi Pétursson og Ólafur E. Frið- riksson og svo Þorsteinn Pálsson, sem var ekki í sjónvarpsþættin- um. „Það sem ég spurði sjálfan mig var hvort ríkisstjórnin hafi í raun sprungið í þessari beinu útsend- ingu og ég rek bæði rök með og á móti í ritgerðinni. Ég komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki sprungið í útsendingunni heldur var hún þegar sprungin, og við- mælendur mínir taka undir það. Stjórnarslitin má rekja til þess að allt var búið að vera í upplausn hjá ríkisstjórninni og menn gátu ekki komið sér saman um efnahagsað- gerðir. Steingrímur og Jón voru spurðir í viðtölum fyrir ritgerðina hvort þeir hefðu verið búnir að tala sig saman um hugsanlegt rík- isstjórnarsamstarf fyrir sjón- varpsþáttinn en þeir neituðu því. Fjölmiðlar komu með getgátur þess efnis á sínum tíma og Þor- steinn hefur tekið undir þær grun- semdir.“ Atburðarásin Aðspurður um hvort eitthvað nýtt komi fram í ritgerðinni varðandi atburðarásina nefnir Ingólfur eitt atriði, uppruna leka til fjölmiðla um lækkun á matarskatti. Atburða- rásin var með þeim hætti að Stein- grímur hafði verið boðaður í sjón- varpsviðtal með nokkrum fyrirvara til að ræða efnahagstil- lögur Framsóknarflokksins. Sama dag og viðtalið fer fram hittust Þorsteinn og Jón Baldvin á trúnað- arfundi þar sem Þorsteinn kynnir nýjar efnahagstillögur fyrir Jóni. Í þeim kemur meðal annars fram tillaga um lækkun á svonefndum matarskatti. „Nýr virðisauka- skattur hafði verið settur nokkru áður og Jón Baldvin lagði áherslu á að engar undanþágur yrðu veitt- ar frá þeim skatti eins og höfðu áður verið, til dæmis á matvæli. Þetta olli mikilli óánægju og skap- aði erfiðleika fyrir Jón og Alþýðu- flokkinn. Svo þegar Þorsteinn leggur til að matarskatturinn verði lækkaður segir Jón það vera sem rýtingsstungu í bakið. Jón túlkar þetta sem svo að Þorsteinn hafi með þessu viljað skapa sér vinsældir og styrkja stöðu sína fyrir næstu kosningar.“ Í viðtali Ingólfs við Jón kemur fram að hann hafi fengið tillög- urnar afhentar sem trúnaðarmál og hafi viljað tíma til að fara yfir þær ásamt sínu fólki. Jón segist hafa gert ráð fyrir að hafa sólar- hring til þess áður en Þorsteinn myndi leggja þær fyrir ríkisráðs- fund. En þegar hann hafi heyrt fjallað um tillögurnar í útvarps- fréttum um kvöldið gerði hann ráð fyrir að Þorsteinn hefði lekið þeim í fjölmiðla og afréð því að mæta í sjónvarpsþáttinn með Steingrími til að skýra sína hlið. Síðan kemur í ljós að þessi leki kom frá Alþýðu- flokknum að sögn Ingólfs. „Ég tók viðtal við Ólaf, sem var annar spyrla í þættinum, vegna ritgerð- arinnar og hann segist hafa fengið tillögurnar frá Alþýðuflokks- mönnum sem stóðu nærri Jóni Baldvin. Þetta er alveg nýr punkt- ur í umræðuna þar sem þetta fríar Þorstein af þeim ásökunum að hafa lekið tillögunum í fjölmiðla. En eftir stendur ásökunin um að Þorsteinn hafi komið með þá til- lögu um að fella matarskattinn til að skapa sér vinsældir.“ Áhrif fjölmiðla Ingólfur segir ekki fara á milli mála að fjölmiðlamenn voru stoltir af því að fjölmiðill skyldi hafa haft þessi gífurlegu áhrif, að ríkis- stjórn hafi sprungið í beinni útsendingu eins og oft var haldið fram. „Á þessum tíma hafði farið fram mikil umræða um hlutverk fjölmiðla. Hafskipsmálið var nýgengið yfir en það var rakið til umfjöllunar Helgarpóstsins. Í kjöl- farið fylgdi umræða um siðferði fjölmiðla og rannsóknarblaða- mennsku. Menn veltu fyrir sér hvert hlutverk fjölmiðla væri, var það að koma upplýsingum til almennings eða var það að selja blöð? Blaðamenn á þessum tíma þurftu að sanna tilveru sína og sanna að fjölmiðlar væru ekki sorpmiðlar. Þeir sem voru til umfjöllunar í fjölmiðlum komu gjarnan með þá útskýringu að þeir væru fórnarlömb sorpblaða- mennsku til að draga úr vægi gagnrýni sem þeir fengu. Vegna þessarar umræðu um hlutverk blaðamanna urðu þeir stoltir í kjöl- far ríkisstjórnarslitanna. Menn upplifðu það sem svo að ráðherr- arnir hefðu sprengt ríkisstjórnina í sjónvarpi. Þarna var hægt að benda á hvað fjölmiðlar væru nauðsynlegir og hin almenna túlk- un manna varð að ríkisstjórnin hefði sprungið í beinni útsendingu í sjónvarpi.“ Ingólfur segist telja að fjölmiðl- ar geti búið til söguna og það komi vel fram í þessu máli. „Samkvæmt þessu máli þá bjuggu fjölmiðlar til sögu sem var ekki rétt. Eins og má sjá í nýlegu viðtali Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Þorstein Páls- son þar sem hún notar orðalagið „í þættinum sem sprengdi ríkis- stjórnina“. Og Þorsteinn svarar spurningu hennar án þess að leið- rétta orðalagið. Þetta gerist oftar en við höldum að svona mýtur fara af stað. Sagan er náttúrulega full af misskilningi og mistúlkunum. Það voru stórar yfirlýsingar í sjónvarpsviðtalinu á sínum tíma og fjölmiðlamenn eru svo spenntir fyrir fjölmiðlum að þeir taka þetta náttúrulega upp að ríkisstjórnin hafi sprungið í beinni. Þetta verður svo að goðsögn sem allir þekkja. Að mínu mati er þetta einn af örfáum viðburðum sem standa upp úr í íslenskri fjölmiðlasögu sem goð- sögn sem hefur haft gríðarleg áhrif. Þess vegna langaði mig að kanna hvort þessi túlkun fjölmiðla hefði verið byggð á misskilningi. Þannig er þetta ritgerð um hvernig nýir miðlar geta skekkt söguna.“ Fræðimaðurinn Ingólfur „Það hefur ekki reynst mjög erfitt að aðskilja blaðamanninn í mér frá sagnfræðingnum,“ segir Ingólfur. „Ég hef notað mikið úr minni reynslu og kunnáttu í blaða- mennsku yfir í sagnfræðina sem hefur nýst mér mjög vel. Það eru nokkrir prófessorar í sagnfræði sem eru gamlir fréttamenn sem segja mér að það sem nýtist best í náminu sé reynslan að vinna undir álagi og að vita hvenær á að skila. Mér finnst það rétt, ég er vanur að skrifa og skilja kjarnann frá hism- inu. En þegar kemur að staðreynd- um þá þarf ég oft að losa mig við blaðamanninn og minna mig á að ég er í fræðimennsku. Það er ekki hægt að staðhæfa neitt án þess að færa fyrir því tilvísun. Það pirrar mig stundum. En þannig er það einmitt að fjölmiðlamenn þora að halda því fram að stjórnin hafi sprungið í beinni útsendingu. Fræðimaður myndi aldrei gera það. Þetta er ritgerð upp á næstum hundrað síður, full af tilvísunum og heimildum sem sanna að ríkis- stjórnin sprakk ekki í þessum þætti. Þannig að ég lét blaðamann- inn ekki eyðileggja fyrir mér fræðimennskuna þegar ég skipti um hlutverk.“ Ævisaga í smíðum Nóg af verkefnum er framundan hjá Ingólfi sem er um þessar mundir að vinna að ævisögu. Það eina sem hann gefur upp varðandi hana er að hún kemur út í haust og skrif ganga vel. „En þetta er eins og meðganga, hún gengur vel núna en morgunógleðin getur látið á sér kræla síðar.“ Fjölmiðlamenn búa oft til söguna RÍKISSTJÓRN ÞORSTEINS PÁLSSONAR Sprakk ekki í beinni útsendingu eins og löngum hefur verið haldið fram. INGÓLFUR MARGEIRSSON RITHÖFUNDUR ÁSAMT HUNDINUM ÓLIVER Lét gamlan draum rætast og fór í sagnfræði. Hópur af sagnfræðingum útskrifaðist úr Háskóla Íslands í gær og þar á meðal var fjölmiðlamaðurinn og rithöfund- urinn Ingólfur Margeirsson. Í samtali við Sigríði Dögg Guðmundsdóttur segist Ingólfur ekki ætla að láta staðar numið við BA-gráðuna og stefnir á MA-nám í haust. BA- ritgerð Ingólfs fjallar um tengsl fjölmiðla og sagnfræði. Hann rannsakaði hvort rétt væri að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hefði slitnað í beinni útsendingu eins og hent hefur verið á lofti og kemst að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki, slitnað hafi verið upp úr samstarfinu áður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.