Fréttablaðið - 25.06.2006, Side 63

Fréttablaðið - 25.06.2006, Side 63
SUNNUDAGUR 25. júní 2006 23 Veisla með varanleg áhrif Hinn djúpstæði munur á menning- arheimum múslima og Vestur- landabúa kristallaðist í könnun sem Pew-stofnunin í Bandaríkjun- um gerði í fimmtán löndum og kynnt var í fyrradag. Múslimum finnst Vesturlandabúar gráðugir, siðlausir og sjálfselskir, en Vestur- landabúum finnast múslimar hrokafullir, ofbeldishneigðir og þröngsýnir. Hvor hópurinn kennir hinum um andúðina. Til dæmis telja mús- limar fárið vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni í danska blaðinu Jótlandspóstinum vera til- komið vegna vanvirðingar Vestur- landa á trúarbrögðum múslima. Vesturlandabúar telja að upphafið megi rekja til þröngsýni múslima. Meirihluti aðspurða sagði tengsl menningarheimanna tveggja almennt slæm, en stuðn- ingur múslima við hryðjuverk fer hríðminnkandi samkvæmt könn- uninni. Meirihluti í múslimaríkj- unum telur að með Hamas við stjórnvölinn á sjálfstjórnarsvæð- um Palestínumanna muni lausn fást í deilunni við Ísraela, en Vest- urlandabúar samsinntu því ekki. Mesta andúðin á múslimum mæld- ist í Frakklandi og Þýskalandi, en almenn andúð á gyðingum er sem fyrr til staðar hjá múslimaþjóð- um. Athygli vakti að meirihluti aðspurðra í Tyrklandi, Indónesíu, Egyptalandi og Jórdaníu trúir ekki að múslimar hafi verið viðriðnir hryðjuverkin 11. september 2001. - sgj Eiga sjaldnast skap saman DANSKI FÁNINN BRENNDUR Þessa sýn hefur meirihluti Vesturlandabúa á hinn íslamska menningarheim. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP náttúru er mönnum afar hugleikið á Sólheimum. Tónleikar á Sólheimum Á meðan veislan stendur yfir verða haldnir tónleikar á hverjum laugardegi í Sólheimakirkju. Meðal tónlistamanna sem troða upp eru Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, Vallagerðis- bræður, Tríó Árna Heiðars og Renaissance brass en það er hljómsveit skipuð tónlistarmönn- um víðs vegar af úr heiminum. Um 200 manns rúmast í kirkjunni sem nýlokið er við að reisa. En menningarhjarta Sólheima slær alla jafna einna örast í kaffi- húsinu Græna kannan en þar eru oftsinnis haldnir tónleikar um helgar og jafnvel leiksýningar. Það má reyndar segja að varan- leg menningarveisla sé ríkjandi á Sólheimum því þar er að finna höggmyndir eftir marga af þekkt- ustu höggmyndlistarmönnum landsins. Má þar nefna Ríkharð Jónsson, Ásmund Sveinsson og Gerði Helgadóttur. Það má því ljóst vera að enginn fer vannærður frá þessu veislu- höldum. LÁRUS SIGURÐSSON Í TRÉ- SMIÐJUNNI Hér er Lárus að smíða lírur sem allir geta leikið á jafnvel þótt tónlistarhæfileik- ar séu af skornum skammti. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.