Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 6
6 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR afrit.is afrit.is Afritun á hvers konar gögnum Einfalt vi›mót og uppsetning Hagkvæm fljónusta fyrir alla Ókeypis a›gangur í 30 daga Sjálfsafgrei›sla á Netinu Vottu› fyrsta flokks fljónusta Vöktun allan sólarhringinn fiúsundir ánæg›ra vi›skiptavina Örugg dulkó›un og samskipti HLUTHAFAFUNDUR FL GROUP HF. VERÐUR HALDINN FÖSTUDAGINN 7. JÚLÍ 2006 AÐ NORDICA HOTEL, SUÐURLANDSBRAUT 2 OG HEFST FUNDURINN KL. 16.00. Á DAGSKRÁ FUNDARINS VERÐA: Reykjavík 28. júní 2006. Stjórn FL Group hf. 1. Tillaga stjórnar um heimild til kaupa á hlutum í Straumi– Burðarás Fjárfestingabanka hf. og hækkun hlutafjár í tengslum við kaupin um allt að kr. 1.803.956.507 að nafnverði. 2. Kosning stjórnar. 3. Önnur mál löglega fram borin. Hluthöfum er sérstaklega bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf hluthafafundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og önnur gögn munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis sjö dögum fyrir hluthafafund. Ennfremur verður hægt að nálgast tillögurnar á vefsíðu félagsins www.flgroup.is. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við upphaf fundarins á fundarstað. KJÖRKASSINN Hefur þú sent SMS-skilaboð undir stýri? Já 47% Nei 53% SPURNING DAGSINS Í DAG Nýtir þú þér þjónustu bókasafna á sumrin? Segðu þína skoðun á Vísi.is SMARTKORT Borgarráð samþykkti 20. júní 2002 að innleiða svokölluð Smartkort hjá Reykjavíkurborg. Í kjölfar samþykktarinnar var undir- ritaður samningur vorið 2003, á milli Reykjavíkurborgar, Strætó bs. og Smartkorta hf., um þróun Smart- kortakerfis. Enn bólar ekkert á kerfinu í almennri notkun þremur árum síðar, en heildarkostnaður við þróun korta- kerfisins var kominn upp í rúmar 109 milljónir króna um síðustu ára- mót. Áætlað er að kostnaðurinn verði orðinn um hundrað og þrjátíu milljónir króna í lok þessa árs. Hingað til hefur Reykjavíkur- borg borið helming kostnaðarins við þróunarverkefnið, eða rúmar 54 milljónir króna. Þar af hafa 85 prósent af hlut Reykjavíkurborgar komið frá Íþrótta- og tómstunda- sviði, sem sinnir æskulýðsmálum borgarinnar. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir framtíð verkefnisins óljósa. „Ég vil að það verði farið yfir stöðuna eins og hún er núna, hvað hefur áunnist og í hvað peningarnir hafa farið og hversu langt við eigum í land að þessi kort skili borgarbúum einhverjum ávinningi,“ segir Gísli Marteinn. „Ef það er mjög langt sem verkefnið á í land og á að kosta margar milljónir í viðbót, finnst mér að við verðum að skoða málið alveg frá grunni.“ Smartkort er ný tegund greiðslu- korta sem eru án segulrandar, en innihalda þess í stað örgjörva sem geymir upplýsingar. Kortin átti að nota til að greiða fargjald í strætó og fyrir aðgang að sundstöðum borgar- innar. Þar til gerður búnaður var keyptur og prófaður í einhverjum tilfellum hjá sundstöðum borgarinnar. Strætó bs. hefur, að sögn Ásgeirs Eiríkssonar framkvæmdastjóra, lokið við uppsetningu á kortabúnaði í vögnum sínum. Fjárfesting Strætó bs. í búnaðinum er um hundrað millj- ónir króna, að sögn Eiríks, og því er fyrirtækið búið að fjárfesta í verk- efninu fyrir liðlega 150 milljónir króna. Eiríkur segir að kostnaður hafi verið töluvert meiri en reiknað var með í upphafi. Björn Hermannsson hjá Gagna- prisma, sem hefur haft verkefna- stjórn yfir verkefninu undanfarið, segir verkefnið í eðlilegum farvegi. „Þetta er búið að vera þróunarverk- efni og hefur tekið sinn tíma, enda um nýjung að ræða.“ Hann segist vongóður um að kerfið verði tekið í notkun í haust í áföngum.“ aegir@frettabladid.is Kerfi sem kannski aldrei verður notað Strætó bs. og Reykjavíkurborg hafa varið rúmum 109 milljónum króna á þremur árum í þróun svokallaðs Smartkortakerfis, sem enn bólar ekkert á. Búist er við að kostnaður við verkefnið muni verða um 130 milljónir í lok þessa árs. Á LEIÐ Í STRÆTÓ Hugmyndin er að Smartkortið gildi meðal annars til að greiða fargjald í strætisvagna sem og aðgang að sundstöðum borgarinnar. Samtals hefur Strætó bs. lagt ríflega 150 milljónir í verkefnið sem hugsanlega fer í gang í haust. LÍKAMSÁRÁS Tveir tvítugir menn voru í gær ákærðir fyrir líkams- árás sem átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Traffic í Keflavík í nóvember í fyrra. Þeim er gefið að sök að hafa ráðist í sameiningu á mann á þrítugsaldri, ýtt honum og veitt hnefahögg með þeim afleiðingum að hann féll til jarðar og ökkla- brotnaði tvívegis. Eftir að maður- inn féll, héldu þeir áfram að sparka og kýla hann í andlit og líkama. Af þessu hlaut fórnarlambið umtals- verða áverka, auk ökklabrotsins. Auk refsingar fer þolandi fram á skaðabætur upp á rúmlega milljón króna. - æþe Líkamsárás í Keflavík: Marðist og ökklabrotnaði RÉTTINDI „Svona framkoma er með ólíkindum og varð á endanum til þess að ég gafst bara upp á að reyna að fá styrkinn greiddan,“ segir Steindóra Þorleifsdóttir, námsmaður í Danmörku. Hún segir sínar farir ekki sléttar gagnvart Tryggingastofnun ríkisins, sem meinaði henni um fæðingarstyrksgreiðslur þegar hún eignaðist barn skömmu eftir komuna til Danmerkur árið 2003. Voru forsendurnar þær að hún væri erlendis vegna vinnu, en ekki náms, þrátt fyrir að Steindóra hefði lagt fram gögn er sönnuðu hið gagnstæða, bæði frá Lána- stofnun íslenskra námsmanna sem og Háskólanum í Álaborg. Beiðni um endurskoðun var hafnað og þar sem enga hjálp var að fá frá því sveitarfélagi sem Steindóra býr í erlendis, hefur hún þurft að ala barn sitt án allrar fjárhags- legrar hjálpar. Leitaði Steindóra síðast réttar síns á síðasta ári en fékk þá þau svör að of langur tími væri liðinn frá því að úrskurður féll í máli hennar og ekkert væri hægt að gera fyrir hana. „Í mínum huga er þetta mannréttindabrot gagn- vart mér en málaferli eru kostn- aðarsöm og ekki á færi náms- manna svo ég hef gefist upp.“ - aöe SÖKUÐ UM SVIK Gögn er sönnuðu að Steindóra væri í námi erlendis þóttu ómarktæk að mati Tryggingastofnunar. Námsmaður í Danmörku ber Tryggingastofnun þungum sökum: Meinað um fæðingarstyrk HEILBRIGÐISMÁL Lyflækningadeild Landspítalans í Fossvogi hefur verið opnuð á ný eftir að veirusýk- ingar varð þar vart fyrir tveimur vikum síðan. Var um að ræða svokallaða noro-veiru, sem olli meðal annars niðurgangi hjá sjúklingum á deild- inni. Deildin hefur nú verið þrifin og sótthreinsuð og talið óhætt að hleypa sjúklingum aftur þar inn, en deildin var tæmd þegar sýking- arinnar varð fyrst vart. Að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar, hefur einnig orðið vart annarra tilfella sýkinga á öðrum deildum spítalans, en þó ekki alvarlegri en svo að ekki hefur þurft að koma til lokana þeirra, enn sem komið er. „Það eru stök tilfelli sem tekist hefur að einangra fljótt og örugg- lega. Slík tilfelli eru yfirleitt ekki alvarleg en það er ansi hvimleitt að þurfa að eiga við slík tilfelli sem geta alltaf komið annað slagið upp á stofnunum sem þessum.“ - aöe LYFLÆKNINGADEILD OPNUÐ Á NÝ Tekist hefur að uppræta veirusýkingu á lyflækningadeild LSH og hefur deildin opnað á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lyflækningadeild Landspítalans í Fossvogi hefur verið lokuð vegna veirusýkingar: Deildin hefur verið opnuð 550 5000 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.