Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 22
 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR22 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Hjónavígslur á Íslandi Í vikunni bárust fréttir af því að tuttugu þúsund manns hafi skrifað á undirskrifta- lista um afnám fyrningarfrests á kynferðisbrotum gagnvart börnum. Þar eru alþingis- menn hvattir til þess að samþykkja lagafrumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar þess efnis. Samtökin Blátt áfram standa fyrir undirskrifta- söfnunni en Sigríður Björnsdóttir framkvæmdastjóri þeirra er til svara. Hver er saga samtakanna? Blátt áfram var stofnað út frá því að við tvíburasystur, ég og Svava, urðum fyrir kynferðisofbeldi í æsku og fórum ekki að vinna í okkar málum fyrr en við vorum orðnar 25, 27 ára gamlar og út frá því gerðum við okkur grein fyrir því að ef umræða um kynferðisofbeldi hefði verið opin hefðum við reynt að leita okkur hjálpar miklu miklu fyrr. Við þýddum bækling yfir á íslensku sem við höfum verið að senda inn á öll heimili á landinu og eftir það fengum við mikil viðbrögð frá fólki. Hvert er hlutverk samtakanna? Hlut- verk samtakanna er fyrst og fremst for- varnafræðsla, að fræða fullorðið fólk um að vera ábyrgt í uppeldi og hjálpa börnunum að verða að heilbrigðum einstaklingum. Hvernig rekið þið samtökin? Við rekum þau eingöngu á styrkjum, íslenska þjóðin styrkir okkur reglulega og svo erum við líka að fara og tala við ráðuneytin og fá styrki frá þeim. SPURT & SVARAÐ BLÁTT ÁFRAM SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR hjá Blátt áfram Landsmót hestamanna fer fram á Vindheima- melum í Skagafirði vikuna 26. júní til 2. júlí. Búist er við allt að tólf þúsund gestum á svæðinu, þar af um þrjú þúsund erlendum ferðamönnum. Hvað er Landsmót? Landsmót eru eins konar Ólympíuleikar íslenskra hestamanna, en þar drífur að mörg þúsund hestamenn frá öllum landshlutum á þetta stærsta mót í heimi þar sem íslenskir hestar koma saman. Einnig er mótið einn stærsti hestamarkaður landsins en fjölmargir koma á mótið til þess að kaupa eða selja gæðing. Mótið stendur yfir í viku og eru stórar skemmtanir haldnar á kvöldin þegar keppni er lokið. Hversu oft er Landsmót? Fyrsta Landsmót hestamanna var haldið árið 1950 á Þingvöllum þar sem 133 hross voru sýnd. Þá var aðeins keppt í einum flokki gæðinga auk kappreiða og kynbótasýninga. Eftir það voru Landsmót haldin á fjögurra ára fresti, allt þar til á ársþingi Landssambands Hestamannafélaga árið 1995 þegar ákveðið var að halda þau á tveggja ára fresti. Fyrsta mótið sem haldið var eftir þeim reglum var Landsmót í Reykjavík árið 2000 og er landsmótið í ár hið fjórða sem haldið er eftir að biðin á milli móta var stytt. Ákveðið hefur verið að næsta Landsmót verði haldið á Gaddstaðaflötum við Hellu árið 2008. Í hverju er keppt á Landsmóti? Á Landsmóti er keppt í gæðingakeppni, tölti, kappreiðum og kynbótasýningum. Keppendum er skipt í hópa eftir aldri og getu en algengt er að keppt sé í barnaflokki, unglingaflokki, ungmennaflokki, A-flokki gæðinga og B-flokki gæðinga. Búist er við að um þúsund hestar komi við sögu með einum eða öðrum hætti á mótinu. FBL-GREINING: LANDSMÓT HESTAMANNA Tólf þúsund á stærsta hestamótinu 1985 1. 23 8 1. 60 7 1. 25 2 1995 2005 Heimild: Hagstofa Íslands Dalbraut 3, 105 Reykjavík • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar MARKISUR www.markisur.com VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA? „Þetta átti sér mjög stuttan aðdraganda. Við töldum okkar geta slegið þrjá flugur í einu höggi að taka þennan hlut,“ segir Hann- es Smárason, forstjóri FL Group, um kaup félagsins á 24,2 prósent hlutafjár í Straumi-Burðarási af Kristni Björnssyni, Magnúsi Kristinssyni og Þórði Má Jóhann- essyni. Heildarhlutur FL Group er þar með kominn í 26 prósent í fjárfest- ingabankanum. Kaupverðið nemur 47 milljörðum króna sem seljend- ur fá aðallega í hlutabréfum í FL Group sem metin eru á 35 millj- arða. Hannes leggur á það áherslu að kaupin eru gerð í því skyni að efla Straum og ætlar FL Group að leggja sitt af mörkum til þess að koma á starfsfriði inn eigenda- hópsins. „Viðskiptin tengjast ekk- ert þeim deilum sem hafa átt sér stað í Straumi. Við teljum að þessi kaup geri bæði FL Group og Straum að enn öflugri félögum og leggjum áherslu á að einblína fram á veginn,“ sagði forstjóri FL Group á þriðjudagskvöldið. Sú mynd sem Hannes dró upp af stöðu mála umrætt kvöld er þó engan veginn svona skýr og ein- föld. Hittust um helgina Eftir sögulegan stjórnarfund í síð- ustu viku, þegar meirihluti stjórn- ar Straums undir forystu stjórnar- formannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar lét reka forstjór- ann Þórð Má Jóhannesson, vakn- aði sú hugmynd hjá Kristni og Magnúsi, sem fóru fyrir minni- hlutanum, að koma bréfum sínum í hendur annarra. Sættu þeir sig illa við málalok og töldu að þar sem búið var að afgreiða boðun hluthafafundar í júlí hefði stjórn- in ekkert umboð til að vísa for- stjóra frá störfum. Viðræður þeirra við FL Group fóru á flug um helgina og var ekki aftur snúið. Viðskipti þessi fóru fram án þess að samráð væri haft við stjórnar- formanninn. Þetta hlýtur að teljast nokkuð óvæntur leikur af hálfu FL Group en félagið nýtti sér þá spennu sem hafði verið að magnast í Straumi og keypti hlutabréf af miklum móð eftir því sem gengi Straums hækkaði. Eftir þessi viðskipti er ljóst að þræðir FL Group liggja orðið víða í bankakerfinu. Félagið, sem er að langstærstum hluta í eigu Hannesar, og Baugs Group, er stærsti hluthafinn í Glitni banka með 24 prósenta hlut, sem er met- inn á um það bil 62 milljarða króna, og það er einnig stærst í Straumi-Burðarási með 26 pró- senta hluti, um sex prósentum meira en Samson Global Holding, eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga. Auk þess heldur FL Group utan um þriggja prósenta hlut í KB banka. Við kaupin eflist FL Group enn frekar en eftir útgáfu nýs hlutafjár fyrir 1,8 milljarða að nafnvirði verður eigið fé félagsins um 110 milljarðar og markaðs- virði líklega um 140 milljarðar. Ekkert kaffiboð Það er gaman að velta því fyrir sér hvort þessi viðskipti séu leik- ur í þeirri fléttu að steypa saman Straumi-Burðarási og FL Group eins og margir í viðskiptalífinu hafa velt fyrir sér. Björgólfur Thor og Hannes Smárason hafa ekki áður starfað saman og ekki heldur Björgólfsfeðgar, aðaleig- endur Landsbankans, og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, sem hefur nú orðið mikil ítök í FL Group, Glitni og Straumi í gegnum eignarhlut Baugs í FL Group. Ekki má því horfa fram hjá því að þessir aðilar gætu verið að horfa enn lengra fram í tímann, jafnvel á sameiningu Glitnis og Landsbankans, sem áður hefur komið til umræðu. Hins vegar segja heimilda- menn Fréttablaðsins að FL Group sé ekki komið inn í Straum til að drekka kaffi með Björgólfi Thor. Leikfléttan er sú að FL Group kemur Magnúsi og Kristni úr óþægilegri stöðu, eignast sjálft yfir fjórðung hlutafjár í Straumi sem er staða sem félagið getur átt um langa hríð og síðan komi í ljós hver niðurstaðan verður. Arkitekt- arnir á bakvið þessa skák eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og fyrr- verandi forstjóri Straums, Þórður Már Jóhannesson, sem naut mikils trausts hjá Kristni og Magnúsi. Ákvörðun um framhaldið ræðst af því hvað Björgólfur Thor vill gera, enda ráði hann enn för í Straumi með hlut Samsonar og Fjárfest- ingafélagsins Grettis á bak við sig en hefur óþægilega minnihluta- eigendur í samstarfi við sig. Hugs- anlegt er að Straumi-Burðarási verði hreinlega skipt upp milli FL Group, sem fengi Straum, og Björgólfsfeðga sem fengju Burðar- ás. Og jafnvel gæti það gerst að Björgólfur taki yfir Straum gegn því að greiða öðrum hluthöf- um gott verð fyrir sinn snúð. Síðustu sviptingar vekja jafn- framt spurningar um stöðu Björg- ólfs Thors í íslensku viðskiptalífi sem virðist eiga fáa bandamenn þessa dagana. Samstarfsmönnum Jóns Ásgeirs hefur aftur á móti fjölgað um tvo. Björgólfur vildi Magnús út Niðurstaðan er stórgóð fyrir þá félaga, Kristinn og Magnús, sem Örlög Straums í höndum Björgólfs Thors og Jóns Ásgeirs Kaup FL Group á 24 prósenta hlut í Straumi-Burðarási er leikflétta sem er hönnuð af Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni, forstjóra Baugs, og Þórði Má Jóhannessyni, fyrrverandi forstjóra Straums. Ítök FL Group í fjármála- kerfinu stóraukast en seljendur eignast fjórðung hlutafjár í félaginu. Björgólfur á næsta leik. JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON, FORSTJÓRI BAUGS Hann og Þórður Már Jóhannesson voru forkólfar þess að FL Group keypti hluti Kristins og Magnúsar. Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU DAGA Björgólfur Thor Björgólfsson, Þórður Már Jóhannesson og Magnús Kristinsson þegar allt lék í lyndi - að minnsta kosti á yfirborðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.