Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 83
FIMMTUDAGUR 29. júní 2006 59 1-1 Fylkisvöllur. Áhorf: 820 Kristinn Jakobsson (7) Fylkir ÍBV TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 12–6 (3–2) Varin skot Fjalar 1 – Hrafn 2 Horn 6–4 Aukaspyrnur fengnar 16–9 Rangstöður 4–1 ÍBV 4–4–2 Hrafn Davíðs. 6 Matt Garner 7 Páll Hjarðar 7 C. Vorenkamp 6 *Joanh Long 8 Atli Jóhannsson 7 A. Mwesigwa 5 Thomas Lundbye 7 Bjarni Geir 5 (75. Bjarni Hólm -) Pétur Runólfsson 6 (75. Ingi Rafn -) Ulrik Drost 4 (84. Sævar Eyjólfss. -) *Maður leiksins FYLKIR 4–3–3 Fjalar Þorgeirss. 6 Þórir Hannesson 7 Guðni Rúnar 8 Ragnar Sigurðss. 6 Arnar Þór 6 Páll Einarsson 6 Peter Gravesen 7 Jón Björgvin 5 Eyjólfur Héðinss. 6 (62. Haukur Ingi 5) Sævar Þór 6 (84. Albert Ingason -) Björn Viðar 5 (72. C. Christiansen -) STAÐAN Í LANDSBANKADEILDINNI: 1. FH 9 7 2 0 17-5 23 2. VÍKINGUR 9 4 2 3 13-8 14 3. GRINDAVÍK 9 3 4 2 14-10 13 4. FYLKIR 9 4 1 4 12-12 13 5. KR 8 4 0 4 7-16 12 6. KEFLAVÍK 9 3 2 4 14-9 11 7. VALUR 8 3 2 3 11-10 11 8. ÍBV 9 3 2 4 9-14 11 9. BREIÐABLIK 9 3 1 5 16-22 10 10. ÍA 9 2 0 7 10-17 6 1. deild karla: FJÖLNIR-FRAM 0-1 ÞRÓTTUR-LEIKNIR 1-0 Sænski bikarinn: DJURGARDEN-GAIS 2-0 Kári Árnason sat á bekknum hjá Djurgarden en Helgi Valur Daníelsson lék ekki með GAIS. ÚRSLIT GÆRDAGSINS 1-0 Guðni Rúnar Helgason (16.) 1-1 Thomas Lundbye (55.) FÓTBOLTI Stuðningsmenn enska landsliðsins í knattspyrnu eru á góðri leið með að klára bjórinn sem til er í Þýskalandi en nokkrar bruggverksmiðjur þar í landi hafa sent frá sér tilkynningu þar sem varað er við því að birgðir þeirra svari ekki eftirspurn. Það var enska slúðurblaðið The Sun sem greindi frá þessu í gær. Enska landsliðinu hefur vegnað vel það sem af er á HM og er komið áfram í 8-liða úrslit. Talið er að á milli fjörutíu og fimmtíu þúsund stuðningsmenn liðsins séu staddir í Þýskalandi, fyrir utan þann fjölda sem mætir á leiki Eng- lands hverju sinni. The Sun grein- ir frá því að að ensku stuðnings- mennirnir hafi drukkið 600 þúsund lítra af bjór á meðan leikur Englendinga og Trínidad stóð yfir. Kráareigendur í Köln voru einnig himinlifandi með drykkjar- söluna á meðan leik Englendinga og Svía í riðlakeppninni stóð yfir en þá seldist bjórinn upp á nokkrum stöðum borgarinnar. - vig Ensku stuðningsmennirnir: Eru að klára bjórinn á HM ENSKIR STUÐNINGSMENN Komast ekki af í hitanum í Þýskalandi án þess að hafa bjór við höndina. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Botnlið Skagamanna virðist algerlega heillum horfið, nú síðast eftir erfitt 4-1 tap fyrir Skagamönnum á Akranesvelli. Liðið er ennþá langneðst og aðeins með sex stig, en Breiða- blik hefur fjórum stigum meira. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en eftir því sem leið á þann síðari fundu Víkingar glufur á vörn ÍA og skoruðu þrjú lagleg mörk. Skagamenn byrj- uðu betur og því kom það nokkuð á óvart að Víkingar skyldu kom- ast yfir. Markið var ef til vill lýsandi fyrir Skagamenn í sumar, sæmilega hættulaust skot Jökuls Elísabetarsonar hafnaði í mark- inu, en líklega hefur Bjarki Freyr markvörður einfaldlega séð boltann of seint. En Skagamenn létu ekki slá sig út af laginu og héldu áfram að spila sína knattspyrnu. Bæði lið sóttu á víxl og eftir nokkrar ágætar sóknir heimamanna varð loksins úr mark er Ingvari Kale tókst ekki að halda fastri fyrir- gjöf Hjartar Hjartarsonar. Í síðari hálfleik var áfram nokkuð jafnræði með liðunum en gestunum óx ásmegin eftir því sem á leið. Léttleikandi miðju Víkinga tókst í tvígang að finna glufur á vörn ÍA og nýttu sér það vel. Í fyrra skiptið eftir fyrir- gjöf Harðar Bjarnasonar á Arnar Sigurgeirsson sem fór illa með varnarmenn ÍA og skoraði lag- legt mark. Svo komst varamað- urinn Stefán Kári Sveinbjörns- son einn inn fyrir varnarmúr heimamanna og skoraði örugg- lega. Það var svo í blálokin sem Daníel Hjaltason, annar vara- maður, gulltryggði sigurinn. Skagamenn léku góða knatt- spyrnu framan af leik en eftir að þeir lentu undir í síðara skiptið varð leikur þeirra handahófs- kenndur og örvæntingarfullur. Það skal þó tekið fram að vörn Víkinga var gífurlega sterk. Sóknarleikur liðsins var einnig öflugur og er greinilegt að Magn- ús Gylfason hefur stillt upp vel samhæfðu og léttleikandi liði. „Ég er vitanlega mjög ósáttur við spilamennsku okkar í síðari hálfleik og á ekki orð yfir hvað við vorum að gera inni á vellin- um,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari ÍA eftir leik. „Við erum ekki að berjast sem liðsheild og það er eins og það vanti gleði og viljann til að ná lengra en við erum komnir,“ sagði Ólafur og bætti við að hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir slakt gengi. „Ég fer þá bara niður með liðinu ef þörf þykir.“ eirikurst@frettabladid.is Ólafur Þórðarson eftir tap gegn Víkingum í gær: Fer þá bara niður með liðinu ef þörf þykir ÓLAFUR ÞÓRÐARSON Ætlar ekki að gefast upp og er reiðubúinn að fara niður með liðinu. FÓTBOLTI Það var lítið um falleg til- þrif í Árbænum í gær þegar Fylk- ismenn tóku á móti Eyjamönnum en frekar var það baráttan sem var allsráðandi. Fylkismenn byrj- uðu leikinn af meiri krafti og vildu fá vítaspyrnu á sjöundu mínútu en Kristinn Jakobsson, góður dóm- ari leiksins, spjaldaði Eyjólf Héð- insson fyrir leikaraskap. Eyjólfur hélt áfram að láta að sér kveða og skallaði rétt yfir eftir fyrirgjöf frá Sævari Þór Gíslasyni skömmu síðar. Það var síðan á sex- tándu mínútu sem varnarjaxlinn Guðni Rúnar Helgason kom Fylki yfir með góðum skalla eftir auka- spyrnu frá Peter Gravesen. Eftir þetta mark slökuðu heima- menn heldur mikið á en það kom ekki að sök, ÍBV sótti á fáum mönnum og gekk erfiðlega að ógna marki Fylkis. Eyjamenn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og voru bar- áttuglaðir. Það skilaði sér í marki á 55. mínútu en þá skoraði Thomas Lundbye stórglæsilegt mark. Allt annað var að sjá til Eyjaliðsins á þessum kafla og hefðu þeir með heppni getað stolið stigunum þremur. Fylkismenn voru hins vegar meira með boltann og voru á köfl- um skuggalega nálægt því að læða inn marki, Guðni Rúnar átti m.a. hörkuskot sem Hrafn Davíðsson rétt náði að verja. Undir blálokin áttu þeir harða sókn en allt kom fyrir ekki og úrslitin jafntefli 1-1. „Við komum ákveðnir til leiks og náðum marki en svo datt þetta niður. Það þarf að koma boltanum í markið til að ná að skora og því náðum við ekki þrátt fyrir að hafa verið grátlega nálægt því. Við misstum aðeins stjórnina á leikn- um og einbeitingin var ekki lagi,“ sagði Leifur Garðarsson, þjálfari Fylkis, í leikslok en hann var ekki sáttur við að ná ekki að landa sigri. Guðlaugur Baldursson, þjálfari ÍBV, var léttari. „Ég er nokkuð sáttur en við ætluðum okkur þrjú stig. Við vorum fremur slakir í fyrri hálfleik en áttum síðan góðan seinni hálfleik. Við vorum að spila gegn góðum og sterkum mótherj- um og það á útivelli. Fylkismenn fengu góðan tíma til að spila bolt- anum í fyrri hálfleik og þá er virkilega erfitt að eiga við þá. Svo kom baráttan í síðari hálfleik og leikmenn fóru að spila eftir því sem upp var lagt, vorum mun nær mönnum og náðum því stiginu,“ sagði Guðlaugur. - egm Eyjamenn börðust fyrir stigi Fylkir og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í Árbænum í gær. Heimamenn byrjuðu leikinn betur, en gestirnir komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og unnu sér inn stig. Í BARÁTTU UM BOLTANN Fylkismaðurinn Peter Gravesen stendur hér í ströngu þegar Eyja- mennirnir Jonah Long og Bjarni Geir Viðarsson reyna að hafa af honum boltann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM STJÖRNURNAR HORFA Á Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Kristinsson og Hermann Hreiðarsson voru á meðal áhorfenda á Fylkisvelli í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.