Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 24
 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR24 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.477 -0,10% Fjöldi viðskipta: 247 Velta: 23.283 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 62,70 -0,48% ... Alfesca 3,86 +1,04%... Atorka 6,12 +2,12% ... Bakkavör 44,30 +0,45% ... Dagsbrún 5,70 +0,53% ... FL Group 17,50 -1,14% ... Flaga 3,83 +0,00% ... Glitnir 17,70 -0,00% ... KB banki 734,00 +0,41% ... Landsbankinn 20,40 +0,49% ... Marel 70,90 -0,85% ... Mosaic Fashions 15,80 +0,63% ... Straumur-Burðarás 18,30 -2,19% ... Össur 107,00 -0,94% MESTA HÆKKUN Atorka 2,12% Alfesca 1,04% Mosaic 0,63% MESTA LÆKKUN Straumur-Burðarás 2,19% FL Group 1,14% Össur 0,94% Stjórn Samvinnulífeyrissjóðsins boðar til aukaársfundar á Grand Hóteli í Reykjavík föstudaginn 30. júní kl. 12 á hádegi. Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt. Stjórn Samvinnulífeyrissjóðsins Aukaársfundur Samvinnulífeyrissjóðsins og stofnfundur nýs lífeyrissjóðs Kynntar verða, og bornar undir atkvæði, tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins vegna sameiningar Samvinnulífeyrissjóðsins og Lífiðnar og einnig viðauki við samrunasamning sjóðanna. Hægt er að skoða tillögurnar á heimasíðu sjóðsins: www.sls.is. Strax að loknum aukaársfundinum verður stofnfundur nýs sameinaðs lífeyrissjóðs Samvinnulífeyrissjóðsins og Lífiðnar. Áhætta í tryggingum fjárfestinga Fulltrúar bæði banka og fyrirtækja lögðu eyrun af athygli við orð fulltrúa undirstofnunar Alþjóðabankans í vikunni á fundi Viðskiptastofnunar utanríkisráðuneytisins um fjárfestingar í ótryggari heimshornum þar sem stjórnvöld þykja völt eða stríð eru yfirvofandi. Stofnunin, sem heitir MIGA, býður tryggingar gegn slíkum áföllum. Athygli vakti að meðal fundargesta var athafnamað- urinn Holberg Másson, sem sjálfum hefur á lífsleiðinni gengið misvel að feta þröngan stíg dyggðanna. Hann rak á sínum tíma fyrirtækið Netverk og fór nokkuð fyrir honum á netbólutímum áður en halla fór undan fæti. Forvitnilegt verður að sjá hvaða áhættusömu fjárfestingar hann hefur í huga. Fulltrúi MIGA tók Holberg ljúflega og kvaðst hlakka til að heyra frá honum. Horfa björtum augum á laxinn Um þessar mundir eru 300 þúsund tonn af eldislaxi í kvíum í Noregi, um 20 þúsund tonnum meira magn en á sama tíma í fyrra. Fiskifréttir hafa eftir norska sjávarút- vegsblaðinu Fiskaren að framleiðendur séu bjartsýnir á stöðugleika í greininni á næsta ári og útlit sé fyrir að þarnæsta ár verði gott. 115 milljón laxaseiði hafa verið sett til framhaldseldis og búist er við að í haust verði 68 milljón seiði sett í eldi. Horfur eru á að 610 þúsund tonnum af eldislaxi verði slátrað í Noregi í ár en það er 38 þúsund tonnum meira en í fyrra. Peningaskápurinn... Agnar Már Jónsson hefur að eigin ósk sagt upp störfum sem forstjóri Opinna kerfa. Gylfi Árnason, for- stjóri móðurfélagsins Opinna kerfa Group, tekur tímabundið við störfum hans. Gylfi gegndi starf- inu jafnframt á undan Agnari sem tók við starfinu í nóvember 2004. „Ég stýri fyrirtækinu í sama dúr og hann gerði áður þannig að þetta hefur ekki í för með sér nein- ar breytingar aðrar á rekstri eða starfsemi fyrirtækisins,“ segir Gylfi og áréttar að starfslok Agn- ars séu ekki í neinum tengslum við breytingar sem urðu nýverið á eignarhaldi fyrirtækisins. „Við þökkum Agnari góð störf og í honum er eftirsjá,“ segir Gylfi. Agnar Már staðfestir að breyt- ingin hafi ekkert með eignarhald fyrirtækisins að gera heldur hafi verið tímabært að snúa sér að öðrum verkefnum. „En núna fyrst tekur við sumarfrí með fjölskyld- unni,“ segir hann glaðbeittur. „Svo bíður bara gnótt tækifæra.“ - óká Forstjóraskipti hjá Opnum kerfum GYLFI ÁRNASON Gylfi er núna forstjóri bæði Opinna kerfa á Íslandi og móðurfé- lagsins Opinna kerfa Group. Forstjóri Dagsbrúnar furðar sig á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda kaup fé- lagsins á afþreyingarfyr- irtækinu Senu. Ákvörð- uninni hefur verið skotið til Áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Verði samruni fyrirtækjanna ógiltur ganga kaupin til baka. Samkeppniseftirlitið hefur ógilt kaup Dagsbrúnar á Senu. Samruni fyrirtækjanna er sagður styrkja markaðsráðandi stöðu beggja á ýmsum mörkuðum fjölmiðlunar og afþreyingar, sem takmarkað geti samkeppni og gert þeim kleift að „haga verðlagningu sinni, við- skiptakjörum og þjónustu án þess að taka tillit til keppinauta sinna og neytenda,“ segir í ákvörðun- inni. Þá er talið að samkvæmt skilningi samkeppnislaga og í ljósi hlutafjáreignar og tengsla við aðra stóra hluthafa fari Baugur Group með yfirráð í Dagsbrún. Gunnar Smári Egilsson, for- stjóri Dagsbrúnar, segir ákvörðun- ina hafa komið mjög á óvart. Hann segir að búast hefði mátt við ein- hverjum takmörkuðum skilyrðum á sviðum þar sem rekstur fjöl- miðlahluta Dagsbrúnar og Senu skarist að sáralitlu leyti. „Þess í stað fáum við ákvörðun sem byggir á því að Stöð 2 sé markaðsráðandi á markaði sem í raun er ekki annað en stöð 2. Þetta er á skjön við fyrra álit Samkeppnisráðs frá árinu 2000, þar sem sjónvarpsmarkaður er þannig skilgreindur að RÚV og Stöð 2 keppi á sama markaði,“ segir hann og bendir á að rekstrarform sjónvarpsstöðvanna sé í raun eins. „Þetta er sambland af áskriftar- og auglýsingatekjum. Hlutfallið er meira að segja sambærilegt. Eini munurinn er að sá sem ekki borgar áskriftina að RÚV missir sjónvarp- ið sitt. Úrskurðurinn er því sam- bærilegur við að Morgunblaðið væri talið markaðsráðandi meðal áskriftarblaða og ætti ekki í sam- keppni við Fréttablaðið.“ Gunnar Smári hafnar því jafn- framt að Baugur fari með yfirráð í Dagsbrún, en í yfirlýsingu Baugs Group í gær kemur fram að eign- arhlutur félagisins nemi 31 pró- senti. „Yfirtökunefnd og yfirvöld sem fylgjast eiga með slíku hafa enda engar athugasemdir gert,“ segir Gunnar Smári. Hann segir Dagsbrún ekki verða fyrir fjár- hagslegum skaða vegna málsins en óþægilegt sé samt að það tefjist meðan áfrýjunarnefnd samkeppn- ismála hefur það til umfjöllunar. olikr@frettabladid.is Á AÐALFUNDI DAGSBRÚNAR Í FEBRÚAR Þórdís Sigurðardóttir stjórnarformaður og Gunnar Smári Egilsson forstjóri Dagsbrúnar. Samkeppniseftirlitið hefur ógilt kaup félagsins á afþreyingarfyrirtækinu Senu, sem áður hét Skífan. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Segja ekkert tilefni til að ógilda samruna við Senu Sund hefur keypt 31 prósents hlut Tryggingamiðstöðvarinnar í Fjár- festingafélaginu Gretti og er þar með orðinn stærsti hluthafinn með 49 prósenta hlut. Markaðurinn greindi frá því á dögunum að eigendur myndu verja stöðu sína eftir að TM fór fram á innlausn hluta í Gretti. Aðrir hluthafar Grettis eru Landsbankinn og Ópera, fjárfest- ingafélag Björgólfsfeðga. Grettir er meðal stærstu hlut- hafa í Straumi-Burðarási en á einnig hluti í Avion Group, Ice- landic Group og Landsbankanum. Þetta er eitt öflugasta fjárfest- ingafélag landsins en markaðs- verðmæti innlendra hlutabréfa nemur rúmum 34 milljörðum króna. Ekki kemur fram hvert kaup- verðið er, en TM bókfærði hlutinn á 5,5 milljarða króna þann 31. mars síðastliðinn. Greitt var með peningum. Sigurður G. Guðjónsson lög- maður hefur jafnframt verið ráð- inn framkvæmdastjóri Grettis. Hann hefur starfað fyrir Jón Kristjánsson, stjórnarformann Grettis og einn eigenda Sunds. - eþa TM SELUR HLUT SINN Í GRETTI Sund kaupir hlutinn og á orðið 49 prósent hlutafjár. Línur ljósar í Gretti MARKAÐSPUNKTAR Greiningardeild Glitnis banka hrósar aðgerðum ríkisins til að draga úr verðbólgu. Deildin segir það hins vegar sorglega staðreynd að varað hafi verið við aukinni verðbólgu við upphaf þensluskeiðsins og hefði átt að ráðast fyrr í aðgerðir. Verðbólguhjöðnun er ekki í sjónmáli í Afríkuríkinu Simbabve. Verðbólgan í landinu hækkaði um 150,6 prósent á milli mánaða og mældist 1.193,5 prósent í maí. Samkvæmt þessu þurfa landsmenn í Simbabve að greiða 13 sinnum meira fyrir vörur en í fyrra. Verð á olíu hefur hækkað um 22,8 pró- sent það sem af er þessu ári, þar af um tvö prósent í vikunni. Greiningardeild Landsbankans hefur eftir fréttastofu Bloomberg að ástæðan nú sé m.a. lítið framboð og olíuleki við Mexíkóflóa. VERSLUN OASIS Í SMÁRALIND Fáar breskar tískuvöruverslunar- keðjur skila jafn miklum hagnaði á erlendri grundu og Mosaic Fasions, að sögn Dereks Lovelock, forstjóra félagsins. Á síðasta rekstrarári jókst velta félagsins um 41 prósent erlendis. Einkum hafa verslanir undir merkjum Karen Millen og Oasis gengið vel í útrás til annarra landa og er við- búið að verslunum fjölgi hratt á næstu árum. Lovelock nefnir sérstaklega Rússland þar sem unga, nýríka fólkið hefur tekið Karen Millen opnum örmum og hefur sérleyfis- hafinn í Rússlandi opnað fimm verslanir í Moskvu. Þá er Oasis- verslunin í Moskvu í hópi fimm söluhæstu verslana Oasis sem eru alls 240. Derek er spurður af hverju breskar verslunarkeðjur sæki svo til Íslands sem raun ber vitni. „Markaðurinn á Íslandi og í Skand- inavíu svipar mjög til þess breska. Smekkur neytenda er sá sami, tísk- an sú sama og líkamsbygging fólks mjög lík.“ Hann bendir á að ef farið er til Suður-Evrópu ráði aðrir straumar för, litur og smekkur eru ólíkir því sem Norður-Evrópubúar eiga að venjast auk þess sem líkamsbygging er önnur. - eþa Karen Millen vinsæl í Rússlandi Alþjóðlegi fjárfestingasjóðurinn Project Abbey (Guernsey) Ltd hefur tryggt sér stærsta framkvæmdaverk í Bretlandi nú um stundir. Um er að ræða kaup á lóð bresku ríkisspítalanna í West End- hverfinu í Lundúnum. Fyrirtækið mun meðal annars rífa Middlesex- sjúkrahúsið, sem staðið hefur autt síðan starfsemi þess flutti fyrir nokkru, og sinna uppbyggingu á svæðinu. Singer & Friedlander, breski bankinn sem að fullu í eigu Kaupthings banka, kom að fjármögnun kaupa Project Abbeys á framkvæmdum á reitnum, sem er rúmir 12.000 fermetrar að flat- armáli. - jab Kaupthing rífur og byggir LOFTMYND AF MIDDLESEX-SJÚKRAHÚSINU Á myndinni sést hversu stórt framkvæmda- svæðið er í Lundúnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.