Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 74
 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR50 Þessa stundina stendur tískuvika yfir í Mílanó. Helstu hönnuðir heims eru samankomnir í tískuborginni til að sýna herrafatnað fyrir vor/sumar ´07. Kannski er ótímabært að fjalla um næsta sumar þegar þetta er varla byrjað en fatahönnuðir eru vanir að vinna eitt ár fram í tímann og er því eins gott að vera með frjóa hugsun. Hönnuðir á borð við Miuccia Prada, Gianni Versace, Alexander McQueen og Antonio Marras voru meðal þeirra hönnuða sem sýndu listir sínar og samkvæmt þeim verður herratískan bæði litaglaðari og tilraunakennd- ari næsta sumar. Stuttbuxur, síðir frakkar og axlabönd koma fram hjá mörgum hönnuðum. Ljósgrár og ljósbrúnn voru allsráðandi í bland við æpandi skæra liti á borð við bleikan, gulan og fjólubláan. Buxurnar eru að verða víðari aftur og fóru margir hönnuðir aftur í tímann með tvíhnepptum jökkum og axlaböndum. alfrun@frettabladid.is Tískuvikan í Mílanó fer vel af stað EMPORIO ARMANI Þessi jakkaföt eru glæsi- leg í sniðinu og eru skyrtan, bindið, klútur- inn og fötin öll í sama ljósgráa litnum. ANTONIO MARRAS Skemmtileg samsetning frá þessum ítalska hönnuði. Hermanna- buxur og herralegur klæðnaður með öllu tilheyrandi að ofan. STUTTBUXUR Þær verða mikil tískubóla næsta sumar ef marka má hönnun Miuccia Prada. Næstum því hver einasta fyrirsæta á sýningunni klæddist stuttbuxum. Hér skemmtileg litasamsetning, ljósgrátt og gult. VÍGALEGUR Hönnunartvíeykið Dolce&Gabb- ana lét sig ekki vanta á tískuvikuna enda Mílanó heimaborg þess. Flottar óþvegnar gallabuxur, með ljósgrárri og fjólublárri peysu og skyrtu sem passar vel við. MEGA STRÁKAR VERA Í BLEIKU? Þessi skemmtilegi hversdagsfatnaður er úr smiðju Emporio Armani. Ljósgráar buxur, svört mynstruð skyrta og bleik hneppt peysa í stíl við bleika íþróttaskór. VERSACE Donatella, systir Gianni Versace, hannar nú herralínu merkisins og hefur henni tekist vel til. Ljós brún jakkaföt með æpandi gulu bindi og ljósblárri skyrtu. Settlegt og fínt. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES Söngleikurinn Footloose verður frumsýndur í kvöld í Borgarleik- húsinu. Úrvalsleikarar og frábær- ir dansarar koma fram í sýning- unni og gaman verður að sjá hvernig leikstjóranum Unni Ösp Stefánsdóttur og Þorvaldi Bjarna tónlistarstjóra tekst að moða úr efninu. Með aðalhlutverk fara Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Halla Vilhjálmsdóttir, ásamt Jóhanni Sigurðssyni og Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur. Footloose frumsýnt FOOTLOOSE Dansmyndin Footloose er í guðatölu hjá mörgum yngri dönsurum og vonandi býður söngleikurinn upp á góðan dans og söng. MYND/BJÖRG VIGFÚSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.