Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 60
 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR36 timamot@frettabladid.is Fyrir seinustu jól gaf rithöf- undurinn Hugleikur Dags- son út bókina „Forðist okkur“ sem nú er uppseld, en í henni var að finna þrjú áður útkomin verk „Elskið okkur“, „Drepið okkur“ og „Ríðið okkur“, sem hann sjálfur gaf út, en höfðu verið ófáanleg í nokkurn tíma. Nú hefur JPV útgáfa sent frá sér enska útgáfu á bókinni, sem höfundur þýddi sjálfur og heitir á enskunni „Avoid us“. „Þegar ég skoðaði þetta komst ég að því að þetta er ekkert svo staðbundinn húmor,“ segir Hugleikur. „Þetta á sér allt einhvers konar hliðstæðu í ensku máli, en ég þurfti að breyta einhverjum af sögunum.“ Friðrik Sólnes skrifaði nýjan formála að bókinni, en hann hefur skrifað formála að öllum bókum Hugleiks. „Hann Friðrik er rafvirki sem ég þekki,“ segir Hug- leikur, en gefur engin frek- ari deili á manninum. „Ég fór með hana í apríl á myndasöguþing í Danmörku og þar vakti hún mjög mikla lukku. Fólk frá mörgum löndum skoðaði hana og allir voru voða hrifnir. Þessi húmor virðist vera í gangi í þessum bransa, sama hvort hann er settur í bækur eða sé bara til í kollinum á fólki.“ Enska þýðingin verður til að byrja með einungis til sölu á Íslandi fyrir túrista- markaðinn, en hægt er að panta hana til útlanda á net- inu. Hugleikur var tilnefndur til Menningarverðlauna DV 2006 og fékk Grímuverð- launin Leikskáld ársins fyrir leikgerðina að uppsetningu leikhópsins Common Nons- ense á „Forðist okkur“. „Ég var nú eiginlega of upptek- inn við að vinna í þessu leik- riti til að hugsa um hvort það mundi fá svona mikla athygli,“ segir hann. „Ég var búinn að skrifa meirihlut- ann af því fyrir æfingar, en svo þróaðist það eitthvað meðan æfingar stóðu yfir. Persónurnar þróuðust svo í meðferð leikaranna.“ Hugleikur segist aldrei hafa búist við svona góðum viðtökum. „Ég var útskrif- aður úr listaháskóla og far- inn að vinna venjulega vinnu sem stuðningsfulltrúi í FG, en varð að gera eitthvað skapandi svo ég gerði þetta.“ Í kjölfar velgengninnar vinnur Hugleikur alfarið við ritstörf. „Í sumar kemur út teiknimyndasaga um ein- eygða köttinn Kisa, sem ég mun vonandi klára á næst- unni. Svo er ég að skrifa söngleik sem heitir „Leg“ og fjallar um unga stúlku sem verður ólétt, með kostulegum afleiðingum,“ segir Hug- leikur, en vill ekkert meira gefa upp um verkefnið. „En þetta er afar skemmtilegur söngleikur, allavega enn sem komið er.“ BÓK HUGLEIKS DAGSSONAR KEMUR ÚT Á ENSKU: Myndasöguhöfundur Íslands KATHARINE HEPBURN (1907-2003) LÉST ÞENNAN DAG. „Dauðinn verður mikill léttir. Engin fleiri viðtöl.“ Þegar bandaríska leikkonan Katharine Hepburn lést, 96 ára að aldri, voru ljósin á Broadway deyfð í heila klukkustund henni til heiðurs. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ágústa María Ágústsdóttir Klapparstíg 8, Njarðvík, lést fimmtudaginn 8. júní sl. Jarðarför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Einar Guðmundsson Harpa Guðmundsdóttir Gunnar Elís Guðmundsson Mundína Marinósdóttir Guðrún Guðmundsdóttir Guðjón Svavar Jensen Hrafnhildur Guðmundsdóttir Helgi G. Jósepsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Dagmar Jóhannesdóttir sem lést laugardaginn 17.júní verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag fimmtudaginn 29. júní. kl 13.30. Atli Viðar Jóhannesson Benna Stefanía Rósantsdóttir Dagmar Ósk Atladóttir Halldór Walter Stefánsson Inga Sigrún Atladóttir Eric Rubin Dossantos Kristjana Atladóttir Pétur Marinó Fredriksen Júlía Rós Atladóttir Hermann Sigurður Björnsson og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Jónsdóttir Stigahlíð 6, svo Viðarási 27, lést á hjúkrunarheimilinu Eir föstudaginn 23. júní sl. Útförin fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 30. júní kl. 11.00. Halldór Jón Júlíusson Guðbjörg Fjóla Halldórsdóttir Snæþór Sigurbjörn Halldórsson Lína Dögg Halldórsdóttir Hermann Hinriksson Laufey Vilmundsdóttir Agnar Kristinn Hermannsson Hinrik Nikulás Hermannsson Alda Guðrún Hermannsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Guðrún Sigríður Wormsdóttir frá Eiríksbúð, Arnarstapa, verður jarðsungin frá Hellnakirkju á Snæfellsnesi laugardaginn 1. júlí kl. 14.00. Gullý Bára Kristbjörnsdóttir Ágúst Geir Kornelíusson Sigurborg Jenný Kristbjörnsdóttir Kristín Hulda Kristbjörnsdóttir Sveinn Sigurjónsson Anna Björg Kritsbjörnsdóttir Ómar Árni Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur okkar, barnabarn, mágur og frændi, Konráð Guðmundsson sem lést þann 22. júní á heimili sínu, Aðalgötu 52, Ólafsfirði, verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 30. júní, kl. 14.00. Fjóla Jósepsdóttir Guðmundur Konráðsson Rósa Jóhannsdóttir Bjartmar Guðmundsson Hafþór Guðmundsson Linda Rós Björnsdóttir amma, afi og nánir ættingjar. Móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, Ragnheiður Kristjánsdóttir Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést á krabameinsdeild Landspítalans 27. júní. Vera Björk Einarsdóttir Hjalti Kristjánsson Íris H. Einarsdóttir Kári G. Schram María Árnadóttir Ríkarður B. Jónsson Hörður Árnason Aðalheiður Benediktsdóttir Elísabet Árnadóttir Eysteinn Sigurðson Bolli Árnason Aðalbjörg Ingadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, William Hernig Jensen Brorsonsvej 19, st.v, 7400 Herning, Danmark lést laugardaginn 24. júní á sjúkrahúsi á Jótlandi. Jarðarförin hefur farið fram. Edith Hvid Jensen Olga Hvid Mortensen Leif Hvid Jensen Hanne Stagsted Erik Hvid Jensen Ella skov barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Þorkell Nikulásson fisksali, Hæðargarði 29, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju í dag, fimmtudaginn 29. júní kl. 15.00. Hólmfríður Kristjánsdóttir Helga Þorkelsdóttir Andrés Þórðarson Kristján Þorkelsson Sigurdís Sigurðardóttir Guðmundur Þorkelsson Kristjana Stefánsdóttir Guðríður Þorkelsdóttir Guðmann Héðinsson Viðar Þorkelsson Sigríður Svava Þorsteinsdóttir afabörn og langafabörn. MYNDASAGA ÚR AVOID US Eins og sjá má skilar svartur húmor Hugleiks sér vel á fleiri tungumálum en bara íslensku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.