Fréttablaðið - 29.06.2006, Page 66

Fréttablaðið - 29.06.2006, Page 66
 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR42 Jazzkvartett Sigurðar Flosasonar og söngkonan geðþekka Kristjana Stefánsdóttir munu leggja upp í tónleikaferð um landið þar sem þau kynna hljómdiskinn Hvar er tunglið? sem kom út nýlega. Disk- urinn inniheldur tónsmíðar Sig- urðar Flosasonar við texta Aðal- steins Ásbergs Sigurðssonar en á honum eru 24 spánný lög. Ferðin hefst með tónleikum í Þjóðleikhúskallaranum í kvöld klukkan 20.30, en alls verða haldn- ir tíu tónleikar. Auk söngkonunnar Kristjönu og saxófónleikarans Sigurðar leikur Eyþór Gunnars- son á píanó, Valdimar K. Sigur- jónsson á kontrabassa og Pétur Östlund á trommur með hljóm- sveitinni. - khh Leitað að tunglinu HELJARINNAR TÓNLEIKAFERÐ Jazzkvartett Sigurðar Flosasonar rúntar um landið. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Nafn bókmenntagagnrýnanda Frétta- blaðsins, Halldórs Guðmundssonar, féll niður við birtingu umfjöllunar um skáld- söguna Leyndardómar býflugnanna eftir Sue Monk Kidd í blaði gærdagsins. Beðist er velvirðingar á mistökunum. ÁRÉTTING SUMARRÚNTURINN Reykjavík: fimmtudaginn 29. júní, Þjóðleik- húskjallarinn kl. 20:30 Mývatn: föstudaginn 30. júní og laugar- dagur 1. júlí, Gamli bærinn kl. 22:00 Stykkishólmur: sunnudaginn 2. júlí, Stykkis- hólmskirja kl. 17:00 Hvammstangi: mánudaginn 3. júlí, Þinghús- Bar kl. 21:00 Húsavík: þriðjudaginn 4. júlí, Safnahúsið kl. 20:30 Seyðisfjörður: miðvikudaginn, 5. júlí, Bláa kirkjan kl. 20:30 Akureyri: fimmtudaginn, 6. júlí, Ketilhúsið kl. 21:30 Skógar: föstudaginn 7. júlí, Félagsheimilið Fossbúinn kl. 21:00 Skógar: laugardagur 8. júlí, Byggðasafnið kl. 15:00 Ísfirskir leikhúsunnendur fagna því að leiklistarhátíðin Act Alone hefst nú um helgina og áhugasam- ir gestir á höfuðborgarsvæðinu fá einnig nasasjón af leiklistinni eftir helgina. Kómedíuleikhúsið hefur frumkvæði að hátíðinni og verða tólf einleikir teknir til sýn- ingar, þar af þrír erlendir og níu íslenskir. Elfar Logi Hannesson, leikari og einn stjórnenda hátíðar- innar, segir hana meðal fárra leik- listarhátíða sem helga sig þessu leikhúsformi. „Við hleyptum hátíðinni af stokkunum fyrir þremur árum en sú fyrsta var fremur smá í sniðum enda voru aðeins þrír einleikir í boði þá. Í fyrra voru þeir orðnir tíu en þá var hátíðin mjög vel sótt og við bindum vonir við að hið sama gildi í ár. Á Ísafirði er mikið af fólki af erlendu bergi brotnu og því tökum við mið af því í dagskrá okkar,“ segir Elfar. „Gísla saga Súrssonar verður til dæmis flutt á ensku og fleiri íslensk verk.“ Hæst ber koma bandaríska ein- leikarans Eric Bogosian sem setur hátíðina með einleik sínum The worst of Eric Bogosian. „Eric hefur verið einn þekktasti ein- leikari heimsins síðustu tvo ára- tugina og vinsældir hans eru síst að dala. Hann er í raun tromp þessarar hátíðar,“ bætir Elfar við. Aðrar leiksýningar á dagskrá eru Otomoto eftir danska leik- skáldið og leikarann Ole Brekke og History of my Stupidity eftir króatíska leikarann og Íslandsvin- inn Zeljko Vukmirica. Í báðum til- vikum eru það höfundarnir sjálfir sem stíga á stokk og sýna verk sín. Að sögn Gunnars Gunnsteins- sonar, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðu leikhúsanna, samdi Draumasmiðjan við Kómedíuleik- húsið um að sýna fyrrgreind leik- verk í Tjarnarbíói eftir helgina. „Við ákváðum að reyna líka að fá verkin til sýningar hér á mölinni. Leikverkið hans Zeljko er vel þekkt en það var frumsýnt árið 1979 og hefur síðan ferðast um heim allan og verið gríðarlega vin- sælt,“ segir Gunnar. Ole Brekke leikur trúðinn Otomoto í sýningu sinni en Ole hefur oft komið hingað til lands og átt í samstarfi við íslenskt leikhús eins og Zeljko sem raunar bjó hér á landi um nokkurt skeið. Act Alone-hátíðin á Ísafirði stendur yfir dagana 29. júní til 2. júlí en leiksýningarnar Otomoto og History of my Stupidity verða sýndar í Tjarnarbíói 3. júlí klukkan 20.30. - brb Tólf einleikir sýndir á Ísafirði LEIKARINN OG LEIKSKÁLDIÐ ZELJKO VUKMIRICA Leikritið History of my Stupidity hefur farið sigurför um heiminn. ������������ �������������� �������������� ������� ���������� ����

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.