Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 80
 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR56 FÓTBOLTI Dómararnir á heims- meistaramótinu í knattspyrnu hafa verið mikið í sviðsljósinu í keppninni og í ár. Aldrei áður hefur spjöldum verið jafn oft lyft á loft og margir leikmenn, þjálfar- ar og stuðningsmenn vilja meina að dómgæslan hafi haft mikil áhrif á framvindu og úrslit leikjanna. Mörgum þótti steininn taka úr þegar rússneski dómarinn Valent- in Ivanov rak fjóra leikmenn Hol- lands og Portúgals af velli í leik liðanna í 16-liða úrslitum en hann lyfti gula spjaldinu sextán sinnum á loft í leiknum. En þegar dómarar eiga líka góðan leik, eins og var til- fellið í leik Spánar og Frakklands í fyrrakvöld, finna menn mikið að dómgæslunni. „Seinna markið þeirra kom upp úr aukaspyrnu sem var ranglega dæmd á okkur,“ sagði Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spán- verja. Ítalinn Roberto Rosetti dæmdi aukaspyrnu á Carles Puyol fyrir að brjóta á Thierry Henry sem óneitanlega gerði heldur mikið úr broti Puyol. „Ef eitthvað, var þetta brot á Henry,“ sagði Puyol. „Bakvörðurinn Perina var á góðri leið með að ná boltanum. Ekki veit ég af hverju Puyol var að berjast um boltann. En hann gerði það. Og ég svindla ekki,“ sagði Henry. Þessi orðaskipti eru nokkuð dæmigerð fyrir keppnina í heild sinni. Hvert atvik er margskoðað og rætt fram og til baka. Og oftast eru það dómararnir, sem þurfa að taka ákvörðun sína á sekúndubroti og án endursýningar, sem fá að kenna á barðinu. Fjölmiðlar í Ghana voru til að mynda ómyrkir í máli í garð dóm- ara í leik sinna manna gegn Bras- ilíumönnum í 16-liða úrslitum. „Gana rænt á HM“ var dæmi um eina fyrirsögnina og The Graphic, stærsta blað landsins, sagði að landsliðsmenn Ghana hefðu lokið keppni með mikilli reisn og stærsta myndin á forsíðu blaðsins var af Lubos Michael, slóvakískum dómara leiksins. Margir hafa verið á þeirri skoðun að dómgæslan ætti að fylgja tækninni og dómarar ættu að geta treyst á myndbandsupp- tökur og fleira í þeim dúr á meðan á leiknum sjálfum stendur. Vissu- lega er það nýbreytni að dómarar eru útbúnir samskiptabúnaði við aðstoðardómara sína en Sepp Blatter, forseti FIFA, er mótfall- inn tækninýjungum í dómgæsl- unni. „Mistök dómara eru hluti af leiknum,“ sagði hann. Greinilegt er að leikmenn eru ekki meðvitaðir um þær áherslur og línur sem dómurum voru lagðar fyrir keppnina. Aldrei hafa fleiri gul spjöld verið gefin en í Þýska- landi í ár og hafa að meðaltali 5,5 áminningar verið gefnar í leikjun- um 56 og 0,45 brottvísanir. Enska landsliðið er vel meðvit- að um þetta og hefur fengið tvo fyrrverandi dómara til að halda fyrirlestur fyrir leikmenn liðsins og undirbúa þá fyrir leikinn gegn Portúgal um helgina. Fótboltinn ætti ef til vill að fylgja dæmi handboltans og bjóða upp á tvo dómara inn á vellinum. En Markus Siegler, talsmaður FIFA, sagði í vikunni að það væri ekki vænlegt til árangurs. „Við höfum reynt þetta fyrirkomulag í ítölsku deildarkeppninni og bikar- keppninni. Sú leiðer ekki sú rétta fyrir knattspyrnudómgæsluna.“ eirikur.asgeirsson@frettabladid.is VILL SANNGJARNA DÓMGÆSLU Stuðningsmaður Ghana var ekki sáttur við dómgæsluna í leik liðsins gegn Brasilíu í vikunni. NORDIC PHOTOS/AFP Dómgæslan í sviðsljósinu á HM Dómarar hafa verið áberandi í umfjöllun um heimsmeistaramótið í knattspyrnu. Aldrei áður hefur fleiri gulum og rauðum spjöldum verið lyft á loft í einni og sömu keppninni og mörgum finnst að mistök dóm- ara hafi verið of afdrifarík. Ekki er þó nein alvörulausn í sjónmáli eins og ástandið blasir við nú. �������������� ����������������������������������� ���������������������������������� �������� ������� ����� ����� ������ ���������������� ����� ������ �������� ������� ������� ������� ���� ����������������� ����������������� ������� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� � �� � Ítalía � ������� � ������� � ��������� � ���������� � ���� � ������� � �������� � ������� � ����� � �������� � ����� � ��������� � ������������ � ���������� � � � � � � � � � � � � � � � � Heimild:KRT � � � � � � � � � � � � � � � � � � � � ���������� � FÓTBOLTI Gianluca Pessotto, fyrr- verandi leikmaður Juventus, er á batavegi eftir að hafa fallið úr glugga í höfuðstöðvum Juventus í Tórínó á Ítalíu í fyrradag. Talið er að fallið hafi verið um 15 metr- ar og hlaut Pessotto fjölmörg beinbrot og aðra innvortis áverka. Allt bendir til þess að um sjálfs- morðstilraun hafi verið að ræða en eiginkona bakvarðarins fyrr- verandi hefur staðfest að hann hafi átt við alvarlegt þunglyndi að stríða. Enginn sá atvikið en Pessotto lenti á tveimur bifreið- um áður en hann skall á stein- steypta götuna. Pessotto lagði skóna á hilluna fyrir rúmu ári síðan og tók við fram- kvæmdastjóra- stöðu hjá ítalska stórveldinu, sem hann hafði, að sögn eigin- konu hans, ekki verið að finna sig nægilega vel í. Hann var þó ekki í hópi þeirra sem grunaðir eru um þátttöku í svindlinu sem æðstu stjórnendur Juventus hafa verið ákærðir fyrir og flestum ætti að vera kunnugt um. Leikmenn ítalska landsliðsins, sem leikur gegn Úkraínu í 8-liða úrslitum HM á morgun, eru harmi slegnir yfir atvikinu og fengu tveir þeirra, Allesandro del Piero og Gianluca Zambrotta, fyrrum samherjar hans hjá Juventus, að heimsækja félaga sinn á spítalann í Tórínó í gær. „Ég er algjörlega miður mín. Pessotto er einn viðkunnanlegasti maður sem ég hef kynnst,“ sagði Fabio Cannavaro, fyrirliði Ítalíu. Læknar í Tórínó hafa staðfest að Pessotto sé úr lífshættu en að hans bíði löng og ströng endurhæfing. - vig Tveir leikmenn ítalska landsliðsins skruppu í dagsferð til Tórínó: Pessotto kominn úr lífshættu Á SLYSSTAÐ Hér sést hvar Gianluca Pessotto er talinn hafa stokkið út um glugga í aðalskrif- stofum Juventus í þeim tilgangi að taka eigið líf. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GIANLUCA PESSOTTO BEINT Í MARK Michael Ballack reyndi fyrir sér í bogalistinni ásamt öðrum þýskum landsliðsmönnum í Berlín í gærmorgun. NORDIC PHOTOS/AFP www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví k u rv e g u r 6 4 , H a fn a rf jö rð u r. B a ð le g u r! !! FÓTBOLTI Enski dómarinn Graham Poll og rússneski dómarinn Valentin Ivanov eru meðal þeirra fjórtán dómara sem hafa verið sendir heim af heimsmeistaramót- inu í Þýskalandi. Atvikið sem varð til þess að Poll fékk ekki að halda áfram varð í leik Ástralíu og Króa- tíu í riðlakeppninni þegar hann gaf Josip Simunic þrisvar sinnum gula spjaldið. Fyrir mótið var hann talinn meðal þeirra dómara sem líklegastir væru til að dæma úrslitaleikinn. Ivanov setti nýtt met á HM þegar hann gaf gula spjaldið sex- tán sinnum og rauða spjaldið fjór- um sinnum í leik Portúgals og Hol- lands. Hann er einn reyndasti dómarinn á mótinu en eftir frammistöðu sína í áðurnefndum leik lét Sepp Blatter, forseti FIFA, hafa það eftir sér að réttast væri að spjalda hann sjálfan. Þess má geta að það verður Argentínumað- urinn Horacio Elizondo sem mun dæma viðureign Englands og Portúgals á laugardag. - egm Dómgæslan í Þýskalandi: Poll og Ivanov sendir heim FARINN HEIM Poll mun ekki dæma meira á HM. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands, segir að hægri bakvörðurinn Gary Neville verði orðinn leikfær til að mæta Portúgal í átta liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar á laug- ardag. Neville er einn reynslu- mesti leikmaðurinn í enska hópn- um en hann hefur ekki getað spilað með Englandi í þremur síðustu leikjum vegna meiðsla. „Hann var með á miðvikudags- æfingunni og allt var í sómanum. Hann fann ekkert fyrir meiðslum eftir æfingu og ég reikna því með að hann spili á laugardag. Það verður frábært að fá hann aftur og reynsla hans gæti orðið okkur mikilvæg,“ sagði Eriksson en Owen Hargreaves og Jamie Carragher hafa verið að spila hægri bakvörðinn síðustu leiki. - egm Enska landsliðið á HM: Neville með á laugardaginn REYNSLUMIKILL Eriksson er ánægður með að fá Neville aftur. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Portúgalski leikmaðurinn Pauleta segir að markvörðurinn Paul Robinson sé veikasti hlekkur enska landsliðsins. Portúgal og England munu einmitt mætast í átta liða úrslitum heimsmeistara- mótsins á laugardag. „Ég var að skoða leik enska liðsins við Ekvador og mér fannst Robinson virka mjög ósannfærandi þegar boltinn kom inn í teiginn. Ég tel hann vera veikasta hlekk Eng- lands,“ sagði Pauleta en Robinson spilar með Tottenham. „Það er þægilegt að í portú- galska hópnum erum við með leik- menn sem hafa spilað í ensku úrvalsdeildinni og geta gefið okkur upp veikleika enska liðsins. Ég hef þó kynnt mér vörn þeirra vel og tel mig hafa það á hreinu hverjir veikleikarnir þar eru,“ sagði Pauleta sem hefur ekki verið upp á sitt besta það sem af er á HM í Þýskalandi. - egm Pauleta með allt á hreinu: Robinson er veikur hlekkur FÓTBOLTI Portsmouth ætlar sér stóra hluti á næsta tímabili og hefur liðið náð samkomulagi við Englandsmeistara Chelsea um að fá enska bakvörðinn Glen Johnson lánaðan í eitt ár. Johnson var fyrsti leikmaðurinn sem var keyptur til Chelsea eftir að Roman Abramo- vich eignaðist félagið en hann var keypur á sex milljónir punda frá West Ham 2003. Johnson vonast til að vinna sér inn sæti í enska landsliðinu með því að fá að spila reglulega en Harry Redknapp hefur mikið álit á honum sem leikmanni. Þess má geta að gamli varnarjaxlinn Tony Adams hefur verið kynntur sem nýr aðstoðarmaður hjá Harry Redknapp. Adams er fyrrverandi leikmaður Arsenal en hann er 39 ára og var við stjórnvölinn hjá Wycombe Wanderers. - egm Bakvörðurinn Glen Johnson: Lánaður til Portsmouth
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.