Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 68
 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR44 maturogvin@frettabladid.is ÞRÚGUR GLEÐINNAR > EINAR LOGI VIGNISSON > Prófaðu... að búa til eigin mjólkurhristing úr tveimur bollum af vanilluís, tveimur bollum af jarðar- berjum og einum bolla af nýmjólk. Í stað jarðarberjanna er líka gott að setja einn bolla af söxuð- um döðlum. Æ fleiri vín koma nú í vínbúðir með skrúfutöppum í stað hinna hefð- bundnu korktappa eða gervikorktappa. Skrúfutapparnir eru sosum engin nýjung, vínflöskum hefur verið lokað með þeim rétt eins og öðrum flöskum síðan þeir voru fundnir upp. En lengstum voru það alódýrustu vínin sem var lokað með skrúfutöppunum og léleg gæði vínanna fremur en skrúfutappanna sköpuðu hið slæma orðspor þeirra. Fyrir áratug eða svo hófu vínframleiðendur í auknum mæli að prófa sig áfram með að nota skrúfutappana enda hinir hefðbundnu korktappar bæði of dýrir og óhentugir. Korkur er náttúrulegt efni og afar misjafn að gæðum. Góðir korktappar eru dýrir. Innkaupakostnaðurinn er þó ekki aðalmálið, helsti kostnaðurinn er fólginn í afföllum. Talið er að upp undir 5 til 10 prósent af vínflöskum séu „korkaðar“, þ.e. að loft hafi komist í vínið í gegnum ónýtan kork og skemmt vínið. Aðeins lítill hluti er ódrykkjar- hæfur en engu að síður er vandfundin sú framleiðslugrein þar sem jafn hátt hlutfall vörunnar er ekki í lagi. Því er ekki að furða að vín- framleiðendur hafi leitað að nýjum aðferðum. Skrúfutapparnir eru einfaldasta og besta leiðin sem framleiðendur hafa fundið en þeir ráku sig fljótlega á að neytendur voru afar skeptískir á blessaða áltappana. Ímynd þeirra var svo nátengd ómerkilegum massavínum auk þess sem rík hefð er fyrir korktöppunum og hanteringarnar við að slíta korkinn úr eru ómissandi þáttur í heildarupplifuninni. Mikilverðasti kostur korktappanna fyrir utan að vera allgóð lok- unaraðgerð er þó sá að leka hæfilega! Góður korkur hleypir örlitlu lofti inn og það loft ásamt þeim rúmsentimetra sem er fyrir efst í flöskunni veitir víninu þá hæfilegu „öldrun“ sem við sækjumst eftir. Það er sumsé loftið sem gerir gott vín betra með aldrinum. Skrúfutapparnir hleypa engu lofti inn og því hafa framleiðendur dýrustu vínanna verið tregir að prófa þá. Þó er komin sæmileg reynsla og ég hef smakkað 10-15 ára gömul vín með skrúfutappa sem höfðu þroskast mjög vel. Ef skrúfu- tapparnir skemmast hins vegar (það gerist oftast við átöppun en stundum við flutninga) þá fer það ekki á milli mála. Vínið breytist í edik á örskömmum tíma og verður fullkomlega ódrykkjarhæft. Framtíðin mun leiða í ljós hversu hátt hlutfall vína verður á borð borið með skrúfutöppum. Mér segir svo hugur að sú verði raunin um stóran hluta flöskuvína innan tíðar. Þar mun þó ímyndin ráða meiru en gæðin, spurningin er ekki hvort skrúfutapparnir séu nógu góðir held- ur hvenær þeir verði orðnir nógu fínir fyrir meiri- hluta neytenda. Eru skrúfutapparnir orðnir nógu fínir? VERT AÐ SPÁ Í: Ástralir hafa verið fremstir í skrúfu- tappabyltingunni. Þeir hafa beitt þeirri markaðsbrellu til að auka á virðugleika skrúfutappanna að setja þá ekki á ódýrustu vínin heldur á millidýru vínin og þar fyrir ofan. Þetta gildir til dæmis um flest betri áströlsk riesling-vín. Hvaða matar gætirðu síst verið án? Ég held það sé bara Cheerios og mjólk út á, maður er í hollustunni. Fyrsta minning um mat? Ætli það séu ekki sviðahausarnir, þegar það var verið að svíða þá í bílskúrnum. Eða lundinn, mér fannst alltaf svo vond lykt þegar það var verið að sjóða hann. Lyktin fór út um allt hús. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Ég held að það sé heimatilbúin sviðasulta með góðum uppstúf. En ef við erum að tala um eitthvað fínna þá stökkvum við á einhverja veitingastaði í London, til dæmis Nobu eða Zuma, japanskir staðir eru í uppáhaldi hjá mér. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Já, það er hafragrautur og súrmjólk. Það er eitthvað sem ég myndi aldrei borða. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Það er bara ferskleiki, nota allt ferskt. Bæði grænmeti og kryddjurtir. Það er alltaf skemmti- legt að nota lifandi kryddplöntur, sérstaklega kóríander. Hann er alveg ómissandi. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Það er talað um að mjólk og epli séu góð saman, það róar taugarnar og magann. Ég hef prófað það áður en ég fer í keppni. Epli og mjólkurglas, þetta er eitthvað gamalt húsráð sem virkar ágætlega. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Ætli það sé ekki tómatsósa, bara gamla góða Libby‘s. Það er spagettí fjórum sinnum í viku hjá mér. Það er svo þægilegt, maður er aldrei í neinu veseni heima. Annars er Dijon-sinnep líka ómissandi. Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Ætli það væri ekki spagettí. Eða konan mín, en hún er auðvitað ekki matarkyns. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borð- að? Ætli það sé ekki bara svartfuglsegg. Það er alltaf jafnspes að borða þau finnst mér. MATGÆÐINGURINN LÁRUS GUNNAR JÓNASSON MATREIÐSLUMEISTARI OG EIGANDI SJÁVARKJALLARANS Sviðasulta með uppstúf besta máltíðin Anna Þorbjörg Jónsdóttir hagfræðingur hefur búið í Los Angeles í þrjú ár en þegar hún kemur til Íslands í sumarfrí er íslenskur humar ómissandi. „Við höldum svo upp á íslenska humarinn því það er ekki hægt að fá hann úti. Bandaríski humarinn er stærri, bragðminni og seigari og bráðnar ekki uppi í manni eins og sá íslenski,“ segir Anna. Hún gefur hér uppskrift af pastarétti með humar í aðalhlutverki. „Þetta er frekar fljótlegur og auðveldur réttur, eitthvað sem ég bjó til fyrir síðustu helgi og heppnaðist rosa- lega vel,“ segir Anna, en hún eld- aði réttinn fyrir vini sína í skála í Húsadal. „Við vorum um 25 manns, höfðum gengið Fimmvörðuháls- inn og vorum að fara í Þórsmörk,“ segir hún. Þrátt fyrir humarleysið í LA er Anna hrifin af matarmenningu borgarinnar. „Fólk er mjög með- vitað um að fara á bændamarkaði og fá ferska matvöru og við förum mikið á markaðina. Fólkið hugsar mikið um heilsuna og borðar líf- rænan mat,“ segir Anna. Ekki spillir fyrir að í LA eru sushi-stað- ir á hverju horni, en Anna og eiginmaður hennar, Páll Gíslason, borða oft sushi. En hvers skyldi hún sakna mest frá Íslandi? „Ég sakna þess að fá íslenskan fisk og humar. Svo er það líka skyrið, íslenskir ostar og Nóakropp sem ég hlakka til að fá þegar ég kem til Íslands.“ HUMARPASTA ÖNNU: 1 pakki af pasta ólífuolía 3 hvítlauksrif skorin í þunnar sneiðar 1 grænn chillipipar skorinn í þunnar sneiðar 1 hvítur laukur saxaður fínt 1 blaðlaukur skorinn í þunnar sneiðar 1 lítill bakki sveppir, skornir í báta 2 250g pakkar af frosnum skellausum humri 1 ferna matreiðslurjómi rjómaostur með svörtum pipar og/eða kryddblöndu (u.þ.b. 1 og hálfur bakki) smá hvítvín salt (ég nota oft kjúklingasúputening í staðinn fyrir salt) nýmalaður svartur pipar cayenne-pipar Þíðið humarinn og sjóðið gott pasta. Hvítlaukur, laukur, blað- laukur og grænn chillipipar eru steikt saman í potti þar til að lauk- ur og hvítlaukur eru hálfglærir. Síðan er sveppum bætt út í og látið steikjast áfram í nokkrar mínútur. Þar næst er matreiðslu- rjóma, rjómaosti, salti og pipar bætt saman við. Þegar suðan er komin upp er humarnum bætt út í. Það er ágætt að safinn úr humarpakkanum fari út í sósuna. Þegar suðan er komin upp að nýju er látið sjóða í ca. 2 mínútur eða þar til að humarinn er tilbúinn en það er mikilvægt að ofsjóða hann ekki. Bragðbætið með hvítvíni, salti og pipar og smá cayenne- pipar. rosag@frettabladid.is ANNA ÞORBJÖRG JÓNSDÓTTIR Anna hefur sérstaklega gaman af því að elda þegar hún kemur til Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Aðaltískan á veitingahúsum bæj- arins er að bjóða upp á skál með kryddi sem dýfa skal brauði út í og þar er á ferðinni ýmiss konar afrískar kryddblöndur með fræj- um og hnetum. „Í þessu eru til dæmis sesamfræ, hnetur og anís, en maður getur keypt þetta til- búið í sælkerabúðum. Gott er að dýfa brauðinu í ólífuolíu og svo í kryddið,“ segir Andrés Yngvi Jóakimsson matreiðslumaður á Maður lifandi. Í Afríku eru slíkar kryddblöndur notaðar mikið með stórum flatbrauðum en þá án olíu. Japanska útgáfan kallast Gomasio en það eru sesamfræ bökuð með salti. Gomasio er einnig hægt að kaupa tilbúið og er tilvalið til að dýfa brauði í með ólífuolíu. Í grillrétti er gott að nota fer- skar kryddjurtir á borð við bas- ilíku, kóríander, timian og gras- lauk en gaman er að prófa ýmis þurrkrydd í marineringar. „Með grillinu seljum við arabíska fíkju- sósu en í henni er kanill, negull og stjörnuanís. Þessi krydd eru rosa- lega góð með grillmat og harm- ónera vel saman við jógúrtsósu. Til dæmis er gott að nota kanil, negul, stjörnuanís, kummin og sesamfræ í marineringu á lamba- kjöt yfir nótt,“ segir Andrés, en þessi blanda virkar einnig vel með grænmeti og kjúklingi. „Maður verður bara að setja lítið af kanil og negul, annars er maður búinn að kæfa allt annað,“ segir hann. Þurrkaður kóríander og kardi- mommur bragðast líka vel með grillmat. „Það er heill hafsjór af svona kryddi sem gaman er að leika sér að. Fólk verður bara að prófa sig áfram og finna út hvaða krydd passa saman,“ segir Andrés. KRYDD Gott er að dýfa brauði ofan í afrískar kryddblöndur og japanskt Gomasio. Prófaðu þig áfram með kryddin Sushi í LA, humar á Íslandi ������������ �������������� � ������������������������������ ������ ������� ������� ���������� ���� ������������������������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.