Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 29. júní 2006 5 Á þessu ári fagnar bikiníið sex- tíu ára afmæli sínu. Bikiníið er ekki lengur hneykslanleg uppfinning heldur nauðsynleg tískuvara. Fyrsta bikiníið var gert af Louis Réard og var það dansarinn Micheline Bernardini sem klædd- ist því fyrst á fegurðarsamkeppni 5. júlí árið 1946. Bikiníið vakti óróa með fólki þó það hefði sést í fjöldamörgum myndum seint á fjórða áratugnum. Hins vegar var naflinn aldrei beraður á þessum tíma og þurfti Louis Réard að hanna mun efnismeiri flíkur til að auka sölu sína. Bikiníið var upphaflega bannað af kirkjunni á Ítalíu, Spáni og Portúgal og félag á móti bikiníum var stofnað í Ríó de Janeiro árið 1947. Hollywood fagnaði hins vegar tískunni með stjörnurnar Brigitte Bardot, Jayne Mansfield, Marilyn Monroe og Ritu Hay- worth fremstar í flokki. Og þegar Mansfield sat fyrir í bikiníi í tíma- ritinu Life var bikiníið fyllilega tekið í sátt vestan hafs. Þýskumælandi lönd litu á bik- iníið með fyrirlitningu til að byrja með. Í eintaki af tímaritinu Das Mädchen frá árinu 1957 stendur: „Við munum ekki eyða neinum orðum í hið svokallaða bikiní. Það er óhugsandi að sómakær stúlka klæðist slíkum fatnaði.“ Það var ekki fyrr en snemma á sjöunda áratugnum sem bikiníið var sam- þykkt í Þýskalandi en það var bik- iníatriði Ursulu Andress í James Bond-myndinni Dr. No að þakka. Nú á dögum eru bikiní jafn vin- sæl, ef ekki vinsælli, en sundbolir og varla hægt að sjá konu á sólar- strönd sem ekki er í bikiníi. Svona eru hlutirnir fljótir að breytast. lilja@frettabladid.is Sextíu ár í bikiníi Allir helstu fatahönnuðir heimsins í dag hanna bikiní enda afar vinsæl tískuvara. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Jayne Mansfield var ein af þeim fyrstu vestan hafs sem klæddust bikiníi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Í versluninni Elvis við Vatns- stíg eru til ótrúlega flottar lausnir fyrir þá sem eru hrifnir af húðflúrum en vilja ekki stíga skrefið til fulls og fá sér alvöru húðflúr. Verslunin hefur til sölu sérstakar flíkur sem láta þá sem þeim klæðast líta út fyrir að vera flúraðir í bak og fyrir. Flíkurnar sem Elvis hefur til sölu eru þröngir nælonbolir og ermar sem fólk smeygir sér í sem innstu flík. Við fyrstu sýn virðist sá sem klæðist flíkunum vera húðflúrað- ur út um allt. Ermarnar eru til með nokkrum þemum og selur búðin ýmsar útfærslur af húðflúrs- ermum. Ermarnar fást tvær í pakka og eru ermarnar í pökkun- um ekki eins. Þannig getur fólk fengið sér vinstri ermi með tribal- munstri og hægri ermina með jap- önsku þema svo dæmi sé tekið. Í búðinni er einnig hægt að fá þungarokksþema, glæpagengis- þema og fleira. Pakkinn af þessum svölu húðflúrsermum kostar fjög- ur þúsund og níu hundruð krónur. Bolirnir sem eru sérstaklega hannaðir kosta tólf þúsund og fimm hundruð krónur. -vör Húðflúraður í bak og fyrir Tattúermarnar fást í mörgum mismunandi gerðum. Tattúbolirnir láta allan efri hluta líkamans líta út fyrir að vera mikið flúraður. Tattúermarnar í Elvis fást með ýmsum þemum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.