Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 82

Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 82
 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR58 2-0 Kaplakrikav. Áhorf: 1327 Garðar Örn Hinrikss. (4) FH Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 17–4 (8–2) Varin skot Daði 2 – Stewart 6 Horn 5–9 Aukaspyrnur fengnar 17–14 Rangstöður 2–1 GRINDAVÍK 4–4–2 Colin Stewart. 4 Michael Jónsson 8 Eysteinn Húni 5 Óðinn Árnason 7 Ray Jónsson 7 Paul McShane 3 Óli Stefán 6 (54. Eyþór Atli 4) Jóhann Helgas. 6 Óskar Örn 4 (76. Andri Steinn -) Jóhann Þórhallss. 4 Noumir Ahandour 4 (88. Jósef Kristinn -) *Maður leiksins FH 4–3–3 Daði Lár. 6 Hermann Albertss. 6 Tommy Nielsen 8 Ármann Smári 7 Guðmundur. 8 Baldur Bett. 7 Ásgeir Ásgeirss. 8 *Davíð Þór. 9 (88. A. Dyrring -) Tryggvi Guðm. 8 Ólafur Páll 4 (22. Matthías 3) Atli Viðar 3 (45. Atli Guðnason 6) 1-4 Akranesvöllur. Áhorf: 1072 Ólafur Ragnarsson (6) ÍA Víkingur TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–10 (2–8) Varin skot Bjarki 4 – Ingvar 1 Horn 7–2 Aukaspyrnur fengnar 16–18 Rangstöður 2–1 VÍKINGUR 4–3–3 Ingvar Kale 7 Hörður Bjarnas. 7 Grétar Sigfinnur 7 *Milos Glogovac 7 Höskuldur 7 Jökull Elísabetars. 7 Jón Guðbrandss. 6 Valur Úlfarss. 5 (59. Stefán Kári 7) Viktor Bjarki 6 Davíð Þór 5 (67. Daníel Hjaltas. 7) Arnar Jón 7 (85. Halldór Jón -) *Maður leiksins ÍA 4–5–1 Bjarki Guðmunds. 5 Guðm. Böðvar 5 Árni Thor 6 Heimir Einarss. 5 Pálmi Haraldss. 5 Guðjón Heiðar 5 (71. Hafþór Ægir -) Jón Vilhelm 5 Bjarni Guðjónss. 5 (78. Bjarki Gunnl. -) Igor Pesic 6 Þórður Guðjóns. 4 Hjörtur Hjartars. 5 (71. Andri Júlíuss. -) 5-0 Keflavíkurvöllur. Áhorf: 625 Eysteinn Kristinsson (8) Keflavík Breiðablik TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 14–16 (8–1) Varin skot Ómar 1 – Hjörvar 2 Horn 7–7 Aukaspyrnur fengnar 11–10 Rangstöður 1–5 BREIÐABL. 4–5–1 Hjörvar Hafliða. 3 Stig Haaland 4 Kári Ársælsson 3 Srdjan Gasic 5 Árni Kristinn 2 (53. Arnór Sveinn 4) Steinþór Freyr 4 N. Zivanovic 5 (59. Viktor Unnar 5) Olgeir Sigurgeirss. 4 Petr Podzemsky 4 Magnús Páll 4 (81. Gunnar Örn -) Marel Baldvinss. 5 *Maður leiksins KEFLAVÍK 4–3–3 Ómar Jóhanness. 6 K. Gustafsson 7 Guðmundur Mete 7 Baldur Sig. 8 Guðjón Árni 6 Hólmar Örn 6 (77. Ragnar M. -) Jónas Guðni 7 Guðm. Steinarss. 7 *S. Samuelsson 9 Hallgrímur Jónass. 7 (80. Einar Orri -) Stefán Örn 8 (68. Magnús S. 5) HVAÐ? HVENÆR? HVAR? JÚNÍ 26 27 28 29 30 31 1 Fimmtudagur ■ ■ LEIKIR  20.00 KR og Valur mætast í Landsbankadeild karla í fótbolta í Vesturbænum. ■ ■ SJÓNVARP  18.30 US PGA á Sýn.  19.45 Landsbankadeildin á Sýn. Bein útsending frá leik KR og Vals.  22.00 Kraftasport á Sýn. FÓTBOLTI Ítalía komst í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins með umdeildum vítaspyrnudómi í við- bótartíma. Lucas Neill var dæmd- ur brotlegur þegar Fabio Grosso féll innan teigs. Nú hefur komið í ljós að einn taílenskur knatt- spyrnuáhugamaður var myrtur í heimalandi sínu vegna vítaspyrnu- dómsins. Francesco Totti fór á punktinn og skaut ítalska liðinu áfram í keppninni og í kjölfarið kom upp mikið rifrildi milli tveggja manna í Taílandi um hvort dómurinn hafi verið réttur eða ekki. Það rifrildi endaði með því að annar þeirra stakk hinn með þeim afleiðingum að hann lét lífið. Sá sem dó var 45 ára karlmaður, Rebieb Lukchan að nafni. - egm Skelfilegt atvik í Taílandi: Drepinn vegna vítaspyrnu FÓTBOLTI Dóra Stefánsdóttir, lands- liðskona í knattspyrnu og leikmaður hjá sænska félagsliðinu Malmö FF, verður frá æfingum og keppni í um þrjá mánuði en heimasíða félagsins greinir frá þessu. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir íslenska kvennalandsliðið, en ljóst er að Dóra verður ekki með í þremur síðustu landsleikjum Íslands í undankeppni heimsmeistaramóts- ins. Dóra tvíbrotnaði á handlegg á æfingu hjá Malmö í byrjun vikunnar, en hún á sextán lands- leiki að baki fyrir Ísland sam- kvæmt vefsíðu KSÍ og eitt lands- liðsmark. Hún er á 21. aldursári og gerði eins árs samning við Malmö í byrjun árs. Þangað kom hún frá liði Vals, þar sem hún spilaði alla fjórtán leiki liðsins í Landsbankadeild kvenna í fyrra. Alls á hún 64 leiki að baki í efstu deild og 22 mörk. Með Malmö leikur einnig Ást- hildur Helgadóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins. Ísland hefur leikið fimm leiki í undankeppni HM, unnið þrjá og gert eitt jafn- tefli. Liðið er í öðru til þriðja sæti riðilsins með tíu stig líkt og Tékk- land en báðar þjóðir eiga leik inni á Svíþjóð sem er á toppi riðilsins með sextán stig. Dóra missir af mikilvægum leikjum Íslands gegn Tékklandi og Svíþjóð á Laugar- dalsvellinum seint í ágúst og einnig af lokaleiknum úti gegn Portúgal í lok september. - egm Íslenska kvennalandsliðið verður án Dóru Stefánsdóttur í þremur næstu leikjum: Dóra ekki með á lokasprettinum TVÍBROTIN Dóra Stefánsdóttir meiddist á æfingu með Malmö. FÓTBOLTI Freyr Bjarnason, vinstri bakvörðurinn í liði Íslandsmeist- ara FH, meiddist á æfingu hjá liðinu á dögunum. Freyr er togn- aður á liðböndum í hné og verður frá í að minnsta kosti sex vikur. Hann hefur leikið vel í liði FH á tímabilinu, spilað alla leiki liðsins og skorað eitt mark en það kom gegn Val á Laugardalsvellinum í 2. umferð. FH-ingar hafa misst marga menn í meiðsli á tímabilinu og sér- staklega hefur ástandið verið slæmt í vörn liðsins. Miðverðirnir Auðun Helgason og Sverrir Garðarsson hafa ekkert leikið á tímabilinu og hinn danski Tommy Nielsen hefur ekki getað leikið síðustu leiki. Þá hefur landi hans Peter Matzen enn ekkert leikið frá því að hann kom til liðsins vegna meiðsla. - egm Meiðsli hjá varnarmanni FH: Freyr frá í um sex vikur MEIDDUR Freyr er enn einn varnarmanna FH sem fer á meiðslalistann. 1-0 Tryggvi Guðmundsson (73.) 2-0 Ásgeir Ásgeirsson (86.) 0-1 Jökull Elísabetarson (11.) 1-1 Jón Vilhelm Ákason (38.) 1-2 Arnar Jón Sigurgeirsson (68.) 1-3 Stefán Kári Sveinbjörnsson (75.) 1-4 Daníel Hjaltason (92.) 1-0 Stefán Örn Arnarson (16.) 2-0 Baldur Sigurðsson (20.) 3-0 Stefán Örn Arnarson (45.) 4-0 Baldur Sigurðsson (53.) 5-0 Simun Samuelsen (72.) FÓTBOLTI Leikur liðanna á síðustu leiktíð í Kaplakrika endaði 8-0 fyrir FH og leikmenn Grindavíkur voru þess eflaust minnugir enda fimm sem voru í byrjunarliðinu í leiknum fræga í fyrra. Leikurinn fór mjög fjörlega af stað. FH fékk tvö gullin færi strax á fyrstu sex mínútunum og meistararnir voru klaufar að taka ekki forystuna. Taugaóstyrkir Grindvíkingar fengu síðan fínt færi á 8. mínútu en FH slapp með skrekkinn. Mjög lífleg byrjun og ein sú skemmti- legasta í sumar. Leikurinn róaðist nokkuð í kjöl- farið. FH-ingar tóku völdin í sínar hendur en Grindavík lá til baka og freistaði þess að sækja hratt með hina eldfljótu Ahandour og Jóhann Þórhallsson í fremstu víglínu. Reyndar var sóknarleikur Grindavíkur steingeldur og sá hugmyndasnauðasti sem undirrit- aður hefur séð í sumar. Varnar- og miðjumenn Grindavíkur negldu boltanum við hvert tækifæri eins lagt fram og þeir gátu á framherj- ana, en Tommy og Ármann sáu ávallt við þeim. Þeir gerðu ekkert annað og vakti athygli að þeir skildu ekki taka Hermann Alberts- son til kastanna, sem var óvænt að spila í bakvarðarstöðu og hefði ekki verið vitlaust að prófa hvernig hann stæðist pressuna, en því var ekki að skipta. Notts County spilaði örugglega ferskari sóknar- bolta í vetur. FH-ingar gerðu sitt besta til að spila fótbolta og þar fór fremstur Davíð Þór sem dreifði boltanum laglega út á báða kanta en taktar hans minntu um margt á Heimi Guðjónsson þegar hann var upp á sitt besta í Krikanum. Framherj- arnir voru ekki eins sprækir og því var markalaust í leikhléi í ágætis leik. Síðari hálfleikur fór mjög rólega af stað og ef ekki hefði verið fyrir Davíð Þór og Guðmund Sævarsson væri enginn leikmaður á vellinum að reyna að spila bolt- anum almennilega. Það var sama getu- og hugmyndaleysið í sókn- inni hjá Grindavík og slagkraftinn vantaði í sóknirnar hjá FH. Það var síðan rúmt korter eftir af leiknum þegar Tryggvi skoraði fyrir FH. Hann hirti upp frákast eftir skalla Ármanns sem Stewart hélt ekki og skoraði auðveldlega. Fyllilega verðskulduð forysta hjá FH. Áður en yfir lauk bætti Ásgeir við marki með skalla eftir send- ingu frá Tryggva. FH-liðið er búið að stinga af í deildinni en er samt loksins núna byrjað að spila almennilegan fót- bolta, en leikurinn í gær var sá albesti sem undirritaður hefur séð hjá liðinu í sumar. Boltinn flaut vel með jörðinni í fáum snertingum og Davíð Þór var þar potturinn og pannan, en hann átti sannkallaðan stórleik. „Ég fann mig mjög vel, ég get ekki neitað því. Minn besti leikur og að mínu mati okkar besti leikur,“ sagði Davíð Þór kátur eftir leikinn. „Það er styrkleikamerki að vera komnir með svo gott forskot en hafa samt ekki spilað svona vel í allt sumar. Ef við höldum svona áfram er dollan okkar.“ Grindavíkurliðið var arfaslakt og það er óskiljanlegt hvernig þetta lið gat skorað fimm mörk gegn KR. Þeir geta klárlega miklu mun betur og vita það eflaust manna best sjálfir. henry@frettabladid.is FH byrjað að spila almennilega FH vann sanngjarnan og öruggan sigur á Grindavík í gær, 2-0. FH-liðið spilaði loksins eins vel og allir vita að liðið getur spilað. Liðið er með níu stiga forystu á toppnum og bendir fátt til þess að liðið verði stöðvað. FÓTBOLTI Leikurinn byrjaði mjög rólega en það tók Keflvíkinga ekki nema tvær mínútur að glæða leikinn lífi. Á 16. mínútu skoraði Stefán Örn Arnarson gott mark af fjær stönginni þegar hann setti fyrir- gjöf færeyingsins magnaða, Simun Samuelsen, inn. Aðeins fjórum mínútum síðar kom Simun aftur við sögu þegar hann sendi fyrir frá vinstri og Baldur Sigurðsson setti boltann snyrti- lega í slána og inn. Hjörvar Hafliðason markmaður vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið enda Blikar skyndilega lentir 2-0 undir, eftir að hafa verið síst lakara liðið fram af leik. Eftir markið héldu bæði lið áfram að sækja og Blikar gerðu hvað þeir gátu til að minnka mun- inn. Þeir voru aldrei nálægt því í fyrri hálfleiknum, en áður en honum lauk voru Keflvíkingar komnir í 3-0. Enn og aftur var Simun að verki þegar hann sendi fyir, Guðmundur Steinarsson skallaði í stöngina en Stefán Örn var fyrstur að átta sig og skoraði sitt þriðja mark í leiknum. Keflvíkingar héldu áfram að raða inn mörkunum í síðari hálf- leik og á 53. mínútu skoraði Baldur aftur þegar hann stýrði skoti Hólmars Arnar Rúnarsonar í markið. Keflvíkingar nýttu færin sín einkar vel í leiknum, en það var á 72. mínútu að Simun Samu- elsen kórónaði stórleik sinn. Simun lagði boltann þá snyrti- lega í netið eftir frábæra sókn sem endaði með því að Jónas Guðni lagði boltann á Færeying- inn sem gerði engin mistök, en hann lagði upp þrjú mörk og olli miklum usla í sókn heimamanna. 5-0 sigur Keflvíkinga var þar með staðreynd og verða Blikar að hugsa sinn gang þar sem baráttu- leysi einkenndi dapurt liðið í gær. „Það gekk nánast allt upp í dag. Vörnin hélt mjög vel og við náðum að nýta færin okkar vel. Þetta var mjög góður sigur og nauðsynlegur upp á sjálfstraustið, eftir að hafa farið illa út úr síðustu leikjum. Við ætlum að halda áfram en hugsum næst um Lilleström í Noregi áður en við leiðum hugann að næsta deildarleik,“ sagði Simun við Fréttablaðið eftir leikinn, á einkar góðri íslensku en hann var hógværðin uppmáluð. „Ég náði að spila ágætlega og er sáttur með það, það er alltaf gaman að skora,“ sagði skælbros- andi Simun, sem átti von á erfið- ari leik. „Ég bjóst við þeim miklu erfið- ari eftir að þeir unnu síðasta leik, en það vantaði mikið upp á barátt- una og því fór sem fór,“ sagði Simun, hverju orði sannara. - hþh Blikar biðu afhroð í heimsókn sinni til Keflavíkur í gærkvöldi: Keflvíkingar í stuði og skoruðu fimm á arfaslaka Blika BALDUR SIGURÐSSON Átti mjög góðan leik í vörninni í gær og skoraði auk þess tvö mörk. MYND/VÍKURFRÉTTIR MARKAHRÓKUR Tryggvi Guðmundsson var eini sóknarmaðurinn hjá FH sem spilaði af eðlilegri getu í gærkvöldi. Það var vel við hæfi að hann bryti ísinn þegar langt var liðið á leikinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓMAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.