Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2006, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 29.06.2006, Qupperneq 78
54 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Spennan í Landsbanka- deild kvenna í ár er mjög lítil eftir sjö umferðir, þar sem minni liðin hafa ekki átt neina möguleika gegn þeim sem ofar eru. Búið er að skora 177 mörk í leikjunum 28, eða 6,32 mörk að meðaltali í leik. Vanda Sigurgeirsdóttir lýsti yfir áhyggjum sínum á þróun íslenskrar kvennaknattspyrnu í Fréttablaðinu í gær og kallaði eftir breytingum á fyrirkomulagi deildar- innar. „Það hafa oft komið tillögur um að fækka í deildinni vegna þessa mikla getumuns sem er á liðum, en hvort að breytt mótafyrirkomu- lag leysi vandamálið veit ég ekki. Það kemur þó alveg til greina að breyta því. Að allir spili við alla í tvöfaldri umferð er algengasta mótafyrirkomulagið og viðurkennt á heimsvísu. Þetta þarf auðvitað að skoða en knattspyrnusambandið er mjög íhaldsöm hreyfing og þar af leiðandi ekki mikið fyrir breyt- ingar,“ sagði Geir Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri KSÍ við Fréttablaðið í gær. „Það er auðvitað okkar ásetn- ingur að reyna að halda úti átta liða deild en við gerum okkur grein fyrir því að það þarf að styrkja grunninn í íslenskri kvennaknatt- spyrnu. Grunnurinn hefur breikkað en við horfum bjartir til framtíðar,“ sagði Geir. Fimmtán erlendir leikmenn eru skráðir á heimasíðu KSÍ í liðin átta og hefur Geir áhyggjur af fjölgun þeirra í deildinni. „Áhrifa erlendra leikmanna er farið að gæta meira en áður, líklega vegna þess að kröf- urnar fara að aukast og lið vilja styrkja sig sem mest. Erlendu leikmennirnir eru fleiri en áður og við hljótum að vilja byggja sem mest upp á okkar eigin leikmönnum og okkar uppeldisstarfi. Það er einfaldasta og ódýrasta aðferðin og að mínu mati er þetta ekki jákvæð þróun,“ sagði Geir, en auk þess hafa stóru félögin fengið til sín alla bestu leikmenn minni liðanna sem gera liðin ójafnari fyrir vikið. „Bestu liðin vilja að sjálfsögðu fá bestu leikmennina til sín, auk efnilegustu leikmannanna, það er ákveðin þróun sem hefur átt sér stað og hefur að manni finnst verið of mikið um. Við viljum hafa breiddina sem mesta og fá fleiri góða leikmenn upp. Við erum að vonast til þess að þessi mikla aukning sem hefur verið í kvenna- knattspyrnunni muni skila sér í meiri breidd en því miður hefur það verið þannig í kvennaknatt- spyrnunni undanfarin ár að eitt til tvö lið keppa um titilinn, það er alltof lítið. Það er lítil breyting á þessu,“ sagði Geir, sem finnst skemmtanagildið þó ekki hafa minnkað. „Ég held að skemmtanagildið hafi ekki minnkað. Flestir leik- mannanna eru orðnir betri en vissulega er skemmtanagildið ekki mikið þegar svona mikill getumunur er á liðum eins og hefur sýnt sig í sumar. Flest liðin eru betri en þau voru, það er klárt. Þróunin er hæg og við verðum að vera þolinmóð. KSÍ hefur sýnt það í verki að við höfum brúað bilið á milli karla og kvennaknatt- spyrnunnar, til að mynda með því að jafna verðlaunaféð. Við verðum að sýna þolinmæði í þessu eins og mörgu öðru,“ sagði Geir Þorsteins- son. hjalti@frettabladid.is Við þurfum að styrkja grunninn Geir Þorsteinsson, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að grunninn í íslenskri kvennaknattspyrnu þurfi að styrkja. Hann hefur áhyggjur af fjölda erlendra leikmanna í mjög ójafnri Landsbankadeild kvenna í ár. LANDSBANKADEILD KVENNA Hefur ekki verið spennandi í sumar, en til marks um hversu ójöfn hún er vann Valur slaginn gegn Breiðabliki í einvígi tveggja efstu liðanna, 4-1. Liðin í neðri helmingi deildarinnar hafa ekki náð að skáka þeim sem ofar eru. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR FÓTBOLTI Kvennaliði FH hefur gengið afleitlega í sumar og aðeins skorað tvö mörk en fengið á sig fimmtíu í sjö leikjum. Hrönn Karólína Hallgrímsdóttir er fyrir- liði FH, en hún er nítján ára gömul og elsti leikmaður liðsins fyrir utan tvær stúlkur frá Serbíu. „Það minnkar sjálfstraustið að tapa alltaf svona stórt en maður reynir að peppa sig upp. Það er vissulega erfitt að gera það en við gerum hvað við getum og reynum að þjappa hópnum saman með því að hittast fyrir leiki og slíkt,“ sagði Hrönn. „Það verður að viðurkennast að maður er orðinn leiður á því hversu illa gengur en við vonumst til að gera betur og við verðum bara að rífa okkur upp. Markmið okkar er að ná 7. sætinu og komast í umspilið,“ sagði Hrönn. - hþh Fyrirliði kvennaliðs FH: Erum leiðar á slæma genginu HANDBOLTI Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku mun Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari, taka við þýska úrvalsdeildarliðinu Gummersbach strax í sumar, ári fyrr en upphaflega var áætlað. Alfreð tekur til starfa þann 12. júlí næstkomandi og er samnings- bundinn félaginu næstu fjögur árin. Fram kemur í tilkynningu frá HSÍ í gær að samningur hafi tekist milli sambandsins og félagsins um að störf Alfreðs hjá sambandinu hafi forgang þegar kemur að þátttöku landsliðsins á HM í Þýskalandi á næsta ári og í umspils- leikjum fyrir EM 2008 sem fram fara næsta vor. Velimir Kljaic, núverandi þjálfari Gummersbach, mun hafa hætt af heilsufars- og fjölskyldu- ástæðum. Undir hans stjórn vann liðið sér þátttökurétt í Meistara- deild Evrópu næstkomandi vetur. Hjá liðinu leika Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson, auk þess sem Sverrir Björnsson mun ganga til liðs við félagið í sumar. - esá ALFREÐ GÍSLASON Tekur við Gummersbach strax í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Alfreð Gíslason tekur við Gummersbach: HSÍ hefur forgang á Gummersbach Ásta Árnadóttir, varnarmaður Vals, var í gær útnefnd besti leikmaður umferða 1-7 í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Ásta hefur bundið vörn Valsstelpna frábærlega saman, en liðið sópaði að sér verðlaunum í gær. Elísabet Gunnarsdóttir var valin besti þjálfarinn og stuðningsmenn Vals fengu stuðningsmannaverðlaunin. „Ég get ekki sagt það að ég hafi átt von á þessu en þetta kom mér skemmtilega á óvart. Ég veit ekki hvort það hafi komið á óvart hversu mörg verðlaun við fengum en ég tel að við eigum þetta allar skilið. Við erum í skýjunum með gengi okkar í sumar og vonandi náum við að halda þessu áfram,“ sagði Ásta. Þessi snjalli varnarmaður hefur sínar eigin skoðanir á deildinni í sumar, sem hefur verið mikið í umræð- unni undan- farið. „Maður hélt að deildin væri að jafnast út eftir tímabilið síðasta sumar en því miður hefur það ekki gerst. Deildin er mjög ójöfn og það er ótrúlegur munur á liðunum. Það hefur líka verið mjög mikið af mörkum og þrátt fyrir að markatala okkar sé varla eðlileg er alltaf gaman að skora mikið af mörkum. En það væri óskandi að þetta væri jafnara,“ sagði Ásta. Lið umferðanna var svona skipað: Mark- maður: Þóra B. Helgadóttir (Breiðablik), Varnarmenn: Ásta Árnadóttir (Valur), Málfríður Erna Sigurðardóttir (Val) og Guðný B. Óðinsdóttir (Val). Miðjumenn: Katrín Jónsdóttir (Val), Rakel Logadóttir (Val), Hólmfríður Magnúsdóttir (KR) og Vanja Stefanovic (Breiðablik). Framherjar: (Nína Ósk Kristinsdóttir (Keflavík), Margrét Lára Viðarsdóttir (Val) og Greta Mjöll Samúelsdóttir (Breiðablik). ÁSTA ÁRNADÓTTIR LEIKMAÐUR VALS: VALIN BEST Í UMFERÐUM 1-7 Í LANDSBANKADEILD KVENNA Hef aldrei spilað betur en í sumar ��������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������ �������������� ���������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������������������� �������������� ����������������������������������������������������� ����������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������������� �� ������ ���������� ������������� ������������ ��������������������������������������������� ���������� ��������� �������������������������������� ������������ ������ ����������� ��������������������������������������������� www.sturta.is allan sólarhringinn! Sími: 565-5566R e yk ja ví k u rv e g u r 6 4 , H a fn a rf jö rð u r. S tæ ð il e g u r! !! > Roeder skoðar Keflvíkinga Glenn Roeder, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle, ætlar að fylgjast með leik Keflavíkur og Lilleström í 2. umferð Intertoto-keppninnar á laugardag, en þá eigast liðin við í Noregi. Eins og kunnugt er mun sigurvegarinn úr einvíginu mæta Newcastle í næstu umferð keppn- innar og sagði Roeder við opin- bera heimasíðu Newcastle að liðið ætlaði sér að vera vel undirbúið fyrir leikina, hvort sem þeir verða gegn Keflavík eða Lilleström. „Þessi keppni er mjög mikilvæg því hún gefur okkur leið inn í UEFA-keppn- ina,“ segir Roeder. Freyr hættur hjá Fram Freyr Karlsson hefur fengið sig lausan frá 1. deildarliði Fram en hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu það sem af er tímabili. Freyr er uppalinn hjá Fram og kom aftur til liðsins frá Þrótti fyrir tímabilið en hann á fjölmarga unglingalandsleiki að baki. Hann er annar leikmaðurinn á nokkrum dögum sem hættir hjá Fram en hinn er Andri Fannar Ottósson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.