Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 30
 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR30 og fólk ? Vissir þú...að stóðhesturinn Markús frá Lang- holtsparti á 225 skráð afkvæmi? Sú sem þar stendur efst er hryssan Ösp frá Hólum sem hlaut 8,64 í aðalein- kunn á Landsmótinu sem nú stendur yfir. www.worldfengur.com Sigurbjörn Bárðarson hefur farið á landsmót allt frá árinu 1966. Það gera alls þrettán skipti. „Þetta verður alltaf skemmtilegra,“ segir Sigurbjörn sem í daglegu tali er aldrei nefndur annað en Diddi. „Landsmót hefur verið fært í nýjan og betri búning, hrossin verða betri, sýn- ingarnar fágaðri og breidd sýninganna meiri. Þetta fer allt saman í að gera heildardagskrána skemmtilegri og markvissari. Allt opinberast strax þannig að maður fylgist betur með, auk þess er tengingin orðin meiri og menn geta verið í þó nokkurri fjarlægð en fylgst með á útvarpsrásum og því verið með fingurinn á púlsinum allan tímann.“ Sigurbjörn hefur keppt á öllum þeim lands- mótum sem hann hefur farið á nema á því fyrsta. „Árið 1966 var ég bara lítill pjakkur að horfa á,“ segir hestamaðurinn knái en í þetta sinn er hann með átta hesta. Þá eru dætur hans tvær, Sylvía og Sara, einnig að keppa og í allt er fjölskyldan með fjórtán hesta á lands- móti, bæði í keppni og kynbótasýningu. Dætur Sigurbjörns eru þaulvanar keppnis- manneskjur og hefur pabbinn fylgst með þeim á vellinum í mörg ár. „Það kemur alltaf fiðring- ur í magann þegar þær keppa, meira en þegar ég keppi sjálfur,“ viðurkennir Sigurbjörn. Sigurbjörn segir stemninguna fara stig- vaxandi á landsmótinu nú. „Það eru bara þeir allra hörðustu sem koma þessa fyrstu daga en síðan fer fólkið að hópast að á föstudegi og allt fer að yfirfyllast.“ HESTAMAÐURINN: SIGURBJÖRN BÁRÐARSON TAMNINGAMEISTARI Alltaf skemmtilegra með hverju móti Sigurbjörn á Landsmóti 2002. Saga Landsmóta hestamanna nær aftur til 1950 þegar hið fyrsta var haldið á Þingvöllum. Þar voru sýnd 133 hross, kynbótahross, gæðingar og kappreiðahross. Á þeim tíma var aðeins keppt í einum flokki gæðinga sem var flokkur alhliða gæðinga, auk kappreiða og kynbótasýninga. Eftir það voru haldin landsmót á fjögurra ára fresti, allt þar til að á ársþingi Landssambands hestamannafélaga 1995 var sam- þykkt að halda mótin á tveggja ára fresti. Fyrsta mótið sem haldið var eftir þeim reglum var haldið í Reykjavík árið 2000. Þetta er því í fjórða skiptið sem aðeins líða tvö ár á milli móta. Landsmót eru einstakir við- burðir, hápunktur og uppskeru- hátíð, stærsta mót í heimi þar sem íslenskir hestar koma saman. Þar má sjá öll bestu hross lands- ins í fjölbreyttri gæðingakeppni, tölti, kappreiðum og kynbótasýn- ingum. Gestir landsmótsins eru fjöl- þjóðlegur hópur og þar eru allir áhrifamestu ræktendur Íslands saman komnir, ásamt landsins bestu reiðmönnum og öllu því fjölmarga fólki sem hefur ein- faldlega gaman af því að horfa á glæsilega hesta. Mikið er lagt upp úr því að aðstaða sé sem best og upplýs- ingastreymi til landsmótsgesta gott. Risaskjár, stúkusæti og dag- blaðaútgáfa eru meðal nýjunga sem boðið hefur verið upp á og er það markmið rekstaraðilanna að gera mótin sífellt betri. Heimild: Heimasíða Landsmóts ehf. Landsmót í rúma hálfa öld Það vakti töluverða lukku á fyrsta degi landsmóts á Vindheimamelum í Skagafirði að efsta hryssan í flokki hryssna sjö vetra og eldri, skyldi vera úr ræktun heimamanns. Hvíta-Sunna frá Sauðárkróki er í eigu Sauðárkróks-hesta og úr ræktun Sveins Guð- mundssonar yngri, sonar Guðmundar Sveinssonar og sonarsonar Sveins Guðmundssonar sem eru hestamönn- um að góðu kunnir enda standa þeir á bak við mikla ættfeður og -mæður kennd við Sauðárkrók. Hvíta-Sunna er undan Spegli frá Sauðárkróki og Vöku frá Sauðárkróki. Hún hlaut 8,55 í aðaleinkunn þar á meðal 9,5 fyrir fet og níu fyrir brokk, vilja og geðslag og hægt tölt. Ekki skemmir litfegurðin en Hvíta-Sunna er leirljós og glófext með blesu. ■ Heimamenn í skýjunum yfir hvítri Sunnu Hvíta Sunna frá Sauðárkróki og Sigurður Vignir Matthíasson FRÉTTABLAÐIÐ/EIÐFAXI Þeir hestamenn sem af einhverjum orsökum komast ekki norður í land í þetta skipti þurfa ekki að örvænta. Þeir geta fylgst náið með framgangi mála enda mikið vatn runnið til sjávar í upplýsingamiðlun á síðustu árum. Á veraldarvefnum starfa nokkrir fréttamiðlar sem sérhæfa sig í hestafréttum. Fyrst ber að nefna landsmot.is þar sem öll úrslit birtast fljótlega eftir að keppni lýkur. Aðrir vefir eru www.hestar.net, www.eidfaxi.is, www.hestafrettir.is og www.847.is. Þá verður einnig umfjöllun um landsmótið á hverjum degi í Fréttablaðinu. Það ætti því enginn fréttaþyrstur hestamaður að líða skort á næstu dögum. ■ Landsmótsfréttir á veraldarvefnum Sigurvegarar á Landsmóti 2003 Stoltir fánaberar á Landsmóti 2003 á Vindheimamelum. Barcelona er einstök perla sem íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Heimsferðir bjóða þér nú 5 nátta helgarferð á frábærum kjörum til þessarar einstöku borgar. Gist er á glænýju 3 stjörnu (superior) hóteli, Hotel Confortel Auditori, sem opnaði í vor og er staðsett á frábærum stað í Barcelona í 10-15 mín göngufæri frá Römblunni. Verð kr. 39.990 M.v. 2 í herbergi í 5 nætur á Hotel Confortel Auditori ***+ með morgunverði, 6., 13. og 20. júlí. Netverð á mann. Aukagjald fyrir einbýli kr. 15.900. Frábær gisting - 5 nátta helgarferð Barcelona 6. og 13. júlí frá kr. 39.990 Sú skemmtilega nýbreytni varð á þessu landsmóti að báðir sigurvegararnir frá síðasta landsmóti, úr A og B- flokki, mættu til leiks á ný til að gera tilraun til að endurheimta titilinn. Þetta voru þeir Geisli frá Sælukoti sem Steingrímur Sigurðsson reið til sigurs í A- flokki á Hellu fyrir tveimur árum, og Rökkvi frá Hárlaugs- stöðum sem varð efstur í B-flokki gæðinga á sama móti ásamt knapa sínum, Þorvaldi Árna Þorvalds- syni. Eftir forkeppnina hafa þessir tveir gæðingar sýnt og sannað að þeir voru verðugir sigurvegarar og koma efstir inn í milliriðil. Þá er bara að sjá hvort Hlýr frá Vatnsleysu, Kraftur frá Bringu eða Þóroddur frá Þóroddsstöðum nái að slá þeim við í næstu viðureign. ■ Landsmótssigurvegarar heimta sigur á ný Geisli geislar af krafti á Hellu fyrir tveimur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR JÓNSSON Íslenska hestatorgið 2006 verður opnað formlega af Guðna Ágústssyni landbún- aðarráðherra í dag á Vind- heimamelum. Hestatorgið er nýtt samstarfsverkefni Félags hrossabænda, Félags tamningamanna, Hólaskóla, Söguseturs íslenska hests- ins og WorldFengs. „Íslenski hesturinn er orðinn alþjóðleg vara og ef við viljum vera í þeirri alþjóðlegu samkeppni sem ríkir er nauðsynlegt að við þjöppum okkur saman til að geta verið með sem öflugasta sýningu,“ segir Arna Björg Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri verkefnisins, en hún er einnig forstöðumað- ur Söguseturs íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal. Hún segir markmiðið vera að vinna að heild- stæðum kynningum á íslenska hestinum til að styrkja stöðu hans bæði heima og erlendis Íslenska hestatorgið verður formlega opnað í dag en félögin sem standa að því hafa leigt sam- eiginlega aðstöðu í markaðstjaldi á Vindheimamelum. Margir við- burðir verða í boði þá daga sem mótið stendur yfir. „Þar koma þekktir knapar, eins og Atli Guð- mundsson, Olil Amble og Þor- valdur Árni Þorvaldsson. Þau tala frá eigin brjósti um tamningar, þjálfunarleiðir og hestana sína. Þá koma einnig söðlasmiðir og sýna handverk sitt og leikarinn Dofri Hermannsson les fyrir yngri kyn- slóðina,“ segir Arna. Ætlunin er að halda samstarf- inu áfram og stefnan er sett á heimsleikana í Hollandi árið 2007. „Íslenski hesturinn er orðinn vin- sæll erlendis en við þurfum að taka höndum saman um að minna á að við erum upprunalandið,“ segir Arna að lokum. Sterkari sem ein heild FRAMKVÆMDASTJÓRI Arna Björg segir nauðsynlegt í ljósi alþjóðlegrar samkeppni að stoðfélög íslenska hestsins minni á að Ísland sé upprunaland íslenska hestsins. FAGURT Í SKAGAFIRÐI Nokkrar grunnstoðir hestamennskunnar hafa tekið sig saman um að kynna íslenska hestinn hér á landi sem erlendis. Það ætti ekki að reynast erfitt meðan Íslendingar eiga jafn glæsileg hross og Ösp frá Hólum sem Mette Manseth ríður hér á landsmóti. FRÉTTABLAÐIÐ/EIÐFAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.