Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 29.06.2006, Blaðsíða 66
 29. júní 2006 FIMMTUDAGUR42 Jazzkvartett Sigurðar Flosasonar og söngkonan geðþekka Kristjana Stefánsdóttir munu leggja upp í tónleikaferð um landið þar sem þau kynna hljómdiskinn Hvar er tunglið? sem kom út nýlega. Disk- urinn inniheldur tónsmíðar Sig- urðar Flosasonar við texta Aðal- steins Ásbergs Sigurðssonar en á honum eru 24 spánný lög. Ferðin hefst með tónleikum í Þjóðleikhúskallaranum í kvöld klukkan 20.30, en alls verða haldn- ir tíu tónleikar. Auk söngkonunnar Kristjönu og saxófónleikarans Sigurðar leikur Eyþór Gunnars- son á píanó, Valdimar K. Sigur- jónsson á kontrabassa og Pétur Östlund á trommur með hljóm- sveitinni. - khh Leitað að tunglinu HELJARINNAR TÓNLEIKAFERÐ Jazzkvartett Sigurðar Flosasonar rúntar um landið. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Nafn bókmenntagagnrýnanda Frétta- blaðsins, Halldórs Guðmundssonar, féll niður við birtingu umfjöllunar um skáld- söguna Leyndardómar býflugnanna eftir Sue Monk Kidd í blaði gærdagsins. Beðist er velvirðingar á mistökunum. ÁRÉTTING SUMARRÚNTURINN Reykjavík: fimmtudaginn 29. júní, Þjóðleik- húskjallarinn kl. 20:30 Mývatn: föstudaginn 30. júní og laugar- dagur 1. júlí, Gamli bærinn kl. 22:00 Stykkishólmur: sunnudaginn 2. júlí, Stykkis- hólmskirja kl. 17:00 Hvammstangi: mánudaginn 3. júlí, Þinghús- Bar kl. 21:00 Húsavík: þriðjudaginn 4. júlí, Safnahúsið kl. 20:30 Seyðisfjörður: miðvikudaginn, 5. júlí, Bláa kirkjan kl. 20:30 Akureyri: fimmtudaginn, 6. júlí, Ketilhúsið kl. 21:30 Skógar: föstudaginn 7. júlí, Félagsheimilið Fossbúinn kl. 21:00 Skógar: laugardagur 8. júlí, Byggðasafnið kl. 15:00 Ísfirskir leikhúsunnendur fagna því að leiklistarhátíðin Act Alone hefst nú um helgina og áhugasam- ir gestir á höfuðborgarsvæðinu fá einnig nasasjón af leiklistinni eftir helgina. Kómedíuleikhúsið hefur frumkvæði að hátíðinni og verða tólf einleikir teknir til sýn- ingar, þar af þrír erlendir og níu íslenskir. Elfar Logi Hannesson, leikari og einn stjórnenda hátíðar- innar, segir hana meðal fárra leik- listarhátíða sem helga sig þessu leikhúsformi. „Við hleyptum hátíðinni af stokkunum fyrir þremur árum en sú fyrsta var fremur smá í sniðum enda voru aðeins þrír einleikir í boði þá. Í fyrra voru þeir orðnir tíu en þá var hátíðin mjög vel sótt og við bindum vonir við að hið sama gildi í ár. Á Ísafirði er mikið af fólki af erlendu bergi brotnu og því tökum við mið af því í dagskrá okkar,“ segir Elfar. „Gísla saga Súrssonar verður til dæmis flutt á ensku og fleiri íslensk verk.“ Hæst ber koma bandaríska ein- leikarans Eric Bogosian sem setur hátíðina með einleik sínum The worst of Eric Bogosian. „Eric hefur verið einn þekktasti ein- leikari heimsins síðustu tvo ára- tugina og vinsældir hans eru síst að dala. Hann er í raun tromp þessarar hátíðar,“ bætir Elfar við. Aðrar leiksýningar á dagskrá eru Otomoto eftir danska leik- skáldið og leikarann Ole Brekke og History of my Stupidity eftir króatíska leikarann og Íslandsvin- inn Zeljko Vukmirica. Í báðum til- vikum eru það höfundarnir sjálfir sem stíga á stokk og sýna verk sín. Að sögn Gunnars Gunnsteins- sonar, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðu leikhúsanna, samdi Draumasmiðjan við Kómedíuleik- húsið um að sýna fyrrgreind leik- verk í Tjarnarbíói eftir helgina. „Við ákváðum að reyna líka að fá verkin til sýningar hér á mölinni. Leikverkið hans Zeljko er vel þekkt en það var frumsýnt árið 1979 og hefur síðan ferðast um heim allan og verið gríðarlega vin- sælt,“ segir Gunnar. Ole Brekke leikur trúðinn Otomoto í sýningu sinni en Ole hefur oft komið hingað til lands og átt í samstarfi við íslenskt leikhús eins og Zeljko sem raunar bjó hér á landi um nokkurt skeið. Act Alone-hátíðin á Ísafirði stendur yfir dagana 29. júní til 2. júlí en leiksýningarnar Otomoto og History of my Stupidity verða sýndar í Tjarnarbíói 3. júlí klukkan 20.30. - brb Tólf einleikir sýndir á Ísafirði LEIKARINN OG LEIKSKÁLDIÐ ZELJKO VUKMIRICA Leikritið History of my Stupidity hefur farið sigurför um heiminn. ������������ �������������� �������������� ������� ���������� ����
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.