Fréttablaðið - 12.07.2006, Page 2

Fréttablaðið - 12.07.2006, Page 2
2 12. júlí 2006 MIÐVIKUDAGUR BJÖRGUN Björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason var sendur af stað frá Grindavík eftir að tilkynning barst Landhelgisgæslunni um olíulaus- an bát á reki suðvestur af Reykja- nesi. Að sögn Guðjóns Sigurðsson- ar, skipstjóra á björgunarbátnum, mátti vart tæpara standa því veður versnaði mjög. „Ef við hefðum verið seinna á ferðinni hefðu þeir jafnvel þurft að halda sjó,“ segir Guðjón. Vont veður og mikill öldugang- ur var á svæðinu og hafði verið þá fimm tíma sem liðu frá því að vélin drap á sér og björgunin barst, að sögn Sævars Baldvins- sonar annars áhafnarmeðlims Gísla KÓ 10. Að sögn Sævars drapst á bátsvélinni um tvöleytið um nóttina. Í áhöfn bátsins auk Sævars, sem er 21 árs, var Hjörtur Guð- mundsson 19 ára, en faðir þess síðarnefnda gerir bátinn út frá Kópavogi. Að sögn mannanna töldu þeir sig aldrei í hættu, þó að þeim hafi þeim þótt óþægileg tilfinning að reka stjórnlaust á bátnum. „Sævar lagði sig og ég beið eftir björgun- arbátnum,“ segir Hjört- ur, annar bátsmann- anna. „Svo lagði ég mig á meðan við vorum dregnir í land, það var svo sem ekki neitt annað að gera.“ Þetta var fyrsti róður þeirra Sævars og Hjartar saman, en áður hafði Hjörtur róið einn á bátnum. Báturinn tekur sjö tonn af afla en hafði fiskað fjögur tonn af ufsa og þorski þegar bilunin kom upp. - æþe Fiskibáturinn Gísli KÓ 10 varð olíulaus 38 sjómílur suðvestur af landinu: Mátti vart tæpara standa GÍSLI KÓ 10 Í TOGI Hér sést þegar björgunarbát- urinn Oddur V. Gíslason siglir inn innsiglinguna á Sandgerðishöfn með Gísla KÓ 10 í eftirdragi um tvöleytið í gær.VÍKURFRÉTTIR/JÓN BJÖRN MENNTAMÁL Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra boðar nýja sýn á tilhögun framhaldsskólanáms hér á landi. Afnumin skal aðgreining náms í starfsnám og bóknám svo úr verði ein heild með fjölmörgum mis- munandi námsleiðum. Með þessu er ætlunin að gera starfsnám jafn- gilt bóknámi í þeirri von að nemum í iðn- og starfsnámi fjölgi. Skólum verður veitt frelsi til að skipu- leggja og bjóða nám í samræmi við þarfir nemenda og kröfur næsta skólastigs eða þeirrar atvinnu sem hugur nemenda stefn- ir til. Þessar róttæku hugmyndir eru byggðar á skýrslu nefndar sem skipuð var til að endurskoða starfsnám. Nefndin gekk lengra í tillög- um sínum en upphaflega var lagt af stað með enda segir for- maður hennar, Jón B. Stefáns- son, skólameist- ari Fjöltækni- skóla Íslands, að ekki hafi verið hægt að móta raunhæfar hugmyndir án þess að taka tillit til framhalds- skólanáms á heildrænan hátt. Þor- gerður telur að aukin áhersla á iðn- og starfsnám sé nauðsynleg til að takast á við breyttar aðstæð- ur í samfélaginu og þarfir atvinnu- lífsins og háskólanna í landinu. „Hugmyndir og orðræðan um starfsnám annars vegar og bók- nám hins vegar eru lagðar til hlið- ar og nú verður aðeins talað um framhaldsskóla. Að mínu mati skapar þessi hugsun ákveðna heildarmynd og býður upp á enda- laus tækifæri.“ Námið í hinum nýja framhalds- skóla, eins og nefndarmenn kjósa að kalla hann, verður byggt upp af kjarna í íslensku, stærðfræði og ensku en allt nám þar fyrir utan verður metið jafnt til stúdents- prófs. Námið umfram kjarnafögin verður skipulagt í samstarfi fram- haldsskóla, háskóla og atvinnulífs- ins. Aðspurð hvort umræðan um styttingu náms til stúdentsprófs sé með þessum hugmyndum úr sögunni, segir Þorgerður að hug- myndirnar séu í samræmi við það sem rætt hafi verið á milli ráðu- neytisins og Kennarasambands Íslands varðandi tíu skrefa sam- komulagið. „Ég hef sagt að ef skól- ar vilja vera lengur þá verði þeir lengur en það eru ákveðnar kröfur sem þeir þurfa að uppfylla. Ég held að þessar tillögur séu í sam- ræmi við breyttu námsskipanina og við erum komin vel á veg þar. Við ættum að koma upp úr skot- gröfunum hvað varðar tímann, við vitum að hann má nýta betur, og huga fyrst og fremst að inntaki námsins. Við verðum að veita skól- unum meira frelsi og minnka mið- stýringu. Hér gefst tækifæri fyrir alla skóla að halda í sín sérkenni ef þeir kjósa svo.“ svavar@frettabladid.is / sjá síðu 16 Aðgreining bók- og starfsnáms afnumin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti nýja hugsun í uppbyggingu framhaldsskólanáms í gær, sem gefur skólum tækifæri til að halda í sérkenni sín, um leið og bóknámi og starfsnámi er gert jafn hátt undir höfði. TÆKIFÆRI Hugmyndin um breyttan framhaldsskóla býður upp á fjölmörg tækifæri. Ungt fólk mun væntanlega hafa úr nýjum spennandi námsleiðum að velja innan skamms. ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Menntamálaráðherra kynnti byltingar- kenndar hugmyndir á fundi í gær. SMYGL Annar Litháinn sem hand- tekinn var á fimmtudaginn við komuna til landsins með Norrænu, eftir að tólf kíló af óþynntu amfet- amíni fundust í bifreið hans, hefur játað. Hann segist hafa talið að efnið væri hestasterar. Mennirnir tveir voru dæmdir í fjögurra vikna gæsluvarðhald sem hinn Litháinn áfrýjaði. Sá úrskurður var staðfestur í Hæsta- rétti í gær. Sá sem játaði hefur viðurkennt að hafa þegið greiðslu frá pari í Litháen fyrir að flytja efnið hing- að til lands. - æþe Annar Litháinn hefur játað: Taldi efnið vera hestastera SPURNING DAGSINS Dagný, hélst þú nokkuð ræðu hjá varnarliðinu um daginn? „Það held ég ekki, en ég vona að þetta sé ekki smitandi.“ Fulltrúar Bandaríkjanna gengu á dyr eftir að Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins, sendi Bandaríkjamönnum tóninn, á ársfundi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. BRUSSEL, AP Ali Larijani, aðalsamn- ingamaður Írans í kjarnorkumál- um, sagði í gær að það myndi taka langan tíma að komast að sam- komulagi í deilu Írans við Banda- ríkin, Evrópusambandið, Rúss- land og fleiri ríki um áform Írana í kjarnorkumálum. Íranar hafa ekkert verið að flýta sér að gefa svar við tilboði ríkjanna um ýmsa aðstoð gegn því að Íranar hætti við að auðga úran. Larijani átti svo loksins í gær fund með Javier Solana, utanríkis- málafulltrúa Evrópusambandsins, sem gaf þar engar vonir um að málinu verði hraðað. - gb Larjani hitti Solana: Samningarnir taka sinn tíma LARIJANI OG SOLANA Fulltrúar Írans og Evrópusambandsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ekið á pilt á hjóli Ekið var á fjórtán ára pilt á hjóli á Laugaveginum til móts við bílaumboð Heklu klukkan rúmlega sex í gærkvöldi. Honum var ekið á slysa- deild í sjúkrabifreið og kvartaði hann undan eymslum í læri. Hann fór heim af slysadeildinni að lokinni skoðun. Tekinn undir áhrifum fíkniefna Lögreglan á Selfossi stöðvaði bíl á Hellisheiði í fyrrinótt með þremur ungmennum innanborðs, öllum undir áhrifum fíkniefna. Eitthvað magn fíkni- efna fannst í bílnum sem grunur leikur á að hafa verið ætlað til sölu. LÖGREGLUFRÉTTIR VESTMANNAEYJAR Lundavertíðin hefur farið vel af stað í Vest- mannaeyjum í sumar. Vertíðin hófst 1. júlí og stendur hún til 15. ágúst. „Menn voru áhyggjufullir fyrir tímabilið en svo fór þetta bara vel af stað. Hins vegar hefur veiðin ekki verið góð undanfarna fjóra daga en er nú að glæðast að nýju,“ sagði Magnús Bragason lunda- sölumaður þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. „Ég var að tala við veiðimenn sem eru í Ystakletti og þeir voru komnir með átta kyppur í dag,“ sagði Magnús. Fyrir þá sem ekki vita eru 100 lundar í hverri kyppu. Aðspurður um varpið sagði Magn- ús að það hefði tekist vel en hins vegar kæmi ekki í ljós fyrr en um miðjan júlí hvernig pysjurnar kæmust af. - öhö Lundavertíð í Eyjum: Góð veiði í gær LUNDI Í HOLU Vertíðin hefur farið vel af stað í sumar. DANMÖRK, AP Danskur hægriöfga- maður og innflytjendaandstæðing- ur, Julius Børgesen, hefur verið handtekinn. Hann hafði hvatt til þess að heimili innanríkis- og heil- brigðisráðherra Danmerkur yrði sprengt með bensínsprengju. Børgesen tjáði þessa skoðun sína á vinstrisinnaðri heimasíðu, en hann skrifaði undir fölsku nafni. Hann viðurkennir nú að hafa skrifað skilaboðin, en segist hafa verið að reyna að fá einhvern á síðunni til að viðurkenna aðild að svipaðri árás á heimili annars ráð- herra fyrir ári, en sá glæpur er enn óupplýstur. -sgj Stjórnmálamaður handtekinn: Vildi sprengja hús ráðherra EFNAHAGSMÁL Geir H. Haarde for- sætisráðherra er sannfærður um að verðbólgan fari að minnka strax upp úr næstu áramótum og segir auð- veldara að sitja í Seðlabankanum og biðja um aðgerðir heldur en að bera ábyrgð í ríkisstjórn þegar kemur að stjórn efnahagsmála. Seðlabankinn spáir ellefu pró- senta verðbólgu fram á mitt næsta ár og hefur hækkað stýrivexti upp í þrettán prósent. Fyrir nokkrum dögum sagði Davíð Oddsson seðla- bankastjóri að aðgerðir Seðlabank- ans væru of varfærnar ef eitthvað væri. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir ummæli forsætisráðherra í takt við þeirra væntingar og segist undrandi á að bankinn hækki hag- vaxtarspá sína um tæpt prósent á sama tíma og fjármálaráðuneytið lækki sína. Hæpnar forsendur séu fyrir verðbólguspánni. „Og meðan allir eru að reyna að draga úr vænt- ingum og skapa forsendur fyrir lækkandi verðbólgu er Seðlabank- inn að vinna gegn því. En ég held sem betur fer að það taki ekkert of margir mark á Seðlabankanum.“ Aðspurður um hvort Seðlabank- inn sé að rýra sinn trúverðugleika með svona spám segir Vilhjálmur að það muni koma í ljós. „Ef svo reynist að þeir hafi rangt fyrir sér þá hljóta að vakna upp spurningar um hæfni þeirra sem eru að stýra þessum spám í Seðlabankanum.“ - sdg Seðlabankinn hugsanlega að rýra trúverðugleika sinn með slæmum spám: Misvísandi verðbólguspár GEIR H. HAARDE FORSÆTISRÁÐHERRA Er heldur bjartsýnni á verðbólguhorfur en bankastjórar Seðlabankans. Tilboð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.