Fréttablaðið - 12.07.2006, Side 4

Fréttablaðið - 12.07.2006, Side 4
4 12. júlí 2006 MIÐVIKUDAGUR GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 11.6.2006 Bandaríkjadalur 74,89 75,25 Sterlingspund 137,72 138,38 Evra 95,36 95,9 Dönsk króna 12,783 12,857 Norsk króna 11,922 11,992 Sænsk króna 10,378 10,438 Japanskt jen 0,6545 0,6583 SDR 110,87 111,53 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 131,711 Gengisvísitala krónunnar ����������������������������������������� ������������ ������������� ������������ ���������������� ����������������������������������������������������������������� ���� ����� ���� ��� ��� �� �������������� ��� �������������� ����� LANDSPÍTALINN Sveinn Guðmunds- son, yfirlæknir Blóðbankans, segir að sér hafi verið tjáð að Landspítal- inn hafi tekið allt húsið á leigu en síðan framleigt hluta efstu hæðar- innar til framkvæmdanefndarinnar. Við undirbúning viðbyggingar við Blóðbankann, sem síðan var hætt við, var gerð ítarleg þarfa- greining þar sem kom fram að Blóðbankinn þyrfti 1600 fermetra fyrir starfsemi sína, en hann er nú í 650 fermetra húsnæði. Nýja hús- næðið er 1350 fermetrar sem Sveinn segir að myndi duga fyrir starf þeirra. „Það er löngu búið að sýna fram á það að við uppfyllum engin skil- yrði sem þarf til að reka blóð- banka. Þegar samningur var gerð- ur við leigusala hússins gerðum við ráð fyrir að litið yrði til þessarar þarfagreining- ar og við fengjum þá allt húsið,“ segir Sveinn. „Við höfum bent á það að fram- kvæmdanefndin þurfi ekki hús- næði með þessa staðsetningu og af þessu tagi. Efsta hæð hússins er okkur mjög dýrmæt því hún er í nágrenni við okkar mikilvægu starfsemi og það væri slæmt að fara af stað með svona mál og missa lausnina út úr höndunum með því að sjá blóð- bankanum fyrir ónógu húsnæði.“ Alfreð Þorsteinsson, formaður framkvæmdanefndarinnar segir nefndina einungis taka 150 til 200 fermetra á leigu með stækkunar- möguleikum. Hann segir að mikil- vægt sé að húsið sé nálægt spítal- anum. Undir það tekur Davíð Á. Gunn- arsson, skrifstofustjóri í heilbrigð- isráðuneytinu. „Nefndin vinnur náið með starfsfólki spítalans. Blóðbankinn fer í nýja spítalann þegar hann er tilbúinn og það er varla hægt að ætlast til þess að öll markmið sem eiga að nást þá verði uppfyllt strax. Það eru margar aðrar deildir sem einnig eru í of litlu húsnæði,“ segir Davíð. stigur@frettabladid.is Ósætti um Alfreð í nýju Blóðbankahúsi Blóðbankinn fær ekki allt húsið að Snorrabraut 60 til afnota eins og yfirlæknir hafði gert ráð fyrir. Efsta hæð hússins fer að hluta til undir framkvæmdanefnd um byggingu hátæknisjúkrahúss með Alfreð Þorsteinsson í fararbroddi. SVEINN GUÐMUNDSSON ALFREÐ ÞORSTEINSSON KJARAMÁL Starfsmenn IGS, dóttur- fyrirtækis Icelandair sem sér um þjónustustörf í Leifsstöð, hafa hótað því að leggja aftur niður störf batni kjör þeirra ekki á næst- unni. Ákvörðun verður líklega tekin á starfsmannafundi í kvöld, en starfsmenn hafa sagt að verði önnur vinnustöðvun muni IGS ekki fá jafn langan viðbragðsfrest og seinast. Gunnar Olsen, framkvæmda- stjóri IGS, sagðist ekki kannast við þessar fullyrðingar starfs- manna og lítil hreyfing hafi verið á málinu síðan starfsfólkið neitaði tillögu stjórnenda IGS í seinustu viku. - sþs Kjaradeilan í Leifsstöð: Hóta annarri vinnustöðvun LÖGREGLA Brotist var inn í tvær nýbyggingar í miðbæ Reykjavíkur í gærmorgun og stolið þaðan verk- færum að verðmæti hátt í fimm hundruð þúsund krónur. Lögreglan handtók þjófinn stuttu síðar á heimili sínu, en þar fannst megnið af þýfinu. Þjófur- inn, sem var yfirheyrður í gær, er á þrítugsaldri og mikill góðkunningi lögreglunnar. Á heimili hans fannst einnig talsvert magn fíkniefna. Ásamt ræningjanum voru á heimili hans tvær stúlkur, önnur tæplega tvítug og hin sextán ára. Í fórum þeirra fundust einhver fíkniefni og voru þær því einnig handteknar. - sh Brotist inn í tvær nýbyggingar: Stal tólum fyrir hálfa milljón WASHINGTON, AP Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt að allir fangar í gæslu Bandaríkjahers verði héðan í frá meðhöndlaðir í samræmi við lágmarksstaðla Genfarsáttmálans. Þetta þýðir að fangar í Guantanamo- herstöðinni verða ekki sóttir til saka fyrir herdómstólum eins og Bush-stjórnin hafði áætlað. Ákvörðunin var tilkynnt í gær, tveimur vikum eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að Bush- stjórnin hefði ekki rétt til að skipa herdómstóla, á þeim forsendum að slíkt væri hvorki í samræmi við alþjóðarétt né gert með leyfi Bandaríkjaþings. - kóþ Bandaríkjastjórn kúvendir: Genfarsáttmáli verður virtur FANGAKLEFI Í GUANTANAMO-FANGELSINU Bandaríkjastjórn hefur gjörbreytt afstöðu sinni til réttarstöðu fanga í Guantanamo. NORDICPHOTOS/AFP FINNLAND, AP Búlgarar hafa kallað sendiherra sinn í Finnlandi heim eftir að upp komst um meinta aðild hans að ólöglegri áfengissölu. Utanríkisráðherra Búlgaríu, Ivailo Kalfin, ætlar jafnframt að fara fram á það við Georgi Par- vanov forseta að Venel in Tsat- chevski verði rekinn úr starfi sem sendiherra. Endurskoðun á bókhaldi sendi- ráðsins kom upp um svikin, en sendiherrann seldi fólki sem ekki starfaði við sendiráðið áfengi. Málið er enn í rannsókn. - smk Sendiráð Búlgaríu í Finnlandi: Sendiherra í áfengissvindli TÓKÝÓ, AP Fulltrúar Japana og fastameðlimir Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna hafa komið sér saman um að fresta refsiaðgerð- um þeim sem Kenzo Oshima, sendiherra Japans hjá Sameinuðu þjóðunum, lagði til að yrðu settar gegn Norður-Kóreu vegna eld- flaugatilrauna þeirra, en refsiaðgerð- irnar áttu meðal annars að kveða á um viðskiptabann á tæknitengdar vörur. Það eru Kínverjar sem standa að baki frestuninni og sendiherra Kína hjá Sameinuðu þjóðunum, Wang Guangya, skýrði frá því að tillaga Japana yrði ekki samþykkt að óbreyttu, að því er Kyodo- fréttastofan greinir frá. Japanar ætluðu upphaflega að þrýsta á um refsiaðgerðir strax í síðustu viku. - kóþ Samþykkt Öryggisráðsins: Refsiaðgerðum slegið á frest KENZO OSHIMA DÓMSMÁL Það sem af er árinu hefur Landspítali - háskólasjúkra- hús þurft að greiða um fimmtíu milljónir í skaða- bætur vegna þriggja dómsmála þar sem spítalanum er stefnt. Tvö málanna varða læknamistök og eitt var vegna veikinda sem starfsmaður hlaut af vinnu á sjúkrahúsinu. Möguleg skaðabótamál Tómas- ar Zoëga, fyrrverandi yfirlæknis á geðsviði, og Stefáns Matthías- sonar æðaskurðlæknis gætu svo hækkað fjárhæðina töluvert, en lögmaður Tómasar sagði í samtali við Fréttablaðið í byrjun júlí að skaðabótakrafa hans gæti numið allt að hundrað milljónum króna. „Því miður er þetta staðreynd- in í málinu, þótt allir vilji auðvitað komast hjá mistökum þá verða þau því miður,“ segir Pálmi Ragn- ar Pálmason, formaður stjórnar- nefndar LSH. „Enn er óljóst hvað mun gerast næst í máli Stefáns en mál Tómasar er komið á leiðar- enda og við verðum að sæta því.“ Læknafélag Ísland segir ámæl- isvert að stjórnendur Landspítala - háskólasjúkrahúss ætli sér ekki að leiðrétta hlut læknanna tveggja sem dómstólar hafa úrskurðað að reknir voru með ólögmætum hætti. Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu frá félaginu. - sþs Landspítalinn hefur þurft að greiða háar fjárhæðir vegna skaðabóta í ár: Fimmtíu milljónir í bætur PÁLMI RAGNAR PÁLMASON LANDSPÍTALINN Í FOSSVOGI Formaður stjórnarnefndar Landspítalans segir spítal- ann verða að sæta dómum sem hafa fallið í málum Stefáns Matthíassonar og Tómasar Zoëga.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.