Fréttablaðið - 12.07.2006, Page 10
10 12. júlí 2006 MIÐVIKUDAGUR
SKIPULAGSMÁL Annar áfangi
Sundabrautar hefur verið kynnt-
ur í tillögu að matsáætlun, sem
fyrirtækið Línuhönnun hf. stóð
að. Áfanginn mun vera 8 km lang-
ur vegur sem þverar Eiðsvík,
Leiruvog og Kollafjörð og eru
möguleikarnir tveir, ytri og innri
leið. Vegurinn verður átta kíló-
metrar og talið er að lagning
brautarinnar út í Geldinganes
geti hafist árið 2008. Þar á sam-
kvæmt skipulagi að rísa 8-10.000
íbúa byggð og verður fyrstu lóð-
unum úthlutað á þessu ári.
Samkvæmt skýrslu Línuhönn-
unar er Sundabraut talin nauð-
synlegur hlekkur í stofnbrauta-
kerfi höfuðborgarsvæðisins og
forsenda fyrir uppbyggingu í
Geldinganesi og Álfsnesi. Helstu
atriði sem taka þurfi tillit til séu
dýralíf, landslag, gróðurfar, forn-
leifar, vatnsvernd og hljóðmeng-
un. Auk þess séu tvær eyjar á
Kollafirði á náttúruminjaskrá auk
Úlfarsár, Varmár, Blikastaðakró-
ar og Leiruvogs og taka beri tillit
til þess við lagningu brautarinn-
ar.
Almenningi er gefinn kostur á
að koma með athugasemdir varð-
andi framkvæmdina og gefst
frestur til 19. júlí til að hafa sam-
band við Línuhönnun vegna máls-
ins. - sgj
Tillaga að matsáætlun fyrir lagningu annars áfanga Sundabrautar:
Tveir möguleikar Sundabrautar kynntir
LEGA ANNARS ÁFANGA SUNDABRAUTAR Rauðu línurnar tákna mögulega legu, og er sú efri
ytri leiðin, en sú neðri innri.
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR Framkvæmda-
stýra Barnahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna (UNICEF), Ann M. Veneman,
kemur til Íslands
á föstudaginn.
Fyrir tveimur
árum hóf lands-
nefnd fyrir
UNICEF á
Íslandi störf og
mun Veneman
gera framtíðar-
samning fyrir
hönd UNICEF við
landsnefndina. Samningurinn þýðir
að landsnefndin muni starfa undir
merkjum UNICEF, skuldbinda sig
til að fylgja stöðlum samtakanna og
afla fjár fyrir verkefni þeirra.
Veneman mun skrifa undir samn-
inginn á skrifstofu UNICEF á föstu-
daginn, en hún mun einnig eiga fund
með Valgerði Sverrisdóttur utanrík-
isráðherra. - sgj
Framkvæmdastýra UNICEF:
Heimsækir Ís-
land í vikulok
ANN M. VENEMAN
JAFNRÉTTI Evrópusambandið hefur
ákveðið að árið 2007 eigi að hafa
þema í þágu jafnra tækifæra fyrir
alla. Samkvæmt
heimasíðu sam-
bandsins er
markmiðið að
vekja fólk til
umhugsunar um
rétt sinn til að
njóta jafnra
tækifæra og lífs
án mismununar.
Margrét
María Sigurðar-
dóttir, framkvæmdastjóri Jafn-
réttisstofu, fagnar þessum tíðind-
um. Hún segist hafa orðið vör við
mikin áhuga hjá félagsmálaráðu-
neytinu að taka þátt í þessu verk-
efni en ekki sé búið að ákveða með
hvaða hætti það verður. Hvað Jafn-
réttisstofu varðar segir Margrét
María að með samvinnu ólíkra
hópa verði hægt að ná árangri. „Ég
sé tækifæri þar sem ólíkir hópar
geta unnið saman að sameiginlegu
markmiði,“ segir Margrét María.
„Það hefur vantað upp á að hópar
vinni saman, til dæmis að öryrkjar
og Jafnréttisstofa vinni saman að
því að útrýma mismunun hvers
konar í samfélaginu.“
Magnús Stefánsson félagsmála-
ráðherra segir að þess sé að vænta
bráðlega að ráðuneytið tilkynni til
hvaða ráðstafana verði gripið hér
á landi í tengslum við þetta verk-
efni. „Við höfum fullan hug á að
taka með markvissum hætti þátt í
verkefninu,“ segir félagsmálaráð-
herra. - æþe
Árið 2007 verði ár jafnra tækifæra fyrir alla:
Árið 2007 verði ár
jafnra tækifæra
MAGNÚS
STEFÁNSSON
G8 MÓTMÆLT Þessi stúlka stóð fyrir utan
rússneskt hótel í gær og mótmælti G8
fundinum sem fram fer í Rússlandi í
þessari viku. Hún og félagar hennar voru
að draga athyglina að slæmum lífsskilyrð-
um indjána í Bandaríkjunum og vara við of
nánum tengslum Rússlands við Bandaríkin.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KABÚL, AP Donald Rumsfeld, vara-
forseti Bandaríkjanna, brá sér í
óvænta heimsókn til Afganistans í
gær og hitti þar Hamid Karzai for-
seta að máli.
Á sameiginlegum blaðamanna-
fundi þeirra sagðist Rumsfeld
sannfærður um að sigur myndi
vinnast á vopnuðum sveitum tali-
bana í suðurhluta landsins þrátt
fyrir mikla herflutninga yfir landa-
mæri Afganistans og Pakistans.
Einnig sagði hann nauðsynlegt
að Evrópuríki veittu Afgönum
meiri aðstoð við að berjast gegn
fíkniefnaframleiðslu í landinu, en
þaðan flæðir heróín í stríðum
straumum til Evrópu og Rússlands.
Fíkniefnaframleiðsla hefur
blómstrað í Afganistan þrátt fyrir
tilraunir til þess að draga úr
henni.
Rumsfeld fagnaði því sérstak-
lega að NATÓ-ríkin tækju að sér
stærra hlutverk í Afganistan, sér-
staklega til þess að berjast gegn
liðsafla talibana í suðurhluta lands-
ins. Á þessum sama blaðamanna-
fundi sagði Karzai að lögreglulið
landsins væri veikburða, sérstak-
lega meðfram landamærum Pak-
istans, og þess vegna hafi starf-
semi herskárra hópa eflst.
Talibanar, sem fyrir innrás
Bandaríkjanna árið 2001 höfðu náð
nánast öllu landinu á sitt vald, hafa
haft sig töluvert í frammi í suður-
og austurhluta landsins síðustu
mánuði, og virðast hafa haft stuðn-
ing bæði frá erlendum málaliðum
og vopnuðum hópum á vegum
ópíumframleiðenda. Undanfarinn
mánuð hafa til dæmis sex Bretar
farist í átökum við hina herskáu
hópa.
Bresk stjórnvöld hafa af þeim
sökum ákveðið að senda 900 her-
menn til suðurhluta Afganistans í
viðbót við 3.600 manna herlið sitt
þar.
Margir Afganar, þar á meðal
Karzai forseti, hafa sakað
nágrannaríkið Pakistan og forseta
þess, Pervez Musharraf, um að
hafa gert lítið sem ekkert til að
hindra vopnaða hópa í því að herja
á Afganistan frá bækistöðvum
sínum handan landamæranna í
Pakistan. Musharraf segir þær
ásakanir tóma vitleysu, Pakistan
hafi þvert á móti sent 90 þúsund
hermenn til landamæranna gagn-
gert til þess að stöðva stuðnings-
menn talibana þar. - gb
Fór óvænt til
Afganistans
Donald Rumsfeld varaforseti Bandaríkjanna er
sannfærður um að sigur muni vinnast á talibönum.
Fíkniefnaframleiðsla hefur blómstrað í Afganistan
þrátt fyrir tilraunir til að draga úr henni.
Á BLAÐAMANNAFUNDI Í AFGANISTAN Hamid Karzai fylgist grannt með þegar Rumsfeld
útskýrir málin. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KÁRAHNJÚKAVIRKJUN Borun vegna
gangagerðar við Kárahnjúkavirkj-
un hefur miðað óvenju hægt und-
anfarnar vikur. Sprunga varð á
leið eins af borunum þremur og
þarf að steypa í hana áður en unnt
er að bora lengra.
Landsvirkjun samdi um afhend-
ingu fyrstu raforku til álvers
Alcoa á Reyðarfirði þann 1. apríl á
næsta ári. Það mun dragast, en
fullnaðarafhending rafmagns er
þó enn dagsett þann 1. október. Að
sögn Þorsteins Hilmarssonar upp-
lýsingafulltrúa er verkið þó hvorki
á eftir áætlun, né yfir kostnaðar-
áætlun vegna tafanna. Nokkurra
milljarða svigrúm hafi verið gefið
vegna ófyrirséðs kostnaðar og
hafa aðgerðir vegna misgengja og
sprungna verið helstu ófyrirséðu
framkvæmdirnar. - sgj
Tafir á borun við Kárahnjúka:
Afhending á rafmagni tefst